Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Page 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANtJAR 1986. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur 475hitaeininga ávaxtakúr Það eru fleiri en við hér á skerinu sem eru í megrunarkúr. Þessa teikningu rákumst við á í danska blaðinu Politiken. Við höldum áfram megrunar- kúrnum okkar. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Fyrstu fíóra dagana fuku hvorki meira né minna en 4 kg. En það er af nógu að taka svo við höldum ótrauð áfram og höldum áfram á fitulausa kúrnum en drekkum jafnan tvo lítra af vatni á dag og eins mikið kaffi og te og hugurinn girnist. Einnig má drekka sykurlausa gosdrykki að vild. 5-10% af líkamsþyngd í bókinni góðu segir að þeir sem eru allt of þungir geti vænst þess að léttast um 4-10% af líkamsþyngd sinni fyrstu vikuna. Þeir sem eru í léttari kantinum léttast eitthvað hægar. í bókinni er sagt frá manni sem léttist um rúm 12 kg fyrstu vik- una en það er líka mesta þyngdartap sem höfundur hefur heyrt getið um og algert einsdæmi. Vítamín og steinefni , æskileg viðbót Æskilegt er að taka vítamín og steinefni þegar verið er í megr- unarkúr. Gott er að ráðfæra sig við lækni sinn um þetta atriði. Einnig er nauðsynlegt að hafa þegar í stað samband við lækni ef viðkomandi finnur fyrir óvenjulegri þreytu eða sleni í sambandi við megrunarkúr- inn. En það verður auðvitað hver að passa sjálfan sig. í bókinni er sagt frá fólki sem verið hefur á fitulausa kúrnum samfleytt í tólf vikur án þess að verða meint af, nema síður sé. Þeir sem voru með of háan blóð- þrýsting fengu bót meina sinna því blóðþrýstingurinn snarlækkaði. Þessi megrunarkúr er heldur ekki nýr af nálinni heldur hefur hann verið notaður með góðum árangri í Bandaríkjunum í yfir tuttugu ár. Tilbreyting Það getur líka verið heppilegt að breyta til og vera með fleiri en einn kúr í takinu svo til samtímis. Eftir t.d. eina viku á snarheitakúrnum má taka næstu viku á grænmetiskúr, þar næstu á ávaxtakúr, síðan aftur á snarheitakúr. Svo er til einn kúr sem heitir grænmetis- og ávaxtakúr. Þá verður þetta ekki eins leiði- gjarnt. En umfram allt, gleymið ekki að drekka vatnið. Það á við um alla kúrana, alveg sama hverju nafni þeir nefnast. Ekki minna en tvo lítra á dag. Margir hafa spurt hvers vegna eigi að drekka allt þetta vatn. Það er ofur skiljanlegt ef maður hugsar aðeins út í hvað gerist í líka- manum við það að hann fær t.d. ekki fitu eða kolvetni. Þessi efni eru líka- manum nauðsynleg til þess að hann geti starfað og ef hann fær þau ekki úr fæðunni neyðist hann til þess að vinna þau úr forðabúrinu. Því safn- ast fyrir alls kyns úrgangsefni í lík- amanum. Þau berast með blóðinu í lifrina sem er hreinsistöð, síðan fer úrgangurinn með blóðinu í nýrun og þaðan er greið leið út úr líkamanum með þvaginu en því aðeins að nægi- legt vatn sé drukkið. Ástæðan fyrir því að sumir verða andfúlir á kúrnum er að þeir eru ekki nógu duglegir að drekka vatnið. Fólk verður „of súrt“ en því er bjarg- að með vatnsdrykkjunni. Þið sjáið því að hún er mjög áríðandi. Ávaxtakúrinn Ávaxtakúrinn hentar vel fyrir þá sem eru hrifnir af ávöxtum. Hann er með þannig fyrirkomulagi að það má ekki borða neitt annað en ávexti, nema auðvitað vatnið, kaffi og te og sykurlausa gosdrykki. Sýnishom af dagsmatseðli Morgunverður: Ein heil appelsína eða 2 sveskjur eða hálft greip. Hádegisverður: Lítil melóna eða stór sneið af stærri melónu og ein stór sneið af vatnsmelónu. Síðdegis: Ein pera eða annar ámóta ávöxtur. Kvöldverður: Ein pera, appelsína, epli og ein plóma. Fyrirháttinn: Eitt epli. Þessi kúr inniheldur ekki nema 475 hitaeiningar á dag. Mundu aðeins að það má ekki borða neitt annað en ávexti. Hins vegar má víxla teg- undunum að vild en helst ekki auka magnið. Næst hugum við að grænmetis- kúmum. -A.Bj. I 1 eldsvoða farast miklu fleiri af völdum reykeitrunar en af völdum brunasára. Hvernig verður eldsvoði? Iðnskólaútgáfan hefur nú nýlega gefið út ritið Brunavamir í saman- tekt Rafns Sigurðssonar. Ritinu er skipt niður í 16 stutta kafla sem meðal annars taka yfir helstu or- sakir eldsvoða, notkun slökkvi- tækja og helstu gerðir þeirra og leiðbeiningar um hvemig bregðast skuli við til að forðast reykeitmn í eldsvoða. Höfundur segir í inngangsorðum að markmið hans sé að lýsa hverju atriði í sem stystu máli, en þó samt þannig að aðalatriðin komist til skila og verði fólki til upplýsingar. Ekki verður annað séð en að það hafi tekist bærilega og á ritið erindi til allra þeirra sem vilja stuðla að auknu öryggi í bmnavömum, hvort sem er inni á heimilum eða á vinnustöðum. -S.Konn. L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.