Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Side 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986. Snældu-Blesi á hlaupum ásamt hryssunni Fjólu. DV-myndir JGH. SNÆLDUBLESIREYNDI EN MISST1JAFNVÆGH) Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: Snældu-Blesi hefur verið laus í girðingu með hryssunni Fjólu í sumar og allan vetur. Hann er enn með spelkur um fótinn sem brotn- aði. Brotið hefur gróið sæmilega. Og Snældu-Blesi hefur reynt við hryssuna en átti erfitt með að fóta sig, missti jafhvægið. „Hann hefur haft það ágætt í allan vetur, verið mikið úti við. Ég smíðaði sérhesthús fyrir hann hér. Það er opið og hann getur farið þar inn og út hvenær sem hann vill,“ sagði Magni Kjartansson, eigandi Snældu-Blesa og bóndi að Ásgarði í Djúpadal í Eyjafirði. Að sögn Magna hefur Snældu- Blesi reynt við hryssuna Fjólu. „Hann hafði ekki nógu mikinn styrk, átti erfitt með að standa í afturfætuma og missti jafnvægið." „Það liggur ekki fyrir hvort hryssan er með folaldi. Hún er það feit að það er ekki gott að sjá það. Ég held samt að hún sé geld,“ sagði Magni. „Það er greinilegur „gróandi" í brotinu. En það er enn of snemmt að fullyrða hvort hann nær sér. Brotið verður myndað þegar líður skýrast ffekar. En ég veit að hon- bæra umönnun hjá Magna,“ sagði á veturinn og þá ætti þetta að um líður mjög vel, hann fær frá- Ármann Gunnarsson dýralæknir. Snældu-Blesi í veðurblíðunni með eiganda sínum, Magna Kjartanssyni, bónda að Ásgarði í Djúpa- dal í Eyjafirði. Visa skákmótið: Tuttugu stór- meistarar — ogfjórir alþjóðlegir meistarar Tuttugu stórmeistarar og fjórir alþjóðlegir meistarar fi-á Ameríku og Norðurlöndunum hittast 8.-9. febrú- ar næstkomandi og keppa á Visa- skákmóti í Hamrahlíðarskólanum. Keppendur em sem sagt 24 á þessu móti, 12 frá Norðurlöndum og 12 frá Ameríku. Við íslendingar eigum 6 af þessum 12 meisturum ffá Norður- löndum: Helga Ólafsson (2545 Elo- stig), Margeir Pétursson (2520), Jó- hann Hjartarson (2505), Guðmund Sigurjónsson (2495) og Friðrik Ólafs- son (2545). Allir fimm em stórmeist- arar. Jón L. Árnason er alþjóðlegur meistari með 2500 Elo-stig og keppir einnig. Hinir sex eru Andersson, Larsen og Agdestein stórmeistarar og Schussler, Yrjola og Rasmussen, alþjóðlegir meistarar. Frá Ameríku koma 9 stórmeistarar, þeir Seirawan, Christiansen, Kava- lek, deFirmian, Alburt, Browne, Lombardy, Byrne og Henley. Einnig koma 4 alþjóðlegir meistarar, Benj- amin, Fedorowicz og Kogan. Á mótinu verða tefldar tvær um- ferðir, hver maður teflir einu sinni með hvítt og einu sinni með svart. Keppnin fer fr am á vegum Skáksam- bands Norðurlanda, sem er elsta milliríkjaskáksamband heims, stofn- að 1899 og var einn fyrsti vísirinn að norrænni samvinnu á menningar- sviðinu. Keppnin er kostuð af Visa Intemational, Visa USA og ýmsum Visa-félögum á Norðurlöndum. -KB Skákþing Reykjavíkur: 13 ára efstur Á Skákþingi Reykjavíkur, sem nú stendur yfir, er Hannes Hlífar Stef- ánsson efstur í opna flokknum með 6 vinninga. Fast á hæla hans eru Bjami Hjartarson, Davíð Ólafsson, Þráinn Vigfússon og Þröstur Þór- hallsson, allir með 5 Í/2 vinning. Áttunda umferð verður tefld í kvöld. í unglingaflokknum er Þröstur Ámason efstur með 6 vinninga. Hann hefur unnið allar sínar skákir. Síðustu umferðir í unglingaflokkn- um verða tefldar næsta laugardag. -KB Idag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Teppalagt með þjóðfánanum í lögum segir að enginn megi óvirða þjóðfánann, hvorki í verki né orði. Islendingar hafa skilið þetta lagaá- kvæði svo að þjóðfáninn sé hluti af lýðveldinu og sjálfstæðinu, samein- ingartákn þjóðarinnar á hátíðleg- um stundum. En með nýrri kynslóð koma nýir siðir. Niðri í Gamla bíói er verið að sviðsetja einhvers konar sambland af söngleik og hnefa- leikakeppni, léttfríkaðan skemmti- þátt i líkingu við Litlu hryllings- búðina. Aðstandendur sýningar- innar hafa stundað þar æfingar af kappi undanfarnar vikur og eru nú um það bil að frumflytja leikinn. Nú er ekki gott að vita hvaða virðingu litla leikhúsið ber fyrir þjóðfánanum, en alla vega er sú skoðun ríkjandi í þessu leikhúsi að fáninn sé brúklegur í fleira heldur en að draga hann að húni á tyllidög- um. í þeim anda var ákveðið að nota þjóðfánann sem teppi á glímu- pallinn hjá Rauðhóla Ransí. Var sem sagt meiningin að trampa duglega á fánalitunum út alla sýn- inguna, sjálfsagt í virðingarskyni. Fyrir einhverja tilviljun spurðist þessi fyrirætlun út og alla leið upp í forsætisráðuneyti þar sem fyrir sitja embættismenn af gamla skól- anum. Alla jafna láta slíkir embætt- ismenn fátt raska ró sinni og kippa sér ekki upp við hvað sem er. Én nú var þeim nóg boðið. Orðsending var send til litía leikhússins og til- kynnt að sýningin yrði umsvifa- laust stöðvuð ef þeim ósóma væri ekki afstýrt að nota þjóðfánann sem gólfþurrku. Leikhúsmenn tóku kurteislega í þessi tilmæli enda hafa þeir sjálf- sagt ekki imyndað sér né skilið hvernig þjóðfánanum væri sýnd óvirðing þótt senan væri teppalögð með einu flaggi. Er ekki að efa að framúrstefnumenn telji sig sýna þjóðfánanum séstakan sóma með því að skarta honum á sýningunni i láréttri stöðu undir fótunum á Rauðhóla Ransí. Þegar þetta er skrifað er ennþá allt í óvissu með málalok. Forsvars- menn leikhússins munu þó hafa fallist á að fiarlægja fánann undan fótum leikaranna ef sérstök beiðni berst úr ráðuneytinu þar að lút- andi. Nú kann það að vera erfitt fyrir Rauðhóla Ransí að bijóta odd af ofiæti sinu gagnvart íslenska kans- ellíinu og fyrir neðan hennar virð- ingu að glima á fánalausu sviðinu. Sjálfsagt er þessi kvenmannsper- sóna miklu mun virðulegri og merkilegri en þjóðfáni litillar þjóð- ar og kannske megum við íslend- ingar þakka fyrir að menningar- frömuðir í leiklistinni virði fánann yfirhöfuð viðlits. Ef til vill er það merki um árangurinn af há- menntastefnunni og viðhorfum intelligensiunnar að íslenski fáninn sé hafður til skrauts á leiksýning- um undir fótum og skósólum vin- sælla leikara? Almenningur hefur verið alinn upp við þann smáborgaraskap að sýna þjóðfánum virðingu í orði og verki. Þjóðinni þykir vænt um lýð- veldið, forsetann, tunguna og fán- ann. En þetta er auðvitað ekki að marka, enda hljóta þeir sem fram úr skara og vit hafa á menningu og leiklist að hafa æðra siðgæðis- mat gagnvart þeim hornsteinum sem mynda íslenskt ríki. Einn litill þjóðfáni kann að vera hégómi í augum þessara menningarvita og afskipti embættismanna af gamla skólanum flokkast eflaust undir sérvisku. En einhvern veginn hefur maður þó á tilfinningunni að fólkið sem á að sækja sýninguna til að hún borgi sig beri meiri virðingu fyrir þjóðfánanum heldur en Rauðhóla Ransí. Jafnvel þótt hún glími vel. Af þeim sökum er það góðlátleg ábending til litla leikhússins að það fiarlægi þjóðfánann af senunni i Gamla bíói þegjandi og hljóðalaust. Það er að segja ef meiningin er að fá einhveija gesti á annað borð. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.