Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 22
22
DV. LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986.
Kristján Karlsson - „tilfinning
fyrir margbrotnu mannlífi".
einhamur, því sama ár kom Frosk-
maðurinn, sem er óvenjugóð bók, ein
af hans bestu. Hún mun raunar hafa
verið lengi í smíðum. I þessari sögu
er mikill húmor, svosem undir lokin,
þegar upp kemst um viðamikið
vændi, dulbúið í smáauglýsingum
DV. Yfír sögunni ríkir kyrrð sem
blómstrar í fögrum myndum, svosem
þessi neðansjávarlýsing (bls. 49-50):
„Sólin skein á hann, föl sól
með dimmum geislum. Úti var
logn, kyrrðin alger, furðu-
flugur á sveimi, flugur með
sporð, og hann langaði að
leggjast til hvíldar í myrkrið
og sofna í hinni svörtu verm-
andi sól, undir grænu áþreif-
anlegu skýi. En brjóst hans
fylltist af ótrúlegum fögnuðu,
líkt og hann andaði lífsand-
anum djúpt að sér, því hann
vissi að eftir þetta gat hann
synt óhindrað úr veruleikan-
um í drauminn."
Svosem ekki neitt...
Margsaga Þórarins Eldjárns var
nú söluhæst íslenskra skáldverka.
Þeir Pétur Gunnarsson hafa löngum
fengið svipaðar viðtökur og farsinn
sem Flosi Ólafsson sagði frá í einum
Þjóðviljapistli sínum: Fyrstu við-
brögð áhorfenda voru: sjaldan hef ég
skemmt mér eins vel, en önnur við-
brögð: Þetta er náttúrlega alger
skrípaleikur, og eiginlega til skamm-
ar að sjálft Þjóðleikhúsið skuli sýna
svona farsa. Það dynur víða á Þór-
arni, að Margsaga sé svosem ekki
neitt, bara einhverjir brandarar, og
stundum varla það. Á bak við slík
orð virðist mér búa sú skoðun, að
„alvarlegar bókmenntir" eigi að vera
þannig, að manni stökkvi varla bros
við lestur þeirra, helst að menn séu
í „þungum þönkum“ yfir bókinni
dögum saman - og virðist þetta held-
ur bókstaflegur skilningur á orða-
lagi, eða öllu heldur slakur skilning-
ur á bókmenntum, sem menn meta
margir eftir annarlegum mæli-
kvarða. Þyrrkingsleg, sértæk skáld-
verk (afstrakt) eru kannski eðlileg
afleiðing þess að margir þeir lesend-
ur, sem helst láta í sér heyra, ætlast
til slíks. Það er oft talið skáldsögu
einkum til gildis að hún veiti innsýn
á sviði átthagafræði, sögu eða jafnvel
þjóðhagfræði. Ég held að þessi frum-
stæða fróðleiksdýrkun á villigötum
eigi einna ríkastan þátt í því að spilla
íslenskum skáldverkum. Litla upp-
örvun fá skáldin til að semja lista-
verk, en margir letja, út frá efniskröf-
um, meðal annars þeim sem að ofan
greinir, og betur yrði fullnægt í
fræðibókum eða blaðagreinum. Og
trauðla hvetja markaðssjónarmiðin
til að skapa listaverk þegar best
Einar Kárason - „ekkert nema lygi og kjaftæði".
Nýlega heyrði ég þrjá rithöfunda
tala um það að á íslandi þyrfti að
kenna ritsmíðar, svo sem tíðkast t.d.
í Bandaríkjunum. Þannig mætti
koma fólki fram hjá ýmsum byrjun-
arörðugleikum, sýna því leið fram
hjá þeim pyttum sem flestir detti
annars í og jafnvel benda því á
þroskavænleg verkefni eða æfingar.
Tveir þessara höfunda mæla þetta
af áratuga reynslu, þriðji er alveg
ferskur.
Þetta er sjálfsagt rétt athugað
innan þeirra marka að auðvitað er
ekki hægt að kenna fólki að skapa
list. í því verður það að brjótast
sjálft, en vissulega mætti það fá
aðstoð við undirbúning til þess.
Þetta er rifjað upp hér vegna þess
að útbreidd meinsemd í skáldritum
þessa árs finnst mér vera sértæk
hugsun. Ýmis þessi verk höfða fyrst
og fremst til hugsunar lesenda en ná
lítt eða ekki til ímyndunarafls þeirra.
Þetta birtist í því að ekkert verður
lifandi, hvorki persónur né lýsingar,
en ástæður þessa eru sjálfsagt ýmsar.
Að opna sálardjúp
Eldur og regri eftir Vigdísi Gríms-
dóttur virðist mér af þessu tagi. Ritið
er vandað og smekklegt en kjamann
vantar, skáldskapinn. Sannarlega
stefnir höfundur inn á frjóar lendur
þar sem er sameiginlegur hugar-
heimur okkar allra en það er eins
og hún hafi ekki náð nógu djúpt í
sjálfa sig til að uppsprettur hennar
opnuðust. Þetta eru líklega byrjun-
arörðugleikar og væri það síður en
svo einsdæmi um annað verk höf-
undar. Á opinberum vettvangi, í
gagnrýni og greinum um bókmenntir
og í bókmenntakennslu beinist at-
hyglin ævinlega að frágengnum
bókmenntaverkum. En til að þau
verði góð þarf skáldið áður að vera
búið að skrifa mikið annað sem aldr-
ei birtist. Meginatriði er að iðka
skáldskap, skrifa til að styrkjast sem
skáld, gera tilraunir. Til þess að opna
sálardjúp sín og komast fram hjá
ríkjandi hefð hafa skáld notað æfing-
ar svo sem ósjálfráða skrift og að
skrifa draumarugl, en síðan hefur
komið til gagnkvæm gagnrýni þeirra
sem við slíkt fást. Alkunna er að góð
skáld hafa risið upp úr slíku starfi
og em þar einna minnisstæðastir
franskir surrealistar. Slíks em líka
dæmi á íslandi, Medúsa, en almenna
reglan er þó sú að hvert skáld skrifar
eitt og óstutt, verður að prófa sig
áfram með allt tilsagnarlaust og litið
er á óbirtanleg skrif þess sem ósigur,
en í rauninni em þau óhjókvæmileg
leið þess til skáldskapar.
Hetjumyndasafn alþýðu
Vésteinn Lúðvíksson átti eitthvert
fremsta skáldverk ársins 1984, Maður
og haf, en sýndi (og boðaði) kristilega
auðmýkt með Oktavíu, 1985. Bókin
er öll á kennimannlegu sviði þurra
dæmisagna um réttan og rangan
hugsunarhátt. Þykir mér sýnt að
boðskaparástríða hafi enn einu sinni
spillt ritum þessa höfundar, sem
hefur þó oft sýnt mikla skáldgáfu.
Guðlaugur Arason kom með skáld-
sögu eftir fimm ára hlé frá næstu bók
á undan Pelastikki. Þetta er Sóla,
Sóla. Þar fer tveimur sögum fram,
annarsvegar af daglegu lífi sögu-
manns á Akureyri, hinsvegar ættar-
sögu kerlingar frá Ströndum, sú saga
teygist aftan frá 17. öld. Hér segir
oft vel frá, einkum Strandasöguna.
En þar em mörg efni, og sögumaður
fleytir kerlingar á þeim öilum,
sökkvir sér ekki niður í neitt. Hven-
ær sem persóna er að verða lifandi,
og umhverfi hennar, þá stekkur
sagan til næstu kynslóðar. Þessi
keðja ættmenna á raunar margt
sameiginlegt. í heild sýnir hún lit-
ríka mynd íslenskrar alþýðu. Sjálfs-
bjargarviðleitni hennar flokkast
undir galdra. Hver persóna er sýnd
í eftirminnilegu afreki. Strandasag-
an er í skarpri andstæðu við hjóna-
bandsörðugleika sögumanns í nútíð.
Þannig tekst að gera dæmigerðar
raunir nútímamanns ómerkilegar
með samanburði við hetjuskap ís-
lenskrar alþýðu á umliðnum öldum.
Þetta er því hetjumyndasafn alþýðu
en ekki venjuleg skáldsaga með
marghliða persónum sem þróast. Og
mér finnst afgerandi málflutnings-
bragur en ekki skáldskapar á því að
halda sig við þessar andstæður, láta
þær ráða bókinni.
Vellurfram
heimsádeilan
Guðbergur Bergsson kom með fjór-
ar bækur, tvær frumsamdar og tvær
þýddar. Það eru ótrúlega mikil af-
köst þegar litið er á gæðin. Skal ég
þó ekki hrósa Leitinni að landinu
fagra. Sagan er táknræn, þrungin
siðaboðskap, en persónur eru flatar,
ósérkennilegar. Það er samkvæmt
þeirri hefð riddarasagna, sem bókin
fylgir, eins og hitt, hve miklar ýkjur
einkenna þessa sögu. Hún er lítið
annað en táknsögur og allt er útskýrt
fyrir lesendum. Það er að mínu viti
ritgerðaeinkenni, þar sem skáld-
skapur höfðar frekar til ímyndunar-
afls lesenda. Málflutningur um sam-
félagsmál virðist meginatriði. Annað
megineinkenni textans af sama tagi
er að hann er nær allur frásögn.'
Persónur eru ekki annað en nöfnin
tóm, allar eins, hafa ekki annað
hlutverk en að bera fram spumingar
og svör, en þar vellur fram heimsá-
deilan, eins og áður segir. Þessi
stæling riddarasagna er stöðugt
tengd samtímaumræðum um þjóð-
félagsmál á fslandi. Meiningin með
því hlýtur að vera að sýna að þær
umræður stjómist af hugsunarhætti,
sem sé jafnflatur og óraunhæfur,
goðsögulegur, og þessar gömlu lygi-
sögur. Hugsunarhátturinn birtist í
hverskyns fullkomnunarleit. Sovét-
trú, kröfum um félagslegt öryggi frá
vöggu til grafar, í neyslugræðgi og
þrotlausri viskuleit.
Hvað sem mönnum kann að finnast
um þessa bók þá er Guðbergur varla
Guðbergur Bergsson - „allt útskýrt fyrir lesendum“.
SOGUR
Meiri hugsun
en hugarflug