Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986.
11
heimsmarkaði að undanförnu. Þess
hefur þó lítið gætt hér á landi.
Ríkisstjórnin er reiðubúin að flýta
verðlækkun á olíu og bensíni.
Lækkun á þessum vörum er fljót
að segja til sín í pyngjum heimil-
anna, svo ekki sé minnst á lækkun
útgerðarkostnaðar. Sú lækkun til-
kostnaðar ætti á móti að auðvelda
fyrirtækjunum í sjávarútvegi að
gera betur við sitt fólk.
Annað í svari ríkisstjórnarinnar
má líta á sem viljayfirlýsingu, við-
ræður um húsnæðismál og það að
stjórnin muni fyrir sitt leyti stuðla
að þvi að hækkun búvöruverðs á
næstunni verði stillt í hóf. Vinnu-
veitendur og Alþýðusambands-
menn voru sammála um það að
yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um
búvöruverðið væri langt frá því að
vera fullnægjandi og fara fram á
hætta væri á hörðum hnút. Hnút-
inn verða aðilar að forðast. Hann
er öllum til tjóns. Því verður að
leggja á það alla áherslu að samn-
ingsaðilar nái saman. Nú er lag
eins og margoft hefur komið fram
að undanförnu. Björn Björnsson,
hagfræðingur Alþýðusambandsins,
sagði í DV í gær að ef ekki næðist
saman um eða upp úr helginni yrði
að stokka upp á nýtt og taka málin
allt öðrum tökum. Á það er bent
að atvinnurekendur eru tilbúnir
að ræða málin á töluvert öðrum
grunni en verið hefur. Þá hefur
Alþýðusambandið ekki sett fram
kröfugerð í tölum heldur byggt á
því að ná kaupmætti fyrra árs og
auka hann síðan.
Gengur dæmið upp?
Markmiðum ríkisstjórnarinnar
Laugardags-
pistillinn
JÓNAS HARALDSSON
FRÉTTASTJÓRI
segja þetta nýja fiskverð torvelda
kjarasamninga við fiskvinnslufólk.
Kaupmáttartrygging?
Samhliða viðræðum Alþýðusam-
bandsins og Vinnuveitendasam-
bandsins fara fram viðræður BSRB
og ríkisins. Rikið hefur boðið
bandalaginu 7 prósenta laur,.
hækkun í þremur áföngum. Fram-
kvæmdastjóri BSRB hefur lýst því
yfir að það tilboð sé ekki aðgengi-
legt og án einhvers konar kaup-
máttartrygginga sé ekki grundvöll-
ur fyrir áframhaldandi viðræðum.
Hvorki ríkið né vinnuveitendur
hafa verið til viðræðna um endur-
vakningu vísitölukerfisins gamla.
Samninganefnd ríkisins hefur hins
vegar sett inn í samningstilboð sitt
ákvæði um það að samningurinn
sé uppsegjanlegur með viku fyrir-
Nú er lag—notum það
Forystumenn Alþýðusambands
íslands efndu til blaðamannadags
í Ölfusborgum fyrr í þessari viku.
Þar hittust forystumenn hreyfing-
arinnar og fulltrúar fjölmiðlanna
og áttu með sér gagnlegan vinnu-
dag frá morgni til kvölds. Forystu-
mennirnir kynntu blaðamönnum
stefnu Alþýðusambandsins, skipu-
lag og fjármál, auk þess sem stiklað
var á stóru í sögu samtakanna.
Fyrir utan umræður um heildar-
samtökin var fjallað um landssam-
bönd og einstök verkalýðsfélög,
uppbyggingu þeirra og viðfangs-
efni.
í almennum umræðum gafst kost-
ur á skoðanaskiptum og spurning-
um á báða bóga. Blaðamenn voru
ekki eingöngu í hlutverki spyrils.
Fundur sem þessi er gagnlegur
báðum aðilum. Ekki er að vænta
þess að upp fyrir mönnum renni
hinn stóri sannleikur en menn, sem
eiga mikið samstarf, oftast í síma,
kynnast og traust eykst. Á þetta
samstarf blaðamanna og aðila
vinnumarkaðar reynir allt árið,
misjafnlega mikið þó. Nú er álagið
mikið, eins og alltaf þegar samn-
ingaviðræður aðila eru í fullum
gangi.
Beðiðtíðinda
Umræður manna utan dagskrár
snerust eins og vænta mátti nær
eingöngu um stöðuna í kjaramál-
unum. Þennan dag mátti vænta
svars ríkisstjórnar við sameigin-
legu bréfi samtaka atvinnurekenda
og launþega. Forseti Alþýðusam-
bandsins var því títt í símanum og
ræddi við sína menn á vettvangi
atburðanna.
Þegar svar stjórnarinnar lá fyrir
síðdegis voru menn hóflega já-
kvæðir. Boðað var að verðbólga
kæmist á árinu niður í 9 prósent.
Það út af fyrir sig telst veruleg
kjarabót, náist það markmið.
Stefnt er að því að halda meðal-
gengi krónunnar sem stöðugustu
og þeirri stefnu fylgt eftir með
ýtrasta aðhaldi í fjármálum, pen-
ingamálum og erlendum lántökum.
Innifalið í þessum áætlunum rík-
isstjórnarinnar, og raunar forsenda
þeirra, er að samið verði um hófleg-
ar launabreytingar í áföngum. Þá
er það spurningin, hvað eru hófleg-
ar launabreytingar? Hvað er hóf-
legt í augum launamannsins sem
sannanlega hefur þurft að taka á
sig umtalsverða skerðingu undan-
farin misseri? Hvað er hóflegt í
augum vinnuveitenda sem trúlega
standa'misvel eins og gengur?
Hófleg bjartsýni
Aukinnar bjartsýni hefur gætt í
þjóðfélaginu í upphafi þessa árs.
Bætt viðskiptakjör eru fyrirsjáan-
leg og hafa snögg umskipti orðið í
þeim efnum. Forsætisráðherra reið
á vaðið í bjartsýnistali og nú hafa
nýlegar tölur Þjóðhagsstofnunar
sýnt fram á þennan bata. Það er
því eðlilegt að þegnar þessa lands
geri sér vonir um bætt kjör, að
þeir fái sinn skerf bættra viðskipt-
akjara. Ríkisstjórnin boðaði í bréfi
sínu lækkun á opinberri þjónustu,
að lækkun yrði á gjaldskrám raf-
magns- og hitaveitna, auk þess sem
afnotagjöld ríkisútvarps og dag-
vistargjöld á barnaheimilum lækk-
uðu. Bein áhrif slíkrar lækkunar á
verði opinberrar þjónustu á fram-
færslukostnað er metin á 0,5-0,7
prósent.
Ríkisstjórnin mun einnig lækka
beina skatta. Þannig verður tekju-
skattur á einstaklinga lækkaður
um 150 milljónir króna og tilmæl-
um beint til sveitarstjórna að úts-
vör lækki með samsvarandi hætti.
Ríkisstjórn og Seðlabanki munu í
sameiningu stuðla að því að nafn-
vextir innlánsstofnana lækki í
kjölfar kjarasamninga þannig að
þeir gætu orðið 20 prósent um
næstu mánaðamót og lækkað
áfram út árið. Raunvextir yrðu þó
áframjákvæðir.
Olíuverð hefur hrapað í verði á
skýrari svör um verð á landbúnað-
arafurðum.
Of lágttilboð
Vinnuveitendasamband íslands
og Vinnumálasamband samvinnu-
félaganna gerðu Alþýðusamband-
inu og aðildarfélögum þess tilboð
á miðvikudaginn. í því tilboði er
gert ráð fyrir samningstíma til
áramóta og að kaup hækki tvisvar
á árinu, um 3,5 prósent við gildi-
stöku og aftur um 3 prósent 1. júlí
rik. Þétta tilboð var of lágt. Al-
þýðusambandið hafnaði því þegar
í stað og hvetur nú aðildarfélög sín
til þess að afla sér verkfallsheim-
ilda. Framkvæmdastjóri Vinnu-
veitendasambandsins lýsti því þó
yfir að með þessu tilboði teygðu
menn sig ekki til hins ýtrasta. Slíkt
væri ekki gert í fyrsta tilboði.
Engum leiðum hefur verið lokað.
Viðræður halda áfram yfir helgina
og ráða næstu dagar úrslitum. Það
var að heyra á þeim aðilum, sem
DV ræddi við í vikunni, að annað-
hvort gengju málin fljótt upp eða
um 9 prósent verðbólgu á þessu ári
má líkja við spilaborg, eins og
raunar var gert í fréttaskýringu
DV í gær. Margir hefðu að óreyndu
talið það þolanlegan árangur að
koma verðbólgunni niður í 9 pró-
sent í lok ársins en verðbólga árs-
ins í heild yrði þá auðvitað mun
hærri. Markmið ríkisstjórnarinnar
má hins vegar skilja svo að verð-
bólgan á árinu sé miðuð við 9
prósent. Nú er kominn miður fe-
brúar og verðbólgan er mæld á um
það bil 36 prósenta hraða. Þegar
hefur verið eytt að minnsta kosti
þremur prósentum af þessum níu
þannig að ekki eru nema sex pró-
sentustig eftir. Verðlag í janúar
hækkaði um 2,28 prósent og því
munar fljótt um hvern mánuðinn
með svo háu verðbólgustigi.
Á það er treyst, eins og fram kom
í áðumefndri fréttaskýringu í DV,
að dæmið gangi upp með því að
sjávarútvegurinn í heild standi
undir sér á árinu. Batnandi við-
skiptakjör þjóðarinnar byggjast
aðallega á mun hærra fiskverði en
gert var ráð fyrir og mjög lækkuðu
olíuverði. Þetta þýðir auðvitað
stórbata fyrir sjávarútveginn i
landinu. Takist að bæta kjör starfs-
fólks í sjávarútvegi án gengisbreyt-
inga má ganga af heimatilbúinni
verðbólgu okkar dauðri, er haft
eftir hagfræðingi í DV í gær. Þessi
sami hagfræðingur segir að ef allar
aðstæður leyfi geti 9 prósenta verð-
bólgumarkið náðst. En hann bend-
ir einnig á að lítið þurfi út af að
bera, eigi ekki að fara verr.
Fiskverð var ákveðið í fyrradag
en það er að sjálfsögðu verulegur
þáttur í heildarsamningum. Fisk-
verðið var hækkað um 3,5 prósent.
Þegar þessi ákvörðun liggur fyrir
er ljóst að útgerð verður rekin með
nokkrum hagnaði en fiskvinnslan
með tapi. Fiskverðshækkunin og
tilfærsla á kostnaðarhlutdeild frá
útgerð til sjómanna þýðir um 6
prósenta hækkun til sjómanna.
Nýja fiskverðið gildir til mánaða-
móta maí-júní. Sjómenn og út-
gerðarmenn una sínum hlut sæmi-
lega en fulltrúar fiskvinnslunnar
vara fari verðhækkanir fram yfir
umsamdar áætlanir.
Raunhæfa samninga
Enn ber því talsvert á milli samn-
ingsaðila. Sem fyrr reynir mikið á
þá sem í eldlínunni standa. Á það
verður þó að treysta að skynsamleg
niðurstaða náist sem fyrst. Vinnu-
veitendur og ríkið verða að koma
betur til móts við kröfur launþega
sem lengi hafa orðið að horfa á
heldur tíkarlega launataxta. Endar
hafa ekki náðst saman nema með
mikilli yfirvinnu og undantekning-
arlítið verða tveir aðilar að sjá um
framfærslu hvers heimilis ef ekki á
illa að fara. En á móti verður að
gera þær kröfur til launþegahreyf-
ingarinnar að ekki verði krafist
prósentutalna sem ekki fá staðist.
Það er lítið gagn í mörgum verð-
lausum krónum í launaumslaginu.
Fyrir sliku höfum við allt of mörg
fordæmi.
En nú er lag. Fólk verður að fá
að njóta þess lags.
- Jónas Haraldsson