Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Síða 9
DV. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986. 9 Fjölmiðlaöld Það liðu ekki nema nokkrar mínútur frá því Challenger sprakk í loft upp að fréttin barst um alla heimsbyggðina. Milljónir manna urðu vitni að þessum hörmulega atburði. Ættingjar geimfaranna sáu það með eigin augum þegar geimskutlan tortímdist í ægilegri sprengingu. Enn á ný kom áhrifamáttur sjón- varpsins í ljós. Slysið varð drama- tiskara og óhugnanlegra fyrir þá sök að menn urðu vitni að þvi heima í stofu, á myndskerminum. í fróðlegum þætti um sögu sjón- varpsins í þessari viku sáum við ýmsa hliðstæða atburði í sauna dúr. Enginn kemst hjá því að verða fyrir áhrifum af slíkum fréttamyndum, morðum í beinni útsendingu, nátt- úruhamförum, stórviðburðum. Skyndilega erum við sjálf stödd í miðri hringiðunni, finnum spenn- una, hræðsluna, skelfinguna og gerum okkur grein fyrir hinum mannlega harmleik, ómannúðinni, bjargarleysinu, örvæntingunni. Við finnum til með fómarlömbun- um,skiljum örvinglun ættingja og skynjum andrúmsloftið. öll erum viö manneskjur Hér á árum áður heyrðum við iðulega frásagnir af styrjöldum, jarðskjálftum og hungurdauða án þess að slíkar fréttir hefðu hin minnstu áhrif. Fjarlægðin olli til- finningaleysi og skeytingarleysi gagnvart dauðsföllum og við getum ímyndað okkur það andvaraleysi sem einangrun Islendinga fyrr á öldum hefm- haft í för með sér gagnvart síðbúnum fréttum af drepsóttum, stríði eða óáran er- lendis. Þegar heimsstyrjaldimar tvær á þessari öld bmtust út var fjölmiðl- un ólíkt frumstæðari en nú er. Samgangur þjóða í milli var tak- markaður og heilum þjóðum var auðvelt að alast upp í tortryggni og fordómum gagnvart öllum hin- um. Þeim kom ekki við hvað öðrum leið og afleiðingar blóðsúthellinga bámst af afspum. Fólk var víðs fjarri vígvöllum og stríð var göfug barátta, jafiivel heilög og réttlát. Enginn vafi er á því að orsakir stríðsandans og þjóðarrembingsins eiga rætur sínar að rekja til þeirrar einangmnar sem þjóðir heims lifðu í, einhliða upplýsinga um gott og illt, skorts á skilningi um mann- eskjumar handan við landamærin. Hér er ekki verið að halda því fram að það sé eftirsóknarvert að verða vitni að slysum eða styrjöld- um og fréttamyndimar af spreng- ingunni í Challenger vom engar gleðifregnir. En þær færa okkur nær atburðunum. Návistin, lifandi myndin, höfðar til vitundarinnar um að hvert okkar og við öll erum manneskjur og fómardýr, án tillits til tækni, búsetu eða litarhátts. Við erum öll eins, í sama bátnum. Hjörtun slá eins Myndimar og frásagnirnar af sveltandi bömum þriðja heimsins hafa til að mynda vakið upp sam- visku okkar um skyldur og ábyrgð gagnvart þessum meðbræðrum hinum megin á hnettinum. Og það er ekki nokkur minnsti vafi á því að upplýsingastreymi landa og álfa í milli hefur aukið skilning mann- kynsins á hættum og heimsku styrjalda og vopnaskaks. Almenn- ingur vestan hafs og austan hefur séð með eigin augum að kjamorku- stríð leysir engan vanda og færir þeim enga hamingju. Almenningur skilur að tilfinningar, lífslöngun eða nautnir eru hver annarri líkar, hvort heldur einstaklingamir bera þýskt, rússneskt eða bandarískt vegabréf. Hjörtun slá eins hvort heldur er í Súdan eða Grímsnesinu. í þessu felst þýðing fjölmiðla, upplýsingastreymis, samgangna og kynningar. Allt stuðlar þetta að friði, nærgætni og umburðarlyndi þjóða í milli og á ómetanlegan þátt í einlægum vilja hins siðvædda heims til að búa í sátt og samlyndi. Stundum er sagt að friðurinn bygg- ist á vopnajafnvæginu, ftiður spjótsoddanna, en því má allt eins halda fram að friðurinn sé af- sprengi upplýsingastreymisins, þess almenningsálits sem hefur sprengt af sér fordóma og þröng- sýni. Ýtt við feimnismálunum En við þurfum ekki að leita svo langt að áhrifum sjónvarps og annarra fjölmiðla. Við sáum Megas Ellert B. Schram skrifar: ræða við Bubba Morthens og augu okkar opnuðust fyrir því að þeir em bara venjulegir menn. Margt var þar látið flakka sem ekki stenst siðgæðiskröfur hins vemdaða borgaralega umhverfis. Þama rseddust við tveir alræmdir poppar- ar af hispursleysi og bersögli, ýttu kannski við feimnismálunum og storkuðu blygðunarkenndinni, en töluðu tæpitungulaust um það sem okkur varðar um, áhugamálin, hörmungar eiturlyfjanna, ástina og víxlsporin. Einhver sagði að Bubbi hefði móðgað Guðmund joð þegar hann söng ádeilusönginn yfir honum í beinni útsendingu. En Bubbi þorði að gera það sem honum sýndist og ekki varð Guðmundur minni mað- ur af þeim sökum. Aðalatriðið var og er að háðir vom það sem þeir em og standa fyrir sínu þegar hræsninni og sýndarmennskunni er gefið frí. Karvel Pálmason lét mynda sitt hræðilega útlit eftir hreint ótrú- lega sjúkrasögu og sagði farir sinar ekki sléttar bæði í Helgarpóstinum og sjónvarpinu. Lítil stúlka opnaði sig fyrir Morgunblaðinu og leysti frá skjóðunni í skiptum sínum við eiturlyfin og áfengið. Bjöm á Löngumýri vandar ekki kveðjum- ar til þéttbýlisins í viðtali við DV. Allt er þetta fólk ærlegt og hrein- skilið, kemur til dyranna eins og það er klætt, miðlar öðmrn af reynslu sinni og gerir okkur hinum kleift að skynja umhverfi okkar betur. Frásagnir af þessu tagi em vísbending um að fólk vilji ekki lengur fara í felur með líf sitt, vill ekki þykjast eða fela vandamál sín og stuðlar þannig að því að fleiri verða meðvitaðir um lífið í öllum sínum myndum og gerðum. Helmingur óákveðinn Stjómmálin draga dám af þessari þróun. Áður fyrr vom reistir múrar milli flokka og stétta. Stjómmála- flokkar vom heilagir, óvéfengjan- legir og gott ef þeir sóttu ekki vald sitt til guðs almáttugs. Stjóm- málaforingjar vom teknir í dýrlin- gatölu. Það eimir enn eftir af þessum hugsunarhætti. Um daginn var Albert Guðmundsson dæmdur yfir í Framsókn fyrir þá sök að honum varð á að hæla Jónasi frá Hriflu, hundrað árum eftir að sá góði maður var borinn og barnfæddur. En þetta er að breytast. Með upplýsingastreymi, almennri þekk- ingu og aukinni víðsýni er goð- sögnin um almætti stjómmálaflok- kanna að hverfa. Þeir gegna ekki sama hlutverki og áður og það er meira að segja svo að þeir skipta jafnvel ekki máli lengur í hugum þeirrar kynslóðar sem nú vex úr grasi. Pólitískur áhugi hefur aðrar áherslur, aðra farvegi, heldur en í gegnum strangtrúaða fylgispekt með einstökum flokkum. 1 skoðanakönnun D V er spurt um fylgi flokkanna. Helmingur að- spurðra kveðst annaðhvort óá- kveðinn eða vill ekki svara. Af hverju? Af því að fólk vill ekki líma sig við einstaka flokka, hlýða þeim °g fylgja í hlindni. Það vill gjaman taka þátt í stjómmálum, hafa skoð- un á þjóðmálum. En það neitar að lúta því lögmáli að allar þrautir verði leystar eða stórisannleikur fundinn í náðarfaðmi einhverra kenninga sem boða svart eða hvitt. Einhver kann að halda þvi fram að þetta stangist á við niðurstöðu í skoðanakönnun um fylgi flokk- anna í borgasrtjómarkosningun- um. Þar virðist Sjálfstæðisflokkur- inn hafa yfirburðastöðu. En er ekki í sömu andrá verið að tala um að þetta sé merki um sterka stöðu Davíðs Oddssonar? Sannleikurinn er nefnilega sá að hér er fólk að láta í ljós skoðun sina á stjóm- málamanninum Davíð Oddssyni sem hefur lært að nýta sér fjölmiðl- ana. Þeir hafa hjálpað honum til að koma sjálfum sér til skila, skemmtilegum, greindum og mann- legum. Hann er lifandi dæmi um það hvaða þýðingu fjölmiðlarnir hafa. Davið er enginn súperkall og hann sækir ekki vald sitt til æðri máttarvalda. Hann er einfaldlega sniðugur um leið og hann er stjórn- samur, hann er persónuleiki um leið og hann er viðfelldinn per- sónuleiki. Allir vita að Sjálfstæðisflokkur- inn nýtur ekki óskoraðs fylgis 70 eða 80% Reykvíkinga. En skoð- anakönnunin leiðir sterkar líkur að því, sem hér er sagt að framan, að það em ekki lengur flokkarnir heldur mennimir sem draga að. Fordómamir, flokksböndin, fornar lífsvenjur era að syngja sitt síðasta og liðast í sundur. Nútímamaðurinn Tveir gamalgrónir stjórnmála- flokkar efna til prófkosninga eða forvals um þessa helgi, Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið. Einhvem timann áður fyrr hefðu slíkir atburðir sett svip sinn á bæjarlífið. En gera þeir það nú? Það ríða ekki lengur hetjur um hérað á þeim bæjum, og er þó ekki verið að gera lítið úr afdrifum frambjóðendanna. Fólk hefur ein- faldlega um annað að hugsa. Nútímamaðurinn sækir upplýs- ingar og þekkingu í fjölmiðla - ekki á flokksfundi. Nútímamaður- inn les blöð án einlitra flokksgler- augna. Hvenær ætla vinstri menn að skilja þessa staðreynd og hætta að láta svokölluð málgögn bögglast fyrir brjóstinu á sér rétt eins og líf þeirra eða dauði sé undir því kominn að flokksstefiian sé boðuð á löggiltum flokkspappír? Nútímamaðurinn horfir á sjón- varp og sér heiminn út frá sjónar- hóli víðsýninnar. Hann horfir á Rauðhóla-Rannsý og skemmtir sér. Hann fer á hestbak og nýtur útive- irunnar. Hann les bækur og veit hvenær hann les góða bók eða slæma. Hann slekkur á útvarpinu þegar stjómmálaforingjamir ‘ þy lj a messur sínar. - Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.