Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Síða 32
32
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986.
Stefán Þórhallur Stefánsson lést 14.
janúar sl. Hann fæddist í Reykjavík
26. desember 1915, sonur hjónanna
Vigdísar Sæmundsdóttur og Stefáns
Guðnasonar. Stefán var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Guðlaug Gísla-
dóttir og eignuðust þau þrjú böm.
Seinni kona Stefáns er Unnur Torfa-
dóttir Hjaltalín. Þau eignuðust tvær
dætur. Síðustu tuttugu og fimm ár
ævi sinnar starfaði Stefán sem verk-
stjóri í blindravinnustofunni í
Hamrahlíð. Hann lék í nokkur ár
með Sinfóníuhljómsveit íslands en
siðar með lúðrasveit Hafnaríjarðar
og víðar. Útför hans verður gerð írá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl.
13.30.
Andlát
Helgi Guðmundsson lést 13. janúar
sl. Hann fæddist á Núpi í Fljótshlíð
12. nóvember 1897. Foreldrar hans
voru Þuríður Sigurðardóttir og
Guðmundur Magnússon. Helgi var
tvígiftur. Fyrri kona hans var Þór-
anna Guðnadóttir. Þau áttu saman
tvær dætur. Þóranna lést árið 1931.
Eftirlifandi eiginkona hans er Sigur-
björg Lúðvíksdóttir. Helgi stundaði
búskap framan af ævi en fluttist til
Reykjavíkur árið 1946 og vann þar
fyrst almenna byggingarvinnu en
síðar starfaði hann hjá Reykjavíkur-
borg og hafði þá umsjón með görðun-
um í Laugardal.
Gunnar Aðalsteinsson, fyrrverandi
bifreiðastjóri, Bústaðavegi 109,
Reykjavík, lést föstudaginn 17. jan-
úar. Jarðarförin verður auglýst síð-
ar.
Gyða Halldórsdóttir, Melteigi 10,
Akranesi, andaðist í sjúkrahúsi
Akraness 28. desember. Útförin hefur
farið fram.
Ingibjörg Hannesdóttir, Bústaðavegi
75, sem lést 15. janúar sl., verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 23. janúar kl. 13.30.
Útför Ólafs A. Pálssonar, fyrrverandi
borgarfógeta, Framnesvegi 26b, sem
andaðist 13. janúar sl., verður gerð
frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 23.
janúarkl. 15.
Minningarathöfn um Jón Helgason,
prófessor í Kaupmannahöfn, verður
í Dómkirkjunni fimmtudaginn 23.
janúar kl. 13.30. Útförin verður gerð
í Danmörku.
Jón Páll Friðmundssonmálarameist-
ari, Suðurgötu 5, Keflavík, verður
jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
laugardaginn 25. janúar kl. 14.
Axel Ólafsson verkstjóri, Hlíðarvegi
1, Kópavogi, verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju fimmtudaginn 23.
janúarkl. 13.30.
Ólafur A. Kristjánsson, Álfaskeiði 70,
Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík fostudag-
inn 24. janúar og hefst athöfnin kl.
; 15.
Ferðalög
Vináttufélag íslands og Kúbu
Páskaferð til Kúbu
Um páskana verður farið í fræðslu-
ferð til Kúbu á vegum tveggja dan-
skra félaga: Dansk Cubansk foren-
ing og Mellemfolkeligt Samvirke.
Þessir aðilar hafa áður staðið að
slíkum ferðum, sem hafa heppnast
mjög vel, og m.a. hafa nokkrir Islend-
ingar tekið þátt í þeim. Ferðin í ár
er einnig opin fslendingum. Lagt
verður af stað frá Kaupmannahöfn
22. mars nk. og dvalist á Kúbu í tvær
vikur. Megináhersla verður lögð á
skóla og uppeldismál, en fleiri þætt-
ir þjóðlífsins verða skoðaðir og ferð-'
ast vítt og breitt um landið í því
skyni. Danskur fararstjóri og túlkur
verður með. Áætlað verð er 11.000
danskar krónur (frá Khöfn) fyrir
ferðir, uppihald og dagskrá. Nánari
upplýsingar fást hjá VIK í síma
20798. Væntanlegum umsækjendum
er bent á að hafa hraðan á þvi fyrir-
varinn er stuttur.
Skemmtanir
Skemmtun fyrir aldraða borg-
ara
Árleg skemmtun Kiwanisklúbbsins
Eldborgar í Hafnarfirði fyrir aldraða
Hafnfirðinga verður haldin sunnu-
daginn þann 26. janúar nk. í félags-
heimili íþróttahússins við Strand-
götu. Skemmtunin hefst kl. 15 og
verður hún með líku sniði og verið
hefur undanfarin ár. Kaffi og með-
læti verður framreitt af eiginkonum
kiwanismanna. Slegið verður á létta
strengi og dans stiginn. Það er von
þeirra Eldborgarfélaga og eigin-
kvenna þeirra að fá tækifæri til að
sjá sem flesta við þetta tækifæri.
Þeir sem þess óska að verða sóttir
geta haft samband við gestgjafana í
síma 651360.
Árshátið Eskfirðinga og Reyð-
firðingafélagsins
verður haldin nk. laugardag, 25.
janúar, í Fóstbræðraheimilinu
v/Langholtsveg. Samkoman hefst
með borðhaldi kl. 20. Húsið verður
opið frá kl. 19.30. Aðgöngumiðasala
í Fóstbræðraheimilinu fimmtudag og
föstudag frá kl. 17-19.
Guðný Guðmundsdóttir einleik-
ari með Sinfóniuhljómsveit Is-
lands
Fimmtudaginn 23. janúar nk. verða
síðustu fimmtudagstónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar Islands á fyrra
misseri haldnir í Háskólabíói kl.
20.30. Stjórnandi verður Jean-Pierre
Jacquillat og einleikari Guðný Guð-
mundsdóttir konsertmeistari. Guðný
er einleikari í fyrstu þremur verkun-
um á efnisskránni, en þau voru valin
í samráði við Jean-Pierre Jacquillat
og eiga það sameiginlegt að vera
rómantísk verk. Sinfóníuhljómsveit
Islands vill vekja athygli á að end-
urnýjun áskriftarskírteina stendur
nú yfir í Háskólabíói alla virka daga
kl. 14-18 til 31. janúar. Miðasala á
tónleikana fimmtudaginn 23. janúar
er í bókabúðum Sigfúsar Eymunds-
sonar og Lárusar Blöndal og í ístóni.
Tapað-Fundið
Mina týnd
Stálpuð læða, sem gengur undir
nafninu Mína, er týnd. Hennar er
saknað síðan um áramót. Hún er
svört með gulbrúnum og hvítum
blettum. Þeir sem hafa orðið hennar
varir eru vinsamlegast beðnir að
hringja í síma 46735.
Eins og skepnan deyr
íslenska hljómsveitin frumflytur
kvikmyndatónlist
Nú í lok mánaðarins mun íslenska
hljómsveitin halda sína fimmtu
áskriftartónleika á þessum vetri. Á
tónleikum þessum, sem kenndir eru
við hina germönsku rómantík, verða
flutt þrjú verk, Siegfried Idyll eftir
Wagner, Alt Rapsódía eftir Brahms
og nýtt hljómsveitarverk, Eins og
skepnan deyr, eftir Hróðmar Sigur-
björnsson, sem samið er fyrir sam-
nefnda kvikmynd. Flytjendur ásamt
íslensku hljómsveitinni eru Karla-
kórinn Fóstbræður og Jóhanna V.
Þórhallsdóttir sem þreytir nú frum-
raun sína með hljómsveit. Fyrstu
tónleikarnir verða í Safnaðarheimil-
inu á Akranesi laugardaginn 25.
janúar kl. 15, en því næst í Selfoss-
kirkju á þriðjudaginn 28. jan. kl.
20.30, miðvikudaginn 29. jan. í Fé-
lagsbíó í Keflavík kl. 20.30 og í
Langholtskirkju, Reykjavík, á
fimmtudaginn hinn 30. jan. ki. 20.30.
Stjórnandi er Ragnar Björnsson.
Regnboginn frumsýnir Stiga-
menn
Stigamenn - Restless Natives er ensk
gamanmynd, nokkuð óvenjuleg að
efni. Hún fjallar um tvo unga Skota
sem búa í Edinborg. Þeim gengur
heldur illa að afla sér fjár og líta
öfundaraugum hina fjölmörgu vel-
búnu, og að því er virðist, auðugu
ferðamenn sem flæða inn í borgina.
Þeim félögum kemur saman um að
eina ráðið sé að fara út í afbrot og
velja þá gömlu þjóðfrægu leið að
gerast stigamenn... Þeir fara upp í
hálöndin, stoppa þar langferðabíla
fulla af ferðafólki og ræna það. Þeir
verða brátt landsfrægir og svo fer
að enginn ferðamaður telur ferð sína
vel heppnaða nema vera rændur af
„sUgamönnum". En lögreglan er
ekki eins hrifin og tekur að þrengja
að félögunum. En gæfa þeirra er þó
ekki alveg öll enn, og þeir komast
brátt að raun um það hvort afbrot
geti nokkru sinni borgað sig... Aðal-
hlutverkin leika Vincent Friell, Joe
Mullaney og Terry Lally. Tónlist er
flutt af Big Country og leikstjóri er
Michael Hoffinan.
70 ára verður á morgun, fimmtudag-
inn 23. janúar, Fanney Sigtryggs-
dóttir, sem lengi var kennari við
Húsmæðraskólann á Laugum í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu, nú til heimilis á
Húsavík. Eiginmaður hennar er Páll
H. Jónsson rithöfundur frá Laugum.
Taka þau hjónin á móti gestum
annað kvöld, afmælisdaginn, í fé-
lagsheimilinu Heiðarbæ í Reykja-
hverfi sem er fæðingarsveit afmælis-
bamsins.
60 ára er í dag, 22. janúar, Kristinn
Daníelsson deildarstjóri í Þjóðleik-
húsinu, Sogavegi 90 hér í Reykjavík.
Hann og kona hans, Hólmfríður
Ásmundsdóttir, ætla að taka á móti
gestum í Oddfellow-húsinu, Vonar-
strætismegin, milli kl. 17 og 19 í dag.
Húsavík fær Kolbeinsey
Stjórn Fiskveiðasjóðs samþykkti í
gær að selja íshafi, hlutafélagi Hús-
víkinga, togarann Kolbeinsey fyrir
178,8 milljónir króna. Er það um 19
milljónum króna hærra en Húsvík-
ingar buðu.
Kolbeinsey, sem annað hlutafélag
Húsvíkinga, Höfði, átti áður, skuld-
aði Fiskveiðasjóði 100 milljónum
króna meira. Sú spuming er brenn-
andi hvort Fiskveiðasjóður gangi að
hinum togara Höfða hf., Júlíusi
Havsteen, til að fá upp í 100 milljón-
irnar. -KMU
Veður hamlar
innanlandsflugi
Ekkert var flogið innanlands í
morgun vegna veðurs. Víðs vegar um
landið er mikill snjór og bylur . Á
Hornafirði var allt á kafi í snjó í
morgun og sömuleiðis á Akureyri.Á
ísafirði er blindbylur og einnig á
Egilsstöðum. Samkvæmt upplýsing-
um frá Flugleiðum eru horfur á flugi
ekki góðar í dag þó reynt verði að
fljúga ef nokkur möguleiki gefst.
Amarflug flýgur til Sauðárkróks
þar sem ófært er til Siglufjarðar.
Einnig á að reyna flug til Bíldudals.
-KB
Rafmagnslaust á bæjum við Hornaf jörð:
„Við sitjum hér
við kertaljós”
— sagði Ingimar Bjarnason, bóndi á Jaðri
„Ástandið er ekki sem best. Við
sitjum hér við kertaljós, hlustandi á
veðurkviðumar utan dyra,“ sagði
Ingimar Bjarnason, bóndi á Jaðri við
Hornafjörð í gærkvöldi. Ingimar
sagði að rafinagnið hefði farið af
nóttina áður og þar með væri einnig
hitalaust. „Við vitum ekkert hvað
er að gerast í umheiminum. Bíðum
eftir því að rafmagnið komi á þannig
að hægt sé að hlusta á útvarp og fá
fréttir,“ sagði Ingimar.
„Veðrið er mjög leiðinlegt og það
er orðið þungfært vegna snjókomu,"
sagði Ingimar. Pétur Karlsson á
Hofsnesi sagði að það hefðu verið
þetta 8-9 vindstig. „Snjó hefur ekki
náð að festa vegna vindsins. Raf-
magnið fór af kl. 9.30 i morgun þann-
ig að við þurftum að kveikja á kert-
um,“ sagði Pétur.
Pétur og Ingimar sögðu að menn
héldu sig innan dyra. Fæm aðeins
út til að gefa skepnum. -SOS
Bókasalan í desember 1985:
Sextán ára
í sambúð söluhæst
Samkvæmt könnunum sem fyrir-
tækið Kaupþing hf. framkvæmdi
vom eftirfarandi bækur söluhæstar
á tímabilinu 4. til 31. desember.
1. Sextán ára í sambúð eftir Eðvarð
Ingólfsson.
2. Njósnir á hafinu eftir Alistair
MacLean.
3. Lífssaga baráttukonu eftir Ingu
Huld Hákonardóttur.
4. Guðmundur Kjærnested eftir
Svein Sæmundsson.
5. Löglegt en siðlaust eftir Jón Orm
Halldórsson.
6. Bara stælar eftir Andrés Indriða-
son.
7. Stúlkan á bláa hjólinu eftir
Régine Deforges.
8. Olíubylgjan blakka eftir Hamm-
ond Innes.
9. Ekki kjafta frá eftir Helgu
Ágústsdóttur.
10. Stríð fyrir ströndum eftir Þór
Whitehead
Af bamabókum var Jólasveinabók
Rolf Lidbergs söluhæst og í öðm
sæti bók Auðar Haralds, Elías á
fullri ferð.
Lífssaga’baráttukonu seldist mest
ævisagna og viðtalsbóka . Þórarinn
Eldjám átti metið í flokki íslenskra
höfunda með bók sinni Margsaga.
Fast í kjölfarið fylgdi síðan Skiln-
ingstré Sigurðar A. Magnússonar.
Af öðrum bókum seldist bók Þór
Whiteheads, Stríð fyrir ströndum,
best og næst í Austurvegi eftir Halld-
ór Laxness.
Úrtakið í könnununum var 20
verslanir af 106 úr skrá útgefenda
yfir útsöluaðila sína og við val þess
var tekið tillit til búsetudreifingar í
landinu. VT}
Flugumferðarstjórar
á sáttaf und með Pétri
Félagsfundur flugumferðarstjóra
hafði samþykkt harðorða van-
traustsyfirlýsingu á Pétur Einarsson
flugmálastjóra. Stefndi í að flugum-
ferðarstjórar myndu með aðgerðum
valda vemlegri röskun á flugi.
Kjami deilunnar er stöðuhækkun
tveggja ungra flugumferðarstjóra
upp í vaktstjórastöður og tilfærsla
yfirflugumferðarstjóra og tveggja
varðstjóra yfir í skrifstofustörf.
-KMU
Fulltrúar flugumferðarstjóra hitta
flugmálastjóra og nánustu sam-
starfsmenn hans hjá Flugmálastjóm
að máli í dag, miðvikudag. Sátta-
fundinum stýrir Birgir Guðjónsson,
deildarstjóri í samgönguráðuneyt-
inu.
Báðir deiluaðilar hafa lýst yfir
bjartsýni um árangur af sáttaviðræð-
irnum sem hófust eftir fund sam-
gönguráðherra með flugumferðar-
stjórum í lok síðustu viku.
Deilan var þá föst í rembihnút.