Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Qupperneq 22
22 DV. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986. 0 EIRIKUR OG GULLIÐ - en tengdamamma var í Gaggó V est Það eru ekki keðjur og pynt- ingatæki heima í stofunni hjá Eiríki Haukssyni eins og sumir myndu ætla. Allavega sé tekið mið af þeim Eiríki Haukssyni sem sungið hefur með hljómsveitinni Drýsli - þungarokk með málmbragði - íklæddur þröngum leður- fatnaði eins og böðull í hlut- verki dyravarðar á úrkynjuð- um næturklúbbi í Lundúna- borg miðri. Nei, aldeilis ekki. Heima hjá Eiríki Haukssyni eru kerti í kertastjökum, bamaleikföng í barnaherberginu og vel uppbúið hjónarúm svona eins og gerist og gengur hjá þeim sem fást við annað í lífinu en syngja þunga- rokk - og þá helst í bílskúrum. Drýsiller dauður „Ég hef alltaf litið á leðurbúning- inn sem nokkurs konar leikbúning. Ég klæði mig ekki svona nema á sviði og er reyndar hættur því vegna þess að Drýsill er dauður, gaf upp öndina vegna óreglu og leiðinda," segir Eiríkur Hauksson sem nú hefur skotist upp á stjömuhimin íslenskrar dægurtónlistar af þvíh'kum krafti að ekki dugar minna en nokkur efstu wsæti vinsældalista hlustenda rásar tvö. Lögin heita Gull og Gaggó Vest og em á hljómplötu Gunnars Þórðar- sonar, Borgarbragur. Bestur og hissa Gaggó Vest ýtti íslenska hjálpar- laginu úr fyrsta sæti vinsældalistans fyrir nokkrum vikum, lagi þar sem Eiríkur söng flesta hæstu tónana. Lagið Gull dólar svo nokkrum sætum neðar þannig að það hefur líklega ekki verið að ástæðulausu að Svavar Gests lét þau orð falla að Eiríkur Hauksson væri besti dægurlaga- söngvari á íslandi í dag. „Eg var nú dálítið hissa á því. Svavar hefði líklega ekki sagt þetta fyrir nokkrum vikum enda varla hlustað á Drýsil." Hálf þjóðin hefur hins vegar hlust- að á Eirík syngja um gullið í Vatn- smýrinni eða eins og segir í texta ólafs Hauks Símonarsonar: Gull! Það er borað hér, bæinn skortir víst blessað vatnið, þann helga dóm. Enginn veit hvað af því hlýst nær einhver hefur upp sinn róm: Hér er gull! Gull! Gull! það er skíra gull! „Gyllt korn“ En hvaða gullæði var þetta eigin- lega í Vatnsmýrinni? Svo segir í Öldinni okkar frá frá árinu 1905: „Það varð uppi fótur og fit í Reykjavík laugardagsmorguninn 1. apríl, þegar sú fregn barst um bæinn að gull hefði fundist í mýrarkrikan- um vestan undir Öskjuhlíðinni rétt fyrir sunnan gamla Hafnarfjarðar- veginn. Síðan í haust hefur verið unnið þama að því að bora eftir vatni með jarðbor og hefur danskur maður unnið að verki þessu. Á föstudags- kvöldið voru nafrar sendir að venju til Ólafs Þórðarsonar jámsmiðs til hvessingar. Tók hann þá eftir kyn- legtun gylltum rákum á einum nafr- inum og fann gyllt kom, sem hann hugði vera gullagnir, í hmfum og rákum í stálinu. Klondyke í öskjuhlíð Þegar koma þessara varð vart hafði verið komið niður á 118 feta dýpi og virtist borinn hafa farið þar í gegnum tveggja þumlunga þykkt lag af þessu gullboma efni. Islenskur maður, sem hafði áður fyrr unnið að gullgreftri i Klondyke, fullyrti að hér væri um gull að ræða. Síðan hafa verið rannsökuð nokkur sýnis- hom og var sagt að þetta væri aðeins brennisteinskís eða kopar en svo varð það aftur að gulli. Svo var loks Eiríkur og Drýsill; leöur og keöjur. fúllyrt með öllu að gull hefði fundist að minnsta kosti í einu sýnishomi. íslenski gullneminn frá Klondyke tók nú til sinna ráða. Tók hann eitt komið, sló það út í örþunna himnu og lagði hana yfir hárbeitta rak- hnffeegg. Lagðist þynnan niður með egginni báðum megin en brotnaði ekki. Þessari raun kvað hann gull- nema vestra beita og brygðist það ekki að það væri gull sem þannig mætti fara með. Gullfréttin flýgur Þegar gullfréttin barst um bæinn var staddur hér í höfninni breskur togari. Brá hann þegar við og sigldi til Englands með fréttina. Fréttin barst einnig eins og eldur um sinu út um byggðir landsins og voru þegar uppi miklar ráðagerðir um vinnslu. Bjuggust menn jafnvel við að til Reykjavíkur mundu streyma erlend- ir gullleitarmenn og Island þannig verða önnur Kalifomía. Sýnishom vom brátt send út og fleiri rannsök- uð hér heima af gullsmiðum og öðr- um sérfróðum mönnum. Þótti loks fullsannað að ofurlítið gull væri að finna í sýnishomunum en hvort það væri svo mikið að svara mundi kostnaði að vinna það var enn óvíst. Svo var bæjarstjómin kölluð sam- an til fundar og skipuð nefnd eins og vera ber. Áttu í henni sæti þeir Bjöm Kristjánsson kaupmaður, Guðmundur Bjömsson héraðslæknir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.