Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Side 29
DV. FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986. 29 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós ,$andm, Sandm, jólasveinninn er örugglega undir borðimd“ 1 fatahengi Þjóðleikhúskjallarans mætir okkur iðandi og hrópandi krakkakös með dökkklædda kerl- ingu í fararbroddi. Hraðinn á fylk- ingunni er ógnarlegur og það eina sem bjargar kerlu og öðrum hæg- gengum af fullorðnu gerðinni frá því að troðast undir er hæðin á þátttak- endum í hlaupinu. Þau eru öll ákaf- legu stutt í annan endann og minna einna helst á maura sem stefha hrað- byri á yfirgefinn ostbita. Á staðnum er síðasta jólatrés- skemmtunin þessi jólin og starfs- menn Þjóðleikhússins eru mættir til leiks með afkomendur og aðra vandamenn. Nornin Sandra úr barnatíma sjón- varpsins var í heimsókn leitandi að jólasveininum og naut dyggilegrar aðstoðar barnaskarans sem áður sagði. Sveinki fannst, börnin gátu andað léttara og ekki þótti verra þegar hann hófst handa við að út- deila sælgætispokum til gestanna. Jólatréð var hringgengið hraustlega sem vera ber á slíkum samkomum og sungið með til að halda uppi hraðanum. -baj Starfsmenn mættu á staðinn - Sigurður Sigurjónsson með tvær prúðbúnar smákvensur. Skemmtanir af þessu tagi geta verið ógnvekjandi fyrir suma aldurs- flokka. Það er margt að hræðast - skeggjaða jólasveina, hryllilegar nornir og aðrar torkennilegar furðuverur. Honum leist svona mátulega á nornina Söndru þeim stutta. DV-myndir PK Og ekki batnaði það - dýr af öllum mögulegum gerðum! Henni fannst vissara að halda sig i hæfilegri fjarlægð þrátt fyrir vinalega framkomu hoppandi ioðdýranna. æðruleysi. Ballerínur eignast líka börn. Helga Bernharð með ungviði. Arnar Jónsson i jólatrésgöngu það var sungið við raust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.