Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Saudi Arabar dæla svo að út úr flóir á markaðnum Verðsigið á olíumarkaðnum tók nokkra dýfu í síðustu viku og í prúttinu beggja vegna Atlantshafs komst verð á Texasolíu og Norður- sjávarolíu niður fyrir 20 Banda- ríkjadali olíufatið, í fyrsta skipti síðan 1979. Meðalverðið á hráolíunni var um átján dalir um helgina en ekki er víst að þar verði numið staðar. Yamani, sá frægi olíuráðherra Saudi Arabíu, hefur sagt að ekki sé óhugsandi að olíuverðið geti fallið niður í fimmtán dali fatið. „Því eru raunar engin takmörk sett hvað verðið getur skrúfast niður,“ sagði Yamani á frétta- mannafundi OPEC og varaði við bví að það gæti haft hin alvarleg- ustu áhrif á efnahagslíf heims. Titringur á peningamarkaðn- um Þótt hörkuvetrarveður hafi gengið yfir Evrópu í lok síðustu viku og um helgina hefur þetta verið mildur vetur og það, ásamt offramleiðslu oh'unnar, hefur gert sitt strik í olíureikninginn. Afleið- inganna er þegar tekið að gæta á peningamörkuðum. Til dæmis hafa Bretar, sem eru fimmtu stærstu olíuframleiðendur í heimi, mátt horfa upp á sterlingspundið hrapa niður í sína lægstu stöðu síðan í október. Dollarinn er kominn nið- ur í 190 japönsk jen því að þrátt fyrir horfur á lægri eldsneytis- kostnaði hafa verðbréf fallið í verði vegna fyrirsjáanlegs taps banda- rískra olíufyrirtækja. Og tifið í tímasprengjunni, eins og sumir kalla skuldasöfnun þró- unarríkja á borð við Mexíkó, Ní- geríu og fleiri, hækkar stöðugt á meðan forráðamenn þessara ríkja skima eftir leiðum til öflunar tekna í stað tekjumissis af olíunni. Á meðan hafa stærstu olíukaupend- ur, eins og Japanir, Frakkar, og Brasilíumenn, getað hlakkað yfir þróuninni, nær sligaðir af olíu- reikningum heils áratugar. Dæla svoaðút af flóir Þessi titringurá peningamörkuð- um hefur skyggt á átökin milli framleiðendanna, eins og milli Saudi Araba og Norðursjávarolíu- aðilanna. Enginn gengur þess gruflandi að verðfall olíunnar að undanförnu á rætur að rekja til þess tiltækis Saudi Araba að láta olíu sína flæða yfir markaðinn. Það var með ráðum gert að dumpa þannig markaðinn og þar með verðið niður því að neyða átti breska og norska olíuframleiðend- ur til samstarfs við OPEC um samdrátt í framleiðslunni til þess að halda olíuverðinu uppi. Frá því 1981 hefur olíuframleiðsla Breta úr Norðursjó aukist úr 1,8 milljón olíufötum á dag í 2,6 millj- ónir. En þeir við Norðursjóinn voru ekki einir um að auka fram- leiðslu sína. Ýmis aðildarríki OPEC-samlagsins fóru ekki leynt með að þau þverskölluðust við kvótaskiptunum innan samtak- anna og fóru langt upp fyrir sína kvóta. Saudi Arabar héldu ein- hverju jafnvægi með því að draga úr sinni framleiðslu í staðinn en þegar samheijamir innan OPEC brugðust því að fylgja verðákvæð- um tók úr steininn hjá Saudi Aröb- um. Skrúfuöufulltfrá Saudi Arabar misstu þolinmæð- ina og skrúfuðu fullt frá. Um hríð tvöfölduðu þeir framleiðslu sína og voru komnir um það bil upp í >, Unnið við mexíkanska olíuborholu. - sinni ef oliutekjurnar bregðast? fimm milljón olíuföt á dag. Þessi stefnubreyting var síðan staðfest opinberlega í desemberbyrjun þeg- ar olíuráðherrar OPEC-landa boð- uðu á fundi i Vín að sölusamlagið einsetti sér að endurheimta sinn „sanngjarna hlut“ cg gilti einu hve langt niður verðið félli í baráttunni að því marki. Nú, tveim mánuðum síðar, leggur Yamani enn sitt traust á það að þeim í OPEC takist, áður en yfir lýkur, að beygja Breta, Norðmenn og Mexíkana til samstarfs um drottnun olíumarkaðarins fremur en þeim endist til að etja kappi í verðstríði við hina auðugu Saudi Araba. Enn sem komið er, og þrátt fyrir 37% verðfall, sjást lítil merki þess að þessir þrír ofannefndu aðilar utan OPEC séu að brotna. Smá- brestur sást þó í síðustu viku þegar Káre Kristiansen, olíuráðherra Noregs, sagði að Noregur mundi leggja því lið að stemma stigu við verðfallinu en því aðeins að aðrir legðust einnig á eitt. Bretar sýndu hins vegar enga tilhneigingu í þá átt. Breska stjómin bar til baka flugufregnir um að Peter Walker orkumálaráðherra hefði ráðgert fund með Yamani. Eitt orð ræður markaönum Olíuráðherrar fimm OPEC-ríkja, sem skipa markaðsnefhd samtak- anna, komu saman til fundar í Vín í gær til þess að ræða framleiðslu- takmarkanir og fleira og getur verðþróunin markast nokkuð af niðurstöðu þeirra. Eins getur kalda veðrið um helgina í Evrópu haft áhrif á þá þróun. Ef OPEC segir að það auki dagsframleiðsluna upp í 18,5 milljón olíuföt þá fellur verð- ið þegar í stað. Ef samtökin segjast ætla að skera framleiðsluna niður í 16 milljónir getur verðið hoppað aftur upp í 24-25 dali fatið. Margir spá því að OPEC muni láta undan síga og kjósa heldur að draga aftur úr framleiðslunni. Sýndist þeim íran hneigjast að þessu þegar Teheranstjórnin boð- aði í síðustu viku að dregið yrði úr útflutningi og hætt að selja á spotmörkuðunum svonefndu. Hitt gerist að vísu sjálfkrafa, OPEC 1 hag, að með lækkandi verði munu ýmsir smærri framleiðendur draga úr sinni framleiðslu, einkanlega þeir sem eiga eldri og takmarkaðri borholur, eins og í Bandaríkjunum. En þeir sem aðallega hafa það í hendi sér að stýra framleiðslu- magninu eru auðugustu aðilarnir að OPEC, Saudi Arabía og Kuwait. Skuldaríkin verða harðast úti Af öllum afleiðingum verðfalls olíunnar jafnast engin á við áhrif hennar á skuldastöðu sumra stærstu skuldasafnara heims. Tíu af tuttugu stærstu skuldaríkjum heims eru olíuútflytjendur, enda er drjúgur hluti skuldasöfnunar þeirra tilkominn til þess að fjár- magna í byrjun olíuleit og vinnslu. Sérfræðingum reiknast svo til að haldist verðið í 20 dollurum olíu- fatið út allt árið 1986 muni þessi tíu ríki tapa 25 milljörðum dollara í olíutekjum frá því í fyrra. Auðvit- að miðuðu þau lántökumar við það að geta með olíutekjunum endur- greitt skuldimar því að allir hafa litið á olíuna sem verðmæti, oft kallað „svartagull“, sem fer að orka tvímælis. Margir bandarískir bankar voru meðal þeirra sem verst fóm út úr verðbréfahruninu í síð- ustu viku. Flestir stórir bankar eiga útistandandi stór erlend lán og í iðnaðarborgum, sem háðar eru aðkeyptri orku, hafa margir bank- ar lánað ótæpilega olíufyrirtækjum heima fyrir. Mexíkó lendir líklega í van- skilum Einn stærsti skuldasafnarinn í þróunarheiminum er Mexíkó með um 96 milljarða dollara skulda- byrði. Mexíkanar hafa mjög byggt framtíðaráætlanir sínar á olíutekj- um og eru afar illa undir það búnir að þurfa að standa lengi af sér verðfall olíunnar. Þeir þurfa 7-8 milljarða dollara á þessu ári bara til þess að mæta vaxtagreiðslum og afborgunum. Hver eins dollars lækkun olíunnar kostar Mexíkana 500 milljónir dollara. Þeir standa um þessar mundir i samningum um 4,5 milljarða dollara viðbótarlán en með minnkandi olíutekjum gætu þeir þurft 3 milljarða því til viðbótar. Hættan á að Mexíkó geti ekki staðið í skilum þykir mjög mikil. • Bretar ráða ekki Norðursjáv- arolíunni Bretar eru bundnir í báða skó í hlutverkum sínum sem olíuútflytj- andi annars vegar og hins vegar sem forgönguaðili meðal iðnaðar- ríkja. Lægra verð mun draga úr skatttekjum ríkissjóðs af olíu- vinnslunni (um 9% af öllum skatt- tekjum Breta) en hins vegar verkar það til minnkandi verðbólgu. Menn eru farnir að tala um að verðfallið í janúar einum muni hindra þær áætlanir bresku stjórnarinnar að lækka tekjuskatt einstaklinga um 2 milljarða sterlingspunda. Á hinn bóginn kemur olíulækkunin ein- staklingum til góða í lægri bensín- kostnaði og lægri húshitunar- kostnaði. Breska stjórnin ræður samt nær engu um framleiðslu- magn eða verðlag Norðursjávarol- íunnar. Það er í höndum þeirra fyrirtækja sem tóku landgrunnið á leigu til olíuvinnslu. Engir hagnast eins mikið á þess- ari verðþróun olíunnar og Japanir sem flytja inn 90% sinnar olíu. Búast þeir við því að orkureikning- ur þeirra gæti lækkað um allt að 50%. Oliuráðherrar OPEC, sölusamlags olíuútflutningsríkja, þinga í Vín um olíuframleiðsluna, ráðnir í að endurheimta fyrri markaðshlutdeild sína. Umsjón: Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.