Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Síða 21
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986.
21
ttir Iþróttir______ Iþróttir íþróttir íþróttir
eð Valsbúninginn sem hann mun
DV-mynd: EJ.
n knattspyrnumaður
Eins og fram kom í DV í gær hafa
hingað til verið taldar nokkrar líkur
á því að Helgi gengi til liðs við
Víðismenn en nú hefúr það sem sagt
fengist staðfest og um leið að hann
mun ekki leika með Keflavík næsta
sumar.
-SK.
SIGURJÓN
FERÍVAL
hef ur gengið f rá f élagaskiptum úr Kef lavík í Val
„Það er 100 % öruggt að ég spila
með Val næsta sumar. Ég tilkynnti
félagaskipti úr ÍBK i Val á mánudag-
inn,“ sagði knattspyrnumaðurinn
Siguijón Kristjánsson í samtali við
DV í gær.
Greint var frá því í gær að Sigurjón
hefði mætt á æfingu hjá ÍBK og
ennfremur að hann hefði beðið
Hólmbert Friðjónsson, þjálfara ÍBK,
afsökunar á ummælum sem höfð
voru eftir honum fyrr í haust varð-
andi leikskipulag og fleira hjá ÍBK.
Þessar fréttir afSigurjóni voru hafð-
ar eftir aðilum í Keflavík og þessir
sömu aðilar virðast hafa í meira lagi
skrítinn húmor. Samkvæmt heimild-
um DV í gær hafa ákveðnir aðilar
verið að reyna að gera Sigurjóni
óleik og notað til þess þá aðferð að
gefa blaðamanni DV falskar upplýs-
ingar sem komið gætu sér illa fyrir
hann.
Siguijón sagði m.a.í gær: „Ég hef
aldrei mætt á æfingu hjá Keflavík
eftir að ég ákvað að hætta að leika
með ÍBK. Það er heldur ekki rétt að
ég hafi beðið Hólmbert afsökunar.
Ég stend við allt _það sem ég hef sagt
um Hólmbert og IBK í DV.“
- Nú varst þú ákveðinn í að ganga
yfirí VíðiíGarði?
„Já, það er rétt. Það má segja að
ég hafi verið of fljótur á mér þegar
ég ákvað félagaskiptin yfir í Víði. Ég
settist síðan niður og hugsaði málið
og að því búnu fannst mér skynsam-
legast að skipta yfir í Val og þaö gerði
ég á mánudaginn. -SK.
Víkingar hefja bikar-
vörn sína gegn IR
— í handboltanum. Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar sitja yfir í 1. umf erð
íslandsmeistarar Víkings hefia tit-
ilvörn sína i bikarkeppni HSÍ gegn ÍR
en dregið var um helgina. 29 lið til-
kynntu þátttöku í keppninni og
munu þijú þeirra sitja hjá i þessari
umferð. Það eru Hafnarfiarðarliðin
FH og Haukar auk Reynis.
Ekki hefur verið unnt að velja leik-
daga vegna þeirrar mismunandi
aðstöðu er félögin eru í. Þau sem
skipuð eru landsliðsmönnum munu
ekki geta leikið fyrr en eftir heims-
meistarakeppnina sem lýkur í mars
en lítið ætti að vera í veginum fyrir
því að önnur lið geti keppt mun fyrr.
Drátturinn varð þessi:
Týr-KA
Fylkir-FH b
Ármann-Grótta
KR-Valur b
IH-ÍA
ÍBK-Fram
Þróttur-Ármann b
Leiftur-Valur
iR-Víkingur
Selfoss-Njarðvík
HK-Þór, Vestm.
Stj aman-Aftur elding
Breiðablik-HBÍ
Þau þrjú lið er sita hjá munu síðan
bætast í hóp þeirra þrettán liða er
vinna sér áframhaldandi þátttöku-
rétt og keppa í sextán liða úrslitum.
-fros
Óeirðaseggir Millwall
komnir með naf nspjöld
Fró Sigurbirni Aðalsteinssyni,
fréttaritara DV í Englandi:
Slagsmál urðu á milli aðdáenda
Millwall og Sunderland er þeir
mættust á laugardaginn eftir deild-
arleiki þessara liða. f slagsmálunum
var einn Sunderland-áhangandinn
skorinn á háls og þurfti að sauma
ellefu spor. Þegar lögreglan kom á
staðinn voru stuðningsmenn Mill-
wall á bak og burt en höfðu skilið
eftir sig nafnspjald sem á stóð:- Til
hamingju. Þú hefur hitt Millwallað-
dáendur.
1 lokin má geta þess að aðdáendur
flestra liða eru að íhuga að meina að-
dáendum Millwall aðgang að heimaleikj-
um sinum. Eitt lið hefur þó þegar sett
bann á hyskið, það er Middlesbrough.
-fros
• lanRush.
Rushíformiá
Anfield Road
— lagði upp tvö mörk og
skoraði eitt sjátfur í sigrí
Uverpool á Ipswich
í mjólkurbikarnum
vS&-\
í-
Frá Sigurbimi Aðalsteinssyni,
fréttaritara DV í Englandi:
Liverpool tryggði sér réttinn til að
leika i undanúrslitum enska mjólk-
urbikarsins er liðið sigraði Ipswich
örugglega á heimavelli sínum, 3-0.
Þrátt fyrir að Liverpool væri lengst
af betra liðið í leiknum þá voru það
varnarmistök enska landsliðsmið-
varðarins Terry Butcher er réðu
hvað mestu um úrslit. Tvö slæm
mistök hans gáfu Liverpool tvö
mörk.
Ipswich hafði í fiillu tré við Liv-
erpool fyrstu mínúturnar en á þeirri
20. tókst heimaliðinu að brjóta ísinn.
Butcher átti þá misheppnaða send-
ingu aftur til Paul Cooper markvarð-
ar. Ian Rush komst inn i sendinguna
og gaf til Paul Walsh sem skoraði
sitt átjánda mark á keppnistímabil-
inu. Tíu mínútum síðar skeði það
sama. Rush komst inn í sendingu
Butchers og gaf á Ronnie Whelan
sem lyfbi boltaniun yfir Cooper. Rush
gulltryggði síðan sigur Liverpool er
hann skoraði mark eftir góðan und-
irbúning Walsh. Liverpol mætir
annaðhvort Chelsea eða QPR í und-
anúrslitunum. -fros
•é
„Glaður fyrir
hönd Frakka”
— sagði Ingemar Stenmark eftir að Frakkinn Bouvet
sigraði í svigi heimsbikarsins í gær. Stenmark annar
og er nú í þriðja sæti samanlagt í stigakeppninni
„Eg er ánægður með þessi úrslit em
ég var ekki nógu ákafur í fyrri um-
ferðinni. Frakkinn Bouvet átti stór-
kostlegan dag. Ég er glaður fyrir
i hans hönd og franska liðsins. Það var
kominn tími til að Frakki sigraði í
! keppni heimsbikarsins,“ sagði Svíinn
frægi, Ingemar Stenmark, eftir að
hann varð í öðru sæti í svigi heims-
bikarsins í Parpan í Sviss í gær.
Frakkinn Didier Bouvet sigraði í
' keppninni. Fyrsti sigur Frakka í
keppninni frá 1973, þegar Jean Noel
Augert sigraðií svigi -jiaðer að segja
fyrsti sigur fransks karlmanns.
Frönsku stúlkurnar eiga marga sigra
undanfarin ár.
Didier Bouvet varð í þriðja sæti í
svigi á ólympiuleikunum í Sarajevo
1984. 25 ára og hafði náð best áður
fimmta sæti í keppni heimsbikarsins.
Lengi vel í gær stefndi þó í sigur Paul
Frommelt, Lichtenstein. Hann var
með besta tima i fyrri umferðinni og
besta millitíma í miðri braut i þeirri
siöari. Þá hlekktist honum á og varð
aðhætta.
Tími Frakkans var 1:33,03 mín.
Stenmark annar á 1:33,54 mín. Thom-
as Burgler, Sviss, þriðji á 1:33,71 mín.
í fiórða sæti var Joze Kuralt, Júgó-
slaviu, á 1:34,21 min. og fimmti Sviinn
Jonas Nilsson á 1:34,22 mín. Jónas
hefur nú forustu i stigakeppninni i
svigi. Hefur hlotið 68 stig. Stenmark,
Frommelt og Bojan Krizaj, Júgóslav-
íu, koma skammt á eftir. Allir með
60 stig. Í fimmta sæti er svo Rok
Petrovic, Júgóslavíu, með 50 stig.
Brunmaðurinn Peter Wirnsberger,
Austurriki, er stigahæstur saman-
lagt í keppni heimsbikarsins. Hefur
hlotið 130 stig eftir tvo sigra í brun-
keppninni fyrir helgi. Handhafi
heimsbikarsins, Marc Girardelli,
Luxemburg, er annar með 109 stig
og kempan Stenmark er nú komin í
þriðja sætið með 102 stig. Brun-
maðurinn Peter Miiller, Sviss, fiórði
með 99 stig. í fimmta sæti er Pirmin
Zurbriggen, Sviss, sem slasaðist i
upphafi keppnistímabilsins, með 84
stig. Jonas Nilsson er í sjöunda sæti
með 68 stig. Hefur aðeins hlotiö stig
í sviginu. Krizaj er næstur á undan
honum með 75 stig. -hsim
—BSBBBBBM
UR w ALI UnK
TIL VERNDAR GÓLFEFNUM
Þú getur á auðveldan máta margfaldað slitþol
gólfefnis á stigaþrepum með því að nota DON
stigaefnakerfið sem hefur margsanna
sin.
Listarnir eru einfaldlega límdir framan a
þrepin og/eða í sumum tilfellum eru þeir festir
með skrúfum.
öll vinna við DON stiganefakerfið er mjög ein-
föld. Þannig að hver og einn getur átt við það.
Engin þörf er á sérfræðingum. Listana á DON
stiganefakerfinu er hægt að fá í fjölmörgum Ht-
um, lengdum og breiddum eftir þörfum hvers
og elns. Líttu við hjá okkur og fáðu nánari
upplýsingar. Fyrirliggjandi á lager - vinsamleg-
ast spyrjið um Kristján.
r? Þorsteinsson
ohnson hf.
£1
ARMULI 1 105 REYKJAVIK SIMI 91-685533