Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Qupperneq 8
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986. TILBOÐ OSKAST í 34 manna Mercedes Benz 303 fólksflutningabif- reið árg. 1979. Bifreiðin, sem er skemmd eftir um- ferðaróhapp, verður til sýnis á verkstæði Mosfells- leiða hf., Hyrjarhöfða 6, Reykjavík, föstudaginn 24. janúar nk. Tilboðum sé skilað á skrifstofu Ábyrgðar hf., Lágmúla 5, fyrir kl. 17, mánudaginn 27. janúar nk. Tryggingafélag bindindismanna SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir desembermánuð 1985, hafi hann ekki verið greiddur i síðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. febrúar. 20. janúar1986. Fjármálaráðuneytið. TÖLVUNAMSKEIÐ MULTIPLAN Verzlunarskóli íslands mun standa fyrir tveimur námskeiðum í Multiplan töflureikningum frá Mikro- soft ef næg þátttaka fæst. Kennt verðurá Atlantis tölvur PC MS DOS. Fyrra námskeiðið hefst 27. janúar. Kennt verður á mánudögum frá kl. 16.50-18.15 og miðvikudaga frá kl. 17.30-19.00 samtals 20 kennslustundir. Að þessu sinni verða einungis 15 teknir á námskeið- ið. Fyrirhugað er að halda annað sams konar námskeið og mun það hefjast 3. mars nk. og verður á sömu dögum og sama tíma og það fyrra. Þátttaka tilkynnist á bæði námskeiðin í síma 688597. VERZLUNARSKÓLIÍSLANDS Ofanleiti 1 108 Reykjavík. Getum enn bætt nokkrum nemend- um við í eftirtalda flokka: Portúgalska, 1. flokkur Gríska, 1. fl. og framhaldsflokkur Tékkneska, 1.fl. Rússneska, 1.fl. Enska (aðeins fimmtudagstímar) Spænska, framhaldsflokkar ítalska, framhaldsflokkar Franska, 1. fl. og framhaldsflokkar Þýska, 1. fl., framhaldsflokkar og samtalsflokkur Norska, 1. fl., framhaldsflokkar Danska, framhaldsflokkar Stærðfræði, almennur flokkur Stærðfræði, aðstoð fyrir nema í 9. bekk grunn- skóla Verklegar greinar: Postúlínsmálun Myndmennt Myndvefnaður Formskrift Mónoþrykk Tölvufræðsla Myndbandagerð (Vídeó) Upplýsingar í símum 12992 og 14106 í Miðbæjar- skóla. Námsflokkar Reykjavíkur. Utiönd Útlönd Meyer hættur í stjóm Alusuisse Mannaskipti hafa orðið í hóum stöðum hjá Alusuisse eftir að fyrir lógu skýrslur um umtalsvert tap ó rekstri fyrirtœkisins ó árinu 1985. - Emanuel Meyer, sem hefur stjómað fyrirtækinu í nær 20 ór, sagði af sér stjómarformennsku tveim árum fyrr en vænta mátti. Við tók af honum Nello Celio, fyrrum efnahagsmála- ráðherra Sviss. Aðalíramkvæmdastjóri Meyers og hægri hönd, Bmno Sorato, en sæti hans tók Hans Jucker, sem stjórnað hefur einu dótturfyrirtækja Alusu- isse. Féll í hlut Juckers að greina frá því að blaðamannafundi að fyrirtæk- ið mundi ekki greiða hluthöfum arð þetta órið. Alusuisse hefur ekki látið uppi enn hve mikið tapið var á síðasta óri. Aðalvandræði þess lágu í sölutregðu ó heimsmarkaðnum og erfíðleikum við að fikra sig yfir í aðra fram- leiðslu. Jucker fullyrti að fyrirtækið væri ekki í greiðsluerfiðleikum og nyti óskoraðs trausts bankanna, en mannaskiptin ó toppnum væm gerð til þess að sneiða hjá vantrausti meðal viðskiptavina og 35 þúsund manna starfsliðs fyrirtækisins. Blaðafregnir hafa greint frá því að tap fyrirtækisins gæti numið allt að 250 milljón svissneskra franka en það er óstaðfest. í 20 ára stjóm sinni ó fyrirtækinu hefur Meyer stýrt Alusuisse til fremstu raða álviðskipta í heiminum. í olíukreppunni lenti fyrirtækið í erfiðleikum og stefndi Meyer þá að því að auka fjölbreytnina í fyrirtæk- inu en það tapaði samt aftur 1981. 1984 var hagnaður af fyrirtækinu og hluthöfum var á ný greiddur arður. 1 apríl í fyrra var búist við að órið 1985 mundi skila svipuðum arði og því var enn haldið fram þegar komið var fram í september. Stefanía prinsessa sú verst klædda — samkvæmt lista Blackwells tískufrömuðar Stefanía prinsessa af Mónakó er í efsta sæti ó lista bandaríska tísku- frömuðarins, Richard Blackwell, yfir tíu verst klæddu konur í heimi. En systir hennar, Karólína, komst á lista tíu best klæddu kvenna í heimi og sömuleiðis Díana, prins- essa Breta, sem var efst ó lista þeirra verst klæddu árið 1983. Joan Collins, stjarnan úr Dyn- asty-þáttunum, var í öðru sæti yfir þær verst klæddu. Hún var í efsta sæti í fyrra og var í fimmta sæti árið áður. - Blackwell gaf í skyn að hún væri í holdugra lagi. Blackwell lét ýmis orð falla með vali sínu ó þeim sem skipa listann yfir þær verst klæddu: 1. Stefanía prinsessa - „konungleg- ur fatasmekkur hennar, sem gæti hæft báðum kynjum, géfur henni möguleika á hvoru baðherberginu sem hún vill“. 2. Joan Collins - „það vantar ekki nema herslumuninn að þar sé komin þriðja undirhakan". 3. Söngkonan Madonna - „gæti verið fulltrúi Ægisgötu í fátækra- samkeppni". 4. Söngkonan Tina Tumer - „sum- ar klæðast til að vekja athygli karla, sumar til að vekja athygli annarra kvenna, en svo em þær sem vekja bara hlátur". Á lista hinna tíu best klæddu vom, auk Karólínu prinsessu og Díönu prinsessu, þær Nancy Reag- an forsetafrú og Raisa Gorbatsjov, eiginkona sovéska leiðtogans. Þar em einnig taldar upp leikkonumar Jaclyn Smith, Meryl Streep, Mary Tyler Moore, Priscilla Presley, Jane Wyman og Jane Seýmour. Blackwell velur leikkonuna Lauren Hutton sem yfirburða- konu ársins því að hún hafi það yfirbragð sem allar bandarískar konurvilduhafa. Karólína er á lista tískugreifanna yfir best klæddu konurnar, en systirin Stefanía, sú til vinstri, er efst ó listanum yfir verst klæddu konurnar. „Henni leyfist aögangurinn aö hvoru snyrtiherberginu sem er,“ segir Blackwell sjálfur. Styrr um sænskar tóbaksmerkingar Svíar hafa ákveðið að seinka því að prenta áróður gegn tóbaks- reykingum ó sígarettupakka sem seldir em í landinu vegna mótmæla frá tóbaksframleiðendum er telja viðvaranimar ólöglegar. Sænska heilbrigðisráðið hafði ákveðið að skylda framleiðendur til að vera með viðbótarmerkingar ó sígarettupökkunum, þar sem fólk væri varað við því að reykja, auk hinna eldri viðvarana. Heilbrigðisráðið féll frá þvi að skylda framleiðendur til að prenta viðbótarmerkingamar á pakkana eftir 1. janúar síðastliðinn, eftir hörð mótmæli Philip Morris AB, sænska dótturfyrirtækis hins kunna banda- ríska tóbaksrisa, er kvað þau ólög- leg. „Lögin segja að sígarettupakkar verði að hafa viðvaranir um skað- semi reykinga en ekki bónorð til neytenda um að hætta að reykja," segja sænskir fulltrúar tóbaksfram- leiðenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.