Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Side 6
6
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 4. FEBRÚAR1986
Peningamarkaðurinn
Viðskipti Viðskipti
Spamaður í olíu-
kaupum 1,4
milljarðar í ár
—ef verðhrun á jarðolíu skilar sér eðlilega hingað
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
íyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
siíeður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam-
ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Priggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 29% og ársávöxtun 29%.
Sérbók. Við fyrrta innlegg eru nafnvextir
27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði
án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 33,5% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36%
nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu. Tvisvar á ári má taka út án þessa frá-
dráttar.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og
42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5%
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%,
4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, eftir 6 mánuði
37% og eftir 12 mánuði 37%. Ársávöxtun á
óhreyfðu innleggi er 37%, eða eins og á 3ja
og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reyn-
ist hún betri. Vextir færast einu sinni á ári.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburður er gerður
mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, þann mánuð.
öndvegisreikningur er bundinn til 18
mánaðar, verðtryggður og með 7% nafnvöxt-
um á binditímanum. Eftir það reiknast sömu
vextir og á 3ja mánaða reikning í bankanum.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársfjórðung.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með
34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög-
urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur,
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól
við innlausn. Með vaxtamiöum, til mest 14
ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun
er 8,16% á verðbættan höfuðstól hveiju sinni
og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert.
Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð-
stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára.
Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til-
tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku
marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%.
Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð-
tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld með afföllum og ársávöxtun er al-
mennt 12-18% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til
einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna
fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings,
annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna Qöl-
skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa,
annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund.'
Lánstími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími áð láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. I>án eru á bilinú 150-700 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextimir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig
22%.
Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6jnánuði á 22%
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6
mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11%'vextir eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónur og.ársávöxtunin 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45%
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
0,125%.
Jarðolíuverð hefur nú lækkað á
fáum vikum á heimsmarkaði um
þriðjung. Tunnan kostaði 28-30
Bandaríkjadollara en er komin niður
18-20 dollara. Sérfræðingar segja að
þriðjungs lækkun á jarðolíuverði
þýði, gróflega metið, minnst fjórð-
ungs lækkun á unnum afurðum. Við
keyptum á síðasta ári olíur og bensín
fyrir rúmlega 5,5 milljarða króna.
Lækkunin nú gæti því þýtt í kring
um 1,4 milljarða króna spamað í
olíukaupum á árinu.
Spámenn á alþjóðlegum olíumark-
aði telja almennt að jarðolíuverðið
lækki jafnvel ennþá meira, fari niður
í 15 dollara á tunnuna. Alla vega
þykjast þeir sjá fyrir að verðið hækki
ekki aftur á næstunni. Gangi það
eftir hefur margvíslegur spamaður
okkar í olíuvömkaupum vemlegar
hagsbætur í för með sér. Sem dæmi
um það má nefna að útgerðarkostn-
aður lækkar um 5% eða meira. Því
má skjóta hér inn í að nýjar verð-
hækkanir á fiskafurðum okkar er-
lendis jafngilda yfir milljarðs tekju-
aukningu á árinu.
Verðlækkanir á jarðolíu em ekki
allar komnar fram ennþá í olíuvöm-
verði. Um mitt síðasta sumar var
kaupverð á bensíntonni 11.340 krón-
ur, í haust 10.668 krónur en var núna
um mánaðamótin komið niður í 7.980
krónur eða 7,98 krónur á lítra.
Lækkunin frá í sumar er 29,6%.
Gasolíutonnið kostaði 11.760 krónur
í haust en kostar nú 8.526. Lækkunin
er 27,5% á þessum tíma og meiri frá
því í fyrrasumar.
Til samanburðar er svo söluverð
hér á sömu olíuvörum, sem enn hefur
sáralítið lækkað eða ekkert. Um
mitt sumar í fyrra var gasolíutonnið
selt á 12.000 krónur frá dælu en
11.000 af bíl. Það hækkaði fyrst um
100 krónur og síðan um 800 krónur.
Verð frá dælu er því 12.900 krónur
og 11.900 af bíl. Bensíntonnið kostaði
um mitt sumar á síðasta ári 31.400
krónur. Það hækkaði síðan allt upp
í 36.000 en lækkaði aftur nú um
helgina niður í 35.000 krónur. Þá
lækkaði einnig svartolía en gasolían
ekki. HERB
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
Vísitölur
Lánskjaravísitala í janúar 1986 er 1364
stig en var 1337 stig í desember og verður
1396 í febrúar. Miðað er við grunninn 100 í
Olíuverð hrapar nú í verði á heimsmarkaði. Verðhrunið gæti þýtt sparnað fyrir Islendinga, sem nemur um 1.4 millj-
arði króna á ári. -DV-myndPK
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem
eru 50 þúsund að nafnverði.
júní 1979.
Byggingarvísitala á 1. ársíjórðungi 1986
er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699
stig á grunni 100 frá 1975.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 21 -31.01. 1986
innlAnmeðsérkjörum sjAsérusta llil 11 jj Íí Íí Íiii Ihl
innlAn överðtryggð
SPARISJÓÐSBÆKUR Úbundin innstnða 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2S.0 26.6 25,0 25.0 23.0 23.0 25,0 23.0 25.0 25.0
6 mán.uppsögn 31.0 33.4 30,0 28.0 26.5 30.0 29.0 31.0 28.0
12 mán.uppsogn 32.0 34.6 32.0 31.0 33.3
SPARNAÐUR - LANSRÉTTUR Spír.ð 3-5 min. 25.0 23.0 23.0 23,0 23,0 25.0 25,0
Sp.Gmán.ogm. 29.0 26.0 23.0 29.0 28.0
INNLANSSKfRTEINI Til 6 máruiAa 28.0 30.0 28,0 28.0
TÉKKAREIKNINGAR Avisanarcikningsr 17.0 17,0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10,0 10.0
Hiaupartikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0
INNLAN verotryggð
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0
6 mán uppsogn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0
INNLAN gengistryggð
GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadoilarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7,5 7.5 7.5 8.0
Starlingspund 11.5 11.5 11,0 11.0 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5
Vastur-þýsk mork 5.0 4.5 4,25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5
Dartskar krbnur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0
útlAnóverðtryggð
ALMENNIRVlXLArt (forvtxtir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30,0
VIÐSKIPTAVlXLAR (forvaxtir) 34.02) kg« 34.0 kga 32.5 kim kga 34,0
ALMENN SKULDABRÉF 32.03) 32.0 32.0 32.0 32.0 32,0 32.0 32.0 32.0
VH1SKIPTASKULDA8RÉF 35.0 2) kgt 35,0 kga 33.5 kga kga 35.0
HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 31,5 31,5 31,5 31,5 31.5 31,5 31,5 31,5 31,5
útlAnverðtryggð
SKULDABRÉF A6 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Langri an 2 1 /2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTlAN TIL FRAMLEIÖSLU
SJANEÐANMALS!)
í Bandaríkjadollurum 9,75%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýskum mörkum 625%.
2) 'öð kaup á viðskiptavúdum og viðskiptaskuldabréfúm er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í
Hafnarfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj.
3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilaiána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og
nvfirðtrvppð lán. nema í Albvðuhankanum oe Verslunarhankanum.
ÞETTAERBARA
DAGASPURSMÁL
segir oddvitinn á Bíldudal um kaup á Sölva Bjamasyni
„Það styttist í að það verði skrifað
undir. Þetta er bara dagaspurs-
mál,“ sagði Magnús Bjömsson, odd-
viti á Bíldudal og stjómarformaður
fiskvinnslunnar þar, er DV spurði
um kaup Bílddælinga á togaranum
Sölva Bjamasyni af Fiskveiðasjóði.
Skipið var gert út frá Bíldudal en
eigandi þess var Tálkni hf. á Tálknaf-
irði.
Þegar tilboð í Sölva Bjarnason
vom opnuð á skrifstofu Fiskveiða-
sióðs 21. janúar revndist tilboð Út-
gerðarfélags Bílddælinga hæst, 150,5
milljónir króna. Næsthæsta tilboð
kom frá Bjama Andréssyni á Tálk-
nafirði, sem átti helminginn í Tálkna
hf.
KMU
„Ég lít svo á að við séum klárir,"
sagði Magnús.
Bílddælingar stofnuðu Útgerðarfé-
lag Bílddælinga sérstaklega til að
kaupa Sölva Bjamason. Hlutafé er
32 milljónir króna. Fiskvinnslan er
langstærst, með þrjá fjórðu. Hrepp-
urinn er næststærstur. Hluthafar em
alls um 60 talsins, þar af fimm fyrir-
tæki. Lætur nærri að önnur hver
fjölskylda á Bíldudal hafi lagt fram
hlutafé.
Sölvi Bjamason var sleginn Fisk-
veiðasjóði á uppboði 3. september
fyrir 146 milljónir króna. Krafa
sjóðsins nam 172 milljónum króna.
Togarmn Sölvi Bjarnason.