Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Page 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR1986.
3
Breytaþarf99ára
gömlum veðlögum
fyrir f iskeldisfyrirtækin:
Syndandi
lax settur
að veði
Breyting á 99 ára gömlum
veðlögum er eitt af þeixn verkefn-
um sem óhjákvæmilegt er að
Alþingi afgreiði á næstunni til
þess að fiskeldisfyrirtækin geti
lagt fram nægilegar tryggingar
fyrir lánum. Eins og er þykir
vafasamt að veðlögin heimili
veðsetningu á lifandi fiski, jafn-
vel þótt hann sé tryggður.
Fiskeldisneíhdin svokallaða
hefur þegar lagt fram tillögur um
úrbætur í þessu efni og drög að
frumvarpi til breytinga á veðlög-
Unum. Fiskeldisfyrirtækin munu
nú öll tryggja þann fisk, sem í
eldi er. Reykvísk endurtrygging
hf. hefur forystu í þessum trygg-
ingum hér á landi. Félagið hefur
samvinnu við tvö erlend félög um
baktryggingar, annað sem trygg-
ir megnið af norska fiskeldinu.
önnur tryggingafélög eru einnig
að fara á stjá.
Þessar tryggingar eru dýrar til
að byrja með að minnsta kosti.
lðgjaldið mun vera 6% af sölu-
verði aíúrða. Þá ná bætur ekki
nema til 75% af hverju tjóni.
Áhöld munu vera um það, hvað
telja beri afmarkað tjón. Þetta
hefur þýðingu, því stundum
verða skakkaföll af einni og
sömu ástæðunni, þótt þau komi
ekki öll fram í einu. Fiskeldis-
neíndin er meðal annars að fjalla
umþettamál.
Tillögur fiskeldisnefndarinnar
um lánastefnu fela í sér að upp-
fylli fyrirtækin tiltekin skilyrði
fái þau að láni 75% af fjárfesting-
arkostnaði og áætluðum rekstr-
arhalla fyrstu 2-3 árin, þar til
fyrsta framleiðsla kemur til sölu,
Séu útlendingar eignaraðilar
skerðist lánastofninn um þeirra
hlut.
HERB
Menningartiátíð
Volvoforstjóra:
Með styrk
f rá Flug-
leiðum
— ogvernd Vigdísar
Finnbogadóttur
Stefht er að því að halda um-
fangsmikla menningarhátíð í
Gautaborg sumarið 1989. Hátíðin
er haldin að frumkvæði P.G.
Gyllenhammars, forstjóra Volvo.
Styrk hlýtur hann frá norrænum
jámbrautafyrirtækjum, Gauta-
borg, og Flugleiðum af íslands
hálfu. Vemdari hátíðarinnar
verður Vigdís Finnbogadóttir.
Á hátíðinni verður boðið upp á
efhi frá öllum helstu listgreinum
sem stundaðar em á Norðurlönd-
unum. Kostnaður er talinn verða
25 til 30 milljónir sænskra króna.
Sæmundur Guðvinsson, blaða-
fulltrúi Flugleiða, sagði að miðað
við núverandi verðlag væri
reiknað með að kostnaður Flug-
leiða vegna hátíðarinnar næmi
ríflega 800 þúsund krónum.
-GK
Stjórnarmenn NT í persónulegum ábyrgðum vegna NT-skulda:
Adeins 10 milljóna
veð í fíokkshúsinu
—verður byggð ný hæð ofan á Rauðarárstíg 18?
Hús framsóknarmanna við Rauðarárstíg. Verður hæð byggð ofan
á húsið?
Framsóknarmenn hafa sótt um
leyfi til að bæta einni hæð ofan á
húseign sína við Rauðarárstíg 18 í
Reykjavík. Barst beiðni um það til
Byggingamefhdar Reykjavíkur í
síðustu viku.
Að sögn Hilmars Guðlaugssonar,
formanns byggingamefndar, er
verið að kynna málið þessa daga,
en endanleg niðurstaða um hvort
leyfið fæst ætti að liggja fyrir um
miðjan febrúar.
Orðrómur er uppi um að fram-
sóknarmenn ætli sér að selja húsið
til að eiga fyrir skuldum NT, jafn-
vel byggja fyrst hæð ofan á og selja
svo til að fá meira fyrir það. Eins
og kunnugt er tók Framsóknar-
flokkurinn yfir skuldir NT þegar
blaðið var lagt niður um áramótin.
DV ræddi við Kristin Finnboga-
son, Alfreð Þorsteinsson og Hauk
Ingibergsson um þetta mál. Enginn
þeirra kannaðist við að til stæði
að selja húsið, „enda eiga fram-
sóknarmenn næga sjóði til að
borga þessar skuldir," eins og
Haukur orðaði það.
Húseignin Rauðarárstígur 18 er
í eigu Framsóknarflokksins og
Framsóknarfélaganna í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum DV er
fasteignamat hússins nú nálægt 35
milljónum króna og bmnabótamat
rúmar 60 milljónir. Síðarnefnda
talan er talið raunverulegt verð-
mæti hússins ef kæmi til sölu.
Þá má geta þess að skuldir NT
eru um 90 milljónir króna. Á Rauð-
arárstíg 18 er veð upp á 10 milljónir
sem NT fékk fyrir um ári.
-En er til veð fyrir afganginum
af skuldunum?
Haukur Ingibergsson sagði, að
verið væri að ganga frá ársreikn-
ingi NT. Þá kæmi í ljós, hve miklir
peningar væru til á þeim bæ. Þá
hefðu stjórnarmenn NT, eins og
hann sjálfur, Hákon Sigurgríms-
son, Einar Birnir og fleiri gengið í
persónulegar ábyrgðir fyrir skuld-
um. „Hver einasta króna sem við
skuldum er í ábyrgð á einn eða
annan hátt,“ sagði Haukur Ingi-
bergsson. . KÞ
Artemis
ÚTSÖLUSTAÐUR:
m
Glæsibæ
Álfheimum 74 s: 33355
10 gerðir af ör-
bylgjuofnum.
Verð við allra
hæfi.
Frá kr.
13.990,-
stgr.
Úrvalið af ofnum er hvergi meira og verðið gerist ekki betra
Kjör sem þú sleppir
ekki:
5.000 5- kr.útborgun á ódýrustu
ofnunum og eftirstöövar á 6 mán.
Láttu ekki þessi kjör
fara fram hjá þér.
EtNAR FARESTVEIT & CO. HF
BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995
Þjónusta sem þér býðst ekki
annars staðar.
* íslenskar leiðbeiningar fylgja
ásamt uppskrift.
* Stór matreiðslubók fylgir.
* Matreiðslukvöldnámskeiðið fyrir
bæði hjónin fylgir án endurgjalds.
* TOSHIBA uppskriftaklúbburinn
stendur þér opinn með spennandi
uppskriftum.
* Símaþjónusta hússtjómarkennara
er þér til reiðu.
SETTU TRAUST ÞITT Á T0SHIBA
JANÚAEEIÖR
TOSHIBA
Örbylgjuofninn sem gefur þér arð. Þú sparar 60-70% af rafmagnsnotkun við
matreiðsluna, notar rniklu minna hráefni, maturinn rýmar minna. - Þú sparar
geysilegan tíma við matreiðslima og TOSHIBA örbylgjuofninn tryggir þér jafnan
og góðan árangur. Það er þetta sem setur TOSHEBA skör framar.