Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986. 27 í að hræða blökkumenn til liðs við sig og frekari þátttöku í ofbeldisaðgerð- um. Höfuðstöðvar ANC eru í L.usaka í Zambíu og í London. Þessir menn reyna að koma mál- stað sínum á framfæri hér í Suður- Afríku með rekstri útvarpsstöðvar er starfar undir verndarvæng kom- múnistastjórnarinnar í Eþíópíu og útvarpa ofbeldisáróðri sínum hingað daglega. Refsiaðgerðir auka ofbeldisverk í slíkum jarðvegi þrífst ofbeldið best og því er ljóst að refsiaðgerðir gera ekkert annað en að auka of- beldisverk hér í Suður-Afríku. Þetta er það sem menn eins og Tutu biskup boða á ferðum sínum erlendis. Boðskapur manna eins og Tutus virðist falla í góðan jarðveg erlendis vegna þess að fólk virðist almennt ekki gera sér grein fyrir þeim raun- veruleika er hér ríkir. í því efni hafa blaða- og fréttamenn ekki staðið sig sem skyldi. Það sem hér hefur gerst er í fyrsta lagi það að erlendar sjónvarpsstöðv- ar hafa gleypt við æsifregnum er sérstaklega hafa verið búnar til með slíkt í huga. Undirróðursmenn hafa hreinlega búið til fréttir, sagt sjónvarpsmönn- unum að búast mætti við tíðindum á þessum stað klukkan þetta. Fjölmiðlamennirnir mæta á stað- inn og sjá einhverjar fyrirfram undir- búnar róstur- og ofbeldisaðgerðir - brjótastút. Fölsk umfjöllun fjölmiðla Sú ímynd hefur verið búin til í erlendum fjölmiðlum að logar of- beldis séu bókstaflega að sökkva landinu. Auðvitað hefur margs konar of- beldi átt sér stað, en þetta hefur allt verið blásið út og alröng mynd verið gefm af ástandinu. Fréttir í dagblöðum hafa því miður ekki heldur gefið rétta mynd af ástandinu. Þar virðist aðaláherslan lögð á hið neikvæða og bókstaflega ekkert fjallað um jákvæðari hliðar á ástand- inu í landinu. Við erum engir englar í Suður- Afríku, en heldur engir djöflar. Þrátt fyrir öll okkar mistök og allar okkar syndir fáum við ennþá ranga og ósanngjarna umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. Ef við fengjum sanngjarna umfjöll- un, með öllum okkar mistökum, er ég sannfærður um að ímynd okkar myndi skána til muna. Mandela fangelsar sjálfan sig Við erum tilbúnir til að láta Nelson Mandela lausan án allra skilyrða, en aðeins ef hann afneitar frekari ofbeldisaðgerðum. Það verður að vera ljóst. Það táknar í rauninni ekkert ann- að en hann verði að lúta fullkomn- lega eðlilegri skyldu sérhvers íbúa hvaða lands sem er, er setið hefur í fangelsi fyrir ofbeldisaðgerðir. Það skiptir okkur miklu máli að hann afneiti frekari ofbeldisverkum því hann er álitinn vera leiðtogi ANC, samtaka er nota hvert tæki- færi til að efna til óeirða og ofbeldis hér í Suður-Afríku. Þetta gæti ekki verið skýrara. Að fara ekki fram á að Mandela afneiti ofbeldi væri að mörgu leyti uppgjafartónn gagnvart ANC og starfsemi þess í landinu og liti út eins og ofbeldisaðgerðir ANC vaeru ekki til. Mandela er einfaldlega að fangelsa sjálfan sig. Það eina sem við biðjum um er að hann afneiti frekara ofbeldi. Hann gæti orðið frjáls á morgun, efhann vildi." Myndir ogtexti: Hannes Heimisson Betri staða blökkumanna Ríkisstjórn Suður-Afríku er stað- ráðin í því að koma á frekari umbót- um. Ef litið er nokkur ár aftur í tímann og staða blökkumanna borin saman við hana eins og hún er í dag sést að ýmislegt hefur áunnist til hags- bóta fyrir blökkumenn. Og frekari umbætur eru á leiðinni. Þetta sér hver sanngjarn maður er af hlutleysi ber saman ástandið við það sem var áður. Viðræðunefnd, undir forystu P.W. Botha forsætisráðherra, hefur átt í viðræðum við leiðtoga blökkumanna um endurskoðun á stjórnlögum þessa lands með það meginmarkmið að ná samningum og samstöðu um nýja stjórnarskrá þar sem réttindi blökkumanna verði tryggð. Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á þessar viðræður. 1 hinni nýju stjórnarskrá verður kveðið á um borgaraleg réttindi allra íbúa Suður-Afríku, og yfirráðum eins kynþáttar yfir öðrum á skýran hátt hafnað. Valddreifing verður aukin og eng- inn kynþáttur undanskilinn frá því að hafa áhrif á ákvarðanatöku í þjóðfélaginu. Það er markmið ríkisstjórnarinnar að i stjórnarskránni felist grundvall- arréttindi um einn mann, eitt at- kvæði. Þá er ekki átt við einn mann, eitt atkvæði, í þeirri merkingu er við þekkjum við þingkosningar á Vest- urlöndum og er ættað frá Englandi. Slíkt kerfi myndi aldrei ná að festa rætur hér, enda hefur það brugðist í hverju einasta ríki á meginlandi Afríku þar sem það hefur verið reynt, þar sem fjölmargir kynþættir og ættbálkar mynda þjóðfélög. Meginástæða þess að við höfnum því er sú að slíkt kerfi felur ekki í sér neina tryggingu á réttindum minnihlutahópa. Eins og er hafa engin tímamörk verið sett fyrir þessa stjórnkerfis- breytingu, því eins og þú veist er alltaf erfitt að vera bundinn af tíma- mörkum á sama tíma og samninga- viðræður eiga sér stað. En það er stefna ríkisstjórnarinnar að þetta verði gert hið fyrsta. Því fyrr því betra. Tutu málar ástandið svart Ýmsir forystumenn blökkumanna, er telja sig verðuga fulltrúa í hags- munabaráttu kynbræðra sinna, hafa mjög svo barist fyrir auknum refsiað- gerðum gegn stjórn Suður-Afríku á erlendri grund. Meðal þessara manna er Desmond Tutu biskup. Tutu hefur leyft sér að vera með fullyrðingar um suður-afrískt borg- arastríð og annað í þeim dúr sem alls ekki gefur rétta mynd af ástand- inu. Hann er að reyna að mála ástandið svart hér því hann hefur undanfarna mánuði barist fyrir refsiaðgerðum gegn stjórnvöldum hér. Fyrir mann í hans stöðu er hér um að ræða mjög svo siðferðilega ranga baráttu og tengist ekki ímynd þinni um manneskju er nýlega ávann sér friðarverðlaun Nóbels. Refsiaðgerðir leiða ekki til neins annars en frekara atvinnuleysis í landinu og atvinnuleysið skapar enn frekara hörmungarástand með alls- herjar eymd og volæði þar sem hungrið sverfur að. „Það er langt frá þvi að einhugur og samstaða ríki i röðum blökkumanna, einfaldlega vegna þess að hörundslitur þeirra er svartur. Auðvitað er samstaða á milli þeirra í vissum málaflokkum, en þó eru þeir ósammála í fleiri,“ sagði Louis Nel. SAAB SEnT Seljumídag Saab 900 GL árg. 1983, 4ra dyra, drapp, beinskiptur, 5 gira, ekinn 56 þús. km, mjög fallegur bill. Skipti möguleg á ódýrari. Verð kr. 490.000. Saab 900 GLS árg. 1982, 5 dyra, Ijósblár, sjálfskiptur, ekinn 61 þús. km, mjög góður bíll. Skipti á ódýr- ari möguleg. Verð kr. 430.000. Saab 99 GL árg. 1983, 4ra dyra, Ijósdrapp, beinsklptur, 5 gfra, ek- inn 50 þús. km, góður bill. Verð kr. 400.000. Saab 900 GLS árg. 1982, 5 dyra, dökkblár, sjálfskiptur, ekinn 61 þús. km, góður bill. Verð kr. 430.000. Opið laugardag kl. 13—17. TÖGCURHR UMBOÐ FYRIR SAAB OG SEAT Bíldshöfða 16, símar 681530 - 83104. Léttur, Ijúfur og þéttur Þú eyðir u.þ.b. 1/3 hluta œvi þinnar í svefn og hvíld. Því skiptir það máli að þú veljir góðan kodda, - kodda sem veitir höfði og hálsi nákvœmlega réttan stuðning. Latex koddinn er hannaður til þess að mœta ítrustu krðfum vandlátra notenda og er prýddur fjölmðrgum kostum: • Hann er gerður úr hreinú náttúrugúmmfi, - sérstaklega hreinlegu efni sem hrindir frá sér ryki og óhreinindum og þolir þvott. Hann er því einnig mjög heppilegur fyrir þá sem þjást af ofnœmi, asma og heymœði. • 3000 rörlaga loftgöt sjá um að loftið leikur um koddann að innanverðu, - einstakt loftrœstikerfi sem tryggir jafnframt að koddinn heldur ávallt lögun sinni, er mjúkur og fjaðurmagnaður. Haltu þér fast! — Verðið kemur á óvart! Við erum með tvœr gerðir af Latex koddum: ^fajr— i.1 Mýkri gerð á kr.709.-Stífari gerð á kr.839.- $0, & Dunlopíllo Útsölustaðir: Hagkaupsbúðirnar Reykjavík, Njarðvík og Akureyri LY&TADUn Dugguvogi 8-10 Sími 84655

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.