Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Side 35
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986. 35 GUÐMUNDUR BJÖRNSSON HÚSASMÍÐAMEIST ARI honum var sleppt. Þá voru liðnar þrjátíu klukkustundir frá því hann tók inn töflur við höfuðveiki, í millitíðinni fóru fram yfirheyrslur og piltur það illa á sig kominn vegna höfuðveiki og skaða sem hann hafði veitt sér að læknir var sóttur til að líta á piltinn og úr- skurðaði hann að röntgenmynda yrði höfuð piltsins. Nú er spuming- in hvort það var nauðsynlegt vegna rannsóknar málsins að hafa piltinn þjáðan af höfuðverk ofan á þann skaða sem hann hafði veitt sér sjálfur, töflur piltsins voru í vörslu rannsóknarmanna í sex klukku- stundir. Nú skal skýrt mál lögreglu og fjölmiðla vegna þessa máls. Daginn eftir atburðinn komu á útsíðum dagblaðanna ramma- greinar þar sem greint er frá þess- um „hroðalega“ atburði og látið fylgja að pilturinn sé viðriðinn fíkniefnamál og með langan af- brotaferil að baki. í viðtali við fréttastjóra á Morgunblaðinu tjáði hann mér að þessar röngu upplýs- ingar kæmu beint frá lögreglunni. í viðtali við blaðamann á Dag- blaðinu Vísi kemur fram að í við- tali hans við lögreglumanninn full- yrði hann að pilturinn sé viðriðinn fíkniefnamál. Þessar vísvitandi röngu upplýsingar, sem hér em veittar í nafni lögreglustjóraemb- ættisins, eru svo siðlausar að ekki verður með nokkru móti þolað annað en að rannsókn fari fram og þeim sem stóðu fyrir þessari árás á mannorð og æru þessa pilts verði refsað. Því verður ekki ennþá trúað að þeir einir fái uppreisn æru sem meira mega sín í okkar þjóðfélagi. Þetta mál sýnir að sannleikurinn á stundum erfitt uppdráttar þegar lögregla og fjölmiðlar eiga í hlut. Hver fremur hrottalegri árás, pilturinn, sem ver hendur sínar íyrir lögreglumanni og er svo „óheppinn" að leggja hann undir og setjast ofan á hann klofvega, eða lögreglustjóraembættið, sem sendir út til fjölmiðla lognar upplýsingar sem rífa niður mannorð og æru viðkomandi, svari hver fyrir sig. Guðmundur Björnsson a ,,Muna ekki menn eftir því litla tilefni ^ er maður nokkur vildi ná í yfirhöfn sína sem varð að miklu blaðamáli og málaferlum við lögreglumenn.“ GEIR R. ANDERSEN AUGLÝSINGASTJÓRI slætti efnahagslífsins en eru með bundnar hendur sakir ofurvalds alþingismanna, nefnda og ráða sem þeir skipa í krafti ímyndaðs sam- þykkis kjósenda. Það er óþarfa viðkvæmni hjá Morgunblaðinu að líkja tungu okkar við tæki á borð við gjald- miðilinn. Það er flestum þjóðum kleift að komast inn á heimsmark- aðinn þótt þær tali ekki allar sama málið. Hins vegar vegnar þar engri þjóð vel með vanþróaðan gjald- miðil. Og það er nú einu sinni svo að saga okkar byggist aðallega á efna- hágslegri afkomu og svo hefur ávallt iverið. Mest varð niðurlæg- ingin við skert verslunarfrelsi. - Við getum hvorki selt eða etið söguna. í sjálfheldu sérhagsmuna Allar íslenskar, opinberar stofn- anir, sem fást við útreikning og samanburð verðmæta hvers konar, skila niðurstöðum í dollurum en ekki í íslenskum krónum. Hvað segir þetta okkur um stöðu gjald- miðilsins, krónunnar? Sterkur dollari hefur verið og er okkar bjargvættur. Til eru þeir sem halda að ef dollarinn falli nógu mikið geti það orðið okkur íslend- ingum að liði! í þennan hóp má flokka þá sem eru í sjálfheldu sér- hagsmuna. Þessir menn sjá fyrst og fremst skuldabaggann sem bundinn er við afborganir í dollurum. Þeir sjá heldur ekki fram á annað en að það verði okkar ær og kýr í framtíðinni að greiða af lánum, nýjum og end- urnýjuðum. Hátt gengi dollarans á stóran þátt í því að auðvelda evrópskum vörum, þ.á.m. íslenskum, aðgang að bandaríska markaðnum. Það er í raun lífsspursmál fyrir útflutning okkar- ekki skuldir. Enn hagkvæmara væri að við íslendingar tækjum upp notkun dollara í nánum tengslum við Bandaríkjadollar. Það myndi bjarga okkur út úr öllum okkar efnahagslegu ógöngum. Það er nokkuð sama hve mikið við fáum fyrir afurðir okkar ef þeim gjald- eyri er breytt í íslenskar krónur, ónýtan, verðlausan gjaldmiðil. GeirR. Andersen FLUcmom /mr DANSKA SVEITIN SIGRAÐIGLÆSILEGA Á FLUGLEIDAMÓHNU Eins og kunnugt er af fréttum sigraði danska sveitin glæsilega á opna Flugleiðamótinu í sveitakeppni sem lauk á mánudagskvöldið. Sveitina skipuðu auk fyrirliðans, Steen Schou, Sævar Þorbjömsson, Lars Blasket og Knut Blasket. Silfurverðlaunin hlaut sveit Jóns Hjaltasonar en auk hans spiluðu Hörður Amþórsson, Símon Símonar- son og Stefán Guðjohnsen. Og bronsið hlaut sveit Samvinnu- ferða/Landsýnar sem sigraði Banda- ríkjamennina í síðustu umferð. í henni spiluðu Jón Baldursson, Sig- urður Sverrisson, Einar Guðjohnsen og Valur Sigurðsson. Röð og stig efstu sveitanna var annars þannig: 1. Steen Schou, Danmörk, 151 2. Jón Hjaltason 131 3. Samvinnuferðir/Landsýn 124 4. Zia Mahmood, England/ Svíþjóð, 124 5. Eric Rodwell, USA, 122 6. Úrval 122 7. Delta 119 8. Sigurjón Tryggvason 117 9. Michael Massimilla, USA/ísland, 117 10. Ragnar Magnússon 117 Fyrir síðustu umferð var staða dönsku sveitarinnar mjög góð og raunar komu aðeins fjórar sveitir til greina í sigursætið. Það var Steen Schou með 128, Delta með 112, en þær áttu að spila saman. Síðan var sveit Jóns Hjaltasonar með;112 og sveit Rodwells með 111. Leikur Delta og Schoa var hins vegar einstefna þess síðamefnda sem sigraði með 23-7. Hér er spil frá leiknum sem var viðkvæmt bæði í sókn og vörn. Vestur gefur/n-s á hættu. í lokaða salnum sátu n-s Þorlákur Jónsson og Þórarinn Sigþórsson en a-v Blaksetbræður. Þar gengu sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður ÍG pass 2L dobl 2S pass pass pass Noríiuh A 2 V 9653 0 G962 * A652 Vestik Austur a AG105 ♦ D764 V AD10 V G872 ö D3 0 K875 * D984 + 3 Suður * K983 K4 0 A104 * KG107 Þorlákur hitti á besta útspilið fyrir vörnina, spaðatvist. Lars drap heima, spilaði laufi, Þórarinn drap og spil- aði hjartakóng. Lars drap með ás, trompaði lauf, spilaði tígli á drottn- ingu og trompaði lauf. Síðan kom meiri tígull og Þórarinn átti slaginn á tíuna. Hann spilaði nú spaðakóng og fékk síðan laufslag og trompslag, þrír unnir. í opna salnum, á sýningartjaldinu, sátu n-s Schou og Sævar, en a-v Guðmundur Sv. Hermannsson og Björn Eysteinsson. Nú voru sagnir í harðara lagi: Vestur Norður Austur Suður ÍG pass 2L pass 2S pass 3S pass 4S pass pass pass Schou hitti ekki á tromp út en spil- aði þess í stað hjarta. Sævar lét lítið og Björn drap með drottningu. Hann spilaði nú laufadrottningu, norður drap á ásinn og spilaði meira hjarta. Björn átti slaginn á ásinn og spilaði laufi og trompaði. Síðan kom tígull Bridge Stefán Guðjohnsen á drottninguna, lauf trompað og meiri tígull. Schou yfirtók tíu Sævars og spilaði hjarta sem Sævar tromp- aði. Sævar fékk síðan að lokum annan trompslag og spilið var einn niður. Það leynist hins vegar vinningur í spilinu. Fyrstu fimm slagimir ganga eins en þá er best að spila tígli. Segjum að suður eigi slaginn á tíuna og trompi út. Slagurinn er tekinn heima, tígull trompaður og lauf trompað heim. Síðan er tígulkóng spilað og spilið er unnið. Hin leiðin er jafnvel fallegri. Segj- um að norður fái slaginn á tígulgos- ann. Hann spilar nú hjarta og suður trompar. Suður trompar síðan út, sagnhafi drepur á tíuna, trompar lauf, trompar tígul, spilar laufi og trompar með síðasta trompinu. Ás og gosi í blindum sér svo um afgang- inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.