Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Síða 21
21 DV. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986. Naomi Tutu-Seavers: „Jafnvel smábörnin eru tilbúin til að beijast.“ Naomi Tutu-Seavers hefur alla tíð þótt erfitt að fara heim til sín. Þegar hún var nemandi á heima- vistarskóla í Swazilandi fór hún heim í leyfi í skólabíl, fullum af ærslafull- um krökkum. „Við vorum vön því að gantast, stríða hvert öðru og slást eins og hanar,“ rifjaði Naomi upp í viðtali um daginn. „En þegar við komum að landamærum Suður-Afríku, hljóðnaði yfir okkur og við gerðum okkur grein fyrir því að við höfðum ekki lengur sömu stöðu og í Swazíl- andi.“ Hagfræðingur í Bandarikjunum Naomi fór heim til Suður-Afríku um daginn. Þá voru liðin tíu ár frá því hún kom akandi í skólabílnum yfir landamærin. Hún hefur verið búsett í Banda- ríkjunum síðustu árin - og fór heim um jólin að hitta föður sinn, nóbels- verðlaunahafann Desmond M. Tutu, biskup í Jóhannesarborg. „Þegar flugmaðurinn sagði að við værum að nálgast Jan Smuts-flug- völlinn breyttist ég, varð önnur per- sóna - og sú persóna er miklu harð- ari. Ég brosti ekki við neinum. Og ég móðgaðist þegar hvítur maður steig fram fyrir mig til að taka tösk- una sína á undan mér.“ Naomi Tutu er 25 ára. Hún kom fyrst til Bandaríkjanna 1978 og inn- ritaðist þá í Berea háskóla, lítinn skóla í Kentucky. Þegar hún hafði lokið BA-prófi í hagfræði og frönsku gekk hún að eiga skólabróður sinn, Corbin Seavers - lauk síðan masters-gráðu í þjóðhagfræði við Kentuckky-háskólann og starfar nú sem róðgjafi í alþjóðaviðskiptum við fyrirtæki í Hartford. Naomi vonast til að geta hafið vinnu við doktorsritgerð sína í þjóð- hagfræði einhvem tíma á næsta ári. Smávaxin og hláturmild Síðan faðir Naomi hlaut nóbels- verðlaunin hefur hún orðið að taka við einhverjum af „skyldum fjölskyl- dunnar" í baráttunni gegn aðskiln- aðarstefnunni í Suður-Afríku. BOLTAMAÐURlNM ÚTSALA - ÚTSALA hefst mánudaginn 3. febrúar. Lisch austurrískar skíðastretchbuxur dökkbláar Stærðir 38-54 48%afsl. ACT úlpur Stærðir 4-6-10-12-14 3 litir 30%afsl. Verð áður 3.995 nú 2.700 Verðáður 2.380 Verð nú 1.825 Breskar úlpur frá Phönix Verð áður 3.490 Margir litir 45%afsl. Verðnú 2.400 Stærðirl -2-3-4 Ath. stærð 1 passar á 2-3 ára Lúffur 1 lúffa á 150 kr. 2 lúffur á 250 kr. Verð áður 300-500 3 lúffur á 325 kr. Vatthúfur, margir litir Stærðir 53-55-57 52%afsl. Verð nú 495, áður752 Stærðir 59-60-61 51%afsL Verð nú 525, áður 793 Ýmislegt annað, svo sem: Trimmgallar, stutterma bolir, leikfimifatnaður, skór o.fl.o.fl. áafslættifrá 10% til 40% BOLTAMAÐURINN LAUGAVEGI 27- SÍMI 15599 - 101 REYKJAVlK - ICELAND Dóttir Tutu gengur í slaginn „Þegar maður elst upp sem prests- dóttir," sagði hún - „þá hefur maður stöðugt áhyggjur. 0 guð! hugsar maður, - ætlar hann nú að fara að gera sjálfan sig að fífli einu sinni enn. Og maður hugsar sig um tvisvar áður en maður rís á fætur og horfir yfir mannsöfnuð sem ætlar að hlusta ámann.“ Naomi er smávaxin eins og faðir hennar - og hefur einnig fengið hinn snögga, kitlandi hlátur hans í arf. Það var í fyrra að hún byrjaði að láta sjá sig í predikunarstólum í kirkjum í Connecticut við að mót- mæla kynþáttaaðskilnaðarstefnu hinna hvítu valdsmanna í S-Afríku. Og hún safnaði fé í flóttamannasjóð Tutu biskups. Afríkusöfnun Þessa dagana hefur íbúð Naomi Tutu verið full af varningi sem hún hefur verið að safna og ætlar að dreifa á meðal flóttamanna frá S-Afr- íku sem komnir eru til Botswana. „Þeim fjölgar stöðugt, svörtum námsmönnum frá S-Afríku hér í Bandaríkjunum,“ sagði Naomi. „Það er það fólk sem vill og ætlar sér að axla ábyrgðina þegar við verðum loksins frjáls.“ Yngri systir hennar nemur verk- fræði við Howard-háskólann í Was- hington. Naomi segist hafa mikinn áhuga á menntunarmáhun og hún starfar fyrir Styrktarsjóð s-afrískra flóttamanna, en það er sjóður sem Desmond, faðir hennar, kom á lag- girnar og er ætlað að styrkja flótta- menn til náms. Naomi segir að því miður hafi hún löngum ekkert samband við S-Afríku nema í stöku símtali ellegar þá að hún sér stuttar fréttir þaðan í banda- rísku sjónvarpi. „En ég reyni að komast til S-Afríku að minnsta kosti einu sinni ár hvert.“ Hún hefur enn s-afrískan ríkisborgararétt - segir að hernaðarandinn og þau lögreglutök sem hvíti minnihlutinn beiti í barát- tunni gegn þeim svörtu verði æ hvassari og harðari. „Það eru allir tilbúnir að berjast. Jafnvel smábörn, allt niður í fimm ára - þau eru tilbúin. Þau segja eins og aðrir: Við ætlum að ná völdum núna - eða!“ Hún segir að í S-Afríku sé litið niður á alla svarta. „Það er furðu- legt, en maður verður að fara til annarra landa í Afríku til að komast að því hvernig eðlilegt mannlíf er.“ Naomi Tutu-Seavers segist ekki styðja einn flokk öðrum fremur, því hana skipti mestu að meirihlutinn nái rétti sínum. „Ég hef enn ekki rekist á hið full- komna stjómmálakerfi þar sem fólk- ið sjálft skiptir mestu máli,“ sagði hún. „Mér er sama hverjir eiga fram- leiðslutækin svo lengi sem fólki er séð fyrir fötum, fæði og húsnæði.“ -GG V“W SlMI 29622 TILBÚNAR TIL DREIFINGAR f DAG. FÁSTÁÖLLUM BETRI MYNDBANDALEIGUM LANDSINS. Dreifingarsímar 29622-53371-21735. 3T0PP-MYNDIR Hin fagra Maria Chapdelaine læt- ur sig dreyma um þægilegra líf en húnelstuppvið. Hún vonast eftir öðrum biðli en Eutrope, sem henni finnst heldur lítið spennandi. Hún hittir skógar- höggsmanninn Francois Paradis og þau verða ástfangin hvort af öðru. En annað glæsimenni kemur fram á sjónarsviðið - Lorenzo Surprenant, sem er staðráðinn í aðgiftast Mariu. Hún játast bæði Francois og Lor- enzo, en þegar hún loks hefur gert upp hug sinn og veit hvað hún vill er Francois dáinn, Lor- enzo farinn til sins heima og Eutrope orðinn leiður á biðinni og gifturannarri. Richards er auðugur viðskiptajöf- ur sem segja má að stjórni öllu í bænum. Drjúgan hluta tekna sinna hefur hann af námagreftri. Á miðju námasvæðinu er munaðarleys- ingjahæli sem rekið er af ungri konu, Kim að nafni. Richards reynir með öllum ráðum að fá Kim og börnin til að flytja, en það reynist erfitt, og raunar ógerlegt eftir að þeir kappar McAllister (Lee Van Cleef) og Max Kellert (Timothy Van Pallen) ganga til liðs við lítilmagnann. Árið 1946 fer ung, ensk kona til Nýja Suður-Wales I Ástralíu. Hún er ráðin sem einkakennari hjá börnum timburjöfursins Timbers Marlows. Hún kynnist bæði beiskju og ör- yggisleysi I nýju heimkynnunum; eneinnig ástinni. Vel leikin áströlsk öndvegismynd um skapfestu og eldheitar ástríð- ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.