Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986. 25 -■ Fallnar bleikjur og veiðimaður reynir að veiða fleiri úti á ísnum. Skúli Sigurz gáir ofan í vökina og athugar hvort einhver bjeikja sjáist. (Myndirnar eru ekki nýjar.) V E 1 Ð 1 E YR AÐ Það vakti töluverða athygli meðal veiðimanna þegar Ármenn, lands- félag um þjóðlega náttúruvernd og stangaveiði með flugu, hækkuðu inntökugjaldið í félagið fyrir 1984 í 7500 kr. og þótti mörgum það heldur mikil hækkun. Hinir bestu veiði- menn spáðu lítilli fjölgun í félaginu og kom það berlega í ljós, aðeins tveir nýir félagar gengu í félagið þannig að félagatalan er nú 212. Einnig hlýtur það að hafa áhrif til hins verra að Ármenn bjóða ekki upp á veiðileyfi, ef Hlíðarvatn er undan- skilið. G. Bender. Já, veiðileyfasalan stendur víða yfir þessa dagana og veiðimenn tryggja sér ákveðna daga. í Grímsá selja bændur veiðileyfin sjálfir og hefur gengið vel. Hefur heyrst að þar væri hægt að selja helmingi fleiri veiðileyfi en til eru og það sama mætti segja um Leirvogsá og Elliða- árnar. Dýrasti dagurinn í Grímsá næsta sumar er á eftir útlendingun- um í ágúst og kostar þá 20.000 kr. en lækkar strax á eftir niður í 10.000 kr. Margir veiðimenn eru spenntir fyrir veiðiám þar sem hægt er að malla sjálfur og vera með vinum og vandamönnum við veiðar því fæðið í veiðihúsunum fer víst í 2500 2700 kr. næsta sumar. Hvolsá og Staðar- hólsá eru í þessum flokki og hefur gengið vel að selja þær, hafa selst mörg „holl“. Á þessum árstíma spá veiðimenn mikið í lausar veiðiár og höfum við frétt af nokkrum á „lausu“. Eru landeigendur að athuga tilboðin í sumar þeirra núna. Þetta eru Langa- dalsá, Laxá í Hrútafirði, Svartá, Blanda og Reykjadalsá í Borgarfirði til dæmis. Nú er bara að sjá hver býður best og fær ámar. í Mosfellssveit bjóða skíóafólk velkomið Á leiðinni uppí fjöllin er tilvalið að koma við í WESTERN FRIED í Mosfellssveit og fá sér góm- sæta kjúklingabita frá ÍSFUGL í nesti. Þeir eru í umbúðum sem halda á þeim hita. Nú eða komavið í heimleiðinni eftirvel heppnaða skíðaferð og borða kvöldmatinn hjá okkur, eða taka hann með heim. ísfugl Mosfellssveit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.