Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Page 18
18 DV. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir • JOHNBOND. Bond stjóri Birmingham Leonard rekinn eftir7daga Frá Sigurbimi Aðalsteinssyni, fréttamanni DV á Englandi. Framkvæmdastjórinn kunni, John Bond, var í gær ráðinn stjóri 1. deild- ar liðs Birmingham sem er í mikilli fallbaráttu. Eftir að Ron Saunders sagði upp sem stjóri Birmingham var aðstoðarmaður hans þar, Keith Leonard, ráðinn. Hann var hins vegar rekinn nokkru eftir að Birm- ingham tapaði fyrir Everton á heimavelli sl. laugardag. Var sjö daga í stjórastólnum. Aðeins einn maður hefur gegnt stjórastarfi skem- ur. Það er Bill Lampton, sem í apríl 1959 var þrjá daga stjóri Scuntorpe. John Bond tók strax í gær við starfinu hjá Birmingham og hefur þar þjálfara, unglingaþjálfara og lækni. Tveir þjálfarar hjá félaginu voru reknir með Leonard. Hér á árum áður var John Bond mjög kunnur bakvörður hjá West Ham. Eftir að leikferli hans lauk gerðist hann stjóri hjá Boumemouth. Fór síðan til Norwich og Man. City. Þá iá leiðin niður á við á ný. Fór til Bumley, siðan Swansea og hætti þar í desember þegar gjaldþrot vofði yfir Swansea. Þetta er í þriðja sinn sem Bond sest eiginlega í stjórastól Saunders því Ron var einnig stjóri áður fyrr hjá Norwich og Man. City. -hsím Loks tap hjá PSG — tapaði ieíknum við Lille ersetturvará afturvegna biiunar á fióðljósum Frönsku meistaraefnin Paris Saint Germain töpuðu sínum fyrsta leik i frönsku 1. deildinni er liðið lá fyrir Lille á útivelli, 2-o. Tap PSG var það fyrsta í 27 leikjum sem að sjálfsögðu er met. Leikur þessi var settur á eftir að liðin höfðu fyrr í vetur leikið í 84 mínútur. þá biluðu flóðljós vallaríns f Lille og ákveðið var að liðin reyni meðséraftur. -fros Staðan í 1. deild kvenna Staðan í 1. deild kvenna á íslands- mótinu í handknattleik er nú þannig eftir leikina á miðvikudagskvöld: Fram 7 7 0 0 178-125 14 Stjarnan 8 5 1 2 193-162 11 FH 7 5 0 2 128-116 10 Víkingur 7 3 1 3 142-141 7 Valur 7 2 1 4 141-140 5 Haukar 7 0 2 6 111-173 2 KR 6 0 1 5 114-150 1 Leikmaður úr þriðju deild í HM-liði Dana þrír leikmenn úr B-liði Dana á Baltic Cup í HM-liðinu „Valið kom mér mjög á óvart þó að ég hefði leikið vel í danska B-landsliðinu í Baltic Cup. Það gerðu margir aðrir í B-liðinu,“ sagði John Mark Jensen hjá Brönderslev þegar hann frétti að hann hefði verið valinn i danska landsliðshópinn i heimsmeistarakeppninni í Sviss í handknattleiknum. Hann er 22ja ára hornamaður og hefur ekki leikið landsleiki. Hins vegar 38 piltalands- leiki. Vissulega kom það á óvart að leikmaður úr 3. deildar liði skyldi valinn í HM-hóp Dana. Tveir aðrir leikmenn úr B-lands- liðinu í Baltic Cup voru valdir í HM-hópinn, Steen Mogensen, HIK, og Jens Chr. Kristensen, markvörður hjá Skovbakken. Einn A-landsliðs- maður á Baltic Gup var settur úr HM-hópnum, Otto Mertz, Virum. Leif Mikkelsen, landsliðsþjálfari • John Mark Jensen. Dana, tilkynnti HM-hóp sinn fyrr í þessari viku, 16 leikmenn. Þessir leikmenn Dana leika í Sviss. Markverðir: Paul Sörensen, HIK, Jens Chr. Kristensen, Skovbakken, og Karsten Holm, Kolding. Útileikmenn: Michael Fenger, Lars Gjöls, Klaus Sletting og Steen Mogensen, allir HIK, Jens Erik Roepstorff, Helsingör, Erik Veje Rasmussen, Gummersbach, Keld Nielsen, Saga, Morten Stig Christ- ensen, HG, Claus MunkedaL, Holte, Hans Henrik Hattesen, Winterthur, Jörgen Gluver, Alecante, Kom Jacobsen, Veminge, og John Mark Jensen, Brönderslev. Danir leika landsleiki við Norð- menn 1. og 2. febrúar í Stafangri og Haugasundi. Fara aðeins með 14 leikmenn í þá leiki. Steen Mogensen og Carsten Holm voru ekki valdir. hsím Framlag ríkisins til íþrótta- mála í ár það sama og í fyrra — hækkun milli ára 34,1% - Framlag til ólympíunefndar hækkar um eina og hálfa milljón frá 1985 Á íjárlögum ríkisins fyrir yfirstand- Ölympiunefnd fær mesta hækkun einstakra aðila milli fjárlaganna 1985 og 1986 og hækkar framlag ríkisins til nefhdarinnar úr 540 þús- undum í 1,5 milljón. andi ár er heildarframlag til íþrótta- mála 27 milljónir og 280 þúsund. Þetta er samsvarandi upphæð og var á fjár- lögum fyrir árið 1985. Hækkunin á milli ára nemur í krónum talið 6 milljónum og 935 þúsundum sem jafngildir 34,1% hækkun milli ára eða þvi sem næst verðbólguhraða. I fyrra fékk íþróttasamband íslands til umráða 17,4 milljónir en fær í ár 22,5 milljónir. Hækkar um 5,1 milljón milli ára. Þess má geta að í fyrra fór einn þriðji hluti framlags hins opin- bera til ÍSÍ til daglegs rekstrar sam- bandsins, einn þriðji í nýbyggingar- framkvæmdir við íþróttamiðstöðina í Laugardal og einn þriðji til sérsam- banda innan ÍSÍ. íþróttastarfsemi hér á landi hefur aldrei verið ofalin af því opinbera og á því virðist engin breyting sjáan- leg. íþróttahreyfingin hefur mátt þola fjársvelti og skilningsleysi yfir- valda um áraraðir og verður svo eflaust í náinni framtíð þrátt fyrir að íþróttamenn okkar hafi á undan- fömum árum verið í stöðugri sókn, unnið mörg glæst afrek og hvarvetna verið landi og þióð til mikils sóma. STAÐAN Staðan í úrvalsdeildinni eftir sigur Hauka á þannig: KR. ÍR.. Njarðvík í gærkvöldi er .16 13 3 1372-1263 26 .16 12 4 1340-1271 24 .15 7 8 1187-1177 14 .15 7 8 1177-1199 14 .15 5 10 1169-1256 10 .15 2 13 1196-1275 4 • Valur Ingimundarson er enn stiga- hæstur í úrvalsdeildinni, hefur skor- að 410 stig. Pálmar Sigurðsson kemur næstur á eftir með 372 stig. Næstu leikir í deildinni: Keflavík-ÍR á laugardag kl. 14.00 og á sunnudag KR-Valur í Hagaskóla kl. 20.00. SKÍÐASVÆÐIÐ SKÁLAFELLí StCÍCASKÁUKB ^ ÆFINGASVÆOI FJORAB lyftur ■ : UÖ9WWO; KKIS e • Áhugi almennings á skíðaferðum hér innanlands hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum. Árlega koma tugir ef ekki hundruð þúsunda skiðafólks á hin ýmsu skiðasvæði landsins. Til að mynda koma árlega á milli 30 og 40 þúsund manns á skíðasvæði KR í Skálafelli. I S1 ' Skálafelli em alls starfræktar átta skíðalyftur og þar á meðal lengsta og afkastamesta stólalyfta landsins sem er 1200 metra löng og flytur 1200 manns á klukkustund. Mjög stutt er til Skálafells frá Reykjavík og aðeins þriggja kílómetra akstur frá Þingvallavegi. Skólafölk hefúr gert mikið að því að heimsækja Skálafell og er það aðallega á tímanum frá janúar til apríl. Dvelur skólafólkið tvo og hálfan dag í senn við skíðaæfingar. Skíðakennsla er flestar helgar í Skálafelli og jafnan em lagðar göngubrautir. Bamalyfta er í gangi allar helgar endurgjaldslaust. Dagkort í lyftur kosta aðeins 300 krónur á virkum dögum og 350 krónur um helgar. Skíðasvæðið í Skálafelli er opið alla daga frá klukkan 10-18. Einnig em kvöldferðir fyrir keppendur og æfingahópa þrjá daga íviku. -SK. • Þær voru margar körfurnar í 1« leikmenn við undir körfu Haukann „Bi séð — sagði Einar „Ég held að við höfum með þessum leik sýnt hinum liðunum í úrvals- deildinni að við emm klárir í úrslita- keppnina. Þetta var frábær leikur og liklega sá besti sem ég hef séð hér á landi frá upphafi. Við náðum toppleik og ég held að eitt atriðið sem ráðið hafi úrslitum hér í kvöld hafi verið að það var meiri breidd hjá okkur en Njarðvíkingum," sagði Einar Bolla- son, þjálfari Hauka, i gærkvöldi eftir að Haukar höfðu sigrað Njarðvíkinga í úrvalsdeildiunni í körfuknattleik með 112 stigum gegn 105 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 57-57. Sigur Haukanna var ekki síst merki- legur fyrir þær sakir að þetta var fyrsti sigur Hauka gegn UMFN á eigin heimavelli. Það er alveg óhætt að taka hressi- lega undir það með Einari að betri leikur hefur ekki sést hér í langan tíma og eflaust er þetta besti leikur sem hér hefur verið leikinn frá upp- hafi. Þetta em auðvitað stór orð en sönn. Bæði lið léku sinn besta leik í langan tíma og úr varð þessi stór- skemmtilega viðureign tveggja bestu liðanna í úrvalsdeildinni. Maður hafði það oft á tilfinningunni að maður sæti og fylgdist með leik í NBA-deildinni bandarísku, svo mik- íl og góð voru tilþrif leikmanna Nokkrir vellir lausii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.