Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Qupperneq 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 7 Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Litið inn í Landssmiðjuna: Eitt ár í eigu starfsmanna og uppsveifla í rekstrinum „Reksturinn gekk vel á síðast- liðnu ári og Landssmiðjan skilaði hagnaði. Þegar við starfsmennimir tókum við rekstrinum af ríkinu um áramót 1984/1985 stefndum við að 30% veltuaukningu. Því markmiði náðum við. Galdurinn er aðallega fólginn í góðri samvinnu og mikilli hagræðingu í öllum rekstri," sagði Þorleifur Markússon, stjómarfor- maður Landssmiðjunnar, er blaða- mann bar að garði Landssmiðjan var í eigu ríkisins til byrjunar ársins 1985. Síðan þá hafa starfsmennirnir sjálfir rekið smiðjuna. Af 66 starfsmönnum, sem nú starfa hjá fyrirtækinu, á 21 hlut í því. Hluthafarnir eru allir virkir starfsmenn Landssmiðjunnar. Fimm þeirra mynda aðalstjóm fyr- irtækisins. „Iðnaðarráðuneytið átti hug- myndina að því að starfsmenn keyptu fyrirtækið, Það var á þeim tíma sem sala á ríkisfyrirtækjum var í algleymingi. 50-60 starfsmenn vildu vera með í upphafi en síðan fækkaði í hópnum og eftir varð 21. Allir eru þeir eigendur enn í dag. Hlutfé nemur um 4 milljónum króna en heildarverðið er um 20 milljónir. Við endurskipulögðum alla starf- semina, komum af stað tölvukerfi og hagræddum rekstrinum til muna. Öll yfirbygging og skrif- stofuhald hefur minnkað. Einnig höfum við lagt meiri áherslu á verslunina sem nú er flutt í Árm- úla. Þar hefur almenningur betra tækifæri til þess að nálgast það sem við erum að framleiða," sagði Þorleifur. og skápa og fleira, þótt aðaláhersl- an sé lögð á innréttingar i birðar- geymslur. „Það eru svo margir sem gleyma Landssmiðjunni og hennar fram- leiðslu. Við erum að reyna að auglýsa meira en áður var gert,“ sagði Þorleifur stjórnarformaður. Samheldnin er okkar styrkur „Starfsfólkið hefur lagt sig mjög UMSJON: KATRÍN BALDURSDÓTTIR Framleitt allt frá heimilishill- um í stórar verksmiðjuvélar Hjá Landssmiðjunni er fyrst og fremst verið að framleiða vélar fyrir fiskimjölsverksmiðjur, eins og er einungis fyrir þær innlendu. Ætlunin er þó að færa út kvíarnar og gera tilboð erlendis sem nú þegar er í undirbúningi. Einnig er veitt þjónusta við alls konar loftverkfæri, loftpressur o.s.frv. Nú einnig er hægt að fá þarna ýmislegt til heiniilis, hillur fram. Það hefur reyndar alltaf gert það í þau 30 ár sem ég hef starfað hérria. Sama þótt ríkið hafi verið húsbóndinn," sagði Guðmundur Finnbjörnsson, sölustjóri Land- ssmiðjunnar. „Breytingin er þó áhugaverð, það er ekki leiðinlegra að vera sjálfur eigandi. Það er ýmislegt að gerast hjá okkur við erum að taka upp ný viðfangsefni, fyrirtækið má ekki úreldast,“ sagði Guðmundur. „Við renndum auðvitað blint í sjóinn þegar við tókum við. Við vissum ekki hvernig þetta mundi fara. En við treystum á guð og lukkuna og þetta tókst. Og sam- heldnin er fyrst og fremst okkar styrkur. í upphafi héldum við að samstarfið gæti orðið þrándur í götu, en á öllu þessu ári hafa engar alvarlegar deilur komið upp,“ sagði Guðmundur. Við borgum alltaf okkar skuld- ir „Ég er sáttur við þessa eigna- breytingu. Maður er alltaf að reyna að gera sitt besta og hefur alltaf gert öll þessi 30 ár sem maður hefur unnið hér. Það er þó meira gaman að vinna við sitt eigið fyrirtæki. En barnið okkar er ungt og við erum peningalitlir, við viljum ekki taka meiri lán, það er dýrt. En við eigum örugglega meiri útistand- andi skuldir en við sjálíúr skuldum. Við stöndum alltaf í skilum. Mér fannst rétt af okkur að kaupa Landssmiðjuna úr því sem komið var. Það stóð jafnvel til að ríkið legði fyrirtækið niður. Ég hef starfað hjá fyrirtækinu siðan ég fór að búa og hef taugar til þess. Mér líst vel á framtíðina hjá fyrirtæk- inu undir okkar stjórn.“ sagði Finnbogi Jónsson sem vinnur við plötusmíðar, nýsmíðar og alls konar viðgerðir. Hans hlutafé í fyrirtækinu er 230 þúsund. „Sumir eiga minna og aðrir meira," sagði Finnbogi. Engin kona hluthafi „Þetta er dæmigert karlafyrir- tæki," sagði Fannev Úlfljótsdóttir, sem vinnur við bókhald fyrirtækis- ins, er hún var spurð hvers vegna engin kona ætti í fyrirtækinu. „Maður átti ekki peninga til að leggja í þetta. Enginn verður ríkur á því að vinna hjá ríkinu í 30 ár.“ sagði Kristjana Sveinsdóttir sem vinnur á teiknistofunni. „Breytingin var ágæt en starfs- fólki á skrifstofunni var fækkað um helming. Það var erfitt að sjá á eftir vinnufélögunum sem sumir urðu að fara þótt þeir vildu vera áfram,“ sagði Guðbjörg Péturs- dóttir sem unnið hefur hjá Land- ssmiðjunni í níu ár. „Samheldnin er okkar styrkur,“ sögðu stafsmennimir Guðmundur Finnbjömsson sölustjóri og Þorleifur Markússon stjórnarformaður sem báðir eiga í Landssmiðjunni, sem hefur verið í eigu starfsmanna í eitt ár og gengið vel. Finnbogi Jónsson starfsmaður í Landssmiðjunni í 30 ár og einn af núver- andi eigendum. Hér er hann að slípa stál. „Þetta er dæmigert karlafyrirtæki," sögðu þær Fanney Ulfljótsdóttir, Inga Hjartardóttir, Kristjana Sveinsdóttir og Guðbjörg Pétursdóttir er DV hitti þær fyrir á kaffistofu Landssmiðjunnar. Af 66 starfsmönnum em 7 konur sem vinna hjá fyrirtækinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.