Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986.
11
Menning
Menning
Menning
Menning
Listasafnið í Dalias, arkitekt Edward L. Barnes.
Hood safnið við Dartmouth College, New Hampshire
(byggt á ART, Das Kunstmagazin og Newsweek).
Eru safnbyggingar að
vaxa listinni yfir höfuð?
Á ráðstefhu bandarískra safn-
stjóra, sem haldin var í Pittsburgh
eigi alls fyrir löngu, sagði einn
þátttakenda, meir í gamni en al-
vöru : „ Ljóst er að hver 10.000
manna borg í Bandaríkjunum
verður að eignast eitt eða tvö lista-
söfn. Þar að auki þarf borgin að
vera með hið þriðja í byggingu,
helst eftir frægan arkitekt."
Ný og glæsileg listasöfn rísa nú
með ótrúlegum hraða vítt og breitt
um Bandaríkin. Á síðastliðnum
tveimur árum hafa miklar safn-
byggingar risið í Dallas, Atlanta,
Miami og Portland. Des Moines
listamiðstöðin í Iowa, teiknuð af
einni súperstjömunni í arkitektúr-
heiminum, Richard Meier, var
opnuð fyrir nokkrum mánuðum. Á
næstunni verður vígð nýbygging
Hood listasafnsins við Dartmouth
College, New Hampshire, og það
sama er uppi á teningnum við
Harvard háskólann. Þar verður
opnuð ný safnbygging, teiknuð af
heimsþekktum breskum arkitekt,
James Stirling.
Allar þessar byggingar gera söfn-
unum auðvitað kleift að sýna fleiri
listaverk. í Dallas safninu em nú
1400 listaverk uppi við, tvöfalt fleiri
en fyrir nýbyggingu. Þar á meðal
er flöldi verka eftir Bonnard, Céz-
anne, Gauguin, Monet, Manet,
Renoir og van Gogh.
Fyrir lok þessa árs ætlar Virginia
listasafnið í Richmond einnig að
opna nýbyggingu sem kosta á u.þ.b.
90 milljónir ísl. króna. Á hún að
hýsa verk nútímalistamanna og
impressjónista í eigu safnsins.
Ferðamenn i stríðum
straumum
Fort Lauderdale í Flórída, áning-
um í borgum, sem í menningarlegu
tilliti töldust til útkjálka, að vekja
ærlega athygli á listrænum fjár-
sjóðum sínum. Fyrst og fremst urðu
sjálfar byggingarnar sem vöktu
athygli fjölmiðla á Atlanta og
Dallas sem menningarsetrum. I
Atlanta hannaði Meier mjallahvíta
og strangt uppbyggða byggingu,
sem tímaritið Newsweek nefndi
„Klakahöllina“. Safnið í Dallas
er hins vegar íburðarmeira og „lí-
kist helst samanhnipruðum brodd-
gelti“ svo aftur sé vitnað í News-
week.
Báðar þessar byggingar eru ekki
aðeins geysistórar heldur kostuðu
þær himinháar upphæðir. Listasaf-
nið í Atlanta átti að kosta u.þ.b.
70 milljónir ísl. króna og tókst
mönnum að kría 30 milljónir þeirra
út úr einkaaðilum í borginni út á
slagorðið „ Stórt safn fyrir stór-
borg“.
„Stórfengleg borg þarfnast stór-
fenglegs listasafns," kváðu menn í
Dallas og afraksturinn varð u.þ.b.
100 milljónir ísl. króna, eða helm-
ingur áætlaðs kostnaðar við safn-
bygginguna.
En ekki eru allir jafnhrifnir af
þessari þróun og þeim metingi milli
borga sem hún hefur haft í för með
sér. Gagnrýnendur telja að oft sé
ekki gætt að því hvort listaverk í
eigu borga og stofnana standi undir
þeim glæsihöllum sem reistar eru
utan um þau. Auk þess séu ýmsir
„stjörnuarkitektar" ekki sérlega
nærgætnir við listaverkin sem þeir
eiga að hugsa um.
Sagt er að aðeins einn listamaður
beri ekki skarðan hlut frá borði í
listasafninu í Atlanta, þ.e. arkitekt
hússins, Richard Meier.
-ai
Des Moines listamiðstöðin í Iowa, arkitekt Richard Meier.
arstaður margra Islendinga, lætur
ekki sitt eftir liggja í safnamálum.
Að ári verður opnað þar listasafh,
teiknað af Edward Larrabee Bar-
nes, og létu auðugir Flórídabúar
rúmlega 30 milljónir ísl. króna af
hendi rakna til byggingarinnar.
Þetta listasafn verður síðan þunga-
miðja „nýja miðbæjarins" í Fort
Lauderdale.
Með því að gera listasafn að
miðpunkti nýs borgarskipulags er
Fort Lauderdale að fylgja í fótspor
annarra stórborga í Bandaríkjun-
um. Það hefur nefnilega sýnt sig
að auðkýfingum og fyrirtækjum
þykir upphefð í því að eiga íbúðir
eða byggingar í námunda við lista-
söfn. Áuk þess draga þau að sér
mikinn fjölda ferðamanna.
Þetta hafa menn sannreynt í
Atlanta. Þótt verð aðgöngumiða
að hinu nýja listasafni borgarinn-
ar, The High Museum of Artfsömu-
leiðis teiknað af Richard Meier),
hafi hækkað um 50 % kemur utan-
bæjarfólk í stríðum straumum til
að skoða herlegheitin.
Glæsihallir utan um
kléna list?
Borgarbúar í Dallas, sem geta
státað af sérkennilega útlítandi
safnbyggingu eftir Larrabee Bar-
nes, hafa sömu sögu að segja.
í báðum tilfellum tókst yfirvöld-
Sveitar
stjórnar-
kosningar:
Jafnvægi á milli
kynjanna á listum
Jafnréttisráð hvetur stjómmála-
flokka við komandi sveitarstjómar-
kosningar til að hafa jafhvægi milli
kynjanna á framboðslistum þeirra.
itáðið hefur sent öllum
flokkum áskomn þessu lútandi.
I bréfi, sem flokkunum hefur verið
sent, er vísað til samþykktar í fram-
kvætndaáætlun Sameinuðu þjóð-
Sú fram-
kvæmdaáætlun var
kvennaráðstefhunni í
samþykkt á
Nairobi sl.
sumar.
Þar segir að stjómvöld, stjóm-
áhrifaaðilar,
svo sem verkalýðsfélög, skuli vinna
markvisst að því að þátttaka
kvenna í stjómmálum, fjöldi og staða
þeirra á framboðslistum og í stjóm-
_ málalegum
verða sú sama og karla.
Tilgangi jafnréttislaganna verður
ekki náð fyrr en konur og karlar
bera jafiia ábyrgð og skyldur í þjóð-
-ÞG