Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Barist f óf- borg Kampala Skæruliðar er berjast gegn stjórn- völdum í Uganda hafa hert sókn sína í nágrenni höfuðborgarinnar Kamp- ala og herma fregnir í morgun af hörðum bardögum stjómarhers við skæruliða innan borgarmarkanna. Vestrænir stjórnarerindrekar í Kampala segja að flokkar skæruliða hafi gert áhlaup og tekið Nateté borgarhlutann í vesturhluta Kamp- ala, aðeins um sex kílómetra frá miðborginni. Talið er að yfirvofandi sé áhlaup skæruliðanna á miðborgina þó ekki sé talin hætta á að hún falli í hendur skæruliðasveitunum. Skæruliðum virðist hafa vaxið ásmegin á síðustu vikum og virðist styrkur stjórnarhersins fara þverr- andi. Bazilio Okello, yfirmaður hersins, bað íbúa höfuðborgarinnar að halda ró sinni í útvarpsávarpi í gærkvöldi og kvað stjórnvöld hafa fulla stjórn á málum. Okello hefur fordæmt erlenda blaðamenn er hann segir að gefi ekki rétta mynd af gangi mála í landinu, ýktar lýsingar þeirra um að landið sé að falla í hendur skæruliðum séu grófur uppspuni. BANDARISKAR HER- ÆFINGAR UNDAN ■ ■ r r 4t Frá átökum Zulumanna og Pondóa í borginni Durban í Suður-Afríku fyrr í þessum mánuði. Zulumenn börðust enn við Pondóa í gær og í nótt og telur lögregla að yfir 30 manns hafí fallið í átökunum. Tvö bandarísk fíugmóðurskip verða nú undan ströndum Líbýu við heræfingar næstu sjö daga. Norðmanni vísað f rá Chile Herforingjastjómin í Chile hand- tók í gær og lét vísa úr landi Reidar Trulsen, forystumanni í norsku verkalýðssamtökunum og alþjóða- samtökum verkalýðsfélaga eftir fund hans með leiðtogum hinna bönnuðu verkalýðsfélaga í landinu. Trulsen var handtekinn er hann kom aftur á hótel sitt. Fóru lögreglu- menn með hann rakleiðist út á flug- völl og settu hann um borð í næstu flugvél er yfirgaf landið, áætlunar- flug chileanska flugfélagsins til Uruguay. STRONDUM LIBYU Bandarísk hernaðaryfirvöld hafa tilkynnt heræfingar undan strönd Líbýu næstu sjö daga. Talið er að með æfingunum vilji Bandaríkjamenn minna Líbýumenn á nærvem sína og hemaðarmátt. Flugvélar frá flugmóðurskipunum Coral Sea og Saratoga taka þátt í umfangsmiklum flugæfingum norður af Líbýu og hafa Bandaríkjamenn varað aðrar þjóðir við umferð skipa og flugvéla á æfingasvæðinu á með- an á aðgerðum stendur. „Þetta er til að minna Gaddafi á nærvem okkar hér og til að undir- strika það að frekari hryðjuverk verða ekki liðin,“ sagði háttsettur aðstoðarmaður Reagans forseta við blaðamenn í nótt. Coral Sea og Saratoga em flagg- skip 26 skipa úr sjötta flota Banda- ríkjamanna er Bandaríkjamenn hafa haft í viðbragðsstöðu á Miðjarðar- hafi frá því í lok desember er hermd- arverkamenn myrtu 19 manns á flug- völlunum í Róm og Vín. Markos, forseti Filippseyja, á kosningafundi í Manila nýverið. Forsetinn á nú töluvert undir högg að sækja og er hvarvetna i varnarstöðu í kosningabaráttunni. Marcos ekki sú hetja sem hann segir sjáifur Skýrslur Bandaríkjahers segja aðra sögu af Marcosi Orðstír Ferdinands Marcos, forseta Filippseyja, þykir hafa beðið nýjan hnekki aðeins tveim vikum fyrir kjördag þar sem skýrslur Banda- ríkjahers gefa til kynna að hann hafi logið upp á sig garpskap í síðari heimsstyrjöldinni. Jafnan hefur ve- rið haldið mjög á lofti þeirri ímynd af Marcosi að hann hafi verið hetja í skæmhernaðinum við Japani. En gerð vom kunn í gær skjöl og skýrslur Bandaríkjahers frá styrjald- arámnum og benda þau til þess að fullyrðingar hans um eigin garpskap séu afbakanir, ýktar mjög, sumar hrein firra og jafnvel falsaðar. í kosningaræðu, sem Marcos flutti í gær, sagði hann þessar fréttir rak- inn rógburð og einhverja verstu tegund af níðáróðri sem um gæti. Skoraði Marcos á félaga sína úr skæmhemaðinum gegn Japönum að koma fram og greina frá sannleikan- um í málinu. Ein herskýrslan tekur svo til orða að það sé alveg augljóst að Marcos hafi ekki stjórnað neinum skæm- liðahópi fyrir frelsun Filippseyja. Hafa þessar uppljóstranir þegar spillt nokkuð kosningahorfum Marcosar sem allar götur frá upphafi stjómmálaferils síns hefur hamrað á þeim foringjahæfileikum er hann sýndi strax í skæmhernaðinum. Einkanlega er talið að það geti haft áhrif á fylgi Marcosar í þéttbýli, þar sem þessi tíðindi spyrjast hraðar út, þrátt fyrir þau tök sem hann hefur á fjölmiðlunum. Meirihluti kjósenda býr hins vegar í dreifbýli. Suður-Afríka: BLOÐUGIR BAR- DAGAR ZULU- OG PONDÓAMANNA Að minnsta kosti 30 manns féllu í innbyrðisátökum tveggja ættbálku blökkumanna í blökkumannaborg- inni Umboentweni í gærkvöldi. Átökin hófust er liðsmenn úr ætt- bálki Zulumanna lenti saman við menn af ættbálkiPondóa í úthverfi borgarir.nar, en þessir tveir ætt- bálkar hafa löngum eldað grátt silfur saman í Suður-Afríku. Lögreglan segist hafa safnað sam- an yfir 30 líkum eftir að þúsundir blökkumanna börðust með öllum tiltækum vopnum í gærkvöldi og nótt. Bjóst lögreglan við því að fjöldi látinna færi vaxandi er liði á daginn. Sjónarvottar segja að orsök bar- daganna megi rekja til fyrirhugaðra aðgerða Zulumanna gegn byggð Pondóa í borginni og hugmynd um að jafna við jörðu húsakynni þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 20. tölublað (24.01.1986)
https://timarit.is/issue/190502

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

20. tölublað (24.01.1986)

Aðgerðir: