Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986. Fjölmiðlar Fjölmiðlar Fjölmiólar Fjölmiðlar Ingvi Hrafn flaug um víða veröld í leit að nýjungum, og... VEÐURFRÆÐIN G ARNIR STÁ EKKI KORTIÐ! „Ég fór í mánaðarferð um Bret- land og Bandaríkin, heimsótti allar stóru sjónvarpsstöðvamar og ræddi þar við toppmenn áður en ég tók við fréttastjórastarfinu á sjónvarpinu,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, einn helsti höfundur þeirra breytinga sem orðið hafa á fréttatíma sjónvarpsins upp á síð- kastið. Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að nýr maður er í brúnni. Fréttatímar sjónvarps hefjast nú með þvílíkum ósköpum að engu er líkara en Islendingar séu komnir til útlanda. Tölvuúrið telur niður eins og verið sé að skjóta þjóðinni út í geiminn klukkan átta á hverju kvöldi og svo snýst hnötturinn okkar allra, sveipaður íslenska fánanum við undirleik ritvélar og þjóðlegra stefja. Þjóðin situr stjörf og ánægð og fréttastjórinn er stolt- ur. Vígvöllur veruleikans Sjónvarpsþulurnar eru horfnár og fréttamenn komnir í þeirra stað. örir og öruggir, nýkomnir af víg- velli veruleikans en þó þvegnir og stroknir eins og sannir heimsborg- arar. Að baki þeirra er risamynd af Reykjavík að nóttu, Sjómanna- skólinn og Háteigskirkja minna á skýjakljúfana á Manhattan í New York. „Þessi Reykjavíkurmynd, sem er að baki okkar, er tekin af Leifi Þorsteinssyni ljósmyndara efst úr Breiðholtinu og það sem við sjáum á skjánum er aðeins mjög stækkuð ræma úr litfilmu. Þessi mynd á náttúrlega að vera dæmigerð fyrir Reykjavík og gefa til kynna hvað- an fréttirnar eru sendar. Þetta er vetrarmynd og með hækkandi sól verðum við að verða okkur úti um aðra mynd, sumarmynd úr Reykja- vík og hún verður að sjálfsögðu tekin á sama stað - efst í Breið- holtinu," sagði Ingvi Hrafn. Krossviður með bláu teppi Borðið sem fréttamennimir sitja við í fréttaútsendingu, blátt og bogið, er í öllum aðalatriðum eins og borðið sem BBC notar í aðal- fréttatíma sínum. „Að vísu gerði Snorri Sveinn Friðriksson, völund- arsmiður okkar sjónvarpsmanna, lítillegar breytingar á því en það er í aðalatriðum eins og hjá BBC. Þetta er ósköp einfalt borð; kross- viður með bláu teppi.“ Kynningarstef fréttatímans var þó ekki sótt til útlanda, höfundur þess er Jakob Magnússon, Stuð- maður með meiru: „Ég bað Jakob um að gera þetta lag og hann blandar saman rit- vélaglamri og þjóðlegum tónum og ég er ákaflega ánægður með þetta verk hans. Tónlistina sendi ég svo til Bandaríkjanna ásamt íslensku fánalitunum og bað töframann sem ég kynntist þar ytra að gera tillögur um upphafs- kynningu fréttanna. Hann skilaði þremur tillögum og þessi, sem við höfum fyrir augunum nú, varð fyrir valinu," sagði Ingvi Hrafn. „Hug- myndin að kynningu sjálfra frétt- anna, það sem við köllum helsi, þegar drepið er á helstu frétta- punkta með myndum í upphafi fréttatímans, er hins vegar fengið beint frá bresku sjónvarpsstöðinni ITN.“ Veöurfræðingar í vanda Þó sjónvarpsþulurnar hafi verið látnar víkja fyrir fréttamönnum þá treysti Ingvi Hrafn sér ekki til að taka að sér hlutverk veðurfræðing- anna. En hann gerði þeim lífið erfiðara með ' því að stækka ís- landskortið og um leið að gera það ósýnilegt öllum nema sjón- varpsáhorfendum eða svo gott sem. I raun og veru sjá veðurfræð- ingarnir alls ekki merkingarnar á kortinu eins og þær koma fyrir augu sjónvarpsáhorfenda, aðeins útlínur íslands og verða síðan að benda á kortið eftir minni en geta stuðst við mynd á skjá sem stendur neðarlega til hliðar við þá. Það er ástæðan fyrir því að veðurfræðing- arnir eru alltaf að gjóa augunum niður á gólf um leið og þeir reyna að finna rétta staðinn með prikinu. „Ég kom með allar þessar breyt- ingar frá útlöndum og ég held að fólk sé ánægt með þetta, ég hef ekki orðið var við annað,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson og hann ætlar að halda áfram að breyta og bæta á meðan hægt er. -EIR Ingvi Hrafn og Edda Andrésdóttir búa sig undir að segja fréttirnar. Að baki þeim gnæfa turnar Stýrimannaskólans og Háteigskirkju og minna á skýjakljúfana í New York. Borgþór H. Jónsson veðurfræðingur reynir að átta sig á íslandskortinu sem hann sér í raun og veru ekki nema að hluta. --- Hreiðra sig Blikur og Kolkrabbinn fer Ég þoli ekki fólk sem tekur það að sér, eflaust fyrir of fjár, að segja eitthvað ljótt um fjölmiðlana í öðrum fjölmiðlum - og notar svo dýrmætt plássið til að segja okkur hinum að það hafi annaðhvort ekki nennt að fylgjast með hinu og þessu eða þá ekki komist til þess. Já, mér finnst þetta vægast sagt ómerkilegt og myndi aldrei stunda slík fjársvik sjálf. Hins vegar verð ég því miður aðjátaaðég... Mér dettur auðvitað ekki í hug að kenna sjónvarpinu um að ég skuli hafa forsómað það meira og minna í heila viku. Það hlýtur hins vegar eitthvað að vera að, ef maður hikar ekki við það, kvöld eftir kvöld, að æða í bíó, leikhús eða jafnvel í fjölskylduboð, án þess svo mikið sem biðja einhvem að taka hitt og þetta upp fyrir sig á vídeó! Nema skýringin sé sú að stofhunin hafi vísvitandi haft dagskrána svona óspennandi, hafi hreinlega viljað hvíla hrærðar tungur þjóðar- innar eftir Bryndísarþáttinn svo- nefnda. Slík voru a.m.k. viðbrögðin að afsönnuðu snarlega þau spak- legu orð Guðrúnar Ásmundsdóttui í Þjóðviljaviðtali að hvunndags- menn hafi dulda ánægju af yfir- sjónum mikilmenna. Nú, auðvitað var ég ekki gjör- samlega fyrirhyggjulaus og bað þvi góðan mann að taka upp fyrir mig örlagahárið hans Flosa. Hins veg- ar klikkaði ég á því að ég á ekkerí vídeó til að skoða það í og hef ekki einu sinni komist til góða mannsins til að sækja spóluna. En þetta ei nú óþarfa væll í mér, því að fyrir heppni sá ég annan þáttinn af Á fálkaslóðum. Og af því að ég var orðin svo glöð og góð og fróð af því að horfa á Hauk frænda spíg- spora kringum Mývatn, lét ég mig hafa það að kíkja á Pug frænda þramma fylulegan kringum Roose- velt og Hitler. Annars er þetta ágætisfólk og óþarfi af manni að vera að hnýta í það, en rosalega fer í taugamar á mér að þau hjónin skuli ekki geta ákveðið sig. Ég meina - ætla þau að skilja eða ekki? Mér e’r eiður sær að ég ætlaði að HILDUR FINNSDÓTTIR FÁRAST YFIR FJÖLMIÐLUM horfa á sjötta þáttinn af Sjónvarp- inu á þriðjudagskvöldið, en bara steinsofnaði út frá byrjuninni. Það getur þó varla verið mér einni að kenna, því að fólk, sem hélt sér vakandi yfir þessu, sagði mér að þátturinn hefði einmitt fjallað um það hvemig „gott“ sjónvarpsefni héldi áhorfendum vakandi - eða þannig. Svona eftir á er ég svo bara dauðfegin að hafa ekki þurft að horfa upp á það hvernig vesal- ings fátæka fólkið í Brasilíu er platað til þess frá morgni til kvölds að gleyma eymd sinni og volæði, bara til að það láti stjómvöldin í friði. Manni léttir nú bara við til- hugsunina um hvað okkar stjóm er hugrökk og hikar t.d. ekki við að leyfa sjónvarpinu að taka Dallas út af dagskrá í miðri samningalotu og kennaramir eins og þeir eru. Líklega hafa ráðamenn þó verið einum of fljótir á sér þama, því nú þykir fullsannað að drullusokkam- ir í Dallas bæti heilsu fólks á sjúkrahúsum til svo mikilla muna að það drifi sig fram úr rúmunum og hakki jafnvel í sig Dallas-pylsur frá SS eftir gláp. Mér tókst að vakna rétt á meðan Kolkrabbinn kvaddi og varð ekkert ógurlega sorgmædd á þeirri kveðjustundu, enda augljóst á öllu að þessir gæjar ætla sér að koma aftur fljótlega. Svo var ég eiginlega aldrei alveg sátt við aðalmanninn (man ekki einu sinni hvað hann hét). Maður er bara svo óvanur því í svona seríum að hetjumar klúðri öllu og klikki. Ég man ekki alveg hvað gerðist, ögmundur, en annaðhvort hringdi eitthvert fífl í mig þegar Kastljós var að byrja eða þá að ég valt út afaftur. Fram eftir öllum degi í gær (mið- vikud.) var ég hin rólegasta yfir augljósum skorti á efni í þennan dálk og sagði við sjálfa mig að úr því að bæði Flosi og Ómar gætu vikum saman reddað sér á vísunni í lokin færi ég auðvitað létt með að redda mér á Ómari, Simma, Agnesi og Akurenesingum. Og ef allt um þryti gæti ég hlaupið út í sjoppu og keypt Vikuna með við- talinu þar sem Davíð borgarstjóri segist í rauninni sofa svo ákaflega vel. Það er skemmst frá því að segja að Ómar og kó sviku mig illilega. Kannski gerir maður alltof miklar kröfur, en hvað heldur þetta lið að maður hafi áhuga á menningar- brölti og slori uppi á Skaga? Svo að ég tali nú ekki um hundmálefna- legan sílamálaráðherrann sem brosti varla að eigin bröndurum og getur örugglega ekkert sungið. Það gátu þó Friðjón leikbróðir hans, Diddú og Laddi, að ógleymdu Skaga-tríóinu, en það dugði bara ekki til. Vantaði allt fúttið. Þau hefðu betur fengið Steina sætu- kopp til að syngja smellinn kenn- arabrag eða segja skattalækkunar- brandara. Mér dettur þó ekki í hug að kvarta, eigandi til góða viðtalið við Davíð og tvítuga harmleikinn hans Flosa. Eða eins og ritstjórinn orð- aði það í allt öðru (?) samhengi: „Svona er nú lífið ef maður vill vera mjög heimspekilegur og gleyma því hvar maður er staddur í tilverunni. Hin lifandi stund er stutt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.