Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Síða 23
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986.
23
Hér sjést farþegar á Kastrup-flugvelli þar sem þeir eru aö taka farangur sinn
afvagni. DV-mynd:SG.
Leitað að brúnni tðsku í Kaupmannahöfn:
„Við vorum beðin um
að rýma flugvélina”
— segir Sigurður
Garðarsson, einn
farþeganna sem komu
frá Kaupmannahöfn
á „sprengjudaginn”
„Við héldum fyrst að verkamenn á
Kastrup-flugvellinum væru komnir í
verkfall. Farþegar voru búnir að bíða
um borð í flugvélinni í 30 mín. þegar
vögnunum með farangurstöskunum
var ekið upp að hlið flugvélarinnar.
Okkur var tilkynnt að rýma þyrfti
flugvélina," sagði Sigurður Garðars-
son, einn af farþegunum með Flug-
leiðum frá Kaupmannahöfn sem
þurftu að bíða á Kastrup-flugvellin-
um í Kaupmannahöfn vegna sprengj-
ugabbsins á Keflavíkurflugvelli.
„Þegar við komum út úr flugvél-
inni var okkur tjáð að það væri verið
að leita að brúnni tösku. Farþegar
voru beðnir að taka ferðatöskur
sínar af vögnum og síðan voru þær
settar á aðra vagna. Eftir það fórum
við inn í flughöfnina þar sem okkur
var sagt frá sprengjuhótuninni á
Keflavíkurflugvelli. Það var mikil
spenna á meðal farþega. Sérstaklega
þegar ekki var vitað hvað um væri
að vera.
Um tíma var haldið að flugvélin
yrði látin lenda á Reykjavíkurflug-
velli en ekki á Keflavíkurflugvelli,"
sagði Sigurður. - SOS
Selfoss:
Eigendaskipti
á Gjánni
Frá Regínu Thorarensen, fréttarit-
ara DV á Selfossi:
Eigendaskipti urðu á veitinga-
staðnum Gjánni á Selfossi um mán-
aðamótin október-nóvember. Þá
keypti Guðlaugur Þórarinsson stað-
inn af hlutafélaginu Búkollu.
Fyrri eigendur Gjárinnar voru allt
ungt fólk sem var í fullu starfi en
hugðist vinna þrjú kvöld í viku á
8taðnum í aukavinnu. Svona mis-
reiknar unga fólkið sig oft því þetta
gekk ekki. En hinn nýi eigandi, sem
ég átti viðtal við nýlega, vill benda
fólki á að hann ætlar að hafa opið
alla daga vikunnar. Áður var Gjáin
opin á fimmtudags-, föstudags- og
laugardagskvöldum.
Þá verður einnig hægt að fá hús-
næðið leigt til fundahalda og einkas-
amkvæma. Hefúr lengi verið mikill
skortur á slíku húsnæði. Úr honum
var þó bætt að miklu leyti þegar hinn
glæsilegi veitingastaður Inghóll tók
til starfa. Hann uppfyllir þó hvergi
þá þörf sem er fyrir húsnæði til
fundahalda.
Nafn:___
Heimili:.
Staður:.
lá Lakk!
Vinsamlega sendið mér nýja
FREEMANS pöntunarlistann
í póstkröfu.
Sendist til FREEMANS of London c/o BALCO hf.
Reykjavíkurvegi 66,220 Hafnarfirði, simi 53900.
*
Selfossbíó
veröurjafn-
að vrð jörðu
Frá Regínu Thorarensen, frétta-
ritara DV á Selfossi:
Selfossbíó verður jafnað við jörðu
einhvem næstu daga. Þetta kom
fram í viðtali fréttaritara við Helga
Helgason, fulltrúa bæjarstjóra á
Selfossi.
Selfossbíó var byggt fyrir um það
bil 40 árum. Þótti það þá flott
samkomuhús. En því hefur lítið
verið haldið við síðan byrjað var
að reisa félagsheimilið sem nú er
búið að vera í byggingu í einn og
hálfan áratug. Það verður tekið í
notkun í júní næstkomandi.
Félagsheimili Selfoss er bæjar-
prýði á fjórum hæðum, tignarlegt
hús og vel hannað. Lóðin er
10-15.000 fermetrar að stærð. Þess
má geta að margir Selfossbúar em
óánægðir með hve félagsheimilið
hefur verið lengi í byggingu. En
Róm var ekki byggð á einum degi.
íbúar Selfoss hafa verið heppnir
með fjármálamenn. Þeir hafa aldrei
lifað um efni fram. Hefur verið lögð
mikil áhersla á að allar götur séu
malbikaðar og bærinn þrifalegur.
Glatt
áhjalla
hjá eldri
borgurum
Frá Regínu Thorarensen, frétta-
ritaraDVáSelfossi:
Eldri horgarar á Selfossi komu
saman í Tryggvaskála 9. febrúar
sl. Höfðu þeir þá ekki hist síðan
14. janúar sl. á litlu jólunum í
Inghóli.
Fjölmennt var á samkomunni.
Heiðursgestur var fhi Ólöf Sig-
valdadóttir, Borgamesi, sem er
að vérða 80 ára, mikil gleðimann-
eskja sem græddi mikið í spila-
vistinni.
Guðmundur Jónsson meistari,
87 ára, gerði vísu dagsins.Var
klappað mikið og hrópað ferfalt
húrra fyrir gamla manninum.
Urval
vid allra hœfi
Þverholti 11
Síinirmer
27022