Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Qupperneq 38
38 DV. LAUGARDAGUR1, FEBRÚAR1986. Handknattleikur unglinga - Handknattleikur unglinga - Handknattleikur unglinga Stjörnu- stelpurnar sterkari á enda- sprettinum I leik Ármanns og Stjömunnar byrjuðu Ármannsstelpurnar betur og stöðvuðu hverja sóknarlotu Stjörn- unnar á fætur annarri. Lengi vel var staðan 5-4 fyrir Ármann og var þá mikið um mistök á báða bóga. Stjörnunni tókst síðan að jafna fyrir leikhlé og staðan í hálfleik var 5 mörk gegn 5. Eitthvað hafa Stjörnu- stelpurnar haft í pokahorninu vegna þess að í síðari hálfleik tóku þær öll völd á velhnum í sínar hendur og sigruðu örugglega 5-7. I D-riðli standa lið Stjörnunnar, Ármanns og ÍBK sig best. Stjarnan ætti að vera örugg í úrslit en barátt- an stendur milli Ármanns og ÍBK um 2. sætið. Þórdís Davíðsdóttir, 2. flokki Ár- manns. Skoraði 22 mörkí einum leik Þórdís Daviðsdóttir, Ármanni, gerði það sem fáir geta leikið eftir, það er að skora 22 mörk í einum og sama leiknum. Þetta gerði hún í leik gegn Þrótti í 2. flokki kvenna í 1. umferð íslandsmótsins. Leikurinn endaði 40-2, þannig að hún var ekki ein um að skora mörkin. í annarri umferð, sem fram fór í KR-húsinu um helgina, var hún ekki jafnupplögð gegn Þrótti og í vetur og skoraði bara 3 mörk. Þróttarstelp- urnar hafa líka sýnt miklar framfarir frá því fyrr í vetur og geta þeirra er miklu meiri. Að sögn Þórdísar er markmið þeirra Ármenninga í 2. flokki kvenna að komast í úrslit. Stjömustelpumar standa best að vígi en síðan em Ármann og ÍBK í öðm sæti. „Við eigum að ná því að komast í úrslit, við urðum í 3. sæti í Reykja- víkurmótinu og erum sífellt í fram- för,“ bætti Þórdís við. „Vömin hjá okkur er nokkuð sterk og ef við bætum sóknarleikinn ætti þetta að takast.“ - Nú ert þú í landsliðshópi stúlkna. Er mikill munur að æfa með land- sliðinu og með Ármanni? „Æfingamar með landsliðinu em miklu erfiðari. Það vill verða þannig að stelpum er hlíft og æfingamar verða allt of léttar. Þess vegna erum við ekki eins góðar og strákamir. Landsliðsþjálfaramir leggja líka mikla áherslu á að þessu verði breytt og vona ég að þjálfarar félaganna geri það líka. Ég er nokkuð bjartsýn á stelpu- handbolta, það er að gerast mikil hugarfarsbreyting í þessum efiium. Það er því best að halda bara áfram á fullu og 8tefna í landsliðið þegar tímar líða,“ sagði Þórdís Davíðs-, dóttir að lokum. Vantar vítaskyttu íliðið - sagði Margrét Leifsdóttir í 2. flokki Gróttu Margrét Leifsdóttir er stórskytta 2. flokks Gróttu í handknattleik. Við tókum hana tali eftir helgina og spurðum hana um möguleika hennar liðs á að ná úrslitasæti. „Það er vissulega möguleiki," svaraði Margrét. „Við verðum að vinna þá leiki sem eftir eru og það ætti að vera hægt eins og hvað annað. Það voru mikil mistök að tapa gegn FH, við áttum margar feilsendingar í upphafi leiksins og skomðum ekki úr vítaköstum sem við fengum. Það verður mikil barátta milli Gróttu og FH í næstu umferð, það er ég viss um. Það er jafnmikil pressa á þeim eins og okkur þar sem aðeins eitt stig skilur liðin að. Við höfum spilað saman í mörg ár og þekkjum því vel inn á hver aðra, Varnarleikurinn hjá okkur er góður en sóknin brást í sumum leikjum um helgina. Síðan er eins og það vanti vítaskyttu í liðið, við misnotuðum mörg víti, bæði gegn Fram og FH.“ - Nú ferð þú á alla landsleiki. Hvemig heldur þú að íslenska land- sliðið komi til með að spjara sig í heimsmeistarakeppninni? „Liðið ætti að geta staðið sig vel, ætli það verði ekki númer 8, varla ofar.“ 2. flokkur Breiðabliks. Umsjón: Gauti Grétarsson Það er ekki búið að uppgötva okkur - sögðu stelpurnar í 2. flokki BreiðabUks Þessi föngulegi hópur stelpna skip- ar lið UBK í 2. flokki kvenna. Þær eru nú efstar í sínum riðli eftir tvær umferðir og hafa aðeins tapað 2 stig- um gegn Selfossi í fyrstu umnferð og KR í annarri. Unglingasíðan hitti þær um síðustu helgi og vom þær að vonum eldhressar. Við erum langbestar, sögðu þær roggnar. Þetta gengur æðislega vel enn sem komið er og erum við ömgg- ar í úrslit. Okkur gengur betur en síðast því núna unnum við Selfoss. Við viijum þakka árangurinn þjólf- ara okkar, Paul Dampsey, en hann er mjög áhugasamur og mætir á allar æfingar. Þær em mög stífar. Það kemur líka að gagni. Við höfum allt- af verið neðstar í okkar riðli, en að vera efstar, það er allt annað. Ef til vill er þetta veikari riðill en hinir en við erum samt á því að við séum betri nú en áður. Það er bara stór- furðulegt að engin okkar skuli vera valin í landsliðið. Það er ekki búið að uppgötva okkur. FH-ingur í gegnumbroti gegn Fram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.