Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986.
9
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Átök harðna við
höfuðborgina Aden
— 8 þusund útlendingar sloppnir burt
Fjallaættbálkar eru teknir að
streyma í átt til Aden, höfuðborgar
Suður-Jemen, þar sem átök hafa
harðnað að nýju og horfir nú til
langdreginnar borgarastyrjaldar.
Á meðan er stöðugt unnið að því
að hjálpa útlendingum að komast úr
landi og skip ýmissa landa hafa tekið
þátt í flutningunum. - Meðal þeirra,
sem farnir eru, er allt lið sovéska
sendiráðsins í Aden og virðast Sovét-
menn alveg láta átökin afskiptalaus.
Flogið hefúr fyrir að þeir vilji láta
hvorugan aðilann hafa vopn og
hvetji Eþíópíu og önnur nágranna-
ríki til þess að synja Jemenbúum um
vopn í bili:
K
Enn er hart barist í Aden og
flóttamenn lýsa miklu
sprengjuregni í borginni.
Frönsk, sovésk og bresk skip hafa
ferjað burt um 8 þúsund útlendinga
og flesta þeirra til hafnarborgarinnar
Djibouti. Þeim flutningum var haldið
áfram í gær. Enn eru þó um fimm
hundruð manns teppt í skrifstofum
þróunarhjálpar Sameinuðu þjóð-
anna í Aden og hefur framkvæmda-
stjóri SÞ reynt að beita sér við
stríðsaðila til þess að fólkið fái að
fara með öðrum útlendingum.
AP-fréttastofan telur sig hafa
heimildir fyrir því að um tólf þúsund
manns hafi fallið í átökunum í Suð-
ur-Jemen til þessa og að minnsta
kosti tveir tugir þúsunda særst.
Arthur Marshall, sendiherra Breta
í Aden, og allt starfslið sendiráðsins
var meðal útlendinga sem komust
þaðan með breskri freigátu í gær.
Kunni hann frá því að segja að sendi-
ráðsfólkið hefði fyrstu fimm daga
uppreisnarinnar unnið störf sín
undir borðum í sendiráðinu vegna
skothríðarinnar. Tekið hefði strax
SAMDRATTUR HIA BOEING
fyrir allt rafmagn og vatn og greip
starfsfólkið til þess að þvo sér upp
úr kampavíni.
Boeing flugvélaverksmiðjumar,
þær stærstu sinnar tegundar í heim-
inum, búast ekki við eins mikilli sölu
á nýjum flugvélum í ár og fyrra.
í fyrra settu verksmiðjumar sölu-
met, seldu alls 390 farþegaflugvélar
á yfir 15 milljarða dollara.
Frank Shrontz, forseti fyrirtækis-
ins, sagði að nú ríkti viss óvissa á
flugvélamarkaðnum, til dæmis verð-
stríð flugfélaga og óstöðugt efna-
hagsástand.
Vinsælasta þota fyrirtækisins á
síðasta ári var Boeing 737-300, en 252
eintök seldust á árinu og hafa aldrei
fleiri farþegaþotur af sömu gerð selst
áður á einu ári.
Shrontz sagðist ekki búast við sölu
á eins mörgum 737 í ár og fyrra.
»
Að ofan: Ismail, leiðtogi upp-
reisnarmanna, fyrrum forseti
Suður-Jemen.
Að neðan: Muhammad, forseti
ÞRJÚ JAFNTEFLI
Fjórðu einvígisskák þeirra Jan
Timmans og Arturs Jusupovs lauk
með jafntefli í gær eftir 40 leiki og
hefur Timman 2 1/2 vinning á móti
1 1/2 vinningi. Sá þeirra sem fyrstur
fær 5 1/2 vinning sigrar og heldur
áfram til lokaáfangans í áskorenda-
keppninni þegar valinn verður sá
sem skora skal á heimsmeistarann.
Þetta var þriðja skákin í röð sem
lyktaði með jafntefli hjá þeim
Timman og Jusupov. En Timman
vann fyrstu skákina og virðist sá
ósigur hafa haft áhrif á Jusupov sem
hefur ekki teflt eins djarflega síðan.
Flokksfélag-
arnir heimta
afsögn Britt-
ans ráðherra
Það horfir enn alvarlega fyrir
stjóm Margaretar Thatcher forsæt-
isráðherra þar sem flokksfélagar
hennar sækja nú æ fleiri að við-
skiptaráðherra hennar segi af sér
fyrir að hafa lekið trúnaðarbréfi til
fjölmiðla.
Fundur um 100 þingmanna íhalds-
flokksins greiddi því atkvæði í gær-
,kvöldi að Leon Brittan viðskiptaráð-
herra bæri að segja af sér fyrir að
hafa samþykkt að leka bréfinu. Sá
leki varð til þess að Heseltine vam-
armálaráðherra sá sig knúinn til að
segjaafsér.
„Ríkisstjómin hefur lent í skömnm
út af þessu máli og hver sá sem hefur
komið henni í þá skömm, ætti að
segja af sér,“ sagði einn þessara
íhaldsbingmanna. Alex Fletcher. í
sjónvarpsviðtali í gær. - Fundurinn
lýsti þó stuðningi við Margaret
Thatcher sjálfa.
Samt hótuðu margir þingmenn
íhaldsflokksins að greiða atkvæði
gegn stjóminni á mánudaginn næsta
þegar Westland-málið kemur til af-
greiðslu, ef Brittan verður ekki lát-
inn fara.
Þegar Thatcher gerði þinginu
grein fyrir málinu viðurkenndi hún
að Brittan hefði heimilað birtingu
trúnaðarbréfsins sem hún sagði að
hefði varpað ljósi á ýmis atriði þar
sem Heseltine hefði gert sig sekan
um ónákvæmni. Hún sagðist sjálf
ekki hafa vitað af því að birta ætti
efni bréfsins en vera samt í sjálfú sér
ekki ósamþykk því.
au uiuu; ncseiune, íyrruni varuoi luauu auuoi i a.
Að neðan: Leon Britton viðskiptaráðherra.
Hver segir satt í Westlandmálinu?
Ýktur
orö-
rómur
Sovéski sjómaðurinn Miroslav
Medvid, er komst í heimsfréttimar í
nóvember fyrir að stinga af frá skipi
sínu er það lá við akkeri í höfninni
í New Orleans en vera síðan neitað
um landvistarleyfi af bandarískum
yfirvöldum, hefur haft það gott í
Sovétríkjunum eftir ævintýraferð
sína til Bandaríkjanna og býr nú hjá
foreldrum sínum í Úkraínu, segir
sovéska fréttastofan Tass í morgun.
Frétt Tass kemur í framhaldi af
.fregnum í bandarískum fjölmiðlum
um að Medvid hafi verið misþyrmt
við heimkomuna og hafi síðan látist.
„Orðrómur um lát mitt er stórlega
•ýktur,“ hefur Tass eftir Medvid.
Segir fréttastofan ennfremur að
ástæðan fyrir því að sjómaðurinn
komst í hendur bandarískra yfir-
valda hafi einfaldlega verið sú að
Medvid hafi fallið útbyrðis í höftiinni
í New Orleans og orðið að synda í
land.
Umsjón:
Guðmundur
Pétursson
og Hannes
Heimisson