Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Blaðsíða 36
68*78*58 Hafiz þú ábendingu eða vitn- eskju um frétt - hzingdu þá í sima 687S58. Fyziz hvezt fréttaskot, sem biztist eða ez notað i DV, gzeiðast 1.000 kzónuz. Fyziz besta fréttaskotið í hvezzi viku gzeiðast 3.000 krónur. Fullzaz nafnleyndaz ez gætt. Við tökum við fréttaskotum allan a^larhrinjinn, Geir Hallgrímsson: Raðar skjölum í ævi- söguna „Ég býst ekki við að þessi dagur verði neitt öðruvísi en aðrir dagar,“ sagði Geir Hallgrímsson í morgun þegar DV vakti hann. Þá var hann reyndar utanríkis- ráðherra þjóðarinnar. Nú, þegar blaðið kemur út, er hann það ekki lengur og embættislaus í pólitíkinni í fyrsta sinn í áratugi. Geir verður seðlabankastjóri 1. september. Spurður um merkustu viðfangs- efni í utanríkisráðherratíð sinni sagðist Geir ekki horfa til baka heldur til framtíðarinnar. En hvað á að gera fram á haustið? „Ætli ég lagi ekki til hjá mér, raði skjalasafninu og þvíumlíkt." - Ertu að undirbúa ritun ævisög- unnar? „Ekki strax, ég er ekki orðinn nógu gamall. Það getur þó meira en verið að ég skrifi hana.“ - Ertu hættur í pólitík? „Ég lofa engu um það,“ svaraði Geir Hallgrímsson. -HERB Okurmálið til ríkis- saksóknara Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarlögreglu ríkisins er stefnt að því að senda okurmálið til ríkissakssóknara í dag. Að sögn Helga Daníelssonar, fulltrúa hjá Rannsóknarlögregl- unni, hefur rannsókn á okurmál- inu gengið vonum framar. „Þetta var mjög umfangsmikið og tíma- -> frekt mál en rannsóknin gekk mjög vel . Hún bar árangur og varpaði ljósi á málið. Þeir sem unnu við rannskóknina hafa skil- að góðu verki. Framhaldið er í höndum ríkissaksóknara. Við vonum að réttlætinu verði full- nægt,“ sagði Helgi. -KB HEIMSKERFI TIL HEIMANOTA LOKI Skyldu rotturnar fara á stofugang? Frjádst,óháð dagblað FOSTU DAG U R 24. JAN UAR 1 986. Dregid úr mjólkurframleiðslunni; Meira en 20% arattur nja sumum Einstakir bændur á Suður- og Vesturlandi geta átt von á því að verða að draga saman mjólkur- framleiðsluna um 20 prósent og jafnvel meira. í dag gengur í gildi ný reglugerð um hversu mikið bændur mega framleiða af mjólk á þessu ári til að fá fullt verð fyrir. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að mjólkur- framleiðslan verði 107 milljónir lítra. Miðað við árið í fyrra er þetta samdráttur upp á 7 milljónir lítra. í reglugerðinni er miðað við fram- leiðsluárin frá 1982 til 1985 að 1/3 hluta og við búmark bænda 1980 að 2/3 hlutum. Vegna þess að árin 82,83, og 84 voru slæm hjá bændum á Suður- og Vesturlandi geta bænd- ur í þessum landshlutum orðið að minnka framleiðslu sína allveru- lega miðað við árið í fyrra. I fyrstu verður 100 milljón lítrum úthlutað milla búmarkssvæða og síðan einstakra bænda. Seinna verður síðan 7 milljón lítrum út- hlutað eftir ákveðnum reglum. Þessi nýja reglugerð er tilkomin vegna hinna nýju framleiðsluráð- slaga sem samþykkt voru á síðasta ári. -APH - :• Þeir eru tilbúnir í slaginn kokkarnir í Múlakaffi. Þorratrogin hafa verið tekin fram og á þeim er súrmaturinn og það sem við á að éta, enda byrjar þorrinn í dag. Framundan eru þorrablótin og því eins gott að kokkarnir séu með allt sitt á hreinu. Matthías Á. Mathiesen: Hefurmestan áhugaáút- flutningsmálum „Mér líst ágætlega á þetta starf, annars hefði ég líklega ekki tekið það að mér,“ sagði Matthías Á. Mathiesen þingmaður árla í morgun. Þá var hann að búa sig undir að taka við embætti utan- ríkisráðherra fyrir hádegið. Hann sagðist myndu halda áfram því starfi sem Geir Hallgrímsson hefði lagt áherslu á í öryggismál- um okkar. „Við eigum að verða sjálfum okkur nógir í þekkingu á þessum málum, það er ein megin- undirstaða sjálfstæðisins.“ „Annars hef ég sérstakan áhuga á að stórauka hlutdeild utan- ríkisþjónustunnar í utanríkis- verslun okkar. Ég vil halda áfram á þeirri braut sem ég undirbjó sem viðskiptaráðherra og vinna að útflutningsmálum í samvinnu við viðskiptaráðuneyti og út- flutningsráð, sem ætlunin er að koma saman.“ -Hvaða fyrirbæri verður það? „Það verður sameiginlegur vett- vangur allra þeirra sem starfa að útflutningi. Þar geta allir verið með og sameinast í átökum, sem okkur er þörfá.“ -Áttu von á að taka við góðu búi í ráðuneytinu eftir Geir? „Já, ég geng áreiðanlega að þeim hlutum vísum sem þar eru, þekki ég hann rétt,“ sagði Matthías Á. Mathiesen. -HERB Rottugangur á sjúkrahúsi Patreksfjarðar: Spígspora um eldhúsið Rottur herja nú á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Halda þærsig einkum í eldhúsi sjúkrahússins við litla ánægju starfsfólks og sjúklinga. Hafa heilbrigðisyfirvöld sýnt þessu máli lítinn skilning þrátt fyrir ít- rekaðar óskir sjúkrahússtjómar- innarþaraðlútandi. „Það var fyrst árið 1970 að þetta varð vandamál og við sjáum ekki fyrir endann á því,“ sagði Bolli Olafsson, firamkvæmdastjóri sjúkrahússins, f samtali við DV. „Húsið er orðið 40 ára gamalt. Við erum að skipta um holræsakerfi í grunni þess og hafa því gólfin verið brotin upp. Þar halda rottumar sig og þar er líka eldhúsið." - Er smithætta ekki mikil af þess- um ófögnuði? „Jú ég get ekki neitað því.“ • En hvers vegna er þessum end- urbótum ekki hespað af ef rottu- gangurinn tengist þeim? „Ástæðan er einfaldlega §ár- skortur. Við höfum ítrekað talað um þetta við heilbrigðisyfirvöld og fjármálavaldið án árangurs. Þeir vilja ekki skilja að hér ríkir ófiemdarástand. Við áttum að fá 15 milljónir króna núna á fjárlög- um en fengum 2 svo við verðum að búa með rottunum að minnsta kosti þetta árið.“ - Hvað segir starfsfólkið við þessu? „Ég fékk bréf frá starfemanna- ráði fyrir skömmu þar sem skorað var á að fyrirbyggja þennan ófögn- uð, en það verður því miður ekki hægt í bráð. Annars erum við þessir gömlu búnir að lifa svo lengi með þessu að við erum orðnir vanir. Það er verra með nýliðana." - Hvað segja sjúklingamir? „Það er nú orðið nokkuð langt síðan sjúklingur fékk rottu inn til sín. Við höfum gert ákveðnar ráð- stafanir til að þær komist ekki upp á hæðina til þeirra.“ - Hvað ætlið þið að gera í þessu? „Ég er að skrifa landlækni, heil- brigðisráðherra og fjármálaráð- herra enn eitt bréfið,“ sagði Bolli ólafsson. . KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 20. tölublað (24.01.1986)
https://timarit.is/issue/190502

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

20. tölublað (24.01.1986)

Aðgerðir: