Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Blaðsíða 13
.rrzsr- DV. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986. 13 Súpukjöt eða kjúklingar Einn stóri samnefnarinn í stefnu Bandalags jafnaðarmanna er vald- dreifing. Áhersla okkar á valddreif- inguna birtist m.a. þannig að við neitum ríkisforsjá og miðstýrðu efnahagslífi. Valddreifingin á að miða að því að við tökum sjálf fleiri ákvarðanir um líf okkar heldur en við gerum nú. Valddreift samfélag leggur áherslu á valkosti og íjöl- • breytileika. Það leggur áherslu á aukið sjálfstæði lítilla eininga, bæði í opinberum rekstri og einka- geiranum. Valddreifingin hafnar samþjöppun sem er arfur margra áratuga miðstýringar. Ný viðhorf 1 valddreifingunni felst það að viðurkenna sjálfsforræði fólks og fyrirtækja í atvinnulífi, verslun og þjónustu. í stað þess að hið opin- bera taki sér eitt vald til að ékveða verðlag í þessum greinum og að ákveða hvað fólki og fyrirtækjum stendur þar til boða, þá eru lögmál markaðar og frjálsrar eftirspumar látin ráða. Það á ekki að vera hlutverk ríkisvalds að neyða feitt súpukjöt ofan í fólk sem vill frekar borða kjúklinga. Með því að veita fólki og fyrir- tækjum rétt til sjálfsákvörðunar og möguleika til hagnaðar, frum- kvæðis og dirfsku, er stuðlað að vexti og nýsköpun. Hlutverk stjórnvalda á að vera að búa þann- ig í haginn að einstaklingar og samtök þeirra geti sjálf skapað sér möguleika til atvinnu. Hin pólitísku markmið vald- dreifingarinnar eru þau að virkja fólk til þátttöku, að draga úr fámennisvald- inu, GUÐMUNDUR EINARSSON FORMAÐUR BANDALAGS JAFNAÐARMANNA „Það verður að losa banka og fjármálastofnanir undan flokkspólit- ískum atkvæðakaupum." a „í framtíðarlandslagi BJ verða alltaf ^ fjöll til að klífa. Menn eiga að vera frjálsir að því að sigra þau og eiga að njóta þess ef þeir komast upp á tindinn. En þeir verða líka að taka því ef gangan gengur illa og vera viðbúnir því að hrapa.“ að brjóta niður flokksklík- urnar, að vinna gegn hringamynd- un, að verja fólk gegn ásókn embættismannavalds og ríkisbákns og gefa fólki fleiri og raunverulegri tæki- færi til að ráða málum sín- um sjálft. Hin efnahagslegu markmið valddreifingarinnar eru þau að bæta eftirlit með nýtingu fjárins, að láta ábyrgð og vald á verkefnum fara saman, að auka sjálfsákvörðunar- rétt, frumkvæði og dirfsku fólks og fyrirtækja i at- vinnulífi, að losa banka- og sjóðakerf- ið undan flokksræði og fyr- irgreiðslupólitíkusum, að auka áhrif starfsfólks á stjórn og starfsemi fyrir- tækja og bæta þannig rekst- urinn. Sjáðu tindinn Þessari valddreifingu i viðskipta- lífi og atvinnumálum þarf að haga á ýmsan hátt. Það er nauðsynlegt að brjóta niður fámennisvald í hreyfingum verkalýðs og atvinnurekenda. Samningar um kaup og kjör eiga að fara fram í fyrirtækjunum sjálf- um á grundvelli framleiðsluverð- mætis og þeirra möguleika sem eigendur og starfsmenn eru sam- mála um að fyrirtækin hafi til aukinnar arðsemi. Það þarf að afnema ýmiss konar forsjá og forræði sem ríkisstjórn og stofnanir hennar hafa í atvinnu- og viðskiptalífi. Þar má nefna frystingu bankainnstæðna, ákvarðanir um verð á afurðum sjávarútvegs og landbúnaðar, skömmtun fjármagns í sjóði sem eru eyrnamerktir einstökum og stundum mjög afmörkuðum verk- efnum svo dæmi séu nefnd. Það verður að losa banka og fjármálastofnanir undan flokks- pólitískum atkvæðakaupum. Lán á að veita á grundvelli trygginga þeirra sem lántakendur geta boðið upp á og arðsemi þeirra áætlana sem þeir hafa á prjónunum. Skattakerfi og aðrar umbúðir viðskipta- og atvinnulífs eiga að verka til hvatningar fyrir þá sem vilja reyna sig í gömlum eða nýjum atvinnugreinum hvort sem er í framleiðslu eða þjónustu. Menn eiga að hafa leyfi til að græða en verða líka að standa klárir á því að tapa og verða að taka afleiðingum gerða sinna. í framtíðarlandslagi BJ verða alltaf fjöll til að klífa. Menn eiga að vera frjálsir að því að sigra þau og eiga að njóta þess ef þeir komast upp á tindinn. En þeir verða líka að taka því ef gangan gengur illa og vera viðbúnir því að hrapa. Guðmundur Einarsson. Að gefnu öðru tilefni Ögmundur Jónasson sjónvarps- fréttamaður og Gunnlaugur Stef- ánsson guðfræðingur ganga fram- fyrir skjöldu í DV 20. janúar síðast- liðinn og lýsa yfir því, að Emil Bjömsson, fyrrverandi fréttastjóri, hafi lýst yfir ánægju sinni með fyrirhugaða þátttöku mína í tveim- ur sjónvarpsþáttum, þó af henni yrði ekki af orsökum sem þeir rekja báðir. Ég hlýt að játa að þær upp- lýsingar glöddu mig, enda þótt þær stönguðust illþyrmilega á við upp- lýsingar, sem einn starfsmaður sjónvarpsins lét mér í té fyrir einum fimmtán árum, í þá veru að ég og ýmsir fleiri „óþægilegir" einstakl- ingar vænun komnir á ósýnilegan „bannlista" að fyrirmælum Emils Björnssonar. Satt að segja glöddu seinni upplýsingamar mig jafn- mikið og þær fyrri hryggðu mig, þareð ég taldi mig aldrei hafa átt neitt sökótt við séra Emil Bjöms- son né hann við mig, enda áleit ég sennilegast að umrætt „bann“ væri ekki undan rifjum hans sjálfs mnnið, heldur ætti sér upptök á æðri stöðum, þó sjónvarpshefti Samvinnunnar 1968 væri haft að yfirvarpi. Nú hafa semsé Ögmundur og Gunnlaugur - ásamt Emil sjálfum í löngu símtali - fullvissað mig um það, sem mér var sagt fyrir margt löngu og ég lét á þrykk út ganga fyrir skömmu, sé úr lausu lofti gripið, og skal vissulega hafa það heldur sem sannara reynist, enda sé ég enga ástæðu til að vefengja orð.þremenninganna fremur en ég taldi á sínum tíma ástæðu til að rengja fyrri heimildarmann. Stend ég reyndar hér gagnvart valkreppu sem lærðir menn ku kalla ógöngu- rökfærslu. Mismunun í ríkisfjölmiölum En eru þarmeð getgátur mínar um „innri ritskoðun" og skoðana- kúgun, sem af henni leiðir, fleipur eitt eða hugarórar? Einfalt væri þetta mál ef þannig væri í pottinn búið, að hægt væri að hreinsa alla stofnunina með því að hreinsa til- tekinn starfsmann hennar. En þar er nú eitthvað annað uppá teningn- um. Allur landslýður veit og lætur að mestu átölulaust, enda ekki öðru vanur, að mönnum er leynt og ljóst mismunað í ríkisfjölmiðl- unum vegna meintra eða raun- verulegra skoðana, og má nefna þess mörg ófögur dæmi, sem öllum eru kunn, þó vitanlega séu þau dæmi fleiri sem fáir vita um. Á sunnudagskvöldið létu þeir Megas og Bubbi Morthens til dæmis að því liggja í sjónvarpsþætti, að þeir hefðu verið á banni á þeim bæ undanfarinn áratug eða lengur. Birna Þórðardóttir hefur nítján sinnum sótt um stöðu fréttamanns hjá hljóðvarpi og jafnan verið hafnað á forsendum sem öllum eru kunnar, þó annað sé látið uppi. Þorsteinn Jónsson, formaður Fé- lags íslenskra kvikmyndagerðar- manna, hefur þrásinnis sótt um störf hjá sjónvarpinu og jafnan verið hæfastur umsækjenda, en ævinlega verið hafnað af óútskýrð- um ástæðum. Magnús Torfi Ólafs- son var á sínum tíma, áðuren hann varð þingmaður og ráðherra, lát- inn hætta vinsælum þætti í útvarp- inu afþví hann hafði farið „óviður- kvæmilegum" orðum um Banda- ríkjamenn í sambandi við Víet- namstríðið. Árna Hjartarsyni var meinað að flytja erindaflokk um kjarnorkuvána og friðarmálin í útvarpi, og er hann þó allra Islend- inga kunnugastur þeim málum. Ævar Kjartansson var beittur of- ríki og nánast hrakinn úr starfi hjá útvarpinu á forsendum sem runnar eru beint úr sovéskum jarðvegi. Afsökunarbeiðni útvarpsráðs og ömurlegt yfirklór leiklistarstjórans vegna leikrits Ólafs Hauks Símon- arsonar ekki alls fyrir löngu er grein á sama sovéska meiði. Þennan hraksmánarlega bálk mætti halda áfram að rekja, en hér læt ég staðar numið að sinni. Kerfishugarfariö Því heyrist stundum haldið fram, að það samrýmist ekki hlutleysi Ríkisútvarpsins að hafa á sínum snænun fólk með fastmótaðar pól- itískar skoðanir, þareð hætta sé á að það misnoti aðstöðu sína. Því- líkar röksemdir eru bæði móðgun við heilbrigða skynsemi og freklegt tilræði við þær lýðræðishefðir sem við þykjumst búa við, aukþess sem margir af starfsmönnum stofnunar- innar hafa verið virkir á hægra væng íslenskra stjórnmála og nokkrir þeirra gerst atvinnustjórn- málamenn. Ljósasta dæmið er nátt- úrlega nýskipaður útvarpsstjóri sem árum saman var harðsvíraður atvinnupólitíkus og hefur nú feng- ið það hlutverk að vaka yfir marg- umtöluðu hlutleysi ríkisfjölmiðl- anna! Staðreyndin er vitanlega sú, að ætlunin er að koma á svipuðu kerfi hérlendis og tíðkast austan járntjalds, þarsem einungis ein tegund skoðana er umborin og reynt að kæfa allt andóf, hindra öll frávik. Þau augljósu og ofureinfoldu sannindi virðast seint ætla að renna upp fyrir íslendingum, að í hverju þjóðfélagi, hvort sem það kennir sig við kapítalisma, jafnað- armennsku eða kommúnisma, vex úr grasi fjölmennur hópur kerfis- manna, sem laga sig að ríkjandi valdakerfi og feta sig með gát upp metorðastigann til áhrifa og valda með því að sýna handhöfum æðsta valds fullkomna hlýðni og hollustu, vera óhagganlegir jámenn á hverju sem gengur. Ég þykist mega full- yrða að þeir menn, sem ráða ís- lensku þjóðfélagi og íslenskum fjölmiðlum, væru í sömu eða svip- aðn aðstöðu í Sovétríkjunum eða leppríkjum þeirra - að breyttu breytanda - ef þeir hefðu alist upp í þeim þjóðfélögum og mótast af ríkjandi viðhorfum þar. Manngerð- in sem seilist til valda og leitast við að halda þeim með góðu eða illu er hvarvetna sú sama, enda kvað Nixon Bandaríkjaforseti hafa sagt þegar mest kreppti að honum í Watergate-málinu, að Bresnév væri sá valdamanna heimsins sem best skildi hann. Á sama hátt eru „óþægilegir" einstaklingar hvar sem er í heimin- um svipaðrar gerðar. Þeir sætta sig Kjallarinn SIGURÐUR A. MAGNÚSSON RITHÖFUNDUR ekki við valdboð, valdníðslu, leynda eða ljósa kúgun þeirra sem öðruvísi hugsa, og fyrirlíta hvers- kyns þjónkun við valdamenn og algildan opinberan sannleik. En það eru þessir sömu menn sem stuðla að nýsköpun í menningu og vísindum, gera þjóðlífið litríkara og skemmtilegra, eru það súrdeig sem ekkert heilbrigt þjóðfélag get- ur án verið. Þegar reynt er að þagga niðrí slíkum einstaklingum eða hefta tjáningarfrelsi þeirra, einsog á sér stað í ógnvekjandi mæli í spilltu þjóðfélagskerfi ís- lendinga, þá er verið að stífla þær slagæðar sem veita fersku og lífg- andi blóði útí þjóðarlíkamann. Svo einfalt er að mínu mati dæmið sem okkur ber að reikna til enda. Ef við viljum stuðla að auknu lýðræði í landinu og draga úr mis- beitingu valds, þá verðum við að byrja á því að opna fjölmiðlana fyrir þeim viðhorfum sem uppi eru í landinu og hleypa út því pestar- lofti stöðnunar og hugsunarlauss samsinnis sem er á góðum vegi með að kæfa þann andlega gróður sem framtíð okkar er mikilvægastur. Sigurður A. Magnússon a „Nú hafa semsé Ögmundur og Gunn- ^ laugur - ásamt Emil sjálfum í löngu símtali - fullvissað mig um það, sem mér var sagt fyrir margt löngu og ég lét á þrykk út ganga fyrir skömmu, sé úr lausu lofti gripið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 20. tölublað (24.01.1986)
https://timarit.is/issue/190502

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

20. tölublað (24.01.1986)

Aðgerðir: