Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Blaðsíða 4
4
- Fréttaljós -
DV. FÖSTUDAGUR 24. JANUAR1986.
Olíuverðið
á hraðri
leið niður:
Útgerðin hér á landi gæti sparað
300 milljónir króna á heilu ári ef
verð á gasolíu væri það sama hér
á landi og núverandi markaðsverð
í Rotterdam. Mikið verðhrun hefur
átt sér stað síðastliðna mánuði á
olíu. Enn er áhrifa þess ekki farið
að gæta hér á landi. Hins vegar
bendir allt til að við munum njóta
að einhverju leyti þessa verðhruns.
Hversu mikið það verður eða
hversu lengi olíuverð verður í þess-
um öldudal er ekki hægt að spá um
á þessari stundu.
Bensín gæti lækkað um 13 %
Markaðsverð á bensíni hefur
lækkað um 24 % frá því um miðjan
nóvember. Þá kostaði tonn af bens-
íni í Rotterdam 262,5 dollara en
kostar nú þar 200 dollara. Mark-
aðsöflin eru hér að verki. Um
þessar mundir er of mikið framboð
á olíu sem leiðir til lækkunar. Þetta
mikla verðhrun hófst þegar Saudi
Arabía ákvað að auka framleiðslu
sína. Síðan hefur verið siglt hrað-
byri niður á við.
En þrátt fyrir þessar lækkanir
eru áhrifin ekki komin hingað til
landsins. íslendingar kaupa yfir 80
prósent af olíu af Rússum og miðast
verð hennar við markaðsverð í
Rotterdam. Verð hvers farms mið-
ast einnig við þann tíma þegar
olíunni er lestað erlendis. Yfir
vetrartímann eru yfirleitt til birgð-
ir til 60-90 daga. Þannig tekur það
nokkurn tíma að endurnýja þær.
Áætlað er að meðalbirgðaverð á
bensíni hér á landi sé nú 248 dollar-
ar fyrir tonnið. Hins vegar er ekki
búist við næsta farmi fyrr en í
mars. Samkvæmt þessu gæti bens-
ínið lækkað aðeins á næstunni.
Lítri af bensíni kostar nú 35 krónur
og gæti samkvæmt þessu birgða-
verði lækkað um eina krónu.
Ef birgðaverð hér á landi væri
hins vegar það sama og skráð verð
er nú í Rotterdam gæti lítrinn verið
á 30,50 krónur. Sá sem fyllir tank-
inn fyrir 1.400 krónur þyrfti að
greiða samkvæmt því 1.220 krónur
eða 180 krónum minna. Og það
munar um það. Þessi lækkun er
um 13%. Tæplega er hægt að búast
við þessari lækkun fyrr en í mars
því næsti farmur kemur ekki fyrr
enþá.
Gasolía gæti lækkað um 19%
Svipaða sögu er að segja um
gasolíu. Meðalbirgðaverð hennar
hér á landi er nú 255 dollarar fyrir
EN FAUM VID HÉR
AÐ NJÓTA ÞESS?
það gerist er hætt við að lítið verði
úr verðhruninu sem átt hefur sér
stað erlendis.
Verðlagningin er í höndum Verð-
lagsráðs. Um þessar mundir eru
olíufélögin að senda inn gögn til
ráðsins um stöðuna. Þegar búið
verður að rýna í þau má búast við
að nýtt verð verði ákveðið.
Á meðan verð á olíu fellur fáum við aðeins að heyra um það og verðum áfram að borga sama háa verðið.
tonnið. í Rotterdam er verðið
komið niður í 185 dollara fyrir
tonnið þessa stundina. Lítrinn
kostar nú 11,90 kr. (ætti reyndar
að kosta 12,50, að sögn forráða-
manna olíufélaganna). Ef birgða-
verð hér væri það sama og í Rott-
erdam ætti verðið að vera 9,60
krónur eða 19% lægra. Von er á
nýjum farmi í febrúar sem ætti að
geta lækkað núverandi verð um
fáein prósent. Hins vegar kemur
þamæsti farmur í byrjun mars. Þá
er líklegt að verðið á gasolíu eigi
eftir að lækka enn meira.
Öll lækkun á olíuverði er til góðs
fyrir þá sem nota hana. Á síðasta
ári notaði útgerðin t.d. 120 þúsund
tonn. Ef hún hefði fengið þessa olíu
á núverandi markaðsverði í Rott-
erdam hefði hún sparað sér 300
milljónir. Og þetta eru engir smá-
peningar.
Hvaöa likur eru á lækkun?
Segja má að olíufélögin séu vel í
stakk búin að lækka olíu og bensín.
Svokallaður innkaupajöfnunar-
reikningur stendur nokkuð vel
þessa stundina. Tilgangur hans er
að jafna sveiflur í innkaupum olíu-
félaganna. Fyrri hluta síðasta árs
var þessi reikningur kominn í 200
milljóna skuld. Hins vegar hefur
nú tekist að greiða hann upp að
mestu leyti. Um áramótin var þessi
reikningur aðeins nokkrum millj-
ónum fyrir neðan núllið. Þessi
staðreynd gerir olíufélögunum
kleift að nýta sér frekar verðlækk-
anir sem verða á olíu erlendis. Oft
þegar þessi reikningur hefur verið
í mínus hefur þurft að miða verð-
lagninguna við það þrátt fyrir að
heimsmarkaðsverð hafi lækkað.
Þess vegna höfum við hér á landi
ekki alltaf notið þeirra verðlækk-
ana sem orðið hafa úti i hinum
stóra heimi.
Forráðamenn olíufélaganna
benda á að verðlagning olíu sé í
höndum hins opinbera. Og til þess
að hægt verði að lækka verðið
megi hin opinberu gjöld sem hvíla
á olíu ekki breytast. Einnig eru
þessar verðlækkanir háðar því að
gengi haldist óbreytt. Inniíalin í
bensínverði eru ýmis gjöld:
Innkaupaverð 8,72 krónur 24,9%,
Opinber gjöld 21,43 kr. 61,2%
Dreifing 3,63 kr. 10,4%
Verðjöfnun 0,60 kr. 1,7%
Jöfnunarreikn. 0,62 kr. 1,8%
Samtals 35,00 kr. 100%
Þetta verð er miðað við verðút-
reikninga frá því í nóvember á
síðasta ári. Af þessu má sjá að þó
verð á bensíni hrynji lækkar heild-
arverðið ekki í samræmi við það.
Af opinberu gjöldunum er t.d. 50%
tollur og 25% söluskattur. Þá
leggst sérstak vegagjald á hvem
lítra. Þetta gjald er föst upphæð
og er nú 9,54 krónur. Það er yfir-
leitt endurskoðað á þriggja mán-
aða fresti. Flestum þykir líklegt að
það verði hækkað á næstunni. Ef
Texti: Arnar Páll Hauksson
Fyrsta skrefið til frjálsræðis
Um áramótin gengu í gildi breyt-
ingar hjá olíufélögunum. Segja má
að með þeim sé stigið fyrsta skrefið
í átt til frjálsrar verðlagningar. En
skrefið er stutt eða eins og einn
viðmælandi orðaði það: „Það var
opnuð smálúga."
1 fyrsta lagi er verðjöfnunarsjóð-
ur felldur niður. Hann hefur verið
notaður til að halda sama verði
alls staðar á landinu. Þess í stað
hefur verið stofnaður nýr sjóður,
sem nefndur er flutningsjöfnunar-
sjóður. Hans hlutverk er að jafna
niður dreifingarkostnaðinum. Með
öðrum orðum; flutningskostnaður-
inn verður alls staðar sá sami.
Landshlutamir borga niður þenn-
an kostnað hver fyrir annan.
I öðru lagi verða gerðar breyting-
ar á innkaupajöfnunarreikningn-
um. Hann hefur verið notaður til
að jafna sveiflur á innkaupum olíu-
félaganna og hefur verið reiknuð
heildarútkoman hjá öllum félögun-
um. Nú verða hins vegar svona
reikningar fyrir hvert einstakt fé-
lag. Þetta þýðir með öðrum orðum
að verð á olíu getur verið mismun-
andi hjá þeim. Hins vegar kemur
um 80% af allri olíu frá Rússum á
sama markaðsverðinu og því litlir
möguleikar fyrir hin einstöku félög
að gera hagstæð innkaup.
Hvað stendur þetta lengi?
„Ég er nú ekki mikill spámaður.
Ef verðið heldur áfram að lækka
er ég hræddur um að einhverjir
verði að skrúfa fyrir olíubrunnana
sína, sérstaklega þar sem rekstur-
inn er dýr. Þetta gæti haft í fór
með sér að verðið þyti upp að
nýju,“ segir Vilhjálmur Jónsson,
forstjóri Olíufélagsins.
Og flestir em sammála Vilhjálmi
að erfitt sé að spá í framhaldið.
Verð á hráolíu hefur ekki verið
lægra í 7 ár. Nú fullyrða menn að
ef það heldur áfram að lækka verði
olíufotið fljótlega komið niður í 15
dollara en það var í 30 dollurum í
lok nóvember. Hér á íslandi bíða
svo útgerðarmenn, bifreiðaeigend-
ur og aðrir eftir því hvort þeir eigi
eftir að njóta góðs af þessari þróun.
-APH
„MNGMENN VINNA
AÐ ÞESSU MÁU”
Grundfirðingar
reyna að fá
Sigurfara II aftur:
„Við ætlum að reyna að fá skipið.
Ég tel það alveg víst að þingmenn
kjördæmisins muni vinna að þessu
máli,“ sagði Sigurður Eggertsson,
sveitarstjóri í Grundarfirði, um tog-
arann Sigurfara II.
Togarinn var sleginn Fiskveiða-
sjóði á nauðungaruppboði í Grund-
arfirði 24. september í haust fyrir 187
milljónir króna. Skipið skuldaði
sjóðnum þá 289 milljónir króna.
Fiskveiðasj óður auglýsti skipið til
sölu. Þegar tilboð voru opnuð í fyrra-
dag kom í ljós að þau tvö tilboð, sem
bárust úr Grundarfirði, frá Siglunesi
hf. og Hraðfrystihúsi Grundarfjarð-
ar, eru í 5. og 6. sæti. Hæsta tilboðið
er frá fjórum einstaklingum á Höfn
í Homafirði, 190 milljónir króna, og
það næsthæsta frá Haraldi Böðvars-
syni & Co. á Akranesi, 187,5 milljónir
króna. Tilboð Útgerðarfélags Akur-
eyringa og Skagstrendings hf. eru
einnig hærri en Grundarfjarðartil-
boðin sem hljóða upp á 168,3 og 165
milljónir króna.
„Það er fjarskalega jf^ið hægt að
ráða af þessum tölum,“ sagði sveitar-
stjórinn í Grundarfirði. Sagði hann
að sveitarsjóður Eyrarsveitar stæði
á bak við bæði tilboðin sem þaðar
bárust.
„Það hefur verið gegndarlaus
umræða um þetta mál. Það hefur
margoft verið rætt við þingmenn.
Þeir fylgjast með þessu máli.
Ég vona að stjómvöld hafi skilning
á því að við þurfum skip. Ef við fáum
ekki þetta skip eigum við varla betri
möguleika á að fá önnur.
Þetta umrædda skip, Sigurfari II,
hefur lagt til þriðjung af þeim sjávar-
afla sem hingað hefur borist. Það
sem blasir við er að 200 störf af 600
detta út. Það er svipaður skellur og
að 20 þúsund manns yrðu atvinnu-
laus í Reykjavík," sagði Sigurður
Eggertsson. -KMU
Grundfirðingar í siglingu á Sigurfara sumarið 1982.