Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Page 36
% i i 36 i DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986. 1 — Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðí Fjölskyldudrama íhöUinni Elísabet Englandsdrottning hefur í nógu að snúast á heimavelli því fjölskylduvandamálin hlaðast upp eitt af öðru. Henni til mikils léttis hefur sviðsljósið beinst að Díönu og Karli þannig að athafnir annarra í fjölskyldunni hafa fallið í skuggann. Að vísu hefur heilmikið tuð verið í kringum Önnu og einn lífvarða hennar en það mál er allt hið undar- legasta og að mörgu leyti jafnkómíst og heimsóknin sem drottningin fékk í svefnherbergið sitt um árið. En markaðurinn fyrir Díönu, Karl og barnungana er að verða mettur og nú beinast augu manna í ríkari mæli að öðrum - og Andre.w vekur forvitni fyrir margra hluta sakir. Hneykslanlegt samband hans við ímynd syndugra kvenna - Koo Stark - er nú enn á ný á allra vörum og líkur benda til að því hafi ekki end- anlega lokið þrátt fyrir að kven- maðurinn hafi skellt sér í heilaga höfn hjónabandsins. Koo er alvar- lega að íhuga að skila aftur erfingj- anum Tim Jeferies, því skyndileg gifting þeirra reyndist ekki það gleymskumeðal sem vonir stóðu til í upphafi. Ennþá er Andrew maður númer eitt, tvö og þrjú í hennar huga og það sama er sagt um Andrew - hann gleymir ekki Koo hvað sem á dynur. Bretar muna ennþá afleiðingar þess að hindra móðursystur hans, Margréti, í að eiga ástina sína, Peter Townsend, um árið. Það orsakaði áralanga óhamingju að dómi al- mennings og vilja menn ógjaman að sagan endurtaki sig núna. Prinsinn verður að fá að velja sér prinsessu hvað sem það kostar og þótt Koo þyki engin draumadís telja margir Bretar það skömminni skárra en að sitja uppi með eilífðarvandamál eins og Magga prinsessa hefur reynst þeim allar götur síðan henni var meinað að ganga að eiga þann eina útvalda. Hvað nú verður bíða allir eftir að fá að vita og sagt er að Elísabet reynist þeim skötuhjúum ekki stærsta hindrunin heldur faðir Andrews - Filippus drottningarmað- ur. Á hann ekki orð til að lýsa van- þóknun sinni á kvennamálum sonar- ins og reynir allt hvað af tekur að koma í veg fyrir að Koo verði tékin í tölu hinna hátignarlegu íbúa bresku kóngshallarinnar. Sj álfsmor östílraunin endaði með sj úkrahús vist Gæfan hefur ekki alltaf brosað við bandaríska popparanum Billy Joel. I kringum 1970 var hann misheppnaður söngvari í bandi sem var á hraðri niðurleið. Það leiddi til þess að allir heimsins aurar virtust ákveðið lenda í vösum annarra og Billy sá enga mögu- leika til þess að borga leigu fyrir húsnæði - hvað þá annað! Hann svaf úti undir berum himni og í alls kyns kompum fremur en að leita á náðir móðurinnar sem bjó í Hicksville á Ijong Island. I lokin varð neyðin stoltinu yfirsterkari - hann dreif sig heim til mömmu gömlu og niðurlægingin hrakti Billy út í sjálfsmorðstilraun og langdvöl á geðsjúkrahúsi. Það voru svo samvistirnar við aðra sjúklinga á staðnum sem sannfærðu Billy um að hann væri eftir sem áður ekki ruglaðasti ein- staklingurinn á þessari jarð- kringlu. Þama voru forfallnir heróínistar, illa haldnir geðklofar, Hann varð einn fræg- asti poppari heimsins ognældi sérínýja eiginkonu - fyrirsætuna ChristieBrinkley. nauðgarar og einnig ýmis önnur dæmi um geðsýki sem hann hafði ekki gert sér grein fyrir að væru til í raunveruleikanum. Einn sam- vistarmaðurinn sagðist vera Vil- hjálmur keisari og Billy komst að þeirri niðurstöðu að lfklega væri hann sjálfur tiltölulega heilbrigður og fær um að takast á við tilveruna. Næsta skref var að koma læknun- um í skilning um að óhætt væri fyrir þá að sleppa hendinni af mis- heppnaða listamanninum Billy Joel og þegar hann steig út af sjúkrahúsinu lofaði hann sjálfum sér að falla aldrei aftur svona djúpt niður í þunglyndi og sjálfsvorkunn. Þremur árum síðar kynntist hann eiginkonunni, Elizabeth, og hún nýtti fjármálavitið til þess að koma Billy og list hans á markað. Það tókst og skyndilega var hann orð- inn stjarna. En hjónabandið þoldi ekki álagið og 1983 varð skilnaður ekki umflúinn. Við það tækifæri lét popparinn hafa það eftir sér að sú staðreynd að Elizabeth var hans umboðsmaður hefði bæði ráðið úrslitum hvað snerti velgengnina, en líka valdið endanlegum aðskiln- aði. Hann ákvað að taka sér hvíld - fyrsta sumarleyfið í fimm ár. Leiðin lá til Karíbahafsins og eitt kvöldið hafði píanó hótelsins ómótstæði- legt aðdráttarafl. Eftir nokkur lög á gripnum var hann umkringdur aðdáendum og meðal þeirra var heimsfræg fyrirsæta Christie Brinkley að nafni. Kvöldið fór allt í samsöng í hótelsalnum, næstu dagar í endalausar gönguferðir og umræður um lífið og tilveruna. Vináttan þróaðist upp í ástina einu, núna er fyrsta bamið á léið- inni og Billy situr á bleiku skýi. „Ég get ekki skilið hvað þessi fagra kona sér við mig - ekíri er ég fyrir augað!“ segir Billy Joel hverjum sem heyra vill. „Sú stað- reynd að jafnljótur náungi og ég skuli geta vakið áhuga hjá fegurð- ardís eins og Christie ætti að vera ómetanleg huggun fyrir forljótu gerðina af karlmönnum heimsins. Það er greinilega ekkert óhugsandi íþessum heimi.“ Koo er þungbúin enda lífið enginn dans á rósum um þessar mundir. Nunnuhlaup í Nújork Það eru ekki allar nunnur harðlæstar inni í klaustrum, til hafa verið fljúgandi nunnur, syngj- andi nunnur og nú síðast hlaup- andi nunna. Systir Virginia Mary kennir við heilagsandaskólann í Harlem í New York og hleypur borgina þvera og endilanga dag hvem. Á hlaupunum skipuleggur hún daginn þegar draumurinn um sveitaskóla fyrir börn rætist, stað þar sem hægt er að veita börnunum eitthvað annað en venjulegt stór- borgarlíf og sjónvarpsgláp. Að- spurð um hlaupabúninginn, sem verður að teljast fremur sérstakur, sagði systir Virginia Mary að eflaust væri eitthvað til jafngott til þess að skokka í en hún ætti ein- faldlega ekki önnur föt. Og svo hentist hún af stað svo að nær- staddar dúfur forðuðu sér fjölmarg- ar vængbreiddir í burtu. Systir Virginia Mary tekur til fótanna. rwiwari —....... -- •ne mtemá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.