Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Side 22
22
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Fyrsta svig
vetraríns
áAkureyrí
Frá Jóni Haukssyni, fréttamanni DV Kristjánsson, KA, á 82,64 sek. Anna
á Akureyri: M. Malmquist, Þór, sigraði í kvenna-
Þórs-mótið í svigi, fyrsta skíða- flokki á 87,64 sek. I stúlknaflokki
mótið á Akureyri á keppnistímabil- sigraði Kristín Jóhannsdóttir, Þór, á
inu, var háð í Hlíðarfjalli um helg- 94,69 sek. og í drengjaflokki sigraði
ina. Keppt í karla- og kvennaflokki Kristinn Svanbergsson, KA, á 86,78
og í 15-16 ára flokki drengja og sek. Myndin að neðan er frá keppn-
stúlkna. inni í karlaflokki.
f karlaflokki sigraði Rúnar I. hsím
Fjórír sigrar
Þórs-liðanna
—á Akurey rarmóti í handknattleik
Frá Jóni G. Haukssyni, frétta-
manni DV á Akureyri.
Fyrri umferðin á Akureyrarmótinu
í handknattleik - yngri flokkamir -
var háð um helgina. Keppendur voru
frá tveimur félögum, KA og Þór, og
tókst Þórsliðunum betur upp á mót-
inu. Það var aðeins í 6. flokki sem
KA sigraði, 9-6.
í 4. flokki sigraði Þór KA, 17-15,
en fimmti flokkur var þrískiptur. í
5. flokki C vann Þór KA, 8-6. f
fimmta flokki B vann Þór, 19-6, og
hafði einnig yfirburði í 5. flokki A,
þarsigraði Þór, 23-11.
hsím
Frá leik Akureyrarliðanna
Þórs og KA í 4. flokki á Akur-
eyrarmótinu í handknattleik
um síðustu helgi. DV-mynd Jón
G. Hauksson.
Staðan í
Frakklandi
Sigurvegarar
ajudomoti
Fyrri hluti afmælismóts Júdósam-
bandsins fór fram um síðustu helgi
og urðu sigurvegarar þessir í eftir-
töldum flokkum.: Eiríkur Ingi Kristj-
ánsson Ármanni í -60 kílóa þyngdar-
flokki, Karl Erlingsson Ármanni í -65
kg flokki, Halldór Guðbjörnsson JR
vann sigur í -71 kg flokki, Ómar Sig-
urðsson UMFK í -78 kg flokki, Rögn-
valdur Guðmundsson Gerplu í -86 kg
flokki og í þyngsta flokknum, yfir 95
kg, vann Bjarni Friðriksson Ármanni
sigur.
Alls kepptu þrjátíu keppendur frá fjór-
um félögum. Ármanni, Júdófélagi
Reykjavikur, UMFK og Gerplu. Seinni
hluti mótsins fer síðan fram 1. febrúar
næstkomandi. Þá verður keppt í opnum
flokki karla, þyngdarflokkum karla
yngri en 21 árs og þyngdarflokkum
kvenna.
Staðan í 1. deild er nú þannig:
Paris S-G 26 18 8 0 55-20 44
Nantes 27 14 8 5 38-21 36
Bordeaux 27 14 8 5 38-31 36
Mónakó 27 8 14 5 40-29 30
Lens 27 11 8 8 41-34 30
Auxerre 26 11 7 8 31-26 29
Metz 26 9 9 8 36-24 27
Nice 27 9 9 9 29-34 27
Toulouse 26 11 4 11 42-37 26
Laval 27 8 10 9 30-34 26
Le Havre 27 9 7 11 36-36 25
Nancy 26 10 4 12 34-38 24
Rennes 27 9 6 12 27-33 24
Toulon 27 6 11 10 33-35 23
Marseilles 27 8 7 12 30-31 23
Lille 26 9 5 12 23-38 23
Sochaux 26 7 8 11 32-40 22
Brest 26 7 7 12 30-43 21
Bastia 26 5 8 13 22-43 18
Strasbovu-g 26 4 8 14 17-42 16 -hsím.
Peter Beardsley.
Steve Hodge.
Robson valdi Rob-
son í stað Robson
Enski landsliðseinvaldurinn,
Bobby Robson, hefur valið landsliðs-
hóp sinn fyrir keppnisferðina til
Egyptalands í næstu viku. Nokkrir
frægir kappar eiga við meiðsli að
striða og til dæmis valdi Robson
Stewart Sobson, Arsenal, í stað Bry-
an Robson, Man.Utd, fyrirliða enska
landsliðsins. Arsenal-leikmaðurinn
er nýliði í enska landsliðshópnum en
hefur verið fyrirliði enska landsliðs-
ins, leikmenn 21 árs eða yngri. Tveir
aðrir nýliðar eru í hópnum, Steve
Hodge, Aston Villa, og Peter Beards-
ley, Newcastle. Þeir eru valdir í stað
Trevor Francis, Sampdoria, og Peter
Reid, Everton, sem eiga við slæm
meiðsli að stríða eins og Bryan Rob-
son.
Terry Butcher, miðvörðurinn há-
vaxni hjá Ipswich, er á ný valinn en
hann hefur verið lengi frá vegna
uppskurðar á hné. Aðrir miðverðir
eru Alvin Martin, West Ham, Terry
Fenwick, QPR, og Mark Wright,
Southampton. Markverðir í hópnum
eru Peter Shilton, Southampton,
Gary Bailey, Man.Utd, og Chris
Wood, Norwich. Meðal bakvarða eru
Arsenal-leikmennimir Kenny San-
som og Viv Anderson og Gary Ste-
vens, Everton.
Nokkra athygli vakti að Bobby
Robson valdi Tony Woodcock, Ars-
enal, þó hann leiki aðeins í varaliði
félags síns, og Glenn Hoddle, Totten-
ham, þó hann eigi við meiðsli að
stríða. Þeir Ray Wilkins og Mark
Hateley, sem leika með AC Milano
á Ítalíu, em í landsliðshópnum, svo
og Gary Lineker, Everton, Kerry
Dixon, Chelsea, og John Barnes,
Watford.
Landsliðsþjálfari Skotlands, Alex
Ferguson, hefur valið landsliðshóp í
landsleik gegn ísrael í næstu vikú.
Charlie Nicholas, Arsenal, er í
landsliðshópnum á ný eftir tíu
mánaða fjarvem. Rétt að geta þess
að skosku landsliðsmennimir hjá
Liverpool geta ekki tekið þátt í
leiknum, heldur ekki fyrirliðinn
Graeme Souness, Sampdoria, Ítalíu.
hsím
, Evrópumót unglinga í badminton:
Islendingar íriðli
með Wales og íriandi
Á morgun heldur unglingalandslið
Islands í badminton utan til Búdapest
í Ungveijalandi til að taka þátt í
landsliðskeppni unglinga undir 18 ára
aldri. Þetta er svokallað Evrópumót
B-þjóða í badminton því 6 bestu þjóðir
í Evrópu fá ekki að vera með.
Þátttökuþjóðirnar að þessu sinni
em 12 og skiptast í eftirtalda riðla:
A: Finnland, Ungverjaland, Spánn.
B: Noregur, Pólland, Belgía.
C: Sovétríkin, Austurríki, Sviss.
D: Wales, írland, ísland.
Við ramman reip verður að draga
hjá íslensku unglingunum því Wales
og írland em nr. 8 og 9 á styrkleika-
lista unglingaliða í Evrópu en ísland
nr. 15.
Sigurvegarar hvers riðils fyrir sig
spila um 1.-4. sæti, nr. 2 úr riðlunum
spila um 5.-8. sæti og nr. 3 um 9.-12.
sæti.
Föstudaginn 24. jan., kl. 12, spila
ísland og Irland og sama dag, kl. 15,
ísland og Wales.
Laugardag og sunnudag verður
spilað um sætin.
í hverjum landsleik verða spilaðir
2 einliðaleikir pilta og stúlkna, 1
tvíliðaleikur pilta og stúlkna og 1
tvenndarleikur, samtals 7 leikir.
Þau sem skipa unglingalandsliðið
að þessu sinni em:
Ása Pálsdóttir, ÍA
Guðrún Gísladóttir, ÍA
Guðrún Júlíusdóttir, TBR
Helga Þórisdóttir, TBR
Snorri Ingvarsson, TBR
Ámi Þór Hallgrimsson, TBR
Ármann Þorvaldsson, TBR
Haukur P. Finnsson, TBR
Með í för verða einnig Jóhann
Kjartansson, þjálfari landsliðsins, og
Sigfús Ægir Ámason fararstjóri.
Heim verður komið 27. janúar.
Efri röð frá v.: Sigfús Ægir Árnason, Ármann Þorvaldsson, Árni Þór Hallgrímsson, Haukur P. Finnsson,
Snorri Ingvarsson og Jóhann Kjartansson. Neðri röð frá v.: Ása Pálsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Helga
Þórisdóttir og Guðrún Júlíusdóttir.