Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Síða 6
6
DV. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986.
Peningamarkaður
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fvrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Eeikningam-
ir em verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 29"/n og ársávöxtun 29%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði
án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 33,5% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum,- Gullbókin, er óbundin með 36%
nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings rcynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu. Tvisvar á ári má taka út án þessa frá-
dráttar.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og
42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar em
annaðhvort með 28% nafnvöxtum og <30%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5‘y„
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%,
4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, eftir 6 mánuði
37% og eftir 12 mánuði 37%. Ársávöxtun á
óhreyfðu innleggi er 37%, eða eins og á 3ja
og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reyn-
ist hún betri. Vextir færast einu sinni á ári.
Utvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samánburður er gerður
mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, þann mánuð.
öndvegisreikningur er bundinn til 18
mánaðar, verðtryggður og með 7% nafnvöxt-
um á binditímanum. Eftir það reiknast sömu
vextir og á 3ja mánaða reikning í bankanum.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðh vort 34,8% eða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknastalmennirspari-
sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársfjórðung.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með
34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæöu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an- mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem
eru 50 þúsund að nafnverði.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög-
urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur,
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól
við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14
ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun
er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni
og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert.
Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð-
stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára.
Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til-
tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku
marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%.
Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð-
tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld með afföllum og ársávöxtun er al-
mennt 12-18% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 4. ársíjórðungi 1985: Til
einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna
fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fýrsta sinn
er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings,
annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl-
skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa,
annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund.
Lánstími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns-
rétti er 30-60 mánúðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. lÁn eru á bilinu 150-700 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextimir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig
22%.
Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22%
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6
mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónur og ársávöxltunin 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45%
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
0,125%. v
Vísitölur
Lánskjaravisitala í janúar 1986 er 1364
stig en var 1337 stig í desember og verður
1396 í febrúar. Miðað er við grunninn 100 í
júní 1979.
Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986
er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699
stig á grunni 100 frá 1975.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 21 -31.01. 1986
INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM ,fi s ± F 11 a.e lí ,t!
sjAsérusta ll II II 1 í 11 11 II 11 11 Ai
innlAn óverðtryggð
SPARISJÖÐSBÆKUR Úbundin irrrtstaa&a 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mén. uppsögn 25,0 26.6 25.0 25,0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0
6 mán. uppsogn 31.0 33.4 30.0 28.0 26.5 30.0 29.0 31,0 28.0
12 mán. uppsogn 32,0 34,6 32,0 31.0 33,3
SPARNAÐUR - UNSRÉTTUR Sparað 3 5 min 25.0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0
Sp.6mán.ogm. 29,0 26.0 23.0 29.0 28.0
innlAnsskírteini Til 6 mánafia 28,0 30,0 28.0 28.0
TÉKKAREIKNINGAR Aviunareikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0
10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0
innlAnverðtryggð
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0
6 mán. uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0
innlAn gengistryggd
GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 1.0
Starimgspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5
Vesturþýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5
Danskar krónur 10,0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0
ÚTLÁN ÚVERÐTRYGGÐ
ALMENNIR VlXLAR (forvcxtir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0
VlÐSKIPTAVlXLAR (bnraxtir) 34.0 2) kg. 34.0 k* 32.5 kg> kg. kg. 34.0
ALMENN SKU LDABRÉF 32.03) 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0
VIÐSKIPTASKULDABRÉF 35.02) kgc 35.0 kgt 33.5 kg« kg. kg. 35.0
HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 31.5 31.5 31.5 31,5 31.5 31.5 31.5 31.5 31,5
útlAn verðtryggð
SKULDABRÉF Að 21 /2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Langri an 21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTLAN TIL FRAMLEIÐSLU
sjAnœanmAisi)
l)Lán til innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 10%,
í Bandarflcjadollurum 9,75%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%.
2) '7ið kaup á viðskiptavíxlum og viðekipteskuldabréfum er miðað við sérstekt kaup-
gengi, kge, hjá þeim bönkum setn þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í
Hafnarfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavflcur og Sparisj. vélstj.
3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og
óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum.
Bretland:
BÍÓ
aðsóknin
eykst
í Bretlandi streymir almenningur
nú aftur í kvikmyndahúsin eftir að
hafa hangsað yfir myndböndum
síðustu árin. Fyrir nokkrum árum
voru bíóeigendur og kvikmynda-
framleiðendur áhyggjufullir yfir
minnkandi aðsókn, - hófu sam-
ræmda áróðursherferð fyrir því að
fólk horfði á kvikmyndir í bíóhús-
um - og nú er árangurinn heldur
betur að skila sér.
Þar til í fyrra voru menn í kvik-
hressa upp á hús sín - margir hafa
málað upp á nýtt, skipt um húsgögn
- staðið fyrir löngu tímabærri
andlitslyftingu. I sambandi við
herferðina var farið í alla skóla í
23 borgum í Bretlandi og nemendur
fræddir um þýðingu kvikmynda-
iðnaðarins fyrir þjóðfélagið og fyrir
breska menningu. Og fólki bent á
síðustu stórafrek breskra kvik-
myndaframleiðenda: Chariots of
Fire, Educating Rita, Gandhi, A
myndahús. Og sjónvarpið, sem svo
margir kvikmyndahúsaeigendur
hafa bölvað síðustu árin - einnig
það verður nú til hjálpar því aukin
umfjöllun og sýning vandaðra
mynda hefur kveikt áhuga á kvik-
myndagerð og nýjum myndum.
„Að lyfta sér upp“ í bíó
í könnunum, sem gerðar voru í
fyrra, kom berlega fram að flestir
Michael Caine og Julie Walters í Educating Rita sem margir sáu í Stjörnubíói. Sú mynd varð m.a. til að stór-
auka aðsókn að kvikmyndahúsum i Bretlandi.
myndaiðnaðinum á því að mynd-
böndin myndu gera út af við bíó-
húsin og það þrátt fyrir endurreisn
í gerð kvikmynda. Nú er ástandið
gjörbreytt.
í fyrra seldust 34% fleiri að-
göngumiðar í Bretlandi en árið á
undan. f fyrsta sinn um árabil
gerðist það að fleiri kvikmyndahús
tóku til starfa en lögðu niður starf-
semi. Og á kvikmvndahátíð, sem
nýlega var haldin í London, komu
fleiri en þeir bjartsýnustu höfðu
þorað að vona.
Keith Howes, talsmaður breskra
kvikmyndaframleiðenda, sagði að
nú væru menn bjartsýnir: „Við
sjáum framtíðina í rósrauðum
bjEirma - ástandið hefur gerbreyst
frá því fyrir ári.“
Áróðursherferð kvikmyndafram-
leiðenda og bíóeigenda stendur
fram í mars. Þessi herferð hefur
hrist „videó-glýjuna“ frá augum
margra og fólk hefur í stórum stíl
„horfið aftur til náttúrunnar" -
farið í bíó; breska ríkisstjómin sem
og samband kvikmyndaframleið-
enda lögðu saman 1,4 milljónir
dollara (560 millj. kr.) í þessa áróð-
ursherferð.
Herferðin hefur m.a. haft það í
för með sér að eigendur kvik-
myndahúsa hafa fengist til að
Passage to India og The Killing
Fields.
Veðrið hafði sín áhrif
Fram undir síðasta ár var allt
útlit fyrir að myndböndin myndu
gera út af við bíóhúsin og fjölmarga
kvikmyndaframleiðendur. Áður en
myndböndin komu á markað
streymdu 30 milljónir Breta í bíó á
viku. 1984 fóru ekki nema 51 millj-
ón þeirra í bfó allt árið.
Hvert kvikmyndahúsið á fætur
öðru lokaði eða var breytt í bingó-
sal. Um eitt skeið vom yfir 5000
kvikmyndahús í Bretlandi en í lok
1984 voru þau ekki nema 700.
Það sem virtist ætla að verða
rothöggið var afnám ríkisstyrkja
til kvikmyndaframleiðslu með
skattlagningu bíómiða.
En nú er öldin önnur, segja kvik-
myndaframleiðendur - þökk sé
áróðursherferðinni - og auðvitað
dapurlegu veðri allt síðastliðið
sumar.
í könnun, sem nýlega var gerð,
kom það fram að þessi aukni áhugi
á kvikmyndum og heimsóknum í
bíóhús er ekki bara skammtíma-
bóla sem bráðum hjaðnar, því þeir
sem hafa legið í myndböndum um
nokkur undanfarin ár - eru einmitt
risnir á fætur og stefha í kvik-
vilja að heimsókn í kvikmyndahús
sé „eitthvað sérstakt" - tilbreyting
í hversdagsleikanum sem hægt er
að minnast. Eigendur kvikmynda-
húsa höfðu hins vegar látið hús sín
falla í niðumíðslu. Bíóin voru
orðin lítt aðlaðandi og veittu enga
„þjónustu" sem eftirtekt vakti. Nú
hafa eigendurnir snúið við blaðinu.
Breska sjónvarpið hefur gengið
til samstarfs við kvikmyndafram-
leiðendur um gerð nokkura
„ódýrra“ mynda. Má í því sam-
bandi nefna myndir eins og The
Draughtsman s Contract, The Plo-
ughman s Lunch og þá nýjustu:
My Beautiful Laundrette.
Hið bandEiríska bíófyrirtæki,
AMC, sem á kvikmyndahús með
mörgum sölum („Multi-Cinema“ á
ensku, kannski fjöl-híó á ís-
lensku?), hefur sett upp bíósam-
stæðu í smábæ norðan við Lond-
on, Nilton Keynes, og eru í því
fjöl-bíói 10 litlir salir, veitingahús
og heilsuræktarstöðvar.
AMC ætlar sér að byggja 30
þannig fjöl-bíó til viðbótar næstu
15 eða 20 árin. Og fleiri fyrirtæki
feta í fótsporin. Sem stendur eru
1200 bíódúkar í breskum kvik-
myndahúsum. Og mun fjölga stór-
um á næstunni. -David Lewis/
Reuter.