Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Síða 7
DV. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986. ,7 Styðjum Jón Baldur Lorange Við viljum minna á ungan mann sem býður sig fram í 2. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í vor - Jón Baldur Lorange. Jón Baldur er fæddur í Reykjavík 26. apríl 1964. Hann lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla íslands árið 1983. Á skólaárunum stundaði hann ýmis störf til sjós og lands. Hann gerðist strax herra yfir tækninni -tölvunni - og hefur unnið sleitulaust að því að þjálfa æsku landsins í notkun hennar. Jón Baldur star- far nú sem tölvukennari hjá grunnskólum borgar- innar og sér um Tölvuver Æskulýðsráðs Reykja- víkur. Hann hefur og samið kennslubók í tölvu- fræði. Auk þessa er hann skrifstofustjóri íslensku hljómsveitarinnar. Hann hefur sinnt félagsmálum af áhuga og hefur m.a. setið í stjórn Taflfélags Seltjarnarness í tvö ár. Jón Baldur er fjölhæfur ungur maður sem sinnir störfum sínum af krafti og trúnaði - sannur jafnaðarmaður, sem hefur verið valinn til ýmissa trúnaðarstarfa fyrir Alþýðuflokkinn. Hann er í stjórn Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og hefur tekið virkan þátt í starfi þess og situr m.a. fyrir hönd FUJ í fulltrúaráði flokksins í Reykjavík. Jón Baldur Lorange er, eins og sjá má af þessu stutta yfirliti, maður sem ekki lætur sitja við orðin tóm heldur gengur til verks af ákveðni og festu. Æskan, tæknin og menningin, allt á sinn sess hjá Jóni Baldri. Fullur áhuga og nýrra hugmynda bíður hann eftir að takast á við vandamál morgundagsins - vinna að þeim fyrir þig, unga fólkið, borgina og þjóðina alla. Stuðningsmenn. -----—_________________________________________________________________________________ P.s. prófkjörið er opið öllum stuðningsmönnum Alþýðuflokksins. Ávallt eitthvað nýtt OPIÐ UM HELGINA EINS OG VENJULEGA LaugardagkL 9-17 SunnudagkL 14-17 Notið tækifærid að skoða glæsileg húsgögn í glæsilegu umhverfi. TM-HUSGOGN Nauðungaruppboð sem auglýst var í 49., 52. og 59. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Suðurbraut 16, 1.h. t.h., Hafnarfirði, þingl. eign Gísla Suniarliða- sonar, ferfram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands, Sigríðar Thorlac- ius hdl., Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl., Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði, jnga H. Sigurðssonar hdl., Guðjóns Steingrímssonar hrl., Landsbanka islands og Péturs Guðmundarsonar hrl. á eigninni sjálfri mánudaqinn 3. febrúarl 986 kl. 14.00. _____________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. &igland Intensive English Courses Foreldrar: Þið sem ætlið að láta ferma börn ykkar í vor. Hafið þið athugað að góð gjöf til handa upprennandi kynslóð gæti verið sumarnámskeið í ensku? Við hefjum slík námskeið 20. júlí og er hægt að vera 3., 4. eða 5 vikur, eftir óskum hvers og eins. Sér- stök ferð í lok sumarnámskeiðanna til Aviemore í Skotlandi. Komið heim 31. ágúst, eða í tæka tíð fyrir skólahald. Við bjóðum mjög hentuga greiðsluskilmála. Dragið ekki að panta því takmarkað framboð er á hverju námskeiði. Verð: Á heimavistarskóla (8-14 ára) í 3 vikur kr. 48.350, í 4 vikur kr. 58.910 og í 5 vikur kr. 71.280. Fyrir þásemgistaá heimilum (14-18 ára) i 3 vikurkr. 42.760, í 4 vikurkr. 51.460. Verð miðað við gengi og verð flugs í ársbyrjun. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. Opið 8-17 alla virka daga og 9-12 alla laugardaga. RWOOD English International Lærið ensku í Englandi Höfum gefið út fjölbreytta áætlun um enskunám í Englandi, verslunarskóla og námskeið í sérhæfðri ensku, (fagmál). Ársskól- ar- stutt námskeið, frá 3 vikum lágmark. Skólar fyrir fólk á öllum aldri frá 8 ára og upp úr. Skólarnir eru flestir í Bournemouth á suðurströnd Englands en einnig í London, Oxford-Cambridge og víðar. Kennslutímar á viku frá 20-40 timar. Innifalið gisting á einkaheimilum, sérherbergi með baði, wc, fæði, akstur frá flug- velli á heimili og til baka, flug. Heimavistarskólar fyrir yngri nemendur. Brottför flesta sunnudaga. Flogið með Flugleiðum til London og til baka. Skoðunarferðir og ástundun íþrótta og leikja. Kynnið ykkur skólana, fáið senda bæklinga eða lánaðar videospólur. Enska er hagnýtt alþjóðlegt tungumál sem notað er í flestum viðskiptum manna í milli. Við höfum 12 ára reynslu í að senda nemendur í slika skóla með góðum árangri. m College of Further Education Business, Management, Secretarial Courses Courses in Bournemouth, England & Fðröaskrifstofa KJARTANS HELGASONAR Gnodavog 44 - 104 Reykjavik - Simi 91-68 62 55 Simnefni: Istravel - Telex: 2265 Istrav-ls

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.