Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Page 3
DV. LAUGARDAGUR L FEBRÚAR1986. 3 Fréttir Fréttir Fréttir GRÁR LEIKUR AÐ LEYFA Ríkisrekstri ÞEIM AÐ FRYSTAINNAN FÍSk'h OS ÍSLENSKU LÖGSÖGUNNAR Rún.'AirffítPn — segir Ingolfur Stefánsson um norsku loðnuskipin m09mm MVVVI m vK^gv Mega erlend veiðiskip, sem leyfi hafa til fiskveiða innan íslenskrar lögsögu, jafnframt fullvinna aflann um borð innan lögsögunnar? Þessari spumingu hefur Ingólfur Stefánsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Farmanna- og fiski- mannasambandsins, varpað til dóms- málaráðherra. „í fréttum um daginn var sagt frá norskum loðnuskipum sem lœgju inni á íslenskum fjörðum og frystu aflann um borð. Þetta hlýtur að telj- ast til vinnslu aflans um borð,“ sagði Ingólfur Stefánsson er DV ræddi við hann. „Það þyrfti að taka hressilega á þessu. Það þyrfti nauðsynlega að athuga þennan samning við Norð- menn, hvort hann nái yfir frystingu um borð. Mér finnst þetta stórmál. Þegar kemur fram í febrúar og loðnan verður komin í hlýja sjóinn Ný leið Flugleiða: Milli Fær- eyja og Skotlands Flugleiðir stefna að því að hefja áætlunarflug milli Færeyja og Skot- lands í vor með Fokker-vélum. Farin verður ein ferð í viku, á þriðjudögum, frá maí til september. Að sögn Sæmundar Guðvinssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, byggist þetta á því að Flugleiðir fái Fokker-- vél Landhelgisgæslunnar leigða nokkra daga í viku í sumar. Drög að leigusamningi liggja fyrir. Skotlandsflugið verður í framhaldi af flugi Flugleiða milli Reykjavíkur og Voga í Færeyjum. Flugvélin held- ur áfram frá Færeyjum til Glasgow og sömu leið til baka. „Það er mikill áhugi, bæði i Fær- eyjum og Skotlandi, á þessu flugi,“ sagði Sæmundur. -KMU Sameining leigubílstjórafélaga: Reykjavík og Haf nar- f jörður eitt gjaldsvæði Frá og með 1. febrúar næstkomandi verður ekki dýrara fyrir fólk að fara yfir Kópavogslækinn með leigubíl, til og frá Hafnarfirði en að ferðast innan sinna bæjarmarka. Samfara þessu sameinast bifreiða- stjórafélagið Neisti í Hafnarfirði fé- laginu Frama á Reykjavíkursvæð- inu. Nýja félagið mun heita Frami, Neisti dettur niður. Hingað til hefur fólk greitt sér- staklega fyrir ferðir leigubíla til baka að sínu vinnusvæði eða bæjarmörk- um, sem nú þykir óeðlilegt þar sem „byggðir hafa færst nær hver annarri og því eðlilegt að sama gjaldskrá sé í gildi“, sagði Guðmundur Valdi- marsson, formaður Frama. Startgjald leigubíla mun ekkert breytast við þessa sameiningu, verð- ur áfram 115 krónur, kílómetragjald í dagvinnu 14,25 og í næturvinnu 21,37 krónur. _KB ins hætt? Ingólfur Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambandsins. DV-mynd: Bj.Bj. fyrir sunnan má búast við að Norð- menn frysti á fullu þegar kemur að hrognatökunni. Þeir frysta bara á miðunum. Þetta er dálítið grár leikur ef þeir fá að frysta innan landhelginnar á fullu. Við eigum í harðri samkeppni við Norðmenn um markaði í Japan. Þeir hafa haft betur. Þetta gæti skaðað okkur. Það er alveg óhæfa að koma því á að erlend veiðiskip, sem fá hér veiði- heimildir, fái einnig að fullvinna aflann um borð hér líka. Þetta er grundvallaratriði. Þetta hefur aldrei verið leyft. Þegar hér á árum áður var verið að leita eftir því að eignast frystiskip var því stranglega neitað að erlendir aðilar ættu hlutdeild í frystiskipaút- gerð,“ sagði Ingólfur Stefánsson. -KMU Þingflokkur Alþýðuflokksins vill að hætt verði ríkisrekstri Fiskifé- lags f slands og Búnaðarfélags I s- lands. Hann hefur lagt fram þingsályktunartillögu um þetta efni. Lagt er til að gagnasöfnun og skýrslugerð, sem fram fer innan þessara stofnana, verði færð til annarra stofnana, s.s. Hagstofunn- ar. Einnig verði hafnar viðræður við hagsmunasamtök innan þess- ara starfsgreina um hvort þau vilji sjálf starfrækja þessar stofnanir á eigin kostnað. I greinargerð er bent á að þessi félög séu hin gömlu atvinnuráðu- neyti. Nú séu hins vegar breyttir tímar og til aðrar stofnanir sem geta sinnt þessum störfum. Auk þess hafa þessi félög verið og eru enn hagsmunasamtök viðkomandi atvinnugreina. Það sé því óviðeig- andi að ríkissjóður standi undir kostnaði þessara félaga. „Kostnað- urinn við samkomur þessara félaga í hagsmunagæsluskyni er þannig greiddur úr ríkissjóði, t.d. kostnað- ur við þinghald þeirra sem til skamms tíma hefur verið greiddur með sama hætti og kostnaður við löggjafarsamkomu þjóðarinnar, segir m.a. í greinargerðinni. -APH SUZUKI FOX Sterkbyggður og sparneytinn. Þrautreyndur við íslenskar aðstæður Verð frá kr. 4-) Q.OOO.- gengi 1.2.'86 (Fox 410 pickup) Greiðslukjör við allra hæfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.