Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Qupperneq 34
34 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986. Til lögreglustjóra og blaðamanna Eftirmálar atburðarins við Broadway Þeir hafa orðið meiri og örlaga- ríkari en margan grunar. Skal nú reynt að skýra atburðarás frá þeirri hlið sem fjölmiðlar hafa ekki talið ómaksins vert að kynna, það er málstað piltsins sem hér á hlut að máli. Fyrir utan skemmtistað er margt manna sem bíða eftir far- kosti til heimferðar. Þar á meðal er umræddur piltur sem tyllt hefur sér á þrep utan við staðinn og bíður eftir leigubíl. Einhver hrópar „fíkniefnahundur". Einn gestur skemmtistaðarins, fíkniefnalög- reglumaður að atvinnu, virðist taka þetta hróp til sín öðrum frem- ur og skimar eftir þeim sem hrópað hefur. í grennd við hann er um- ræddur piltur. Maðurinn géngur til hans og stjakar við honum, piltur- inn biður manninn að láta sig vera og fara frá sér. Lögreglumaðurinn taldi sig þekkja hann, sem síðar reyndist rangt, svo lögregluandinn kemur upp í honum, hann stjakar við pilti og snýr sér síðan frá hon- um. Framhaldið vita víst flestir sem lesa og hlusta á íjölmiðla, sagt var að mikil ölvun og slagsmál hefðu verið á skemmtistaðnum þetta kvöld en þessi slagsmál voru þau einu sem komust í blöð og útvarp. Var það vegna þess að lögreglu- maður átti hlut að máli? Muna ekki menn eftir því litla tilefni er maður nokkur vildi ná í yfírhöfn sína sem varð að miklu blaðamáli og málaferlum við lög- reglumenn. Þá var ekki „bara“ piltur, venjulegur maður, í átökum við lögreglu heldur maður úr íjöl- miðlastétt, „blaðamaður“. Hér voru viðbrögðin önnur. Ekki nokk- ur maður úr þessari stétt hefur látið sér til hugar koma að piltur- inn eigi sér nokkra málsbót, hann einn er meðhöndlaður sem stóraf- brotamaður og fara skal með hann eftir því. Allar upplýsingar eru sóttar til annars aðilans,- í þessu tilfelli lögreglunnar. Sýnir þetta dæmi hversu átakanlega lítið hinn óbreytti almúgamaður má sín við þann sem valdið hefur. Skal nú nokkru nánar eftirmála þessa atburðar lýst. Piltur var færður í fangaklefa, þar bað hann um að mega láta foreldra sína vita um sína hagi. Því var synjað á dólgslegan hátt. Piltur fyllist innilokunarkennd og skað- aði sig mikið á höfði með því að berja höfðinu í hurð fangaklefans, en þar var ekki á bætandi því að læknisráði ber honum að taka inn höfuðveikistöflur tvisvar á sólar- hring. Eftir svefnlausa nótt ítrek- aði piltur að fá að tala við foreldra sína og fá sendar umræddar töflur, enn var honum synjað. Nú voru yfirheyrslur byrjaðar og pilturinn mjög illa á sig kominn. Eftir klukkan fjögur daginn eftir atburðinn var loks hringt í foreldra piltsins og látið vita hvernig komið væri fyrir honum. Voru þá liðnar sautján klukkustundir frá því pilt- ur fór að heiman frá sér og geta má nærri hvort ekki var farið að óttast um hann því hér var ekki um útigangspilt að ræða, gagn- stætt því sem lögreglan hélt. Var nú rannsóknarlögreglumanninum, sem hringdi, strax sagt að pilturinn þyrfti á töflum að halda vegna höfuðveiki, hann lofaði að sækja töflurnar sem og hann gerði. Það er svo spuming tíl hvers hann sótti töflumar, því piltinum vom ekki afhentar þær fyrr en rétt áður en ,n\á\ui 9krokk »ur eo ^ WS&girjg8iBa**Z iSssÁ ^ *■:£? rt »rág»l se Ve? ■ rinn. ,\rS „Daginn eftir atburðinn komu á útsíðum dagblaðanna rammagreinar þar sem greint er frá þessum „hroðalega“ atburði og látið fylgja að pilturinn sé viðriðinn fíkniefnamál og með langan afbrotaferil að baki.“ Islenskar krónur verðlaus qjaldmiðill Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn að sá er þetta ritar leggur til atlögu við gjaldmiðil okkar, krónuna. Raunar má segja að til skamms tíma hafi það aðeins verið þrír aðilar, sem reifað hafa í alvöm nauðsyn þess að framkvæma gjald- miðilsbreytingu hér á landi. Þetta em, að frátöldum þeim er þetta ritar, nóbelshagfræðingurinn Milton Friedman og aðstoðarrit- stjóri DV, Haukur Helgason. Lengi vel þögðu aðrir þunnu hljóði. Það hlaut þó að koma að því fyrr eða síðar að þeir menn, sem em í forsvari fyrir efíiahagslegum æðaslætti þjóðarinnar, myndu kveða upp úr um gagnsleysi ís- lensku krónunnar sem gjaldmiðils. En það barst brátt liðsauki sem um munaði. Hann var þó ekki úr röðum stjómmálamanna. Verslunarráð vaknar Það var formaður Verslunaráðs íslands, Ragnar Halldórsson, sem fyrstur manna í atvinnulífinu varð til þess að taka upp þráðinn um hugmyndir um samstarf við aðra þjóð í gjaldmiðilsmálum. Formaður Verslunarráðs bendir réttilega á að peningar séu nú einungis ekki annað en tæki sem notað er í þríþættum tilgangi; að vera gjaldmiðill í viðskiptum, til að geyma verðmæti og til að vera mælikvarði á verðmæti. „Þessu þríþætta hlutverki þjónar íslenska krónan illa vegna þess að hún heldur ekki verðgildi sínu,“ segir formaður Verslunarráðsins ennfiremur í grein sem birtist í Morgunblaðinu um sl. áramót. Hann líkir íslenska gjaldmiðlin- um við vog sem vigtar rangt og ekki reynist unnt að lagfæra. Hvað er gert við slíka vog? Fengin önnur semvigtarrétt. Með ýmsum dæmum færir for- maður Verslunarráðsins rök fyrir því að smáþjóð ætti ekki að vera neitt sérstakt kappsmál að halda úti eigin mynt, enda óvenjulegt hjá þjóðum á stærð við okkar. Meiri hagnaður yrði af því að nota mynt stærri þjóðar og binda gengið hennar gjaldmiðli. Sífelld „hagræðing" peningakerf- isins leysi ekki alls kyns mistök sem ekki væru fyrir hendi ef um frjáls gjaldeyrisviðskipti væri að ræða. Það er við því að búast að eftir að Verslunarráð hefur vaknað, forystumenn þess - eða formaður- inn einn, þá verði hafin almenn umræða í þjóðfélaginu um íslensk- an gjaldmiðil, breytingu á honum eða bindingu við annan og. stöð- ugri. Að því kemur hvort eð er að þetta verður síðasta úrræði, til þess að halda sjálfstæðinu - en ékki tapa því - eins og Morgunblaðið ályktar í forystugrein um þetta mál nýlega. Mótstaöa Morgunblaðsins í forystugrein Morgunblaðsins svrnnud. 12. þ.m. er málið loks tekið fyrir, eftir að formaður Verslunar- ráðsins hefur í raun lýst vantrú á að þeir, sem hafa tekið að sér að „Það er flestum þjóðum kleift að ^ komast inn á heimsmarkaðinn þótt þær tali ekki allar sama málið. Hins vegar vegnar þar engri þjóð vel með vanþróaðan veita þjóðinni forystu, hafi getu og hæfni til þess, líkt og Mbl. kemst aðorði. í lokaorðum forystugreinar Mbl. segir og: „Sú vantrú er því miður ekki bundin við forystumenn Verslunarráðsins eina.“ Mikið rétt! Morgunblaðið er hins vegar „al- gerlega og afdráttarlaust andvígt hugmyndum um að leggja niður sjálfstæðan íslenskan gjaldmiðil og taka upp samstarf við aðra þjóð um að nota gjaldmiðil hennar." Að mati þess er þetta ritar er þetta hin mesta skynvilla hjá leið- arahöfundi Morgunblaðsins og raunar vandséð hvort hann ritar af heilindum eða er að bera í bæti- fláka fyrir ákvarðanir sem teknar eru við Austurvöll, „hversu vit- lausar sem þær kunna að vera“ - eins og það er orðað í leiðara Morgunblaðsins. Ákvarðanir, sem kynnu að vera teknar í London, Bonn eða Wash- ington, varðandi daglega skrán- ingu á gjaldmiðli, sem við tengdust, geta aldrei orðið verri en þær sem eru teknar við Austurvöll, „hversu vitlausar sem þær kunna að vera“! Það er heldur ekki sannleikanum samkvæmt að við búum við „meiri auðlegð og velsæld en nokkru sinni fyrr í sögu okkar“, eins og segir í Mbl. Við íslendingar erum nánast orðnir gjaldþrota og það vita þeir ofurvel sem hafa hendur á æða-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.