Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Page 32
44 DV. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986. Sviðsljós Sviósljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðs / \ T j i I 'V I ! 1 Joely Richardson hefur ekki langt að sækja leikhæfileikana, móðir hennar er leikkonan Vanessa Redgrave, móðurbróöir - og -systir eru þau Michael og Lynn Redgrave, sem bæöi eru kunnir leikarar i sínu heimalandi, og faðirinn Tony Richardson kvikmyndaframleiðandi. Vanessa er bæði þekkt fyrir góðan leik og róttækar stjórnmálaskoðan- ir. Þaö er kunnara en frá þurfi að segja að afkomendur frægra foreldra velja ósjald- an sömu brautina og for- eldrarnir þótt í æsku hafi þeir átt þá ósk heitasta að losna við allt umstangið sem sviðsljósinu fylgir. Frægðin, sem hrifsaði frá þeim foreldrana, verður þeim keppikefli síðar á lífs- leiðinni og oftar en ekki feta þeir nákvæmlega sömu brautina í atvinnumálum. Hérna eru nokkurdæmi um börn sem hétu því að vinna á skrifstofu eða í búð alla sína hunds- og kattartíð - fram til fullorðinsára. Eftir það var tekinn kúrs á fót- spor foreldranna og þar standa þau sem fastast, alsæl með hlutskiptið. Isabella Rosselini er ein tekju- hæsta fyrirsæta heimsins og jafn- framt að stíga fyrstu skrefin sem leikkona. Á þessari mynd er hún meö ballettdansaranum Mikael Baryshnikov Móðir hennar, Ingrid Bergmann, var fræg og dáð leikkona og faðir- inn, Roberto Rosselini, þekktur, ítalskur leikstjóri. Sumir vilja halda því fram að leik- konan Elizabeth Taylor hafi níu líf eins og kötturinn - svo oft hefur hún risið upp aftur eftir áföll sem hefðu bugað flest venjulegt mann- fólk. Nú er hún einmitt á uppleið - virðist mun yngri og hressari en nokkru sinni fyrr og mætti hvít- klædd í kokkteil sem haldinn var í Parísarborg á dögunum. Með í för var dóttir hennar - Chris Wilding - og báðar voru íklæddar hvítum pelsjökkum. Myndin var tekin við þetta tækifæri og félagsskapurinn er greinilega ekki af blankara tag- inu - Line Renaud og Marie-Hé- léne de Rothschild. hammgju!“ menn eignasí samastað Blaðamenn á islandi hafa nú loksins eignast fastan sama- stað.Félagið festi kaup á hús- eign að Síðumúla 23 og nú er innréttingu þess að mestu lokið. Þarna er hin ágætasta aðstaða til fundahalda og annarrar starfsemi þannig að nú er mönnum ekkert að vanbúnaði til eflingar líf- sandans meðal félagsmanna. Meðfylgjandi myndir sýna fögnuð blaðamanna yfir þessu merka framfaraspori í sameiningarkokkteil síðastlið- inn laugardag. Þar var glatt á hjalla, mikil bjartsýni ríkjandi, skeggrætt og skrafað sem búast mátti við af stétt sem atvinnu hefur af tjáskiptum, merkar niðurstöður dregnar af stórmerkilegum forsendum. Og svo er að sjá hvað framtíð- in færir einu elsta verkalýðs- félagi landsins- Blaðamanna- félagi islands - sem komið er hátt á áttræðisaldurinn. -baj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.