Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Athuga „fíngraför” físktegunda KANADÍSKUR Fyrsta árið í söftum sjó Annaðáríð ísöltumsjó Fyrstaárið í ferskvatni Byrjunhreistur- myndunar SAMANBURÐUR Á HREISTRIKYRRAHAFSLAXINS Bandaríska vikuritið Newsweek íjallar í nýjasta hefti sínu um banda- ríska tækninýjung er gerir mönnum kleift að rannsaka lífsferil mismun- andi fisktegunda með athugunum á hreistri á áður óþekktan hátt. Er rannsóknum á hreistrinu líkt við fingrafaraathuganir þar sem varpa má ljósi á ýmislegt í fortíð fisksins, á hvaða hafsvæði var hrygnt og hvar uppeldisstöðvamar eru. Breytilegt hreistur Slíkt má ákvarða með athugunum á margbreytilegu mynstri fiskhreist- ursins. Fiskhreistrið er það marg- breytilegt í eðli sínu að með rann- sókn á því geta visindamenn, með nokkurri nákvæmni, sagt fyrir um hrygningar- og uppeldisstöðvar. Hér tengjast einfaldar staðreyndir úr fiskifræðinni lögum og reglugerð- um hafréttarins er kveða á um rétt þjóða yfir fiskistofhum sem hrygna og alast upp innan hafevæða við- komandi ríkja en aftur á móti engan rétt þeirra á þeim fiskistofnum er færa sig á hafsvæðið á síðari tímum. Sjávarlíffræðingar hafa nú um nokkurt skeið rannsakað fiskhreist- ursmynstrið. Fram að þessu hefur vinna sjávarlíffræðinganna við smá- sjársýnarannsóknir fiskhreisturs, sem er óteljandi, verið talin of viða- mikil og því ekki hafa leitt af sér neina raunhæfa niðurstöðu. Á næstu vikum er búist við örri þróun i rann- sóknum á fiskhreistri. Greiningartæki fyrir laxfiska Bandaríska fyrirtækið BioSonics í Seattle í Washingtoniylki hefúr framleitt tölvuvætt hreistursgrein- ingartæki er einfaldar alla rann- sóknarvinnu og flýtir fyrir marktæk- um niðurstöðum. Hyggst fyrirtækið markaðssetja greiningartæki fyrir laxfiska í mars næstkomandi. Rannsókn á fiskhreistri á margt sameiginlegt með athugunum á árhringum trjáviðar. Á hveiju ári safnast upp á milli 10 og 30 hring- bogar á hreistri fisksins. Ummál hringboganna, lögun og breidd gefur ekki aðeins til kynna aldur fisksins heldur segir ýmislegt um sögu hans, eða lífeferil. Mjóir hringbogar breyta um lögun ef fiskurinn heldur sig á hafevæðum með köldum sjó eða þegar hörgull er á vissum næringarefiium. Á sumrin, þegar fæðuöflun er auðveldari eða þegar fiskurinn hefur fæðu sína á hafevæðum þar sem kappnóg er af næringu, verða hring- bogamir breiðari og meira bil á milli hvers og eins. Á fyrstu árum sínum í ferskvatni fá til dæmis laxar og aðrar tegundir, er alast upp í ferskvatni, yfirleitt mjórri hringboga en síðar á lífeferli þeirra er þeir komast í saltan sjó. Nákvæmnisrannsóknir á lögun hringboganna geta síðan gefið til kynna hvort til dæmis smávaxinn Kyrrahafelax eyddi fyrstu uppvaxt- armánuðum sínum í Skeen ánni í norðurhluta Bresku-Kolumbíu eða í einhverri smáánni í Suðaustur- Alaska sem eru fjölmargar. Þetta virðist í fyrstu ekki skipta máli en hér er um þýðingarmikið atriði að ræða fyrir bandaríska og kanadíska fiskimenn er stunda veið- ar sínar á þessum svæðum. Hið fullkomna greiningartæki BioSonic fyrirtækisins gerir fiski- fræðingum nú kleift varðandi fiski- göngu að komast að því á innan við hálftíma hvar var lxrygnt og hvar uppeldisstöðvar voru. Áður fyrr tók slíkt daga og vikur og mikið erfiði. Bíða menn spenntir eftir að tækja- búnaður BioSonic komi á almennan markað. Bætt stjómun fiskveiða Stjómarstofiiun sú, er sér um sjáv- arútvegsmál í Washingtonríki í Bandaríkjunum, hefiir ákveðið að festa kaup á hinum nýja búnaði og nota hann sér til aðstoðar við stjóm á laxveiðum við strendur fylkisins. Ríkisstjómir Spánar og Finnlands hafa sýnt áhuga á að kaupa tækja- búnaðinn til reynslu á sínum haf- svæðum. Sjávarlíflræðingar BioSonics em nú að vinna að hönnun forrita fyrir rannsóknir á hreistri stórrar amerí- skrar göngufisktegundar (Striped Bass) er lifir við austurströnd Norð- ur-Ameríku. Og undirbúningur rannsókna á hreistri annarra fisktegunda er haf- inn. Smávaxinn Kyrrahafslax: „Hvaðan kemur þú, góurinn?“ spyija nú vísindamenn. „Aldrei aftur alvörueyja” — segja Bretar vegna Ermarsundsgangna Frá Ingunni Ólafsdóttur, fréttaritara DV í Birmingham: Tvö hundmð árum eftir að Napo- leon Bonaparte kom fyrstur fram með hugmyndina um byggingu samgöngu- æðar milli Englands og Frakklands hafa ráðamenn landanna loksins komist að samkomuiagi. Thatcher og Mitterrand hittust í borginni Lille í Norður-Frakklandi og skrifúðu undir samning um byggingu neðanjarðarganga undir Ermarsund. Miklar vangaveltur áttu sér stað áður en fallist var á ódýrustu tillög- una. Lestargöng urðu fyrir valinu er verða grafin frá Cheriton á Englandi yfir til Sangatte í Frakklandi. Á áttunda áratugnum samþykktu Bretar og Frakkar að grafe lestargöng og boranir hófúst báðum megin sunds- ins. En 1975 hættu Bretar við hug- myndina, meðaf annars sökum of mikife kostnaðar. Nú hefiir verið ákveðið að hefjast handa að nýju á næsta ári og stefnt er að því að opna göngin vorið 1993. Bílum verður ekið inn í stórar enda- stöðvar þar sem vegabréf era skoðuð og síðan er bílunum komið fyrir inni ísérstakrilest. Aflt á þetta að ganga hratt og greið- legafyrirsig. Einkabflum er lagt á tveim hæðum en rútur og flutningabflar verða á sérstökum lestarvögnum með aðeins einnihæð. Á tveggja og hálfs tíma frestí Á mesta annatímanum fera lestam- ar af stað á tveggja og hálfe tíma fresti. Ferðalagið undir hafebotninn tekur háfftima og á leiðinni er farþegum boðið upp á hressingu Umferð um göngin verður tölvu- stýrð og auk þessara sérstöku bíla- flutningalesta fera ferþega- og vöm- lestirumgöngin. Þannig verður hægt að fera með lest beint frá London til Parísar á London FRAKKLAND 36 KÍLÓMETRAR | ENGLAND Dover Folke- Calais aðeinsþremuroghálfriklukkustund. mannvirlti er áætlaður um 2,3 millj- Kostnaður við þetta risavaxna arðar punda og talið að yfir 50 þúsund Umsjón: Hannes Heimisson manns sitt hvorum megin sundsins fei vinnu við framkvæmdimar. Það mun kosta hvem einstakling um 20 pund að ferðast í gegnum göngin aðra leið. Thatcher hefúr lýst ánægju sinni með samkomulagið og segir það tákn- rænt fyrir batnandi samskipti Frakka ogEnglendinga Kreppa í ferjuflutningum En ekki em alfir jafhánægðir. Bændur í Kent óttast að enska endastöðin eigi eftir að spilla sveita- sælunni og íbúar Dover, er hingað til hefúr verið aðalmiðstöð feijuflutninga yfir sundið, sjá fyrir alvarlegan sam- dráttviðskipta. Frakklandsmegin hefúr einnig gætt óánægju og ótta við breytingar sem þessi nýja samgönguæð mun hafe í fór meðsér. Ferjuflutningsfyrirtækin hafe hótað vörustríði og harðri samkeppni. Flestir em þó sammála um að bygg- ing ganganna er sögulegur viðburður. Eða eins og Bretinn segir „Komandi kynslóðfr munu minnast okkar fyrir þessar stórframkvæmdir en við munum aldrei aflur verða al- vömeyja."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.