Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Page 32
68*78 58 Ritstjóm-Augl i27022 Hafir þú ábendingu eða vitn- eskjn nm frétt - hringdn þá í sima 687858. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DT, greiðast 1.000 krónnr. Fyrir besta fréttaskotið í hverri vikn greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Tið töknm við fréttaskotum allan sólarhringinn. ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1986 Ekiðá65ára mann _ 65 ára maður varð fyrir bifreið á bileppsvegi í gær. Maðurinn var að fara yfir gangbraut þegar ekið var á hann. Bílstjóri bifreiðarinnar gerði tilraun til að koma í veg fyrir slys. Bifreiðin fór upp á eyju og hafnaði þar á ljósastaur eins og sést hér á myndinni. Maðurinn var fluttur á Slysadeild. Kann var með áverka á höfði en ekki í lífshættu. Annar eldri maður varð fyrir bif- reið á gatnamótum Hringbrautar og Furumels. Maðurinn slasaðist ekki mikið. - SOS/DV-mynd:S Sigurður L Guðmunds- son borgarfulltrúi: Engin kæra „Nei, ég hef ekki lagt fram beiðni um rannsókn á prófkjörinu. Það er rétt, að ég hafði um það orð að ákveða mig í gærkvöldi um hvort ég legði fram slíka beiðni. En þetta hefur dregist og ætli það dragist ekki að minnsta kosti einnig út daginn í dag,“ sagði Sigurður E. Guðmunds- son, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, í morgun. Eftir prófkjör flokksins um helgina gerði Sigurður harkalegar athuga- "semdir um afskipti flokksforystunn- ar, um bandalag mótframbjóðenda og um að notaðar hefðu verið ný- smurðar kosningavélar einstaklinga í prófkjöri sjálfstæðismanna. Sam- kvæmt traustum heimildum DV er eins víst að Sigurður láti málið niður falla vegna þess hve prófkjörsreglur Alþýðuflokksins séu óljósar og máls- atvik sömuleiðis. HERB T RAUSTIR MENN 25050 senDiBíLPSTöÐin LOKI ' Er ekki rétl að parkera spari- bauknum og fá sér einrr amriskan og átta gata? Ríkisstjómin krafin svara Ríkisstjómin hefur lofað aðilum vinnumarkaðarins skriflegu svari um til hvaða aðgerða hún er tilbúin að grípa í verðlagsmálum til að halda verðbólgunni niðri. Fjallað verður um þessar aðgerðir á ríkis- stjómarfundi í dag og búist við að svar liggi fyrir á miðvikudag eða fimmtudag. Fulltrúar Alþýðusambandsins, Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambandsins funduðu með fulltrúum ríkisstjómarinnar í. gær. Þar kom fram jákvæður vilji af hálfu ríkisstjómarinnar til að halda gengi stöðugu, endurskoða verðlag opinberrar þjónustu og endurskoða skatta- og vaxtamál. Alþýðusambandið hefur lagt fram ákveðnar hugmyndir um aðgerðir í efnahagsmálum. Lagt er til að ekki komi til frekari hækk- ana á opinberri þjónustu á árinu, dregnar verði til baka hækkanir sem ákveðnar vom í ársbyrjun, fyrirframgreiðslur skatta verði lækkaðar, skattvísitalan verði lag- færð og útsvör lækkuð. Þá er lagt til að gripið verði til aðgerða til að lækka vexti. Einnig að greiðslu- kortanotendur beri kostnað af slík- um viðskiptum. Þá er varpað fram þeirri hugmynd að beita tímabund- inni verðstöðvun i 6 til 9 mánuði. Ekki er samkomulag milli ASÍ, VSÍ og VSM um þessar leiðir. Hins vegar em aðilar sammála um að ekki verði komist lengra í samn- ingamálum nema að svör ríkis- stjómarinnar liggi fyrir um aðhald í verðlagsmálum. „Við viljum reyna til þrautar að ná kaupmættinum upp án þess að þurfa að fara í gegnum verðbólgu- hringinn aftur. Við komumst ekki lengra áfram í samningamálunum nema að fá fram vilja ríkisstjórnar- innar til að halda verðlagi niðri,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASl, í gær. -APH Fundur samningsaðila meö oddvltum rikisstjórnarinnar i gær. Karl Steinar Guðnason, Guðmundur J. Guðmundsson og Vfglundur Þorsteinsson ræða við Þorstein Pálsson fjármálaráðherra. DV-mynd GVA ISAFJARÐARKENNARAR SEGJA NÆR ALUR UPP eru að þrýsta á Kennarasambandið Kennarar i Grunnskóla Isafiarð- ar riðu á vaðið í nýjum kjaraslag kennara þegar þeir lögðu flestir inn uppsagnarbréf á föstudag. 38 af 42 kennurum skólans, þar á meðal skólastjórinn, segja upp með þriggja mánaða fyrirvara. Upp- sagnimar taka því gildi 1. maí. Menntamálaráðherra hefúr heim- ild til þess að fresta gildistöku þeirra um þrjá mánuði og þar með fram yfir skólalok á þessum vetri. „Við verðum að ýta með þessum hætti á Kennarasamband Islands og viðsemjendur okkar hjá ríkis- og fjármálaráðherra valdinu. Til þess fór KÍ úr Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja að ná betri árangri. Ef sú barátta hefst ekki núna töpum við heilu ári úr og þá er til lítils unnið,“ segir Jón Baldvin Hannesson skólastjóri. I haust tókst eftir mikið bardús að fylla í flestar lausar kennarastöður en í 14 af 18 stöðum fengust aðeins réttindalausir kennarar. „Eftir þriggja ára háskólanám fá byijendur í kennslu 24.347 krónur á mánuði. Það er að vísu 1.500 krónum meira en sá fær sem byrjar án réttinda. En með þetta fyrir augunum þykir okkur það út i hött að Kennarasambandið eyði allri orku sinni í einhverja 5% hækkun til þess að ná kennurum í Hinu íslenska kennarafélagi. Það er út af fyrir sig gott og gilt markmið en miklu meira þarf til að koma svo að nokkurt vit sé í kjarabaráttu okkar,“ segir Jón Baldvin. Einhver hreyfing er á kennurum annars staðar en á ísafirði. Ekki munu þó hafa komið fram álíka hópuppsagnir í öðrum skólum ennþá. HERB Tvær peninga- sendingar til Frankfurt horfnar — sendingamar vom að upphæð 1,2 milljj. Tvær peningasendingar Búnaðar- banka Islands til V-Þýskalands að upphæð samtals 1,2 milljónir ís- lenskra króna í v-þýskum mörkum eru horfnar. Gjaldeyririnn var send- ur í seðlum og tryggðum ábyrgðar- pósti til banka í Frankfurt 21. októb- er og 28. nóvember. Staðfestingar um móttöku komu ekki frá bönkunum í Frankfurt en peningarnir voru send- ir í gegnum sama pósthúsið í Ham- borg. Póstur og sími í Reykjavík segir að peningamir hafi verið sendir úr landi. Spumingin er þá hvort pen- ingarnir hafi farið rétta leið frá póst- húsinu í Hamborg. Það er verið að vinna við rannsókn málsins og er hugsanlegt að Rannsóknarlögregla ríkisins leiti til Interpol vegna máls- ins. Ábyrgðarsendingamar vom tryggðar hjá Bmnabótafélagi ís- , lands. -SOS Framsóknarmenn í Kópavogi með f orval Völdu sex Á fundi framsóknarmanna í Kópa- vogi í gærkvöld fór fram eins konar forval frambjóðenda í prófkjör vegna bæjarstjómarkosninganna í vor. Þau sex sem fengu flest atkvæði em Guðrún Einarsdóttir, Skúli Sigur- grímsson, Elín Jóhannsdóttir, Einar Bollason, Ragnar Snorri Magnússon 1 og Guðlaugur Guðmundsson. Framsóknarflokkurinn hefur nú tvo bæjarfulltrúa, Skúla og Ragnar Snorra. Sá síðamefndi gefur ekki kost á sér í prófkjörið þrátt fyrir fylgið í gærkvöldi. -HERB Þrjár stúlkur handteknar Þijár stúlkur, 13-14 ára, vom handteknar í nótt í versluninni Stans við Kaplaskjólsveg þar sem þær höfðu brotist inn. Þegar lögreglan kom á staðinn vom stúlkumar búnar að leggja hald á sígarettur og sæl- gæti. Við yfirheyrslu játuðu stúlk- umar að hafa áður brotist inn í verslunina. Það var 30. janúar. Stúlkumar vom fluttar á upptöku- heimili eftir yfirheyrslur í nótt. -SOS Ráðherra ógildir ráðningar Ný og betri staða er komin upp ' deilu flugumferðarstjóra og flug- málastjóra eftir að Matthías Bjama- son samgönguráðherra ákvað á föstudag að ógilda ráðningu vakt- stjóra. Félag flugumferðarstjóra sakaði Pétur Einarsson um að ráða „gæð- inga“ sína í tvær vaktstjórastöður. Ráðherrann hyggst auglýsa stöðum- ar fiórar og ráða í þær sjálfur. Kröfú sinni um afturköllun áminn- ingarbréfa hafa flugumferðarstjórar ekki fengið framgengt. Ráðherrann kveðst hins vegar reiðubúinn að skoða hvert tilfelli. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.