Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Side 4
4
DV. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986.
Stjórnmál
Stjórnmál
Stjórnmál
KRISTIN
„Við undirritaðar fögnum ein-
urð okkar nýkjöma varafor-
manns...teljum hana góðan odd-
vita fyrir Alþýðubandalagið í
komandi kosningabaráttu og í
næstu borgarstjóm....hvetjum
flokksfélaga til að fylkja sér um
varaformanninn...störf hennar
sýna að hún er þess verðug."
(Úr bréfinu „Ný sókn - kona í
fyrsta sætið“ sem tíu konur
sendu til flokksfélaga. Þær eru:
Steinunn Jóhannesdóttir, Jófríð-
ur Björnsdóttir, Helga Sigur-
jónsdóttir, Guðmunda Helga-
dóttir, Margrét S. Bjömsdóttir,
Valgerður Eiríksdóttir, Bergþóra
Gísladóttir, Guðbjörg Sigurðar-
dóttir, Ásdís Þórhallsdóttir,
Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
Margrét Ásgeirsdóttir, G. Stella
Hauksdóttir, Margrét Pála Ól-
afsdóttir, Stefanía Traustadóttir
og Ama Jónsdóttir.)
ÖSSUR
„Við verðum að taka upp miklu
harðari og snarpari stjórnarand-
stöðu...(það) þarf meiri baráttu-
gleði í borgarstjómina, kraft-
meira andóf...saman getum við,
fólkið í flokknum, reist baráttuna
úr þeirri lægð sem hún hefur
verið í.“
(Úr bréfi Össurar Skarphéðins-
sonar, ritstjóra Þjóðviljans.)
TRYGGVIOG
JÓHANNES
„Við viljum vekja athygli þína
á Tryggva Þór Aðalsteinssyni og
Jóhannesi Gunnarssyni-.viljum
við tryggja Tryggva 3. sæti list-
ans og Jóhannesi 6. sætið.“
(Úr bréfi Baldurs Óskarssonar,
Helga Guðmundssonar, Ingi-
bjargar Haraldsfdóttur, Sölva
Ólafssonar, Gils Guðmundsson-
ar, Ingibjargar Jónsdóttur, Sig-
urrósar M. Sigurjónsdóttur og
Þorsteins Blöndals.)
GUÐMUNDUR
„Að höfðu samráði við nokkra
félaga innan raða Alþýðubanda-
lagsins hvetjum við þig til að
setja Guðmund Þ. Jónsson, vara-
formann Iðju, félags verksmiðju-
fólks, og formann Landssam-
bands iðnverkafólk, í 3. sæti.“
(Úr bréfi Ásmundar Stefáns-
sonar, Guðmundar J. Guðmunds-
sonar, Grétars Þorsteinssonar og
Guðjóns Jónssonar.)
SIGURJÓN
„Framundan er hörð barátta
við afturhaldsöflin...því aðeins
geta frambjóðendur verið sókn-
djarfir að þeir viti að þeir hafi
verið valdir til verksins með víð-
tækri þátttöku og þannig öflug-
um stuðningi. Ég hvet þig því
félagi til að ...leggja þitt af mörk-
um til að framboðslisti flokksins
verði sem sigurstranglegastur."
(Úr bréfi Sigurjóns Pétursson-
ar.)
GUÐRÚN
„í vor hætti ég í borgarstjóm
eftir 20 ára veru þar...Mig langar
til að láta þess getið að það mundi
gleðja mig mjög að sjá Guðrúnu
Ágústsdóttur taka við af mér í
öðru sæti listans."
(Úr bréfi Öddu Báru Sigfús-
dóttur.)
SKÚLI
„Ég er þeirrar skoðunar að
breytinga sé þörf á starfsstíl
Alþýðubandalagsins...Eigi fólkið
í borginni að geta litið á okkur
sem raunverulega fulltrúa þess
verðum við að starfa í samvinnu
við það...Ég sækist eftir 3.-4. sæti
listans."
(Úr bréfi Skúla Thoroddsens.)
ANNA HILDUR
„Við teljum æskilegt fyrir
hreyfinguna að ung kona skipi
baráttusæti listans. Þess vegna
beinum við þeirri áskomn til fé-
laga okkar að velja Önnu Hildi
í 4. sæti listans."
(Úr dreifiriti Æskulýðsfylking-
arfélaga.)
Gifurleg smö/un og haröur áróður í prófkjöri Alþýóubandalagsins:
Hörkulegustu átök
frá Tónabíósfundi
Gífurleg harka er hlaupin i forval
Alþýðubandalagsins í Reykjavík, en
því lýkur í kvöld. Slík átök um fram-
boðslista hafa ekki þekkst í þeim
flokki síðan á Tónabiósfundinum
fræga þegar þáverandi „flokkseig-
endafélag" Alþýðubandalagsins (áð-
ur Sósíalistaflokksins) gekk milli
bols og höfuðs á Hannibalistum við
ákvörðun um framboð í Reykjavík.
Ljóst virðist að úrslit forvalsins, en
þau ættu að liggja fyrir í nótt eða
fyrramálið, geta haft vemleg áhrif á
þróun mála innan flokksins næstu
misseri.
Kosningaslagurinn hefur verið
háður af miklum krafti, og stundum
hreinum fjandskap, ekki síst síðustu
dagana. Dreift hefur verið mörgum
bréfum til stuðnings einstökum
frambjóðendum í ákveðin sæti, eins
og vitnað er til hér á síðunni. Helstu
frambjóðendur hafa kosningastjóra
og kosningasmala á þönum um bæ-
inn. En mestur er þó áróðurinn í
símanum, þar sem forystumenn jafnt
sem hjálparkokkar reka stífan áróð-
ur fyrir sínum mönnum og þá ekki
síður gegn keppinautunum.
Tvær fylkingar
Alþýðubandalagið hefur nú fjóra
borgarfulltrúa af 21. f kosningunum
í sumar verður hins vegar aðeins
kosið um 15.
Af borgarfulltrúum Alþýðubanda-
lagsins gefa þrír áfram kost á sér:
Sigurjón Pétursson, Guðrún Ágústs-
dóttir og Guðmundur Þ. Jónsson, en
Adda Bára Sigfúsdóttir hefur dregið
sig í hlé. Sú kynslóð í Alþýðubanda-
laginu, sem kennir sig við lýðræðið
og sem kom sínum fulltrúa, Kristínu
Á. Ólafsdóttur, í embætti varafor-
manns flokksins á landsfundi fyrir
þremur mánuðum, freistar þess í
forvalinu að skipta um frambjóðend-
ur í efstu sætunum: hafna gömlu
borgarfulltrúum flokksins og velja
þess í stað nýtt fólk.
Tveir frambjóðendur lýðræðiskyn-
slóðarinnar, svo notað sé það orð sem
þessi hópur hefur gjaman valið sér,
lýstu því yfir opinberlega strax og
framboð þeirra var tilkynnt að þeir
stefndu á tiltekin sæti: Kristín á
fyrsta sætið og Össur Skarphéðins-
son, ritstjóri Þjóðviljans, á 2.-5.
sætið.
Þetta hefur ekki áður gerst í þess-
um flokki og fór mjög fyrir brjóstið
á borgarfulltrúunum og stuðnings-
mönnum þeirra í forystu flokksins
og verkalýðshreyfingarinnar - þeim
hópi sem stundum er kallaður
„flokkseigendafélagið“. Sigurjón
Pétursson sagði þannig í blaðaviðtali
að þetta væri eins og „annar listi"
væri kominn fram. Á því stigi var
það þó oftúlkun því t.d. Össur lagði
á það áherslu að hann teldi sterkast
fyrir Alþýðubandalagið að hafa
blandaðan lista - bæði „gömul nöfn
og ný“.
Nú er hins vegar ljóst að slík harka
hefur færst í leikinn að fylkingamar
stefna á það hvor um sig að kjósa
bara sína menn.
Ásmundur Stefánsson lýsti því yfir
opinberlega fyrir fáeinum dögum að
hann myndi kjósa Sigurjón í fyrsta
sætið, Guðrúnu í annað og Guðmund
Þ. í þriðja. Það er sú lína, sem gamli
kjaminn í flokknum fylgir, þótt
sumir þar muni þó kjósa Tryggva
Þór Aðalsteinsson i 3. sætið í stað
Guðmundar. Þessi fylking stefnir
síðan á að ung kona, Anna Hildur
Hildibrandsdóttir, skipi fjórða sætið.
Lýðræðiskynslóðin er nú sömuleið-
is með óformlegan lista í gangi.
Flestir þar munu kjósa Kristínu í
fyrsta sæti, Össur í annað, Skúla
Thoroddsen í þriðja, Helgu Sigur-
jónsdóttur í fjórða og Guðna Jó-
hannsson í fimmta.
Frá þessu verða auðvitað í ýmsum
tilvikum frávik, en þetta em megin-
línumar í fylkingunum tveimur.
7-9 hundruð kjósendur
Skilyrði fyrir þátttöku í forvalinu
em einföld. Allir, sem em í Alþýðu-
bandalaginu í Reykjavík, hafa þar
búsetu og skulda ekki meira en eitt
árgjald, fá að kjósa. Nýir félagar
geta gengið í Alþýðubandalagið á
meðan kjörfundur stendur, greitt 500
krónur upp í félagsgjald (léttlyndir
flokksmenn kalla það „skemmtana-
'
*■ >„*'****.
V
* ‘**wj>*r
ML/
skattinn") og kosið. Aldurslágmark
er 16 ár.
í félaginu í Reykjavík er á skrá
fjölmennur hópur sem tekur engan
þátt í forvalinu og mætir ekki á
kjörstað. Líklegt er að 4-5 hundmð
„gömlu“ flokksfélaganna muni nú
kjósa.
Sú mikla smölun, sem verið hefur
í gangi, hefur skilað miklum fjölda
nýrra flokksmanna. Síðdegis í gær
höfðu um 230-240 nýir félagar gengið
í flokkinn. Ekki er ósennilegt að
þeir verði um eða yfir 300 og flestir
þeirra muni mæta á kjörstað.
Samkvæmt þessu má áætla að
kjósendur í forvalinu verði ekki færri
Að tjaldabaki
ELIAS SNÆLAND
JÓNSSON
AÐSTOÐARRITSTJÓRI
en sjö hundmð, en geti orðið átta til
níu hundmð.
Nýja fólkið, sem gengið hefur í
flokkinn, er af ólíku tagi. Helstu
frambjóðendurnir hafa allir komið
með nýja félaga, ýmist vini og vanda-
menn eða þá aðra stuðningsmenn.
Ýmsir, sem hafa verið óflokksbundn-
ir en stutt Alþýðubandalagið í kosn-
ingum, hafa nú gerst flokksmenn.
Þar em t.d. róttækir listamenn
nefndir til sögunnar. Þá hafa all-
margar konur, sem fylgt hafa
kvennaframboðinu, gengið til liðs
við Kristínu í von um að kona nái
fyrsta sætinu á borgarstjómarlista
flokksins í fyrsta sinn.
Talið er að meirihluti nýja fólksins
sé hliðhollt frambjóðendum lýðræð-
iskynslóðarinnar, enda telja stuðn-
ingsmenn á þeim vængnum að það
muni ráða úrslitum í forvalinu
hversu margt nýtt fólk náist á kjör-
stað.
Sameinaðir foringjar
Það hefur gerst í þessum slag, og
reyndar í beinu framhaldi atburð-
anna á landsfundi Alþýðubandalags-
ins í fyrra, að forysta flokksins og
æðsta forysta Alþýðusambandsins
hefur náð saman. Sá ágreiningur,
sem áður var milli Svavars Gestsson-
ar og Ásmundar Stefánssonar, er
ekki fyrir hendi í þeim átökum sem
nú eiga sér stað. Þvert á móti eru
þessir foringjar, og þeir sem þeim
fylgja að málum, á fullri ferð fyrir
gömlu borgarfulltrúana.
Það þýðir að vísu ekki að verka-
lýðsforystan sé alveg einhuga. Dags-
brúnarforystan var þannig ekki
reiðubúin að skrifa undir stuðning
við Sigurjón í fyrsta sætið. Það mun
hafa verið upphaflega hugmyndin að
stuðningur við Sigurjón yrði í bréfi
verkalýðsforingjanna fjögurra, sem
vitnað er til á öðrum stað hér á síð-
unni, en vegna andmæla Guðmundar
J. Guðmundssonar var þar einungis
tekin afstaða til þriðja sætisins.
Það er svo athyglisvert að Guð-
mundur J. mun vera einn af með-
mælendum á framboðsbréfi Þjóð-
viljaritstjórans.
Þess ber einnig að geta að hluti
áhrifaunanna í verkalýðshreyfing-
unni styður eindregið Tryggva Þór
í þriðja sætið í stað Guðmundar.
Einn viðmælenda minna orðaði það
svo að „kóngaliðið“ stæði með Guð-
mundi en „hirðmennimir“ með
Tryggva.
En sú samstaða æðstu forystu-
manna, sem þó kemur skýrt fram í
forvalsslagnum, hlýtur að teljast til
tíðinda með tilliti til þess sem á
undan er gengið í samskiptum for-
ingjanna.
Afarhörð viðbrögð
Það hefur ekki tíðkast í Alþýðu-
bandalaginu að þingmönnum eða
borgarfulltrúum sé steypt í forvali.
Þegar Kristín og Össur buðu sig fram
með þeim hætti að öllum var ljóst
að fella ætti borgarfulltrúa úr sessi,
vom viðbrögð gamla valdakjamans
í flokknum hörð.
Áhrifamenn í röðum lýðræðiskyn-
slóðarinnar játa það hreinskilnings-
lega að það hafi komið þeim gjörsam-
tN<;r fölk
íellir Davið
'■í 1« *
;'*'**&' v**'
/ ,
‘ *y <A V&P
4KX2í'iiít*/■ Pa.>.£
J
cí
■
f-
wf
1
Forystumenn og frambjóðendur hafa skrifað flokksmönnum bréf og leitað stuðnings i ákveðin sæti. Fulltrúar forystunnar: Sigurjón,
Guörún, Guðmundur, Anna Hildur. Fulltrúar lýðræðiskynslóðarinnar: Kristfn, össur, Skúli, Helga.