Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Síða 14
14
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986.
Menning___________Menning___________Menning___________Menning
Hentug handbók
fyrir hvern mann
Gunnar G. Schram:
UmhverfisréHur. Um verndun náttúru
íslands.
Úlfljótur 1985.
Þess hefur oft verið getið, að ís-
lenzkir lögfræðingar hafi verið
iðnir við ritstörf, og það þótt ein-
göngu sé miðað við hina akadem-
isku lögfræðinga, ef svo má að orði
komast. Það var árið 1736, sem sá
guðhræddi konungur Kristján 6.
gekkst fyrir stofnun sérstakrar
lagadeildar við Kaupmannahafn-
arháskóla. I greinargerð, sem kon-
ungur birti í sambandi við þetta
mál, lét hann í ljós eitthvað á þá
leið, að með þessari ráðstöfun
mætti líklega bæta úr þeirri hör-
mungaraðbúð, sem réttlætið í
landinu mætti búa við. Svo væri
nú ástatt, að fáfróðir, ágjarnir og
iligjarnir menn egndu fávísa ein-
feldninga til málaferla til að hafa
af þeim fé. I þessum málum héti
svo, að dæmt væri, en þar væru að
verki fáfróðir, illgjarnir, mútuþæg-
ir vandræðamenn, sem sjaldnast
kæmu nokkru i verk, en stuðluðu
í ábataskyni að heimskulegu og
kostnaðarsömu málaþrasi. Allt
yrði þetta til að íþyngja konungs-
ins hæstarétti sem verið væri að
kaffæra með þessu háttalagi. Hér
þyrfti úr að bæta, enda væri þetta
skelfilega ástand bæði guði og
konungi til stórrar hryggðar.
Of lítið af lögfræðiritum
Og það var fyrir tæplega 250
árum (í febrúar 1736), sem reynt
var að hefja siðabótina. Meðal
þeirra, sem innrituðust á fyrsta ári
lagadeildar var einn íslendingur,
Þorsteinn Magnússon, sem útskrif-
aðist árið 1738 og var lengi sýslu-
maðurRangvellinga. Þorsteinn var
því fyrstur Islendinga til að ljúka
þar prófi sem candidatus juris, en
talið er, að 183 íslendingar hafi
lokið slíku prófi.
Ekki hef ég neina vitneskju, sem
örugg geti talizt, um það, hversu
margir Islendingar hafi lokið laga-
prófi eftir að lagakennsla hófst hér
1908, en þeir skipta mörgum hundr-
uðum.
Eins og vænta má hafa allflestir
þessara lögfræðinga fengizt við
lögfræðistörf, embættisstörf, lög-
mannsstörf og annað slíkt, aðrir
hafa horfið til starfa í atvinnulíf-
inu.
Það hefur hins vegar iðulega
verið reiknað lögfræðingum til
ámælis, hve þeir hafa fram á síðari
ár verið tómlátir við að koma á
prent ritum í sínum fræðigreinum.
Afreksmenn úr hópi þeirra hafa
sumir rutt út úr sér miklum og
merkum sagnfræðiritum, en minna
hefur hjá flestum kveðið að lög-
fræðiritunum, þótt vissulega megi
nefna merk dæmi.
Farið að morgna
Þegar ég var í lagadeild fyrir
löngu, voru helztu kennsluritin
heldur ósjáleg, fjölrituð hefti, oft-
ast þvæld og útkrotuð, með
misjafnlega haldgóðum fróðleik.
Flestar kennslubækumar voru á
dönsku, ágæt rit, sem höfðu auk
þess þann kost að með því að lesa
þær, var maður nokkum veginn
bænabókarfær til að geta haldið
sambandi við hið norræna réttar-
samfélag, sem okkur er svo mikils
virði. Það var þó heldur til leið-
inda, hve langan tima það tók að
leiðrétta bækumar, þannig að
hæfði íslenzkum rétti og ekki var
frágangur þeirra leiðréttinga alltaf
t.il fyrirmyndar.
En nú er farið að morgna, þótt
sitthvað sé notað af erlendum
bókum, sem er að sumu leyti æski-
legt. Nú eru t.d. með skömmu milli-
bili komin út tvö nytsamleg fræði-
rit, annað um hlutafélag eftir Stef-
án Má Stefánsson og hitt um
umhverfisrétt eftir Gunnar
Schram.
Hér verður minnzt lítillega á það
síðamefnda. Þótt ég gjarna vildi
gera hinu skil, er það mér ofraun
sakir fákunnáttu, en lofsvert er
framtak höfundar.
Nýtt hugtak
Hugtakið umhverfisréttur er nýtt
hugtak í fslenzku máli. I hand-
hægri lögfræðibók eftir Bjöm Þ.
Guðmundsson fyrir almenning,
sem út kom 1973, er orðið t.d. ekki
að finna. Hér á landi hefur því
engan veginn verið slegið föstu,
hvað sé umhverfisréttur. „Þar er
um að ræða réttarreglur, sem miða
að því að vernda og bæta umhverfi
mannsins," segir Gunnar Schram á
bls. 15. Og-síðar segir hann: „Hér
er um að ræða ýmis réttarsvið, sem
ekki eru þó öll skýrt afmörkuð, svo
sem náttúruvemd, mengunarvarn-
ir, auðlindagæzlu, friðun lands og
bygginga. Heildarlöggjöf um um-
hverfismál skortir enn hér á landi
og því almenna skilgreiningu
umhverfisréttar."
Við Gunnar þekkjum báðir nokk-
uð vel, hversu erfiðlega gengið
hefur að fá hér setta umhverfislög-
gjöf. Flestir virðast í sjálfu sér
hlynntir slíkri löggjöf, unz til
stykkisins kemur. Það er nefnilega
svo, að ef farið yrði í það, sem víða
er gert í nálægum löndum, þar sem
meira að segja hafa verið stofnuð
sérstök umhverfisráðuneyti, hefur
það að sjálfsögðu þýtt meðal ann-
ars, að nauðsynlegt hefur reynzt
að flytja ýmisleg verkefni milli
ráðuneyta. Og þar hafa víst ekki
allir hlutir legið á lausu. Sama
sagan er víst hér. Eins og nú er
komið er það hreint pólitískt mál,
hvort hér verður komið á umhverf-
islöggjöf um heildarstjóm um-
hverfismála með afmörkuðu verk-
sviði.
Níu ráðuneyti
Þessa getur Gunnar í riti sínu,
og kemur þar meðal annars fram,
að það, sem telja mætti umhverfis-
mál með sæmilega gildum rökum,
hevrir nú undir 9 ráðuneyti.
Otal lög og reglugerðir hafa verið
sett um þessi mál, og ekki er laust
við, að stundum geti komið til
ágreinings um valdmörk, hvort mál
heyri undir þetta stjórnvald eða
hitt - eða bæði vísi frá sér! Þá eru
í bókinni rakin réttarúrræði á sviði
þessara mála.
Gunnar fylgir þetrri eðlilegu og
hefðbundnu reglu nálægra landa
að gera sérstaklega grein fyrir
meginflokkum umhverfismálanna í
nokkuð ýtarlegu máli. Þessir
flokkar eru mengunarmál, skipu-
lags- og byggingarmál, náttúru-
verndarmál og vemdunarmál
mannvirkja.
Þama em greind gildandi laga-
ákvæði fyrir hvern þátt um sig og
mjög góðar skrár, bæði um einstök
efnisatriði og lagaákvæði, fylgja.
Ég nefni þetta greinarkom mitt
eftir frægri lögfræðibók frá 1812,
Hentug handbók fyrir hvem mann,
er kannski nokkuð mikið sagt, en
það er ekki ofmælt, að í bók þessari
er að finna ákaflega margt, sem
snertir daglegt líf manna, og það
er hverjum manni hollt að kunna
skil á umhverfi sínu.
Ákvæði hunzuð
Mér þykir það heldur galli við
bókina, að ekki skuli rakinn að-
dragandi að þeirri löggjöf, sem
Gunnar ræðir í bók sinni. Þá þykir
mér oft óþarflega mikið tekið upp
af hreinum lagagreinum, sem hafa
í raun heldur lítið gildi. Ég nefni
einnig sem dæmi nokkuð langar
hugleiðingar um skaðabótakröfur
vegna friðunar; þjóðminjar, bygg-
ingar og náttúmfyrirbrigði hafa
verið friðuð í hundraðatali án þess
að mér sé kunnugt um, að nokkrar
skaðabótagreiðslur hafi farið fram.
Málin hafi verið leyst með sam-
komulagi sem öllum er fyrir beztu.
Frekast þykir mér þó á skorta,
Gunnar G. Schram.
Bókmenntir
Páll Líndal
að gerð sé grein fyrir því hvernig
tekizt hefur til um þá umhverfis-
vernd, sem ráðizt hefur verið í. Og
þá má einnig minna á, að í 2. gr.
laga nr 64/1943 segir m.a., að birta
skuli í B-deild Stjórnartíðinda
„ákvarðanir og úrlausnir ráðu-
neyta, sem almenna þýðingu hafa“.
Þetta ákvæði hefur nú að miklu
leyti verið hunzað áratugum sam-
an. Áður fyrr var töluvert um birt-
ingu slíks, og á almenningur heimt-
ingu á að fá að kynna sér, hvernig
að slíkum málum er staðið, t.d. í
viðkvæmum byggingarmálum.
Þetta fyndist mér að Gunnar ætti
að kanna, þegar þetta rit hans
verður næst gefið út.
Sjálfur mundi ég fagna því, að
meira yrði sagt frá erlendum kenn-
ingum í þessum fræðum og stór-
kostlegum málaferlum, sem hafa
risið erlendis út af umhverfismál-
um, eins og kunnugt er. En það er
kannski varla „íslenzkur" um-
hverfisréttur.
En hvað sem þessum ábendingum
líður, er full ástæða til að þakka
höfundi fyrir þessa þörfu og hent-
ugu bók, sem er brautryðjandarit.
Frágangur bókarinnar er hinn
prýðilegasti og leit að prentvillum
bar ekki árangur. p.L.
Svava Bernharðsdóttir í Norræna húsinu
Tónleikar Svövu Bernharósdóttur i Norr-
æna húsinu 10. janúar.
Meóleikari: David Knowles.
Efnisskrá: Johann Sebastian Bach:
Gömbusónata nr. 1 í G-dúr; Niccolo
Paganini: Sónata per la Grand Viola;
Dimitri Schostakowitsch: Sónata, opus
147.
Eitt af því sem eiga má von á í
kringum hátíðar eru tónleikar
þeirra ungu tónlistarmanna sem
eru í framhaldsnámi erlendis. Eina
slíka hélt Svava Bernharðsdóttir í
Norræna húsinu og hafði píanó-
leikarann David Knowles sér til
fulltingis. Leikinn hófu þau með
sónötu sém meistari Bach samdi
fyrir gömbu og sembal. Ef brúka á
nútímans hljóðfæri á annað borð
þá er það ekki síðri hugmynd að
ætla hlutverkið víólu en sellói,
þótt vitaskuld fari það eftir flytj-
andanum hversu til tekst. I Bach-
sónötunni lék David Knowles á
sembal.
Feiknamjúkur og blíður víólu-
tónn Svövu naut sín mjög vel í
þessu verki, sem og öðrum verkefn- •
um þessara tónleika. Skýr tón-
mótun hennar kemur í veg fyrir að,
mýktin verki loðin. Við stílinn
hlaut maður að teljast sáttur að
öðru leyti en því að fremur píanist-
ískur ásláttur Davids Knowles
skekkti heldur blæ heildarmyndar-
innar. Hann lætur sér fæst hljóm-
borðshljóðfæri óviðkomandi og |
Svava Bernharðsdóttir - „heillandi mýkt og blæfegurð“.
Tónlist
EYJÓLFUR MELSTED
yrði nýtur semballeikari ef hann
fengi ráðrúm til að rækta betur
með sér sembalskan hugsunarhátt
og tilfinningu.
leikur á orgel líka auk píanósins.
Hins vegar held ég að David Know-
les hafi taugar til sembalsins og
Hefði mátt skiptast öðruvísi
Tíðast líta menn aðeins til Pag-
aninis sem fiðlusnillings og gera
sér ekki einu sinni grein fyrir í
hverju snilld hans lá. Hún lá ekki
síst í þeim hyggindum hans að
koma auga á möguleika nýja bog-
ans, beina bogans, eins og við
þekkjum hann í dag. Raunar telja
margir hann uppfinningamann að
„spiccato" og því beri alls ekki að
grípa til þess leikmáta í verkum
sem samin voru fyrir hans tíð. En
Paganini kom víðar við. Hann var
frábær gítarleikari og víólan fang-
aði hug hans æ meir eftir því sem
á leið. Reyndar samdi hann fleiri
verk fyrir gítar en önnur hljóðfæri.
Almennt telja menn nú að snilli-
gáfan hefði betur skipst jafnar á
milli tónsköpunar og leikhæfileika
en hafa ber það í huga að Paganini
var maður vinsældanna og þær
hljóta menn sjaldnast fyrir að vera
tiltakanlega frumlegir. Þau Svava
og David áttu góða samvinnu um
sléttan og misfellulausan flutning
ó sónötu Paganinis, sem líkast til
er eitt þeirra verka sem höfða meir
til flytjenda en áheyrenda.
Svanasöngur
Víólusónata Schostakowitsch
var hans síðasta verk. I útlöndum,
þar sem svanirnir eru að jafnaði
þöglir, er það trú manna að þeir
syngi þó einu sinni, á banastund-
inni, og því kalla menn oft síðasta
afrek manns hans svanasöng. Þeg-
ar Schostakowitsch samdi sitt síð-
asta verk var hann bitur maður og
kaldhæðinn og hafði enda ærna
óstæðu til. Hann var einn þeirra
manna sem fengið hafði að kynnast
flestum neikvæðu þáttunum í
stjómarfari síns heimalands. Lesi
menn æviminningar hans skilst
þeim svo margt betur í músík þessa
mikla músíkjöfurs, en vissara er,
rúmsins vegna, að hætta sér ekki
út í hugleiðingar um þó mætu bók.
Svava og David komu dapurleikan-
um, treganum og sársaukanum,
sem í svanasöng snillingsins liggur,
vel til skila, án allra ýkja, sem er
réttur kostur því nóg er af þessum
þáttum í verkinu svo að ekki sé
farið að skerpa þá um of. Kynnu
þeir þá að snúast í andhverfu sína.
Svava Bemharðsdóttir sýndi með
þessum tónleikum að hún er í þann
mund að skipa sér í raðir okkar
fremstu víóluleikara. Tónn hennar
er gæddur heillandi mýkt og blæ-
fegurð sem hún undirstrikar í
skarpri og skýrri tónmótun. Hins
vegar reyndust þessir góðu eigin-
leikar fótakefli eins og jafnan verð-
ur þegar Norræna húsið fyllist
óheyrendum. Þar nær enginn að
láta eina blíða víólu og stillilega
áslegið píanó hljóma við húsfylli
nema með grimmdinni einni. David
Knowles opinberaði enn sína góðu
meðleikarahæfileika. Hann verkar
þó stundum næstum of undirgefinn
meðflytjandanum sem hér kom þó
ekki að neinni sök.
EM