Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Blaðsíða 2
2
DV. FÖSTUDAGUR24. JANÚAR1986.
Hafnarf jardarbær tekur á sig80-100 milljónir vegna bæjarútgerðarinnar:
Fengu 15 mill jóna lán
út á oftaldar birgðir
Staðfesting liggur nú fyrir á því,
að forstjóri og stjóm Bæjarútgerð-
ar Hafnarfjarðar hafa verið komin
út á hálan ís í bankaviðskiptum
áður en yfir lauk í rekstri fyrirtæk-
isins. Tekin voru útflutningslán í
Útvegsbankanum út á fiskbirgðir
sem ekki reyndust vera til. Áætlað
er að núvirði oftaldra birgða á
ámnum 1983 og 1984 sé yfir 20
milljónir króna. Útflutningslán eru
almennt 75% af birgðum. Þarna er
því um 15 milljóna króna mismun
að ræða.
Ekki liggur fyrir hvort þetta hafi
stafað af mistökum eða ásetningi.
Einar Ingi Halldórsson, bæjarstjóri
í Hafnarfirði, vildi ekki tjá sig að
svo stöddu um veðsetningarmálið.
Hann sagði að þegar hefði verið
gert upp við Útvegsbankann. Sölu-
verð fiskbirgða dugði til þess. Hins
vegar er þeim mun minna eftir
handa öðrum og að sama skapi
þarf að greiða meira úr bæjarsjóði
vegna uppgjörs á Bæjarútgerðinni.
Bæjarstjórinn segir að nærri 30
milljónir hafi farið úr bæjarsjóði í
fyrra og samið hafi verið um aðrar
30 milljónir, sem einnig lendi á
bæjarsjóðnum.
Samkvæmt upplýsingum bæjar-
stjóra og fleiri heimildum DV eru
enn ýmsir endar lausir í uppgjöri
á Bæjarútgerðinni. Kröfur liggja
ekki endanlega fyrir og óseld eru
hús, sem Hvaleyri hf. keypti ekki.
Þá eru til talsverðar birgðir af
skreið, sem enginn veit hvort nokk-
urn tímann seljast. Svo getur farið
að bæjarsjóður Hafnarfjarðar verði
að sjá af 80-100 milljónum króna
samtals til þess að ljúka endanlega
rekstri Bæjarútgerðarinnar.
Niðurstöður bæjarlögmanns
Hafnarfjarðar, bæjarendurskoð-
anda, Sigurðar Stefánssonar, lögg-
ilts endurskoðanda, og Helga V.
Jónssonar hæstaréttarlögmanns,
eru að oftaldar birgðir freðfisks hjá
BÚH 1983 hafi verið 9.948 kassar
eða 8,1% af freðfiskframleiðslunni
og 3.634 kassar 1984 eða 3,8%.
HERB
SkemmdÍM
unnar a
öndvegis
súlu
Það er einu sinn svo hér
á landi að ýmsir hlutir,
eins og símaklefar, sjálf-
salar, stöðumælar og
umferðarmerki, fá ekki að
vera í friði fyrir skemmd-
arvörgum. Nú er byrjað
að vinna skemmdir á
öndvegissúiunum sem
prýða borgarmörk
Reykjavíkur. Ein öndveg-
issúlan við Vesturlands-
veg hefur verið skemmd.
Grjóti hefur verið kastað
í hana þannig að gat kom
á. Það þarf alveg að skipta
um eina hliðina á súlunni.
Eins og sést hér á mynd-
inni, kom gat rétt við borg-
armerki Reykjavíkur.
SOS/DV-mynd KAE.
Ný kjör á f asteignamarkaði:
Markaöurinn verður
lengiaðtaka viðsér
með öðrum orðum að kaupandinn sem eru að kaupa og selja.
greiðir allan tímann ákveðið hlut- Ég á von á að það verði sérstak-
fall af launum sínum. lega ungt fólk sem byrjar að spyrja
um þessi nýju kjör. Það sér að það
Magnús Axelsson bendir á að hefur möguleika á að fjárfesta ef
1983 hafi verið farið að bera á því það getur keypt á þessum nýju
að eftirstöðvar væru verðtryggðar. kjörum. Þannig geri ég ráð fyrir
En eftir að víxlgengi varð á launum að til að byrja með verði gerður
og lánskjörum féllu allir frá verð- einn og einn samningur. En vanda-
tryggðu kjörunum.„Okkar hlut- málið er að þessi kjör verða að
verk er að sannfæra fólk um að nú passa í flestum tilvikum þeim sem
þurfi ekki lengur að óttast þetta eraðselja. Hann er oftast að kaupa
misgengi. Við rejmum þó að forðast annað húsnæði og verður að fá
að stjóma markaðinum. Það er greiðslu samkvæmt þeim samningi
algjörlega í höndum viðskiptavina sem hann er að ganga að,“ sagði
okkar að ákveða kjörin. En við Magnús.
munum bera þau saman fyrir þá -APH
Þótt fasteignasalar hafi boðað
átak til að breyta greiðslukjörum
á fasteignamarkaðinum má búast
við því að þessar breytingar taki
nokkuð langan tíma.
„Það liggur við að það þurfi nýja
kynslóð til að breyta þessu. Ég spái
því að það líði eitt ár þangað til
notkunin á þessum nýju kjörum er
orðin merkjanleg, svo fremi að
þeim verði ekki hafnað,“ sagði
Magnús Axelsson, formaður Fé-
lags fasteignasala, í viðtali við DV.
Breytingamar fela í sér að út-
borgun mun ekki verða hærri en
60 prósent af verði viðkomandi
fasteignar. Eftirstöðvamar verða
lánaðar til ekki skemmri tíma en
til 7 ára. Þær verða á verðtryggðum
kjörum. Þær verða einnig á svo-
kallaðri greiðslujöfnun. Afborgan-
ir verða samkvæmt þróun launa-
vísitölunnar, sem er mælikvarði á
þróun launa og Hagstofan reiknar
úr mánaðarlega. Sjálft lánið fer
hins vegar eftir þróun lánskjara-
vísitölunnar. Ef lánskjaravísital-
an fer fram úr launavísitölunni
greiðir lántakandinn samkvæmt
launavísitölunni. Mismunurinn,
sem myndast við þetta misgengi,
bætist við höfuðstól lánsins og
getur lengt lánstímann. Þetta þýðir
Af hverju engar
öndvegissúlurvið
Seltjarnarnes?:
Aðeins settar
við helstu
umferðaræðar
— segir gatnamálastjóri
„Við gleymdum ekki Seltjamar-
nesi þegar ákveðið var að setja
öndvegissúlurnar upp við borgar-
mörk Reykjavíkur. Það eru til marg-
ar leiðir inn í Reykjavík. Ákveðið
var að setja súlurnar niður á aðalum-
ferðaræðunum, við Vesturlandsveg,
Suðurlandsveg og Kringlumýrar-
brautina. Það hefði verðið í of mikið
ráðist að setja súlur niður á öðrum
stöðum," sagði Ingi Ú. Magnússon
gatnamálastjóri.
Ingi sagði að það hefði komið til
tals að setja eina súlu við borgar-
mörk Reykjavíkur og Seltjamar-
ness. „Þá kom upp sú spurning hvort
súlan ætti að vera við Eiðsgranda
eða Nesveg, en það em þær tvær
leiðir sem liggja til Reykjavíkur frá
Seltjamamesi. Þrjár leiðir liggja t.d.
inn í Reykjavík frá Kópavogi. Eftir
að málin höfðu verið skoðuð var
ákveðið að setja öndvegissúlur við
aðalumferðaræðarnar þrjár,
Kringlumýrarbraut, Vesturlandsveg
og Suðurlandsveg, sem liggja til
borgarinnar," sagði Ingi. -SOS
Hráa kjötið:
ión Helgason
kannar málið
„Ég mun kanna hvað sé hægt
að gera til að stöðva þennan
innflutning. Enn hef ég ekki
ákveðnar hugmyndir um hvemig
ég muni gera það,“ sagði Jón
Helgason landbúnaðarráðherra í
viðtali við DV.
Þessi viðbrögð ráðherrans
koma í kjölfar samþykktar
stjómar Stéttarsambands bænda.
Hún samþykkti að skora á ráð-
herrann að beita sér fyrir því að
Alþingi setji lög um bann við
innflutningi á hráu kjöti til
Vamarliðsins.
-APH