Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 1
Hver ferð er fjár verð, stendur á vísum stað. Það er skoðun okkar og eflaust þess aðila sem í vikunni var útnefndur ferðakóngur kerfisins. Við ætluðum að ná tali af ferðakónginum í gær en hann var erlendis. En við náðum öðrum sem er í kaupsýslu og ferðast um viða veröld. Sá aðili prýðir forsíöuna i dag. Þeir sem eru á þessari línu þurfa að vita hvar bestu hótel í heimi hér eru staðsett að mati erlendra samherja. Frá því segjum við í blaðinu í dag ásamt fleira er ferðamál varðar. DV feröast víða - er til dæmis með báða fætur i S-Afríku um þessa helgi; gæti verið með aðra löppina á Langanesi um næstu helgi, aldrei að vita. Upplýsingamálaráðherra S-Afríku gefur DV-blaða- manni upplýsingar, nú um engla og djöfla. Fleiri hafa haft samband við þá þrýstihópa i gegn- um tíðina — til dæmis hann Bubbi, sem er aftur kom- inn á kreik og tekur yfir Rokkspilduna. Og austur- þýski flóttamaðurinn, sem fyrstur fór yfir Berlínar- múrinn hér um árið. Þeir sem starfa við fjöl- miðla þekkja þrýstihópa og fjölmiðlarnir eru með alls konar þrýsting á flestaogallirfárast. Pistillinn hennar Hildar, Fárast yfir fjöimiðlum, hóf göngu sína um síðustu helgi og haldið er áfram af kappí. Nýja settið í sjónvarpinu er gegnum- lýst og líka veðurkortið sem veðurfræðingarnir sjá ekki. Erlend bóksjá, sérstæð sakamál, sælkerinn Sig- mar, hin hlíðín á hand- boltastrák, allt er það pottþétt og forvitnilegt lesefni. Skemmtileg tilvilj- un að þetta er hér « blað- inu í dag. Dugi þetta ekki yfir helg- ína þá er allt um útgefnar sögur á síðasta ári, kross- gáta, skák og mát og bridge og svo laugar- dagspistillinn á sínum stað. Best væri að leggjast i ferðalög svo maður heföi verulegt næðí til að iesa helgarblaðið. Það eru ekki allar ferðir til fjár, þótt farnar séu. Sumar eru farnar til lestr- ar. ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.