Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986.
5
Hamarinn hf. að gefast upp?
Hagvirki yfirtekur
byggingu SS-hússins
„Við erum að yfirtaka verk sem
verktakafyrirtækið Hamarinn h/f
er með fyrir Sláturfélag Suður-
lands, byggingu á stórri verslunar-
og vinnslustöð við Laugarnes.
Hamarinn er ekki með fleiri verk-
efni og er að því er virðist að leggja
upp laupana," sagði Jóhannes
Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis.
„Rekstrarstaða Hamarsins h/f er
það erfið að fyrirtækið sér ekki
fram á að geta lokið verkinu fyrir
Sláturfélagið. Það eru umræður í
gangi um sölu á fyrirtækinu en
ekkert er frágengið," sagði Jón B.
Stefánsson, rekstrarráðgjafi Ham-
arsins.
Aðspurður sagði hann að engu
af starfsfólki fyrirtækisins hefði
verið sagt upp og að þeir sem nú
vinna við stórhýsi Sláturfélagsins
mundu halda því áfram, þrátt fyrir
yfirtöku Hagvirkis á verkinu.
Ekki kannaðist Jón við að Hag-
virki ætlaði að kaupa fyrirtækið.
Engar upplýsingar liggja fyrir um
hugsanlega kaupendur. Jón vildi
ekki gefa upp hver raunveruleg
staða Hamarsins væri, hvorki
skuldir né eignir.
-KB
hér byggir
SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS
HROBíARTUR hrobíartsson
SICHH3UR STEINSORSDOTTIR
p 00 LACRIR VERRTRÆOISTOFAN FERÍtL H.F !
TAFKERFÍ RAFHONNUN H.F ^ i
. J.OFTRIESTINC TÆKNIR EINARS W3RSTEINSS0NAR
. ^ , URKTAKÍ
HAMARSNN H F
ý
Hérbyggir Hamarinn ekkilengur heldur Hagvirki. DV-mynd KAE.
„Langbesta”
í Keflavík
„Langbesta", sagði Axel Jónsson,
veitingamaður í Keflavík, þegar
við spurðum hann um heiti á nýja
hamborgara-, pizzu- og pítustaðn-
um sem hann var að opna um helg-
ina. Langbesta hvað? spurðum við.
- Nafnið??? „Langbesta," svaraði
Axel, „það er nafnið á staðnum á
mótum Vatnsnesvegar og Hafnar-
götu, þar sem Kaupfélagið hafði
um áratugaskeið matvörubúð.
Breytingin er að áður keypti fólk
í matinn héma en nú kaupir það
matinn héma,“ svaraði Axel sem
nú orðið er reyndar oftast kenndur
við Glóðina. I Langbesta eru sæti
fyrir nærri 40 manns og þar er opið
frá 9 á morgnana til 10 á kvöldin,
nema um helgar, þá er opið til
klukkan hálftólf. Með Langbesta
hefur Axel aukið við þjónustu sína
við Suðumesjamenn og í tveggja
ára veitingahúsarekstri hans eru
nú 35 manns á launaskrá. í hinum
nýju húsakynnum Langbesta er
einnig Veisluþjónustan sem Axel
hefur rekið lengst fyrirtækja sinna.
emm.
í tilefni af opnun hins nýja staðar bauð Axel skólabörnum í
Keflavík að koma og þiggja gos og hamborgara. Bekkurinn var
því þröngt setinn og margir munnar mettaðir þann daginn.
. Leikklúbbur Hellissands:
Frumsýnir tvo einþáttunga
Frá Hafsteini Jónssyni, fréttaritara
DVáHellissandi.
Leikklúbbur Hellissands frumsýnir
nú um helgina í félagsheimilinu Röst
einþáttungana Spáð í morgunroðann
eftir Kristinn Kristjánsson og Já,
herra forstjóri eftir danska höfund-
inn Finn Methling í þýðingu Guð-
laugs Arasonar. Leikstjóri er Carm-
en Bonitch.
Þessi leiksýning verður með nokk-
uð myndarlegu sniði. Þættimir fara
ekki fram á aðalleiksviði hússins
heldur á sviði sem gert hefur verið á
salargólfið.
Frumsýningin er á laugardags-
kvöldið kl. 21.00.
Víðir stöðvast á morgun
Stjórn Trésmiðjunnar Víðis hf.
hefur ákveðið að stöðva rekstur fyr-
irtækisins frá og með morgundegin-
um, 25. janúar. Fimm mánaða
greiðslustöðvun fyrirtækisins rann
út í gær.
í frétt frá stjórn trésmiðjunnar
segir að tilboð, sem þegar em fram
komin í eignir fyrirtækisins, ásamt
væntanlegu verðmæti annarra fiár-
muna, fari langt með það að hrökkva
fyrir öllum skuldbindingum fyrir-
tækisins, sem áætlað er að nemi
rúmum 145 milljónum króna.
Segir að þess verði freistað á næstu
dögum að ljúka sölu helstu fiármuna.
Stjórnin muni síðan ákveða fram-
haldsaðgerðir í samráði við bæjar-
fógeta Kópavogs.
Hjá fyrirtækinu starfa nú 36
manns. Vonast er til að hluti þeirra
fái starf hjá væntanlegum kaupanda
rekstursins. Er það von stjórnar tré-
smiðjunnar Víðis að takast megi að
viðhalda þeim útflutningssambönd-
um sem fyrir hendi eru þrátt fyrir
þau áföll sem reksturinn hefur orðið
fyrir.
í samráði við helstu lánadrottna
var ákveðið að leita eftir sölu fas-
teignarinnar að Smiðjuvegi 2 í Kópa-
vogi. Var það lykilatriði í heildar-
lausn á fiárhagsvandanum.
Aðeins eitt formlegt tilboð hefur
borist, frá stuðningsmönnum Knatt-
spymufélagsins Vals, að fiárhæð 97
milljónir króna, verðtryggt með
vöxtum. Þetta tilboð samþykkti
stjóm Trésmiðjunnar Víðis fyrir sitt
leyti í lok nóvember með fyrirvara
um samþykki veðhafa.
Annað tilboð barst um svipað leyti
í reksturinn frá aðilum í húsgagna-
iðnaði, að fiárhæð 19 milljónir króna,
verðtryggt með vöxtum.
Síðan hefur það gerst að stærsti
kröfuhafi fyrirtækisins hafnaði til-
boði stuðningsmanna Knattspyrnu-
félagsins Vals.
Valsmennimir hafa tjáð sig fúsa
til að breyta eldra tilboði sínu, svo
kröfum stærstu veðhafa sé mætt í
meginatriðum.
Tilboðið í reksturinn er háð fyrir-
vara um að samningar náist um til-
tekin afhot af fasteigninni. Verður
engin afstaða tekin til þess fyrr en
samningur um sölu fasteignarinnar
er frágenginn.
Sala annarra fiármuna getur fyrst
átt sér stað eftir að jákvæð afstaða
til fyrrgreindra kauptilboða liggur
fyrir. -KMU
V0RUM AÐ TAKA UPP
kúplingar,
diska, pressur og legur
í ameríska jeppa og fólksbifreiðar
Bjóðum einnig m.a. dráttarbeisli á V0LV0 og 40 aðrar
gerðir, stýrisenda og hjöruliði i jeppa, timahjól og
keðjur, höggdeyfa, bremsuklossa, kveikjuhluti, upp-
hækkanir, drullutjakka, öryggisbelti, rafgeyma o. fl.
Póstsendum samdægurs.
S I Ð U M U L A 3-5
SlMAR: 34980 og 37273