Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986. 9 Ferðamál Ferðamál Ferðamal Ferðamál RENNT Á MILLI SKÍDASVÆÐA Skíðaferðir innanlands sem utan eru þær ferðir sem hæst ber á þessum árstíma. Þrátt fyrir lítinn snjó halda skíða- menn enn í vonina um að páskahret- ið árvissa færi þeim snjó. Nokkrir sæmilegir skíðastaðir eru hér á landi sem geta staðið undir nafni. í vetur hefur reyndar verið „fátt um fína drætti" vegna snjóleysis. í von um að úr rætist fyrir skíða- menn og páskaferðalanga rennum við okkur á milli skíðasvæða hér innanlands til fróðleiks fyrir ferða- langa. Hvað kostar að komast á hvern áfangastað látum við liggja á milli hluta að þessu sinni. Sama kortið gildir Stærsta skíðasvæðið er Bláíjalla- svæðið með átta lyftum, þar af tveim stólalyftum. Þar eru tvær skíðadeild- ir með afinarkað svæði, Fram og Ármann, auk Reykjavíkurborgar. f Bláíjöllum er opið alla daga frá klukkan tíu á morgnana til sex á kvöldin ef veður leyfir. Þrjú kvöld vikunnar er opið til klukkan tíu. Dagskortin i Bláfjöllum kosta 300 krónur fyrir fullorðna og 150 krónur fyrir böm. Sama kortið gildir í allar Fullkominn ferðafélagi: Úrræði fyrir einfara Margir veigra sér við að leggja land undir fót aleinir. Ferðafélagi er talinn ákaflega nauðsynlegt fyrir- bæri. Þó eru kostimir við að ferðast einn jafnmargir og ókostirnir eða svo gott sem. Einn helsti kosturinn er frjálsræðið. Það þarf ekki að taka tillit til þess hvort fætur ferðafélag- ans eru fiólgnir og bláir 1 safnaheim- sóknum í París. Og sá morgunsvæfi þarf ekki að taka tillit til morgun- hanans hafi þeir álpast saman í ferðalag. Og oftast tekst betur að fá einn leikhúsmiða en tvo á eftirsóttar leik- sýningar á síðustu stundu. Urræði einfara á ferð eru ýmis til þess að komast í kynni 'við aðra og yfirhöfuð að láta sér líða vel og njóta ferðalagsins. I nokkmm löndum, þar á meðal Japan, er erlendum ferðamönnum boðið í heimahús til að kynnast landi og þjóð. I gegnum ferðaskrifstofur og aðra er komið á heimsóknum til íjölskyldna sem em fúsar að fræða ferðalangana um siði og venjur landsins. Eitt ráðið er að fara í ferðir með sérstökum tilgangi. Til dæmis ætti aðdáandi Mozart auðvelt með að gleyma sjálfum sér i Salzburg. Bandaríkjamenn kunna ráðið Þrátt fyrir góðan tilgang og ásetn- lyfturnar átta sem eru á Bláfjalla- svæðinu. Kennsla er daglega ef veður leyfir. í Bláfjöllum er skíðaskáli þar sem ýmsar veitingar, er tilheyra köldum vetrardegi og skíðaferðum, eru fáan- legar, s.s. heitt kakó. Aðstaða er líka fyrir fólk til að snæða nesti. Fell og gil I nágrenninu Aðrir skíðastaðir í nágrenni höfuð- borgarinnar eru Skálafell, Hveradal- ir, Hamragil og Sleggjubeinsskarð. í Skálafelli, þar sem KR-ingar eru kóngar í fjallasal, eru átta skíðalyft- ur, þar af ein stólalyfta. Opnunar- tíminn er sá sami og í Bláfjöllum en þau þijú kvöld vikunnar sem opið er frameftir er opið til klukkan níu. Verðið á dagskortum er það sama virka daga en hækkar um fimmtíu krónur um helgar. f skíðaskálanum á staðnum er hægt að kaupa veiting- ar og gæða sér á nesti. í Sleggjubeinsskarði í Kolviðarhóli ráða Víkingar ríkjum og hafa komið þar upp tveimur diskalyftum. Opn- unartími er sá sami og á hinum stöð- unum (til kl. 9, þrjú kvöldin) og verð á dagskortum sama og í Bláfjöllum, hækkar ekki um helgar. Úrræði fyrir einmana ferðalanga, númer eitt að sjá kostina við að ferðast einir. ing finnst mörgum óþolandi að ferð- ast einir. Bandaríkjamenn hafa mætt þörfum þeirra sem njóta þess ekki að ferðast einir þrátt fyrir góðan ásetning. Margar skrifstofur eru þar í landi sem leita að hinum fullkomna ferðafélaga fyrir hvern og einn. Umsækjendur greina frá áhugamál- um sínum, í hvers konar ferð þeir vilji fara, fjallgöngur eða skógarferð- ir, og bíða svo átekta. Ráðgjafafyrir- tæki af þessu tagi taka svo að sér að skipuleggja ferðirnar þegar ferða- langarnir hafa náð saman og ákveðið hvert skal halda. ÞG I Hamragili eru það ÍR-ingar sem hafa byggt upp skíðaaðstöðuna. Margir skólahópar sækja þangað enda gistiaðstaða sæmileg. I Hamragili eru fjórar lyftur og verð á dagskortum sama og annars staðar. I rúmgóðu lyftuhúsi er aðstaða til að snæða nestið sitt og eins í skálan- um þegar hann er ekki leigður út fyrir hópa. Hveradalir og vélsleðar Elsti skíðastaðurinn á þessu svæði er Hveradalir. Skíðaskálinn þar er með elstu skálum á landinu, hann var byggður fyrir nokkrum áratug- um. Endurbætur hafa farið fram á skálanum, þjónustan þar er ekki byggð á skíðafólki nema í litlum mæli. En þar er aðeins ein skíðalyfta. Göngubrautir eru ágætar á svæðinu og eins hafa vélsleðamenn þeyst þarna um á sinum fákum. Fyrst minnst er á göngubrautir þá er rétt að segja frá því líka að ágætt göngu- svæði er í Bláfjöllum og í Skálafelli. í Hveradölum er aðeins opið frá tvö til átta virka daga og frá tíu á morgn- ana um helgar til klukkan sex á kvöldin. Austur I skarð Við höfum rennt okkur í austurátt frá höfuðborginni í þessari skíðaferð og höldum sem leið liggur enn aust- ar. Á Neskaupstað hefur skíðabakt- erían gripið menn. I Oddsskarði er ein 600 metra diskalyfta enn sem komið er en hugur í fólki að gera svæðið vel úr garði. Þarna eru möguleikar til að gera gott skíða- svæði með tíð og tíma. Skíðaskáli er í smíðum í skarðinu og verður hann opnaður innan skamms. Dagskort í lyftuna í Oddsskarði kostar 200 krónur. Opnunartími fer eftir veðri. Fimm bestu hótelin í heimi eru í Austurlöndum fjær samkvæmt ný- legum lista yfir fimmtíu bestu hótel- in. Þessi hótel eru valin út frá sjónar- hóli kaupsýslumanna. Forsendur fyrir mati eru aðrar en hjá venjuleg- um ferðamönnum. Hótel kaupsýslu- mannanna þarf til dæmis að vera miðsvæðis í hverri borg. í þessum gæðaflokki þurfa hótelin að bjóða sínum gestum upp á skrifstofuað- stöðu í hverju herbergi, símaþjón- ustu (þrjú símtól til dæmis) og frétta- þjónustu frá öllum heiminum á sjón- varpsskjánum. Bókasafn og telex- þjónusta verður líka að vera til stað- ar svo að þjónusta teljist viðunandi. Fimm bestu hótelin út frá þessum forsendum eru í Asíu. í Bankok, Thailandi, er Oriental efst á listan- um. Það hótel hefur reyndar verið efst á slíkum lista í fimm ár. Hótel Mandarín og Regent í Hong Kong eru í öðru og þriðja sæti. 1 fjórða og fimmta eru Okura í Tokyo, Japan, og Shangri-La í Singapore. í sjötta sæti eru árstíðirnar fjórar í Hamborg eða Hótel Vier Jahres- zeiten. Besta hótelið í þessum flokki í Bandarikjunum er talið Four Sea- sons (Árstíðirnar fjórar) í Washing- ton en það er í sextánda sæti á listan- Allt klárt nema snjórinn. Upp á topp á Norðurlandi Skiðasvæði er í hlaðvarpanum á Húsavík. Þar eru fjórar toglyftur og þrjár þeirra taka við hver af annarri og sú efsta fer upp á fjallstopp. Að- staða fyrir skíðamenn á Húsavík er allgóð, hótelið í göngufæri og tveir skálar á svæðinu. Flóðlýstar brekkur eru þar og göngubrautir lagðar um helgar. Opnunartími er frá tíu á morgnana þegar viðrar og opið til fimm, sex á kvöldin. Einn þekktasti skíðastaðurinn norðanlands er Hlíðarfjallið. Þar eru fjórar lyftur (ein stólalyfta), hrekkur flóðlýstar, skíðaskáli til upphitunar og næringar fyrir kalda og svanga skíðamenn. Opnunartími er frá klukkan eitt eftir hádegi fram til sex á kvöldin en lengur tvö kvöld eða til níu þriðjudags- og fimmtudags- kvöld. Fyrr er opnað um helgar eða tíu á morgnana. Dagskort fyrir full- orðna kosta 260 krónur og 130 krón- urfyrirbörn. Tvær toglyftur eru á skíðasvæðinu við bæjardyrnar á Dalvík. Skíða- svæðið þar er í uppbyggingu, göngu- brautir eru lagðar daglega og skíða- kennsla alla daga þegar viðrar. Lítill skíðaskáli er á svæðinu með tak- markaðri þjónustu. Stökkpallur og göngusvæði Nýleg skíðalyfta er á ólafsfirði en þar eru tvær lyftur. Á skíðasvæði Ólafsfirðinga er stökkpallur, ,,sá besti á landinu" segja heimamenn. Tíu kílómetra langar göngubrautir eru troðnar á hverjum degi þegar viðrar. Hluti af göngubrautum er upplýstur og lýsing í brekkunum fyrir svigskíðamenn. Opnunartími er yfirleitt frá eitt eftir hádegi og fram að kvöldmat. Dagskortin fyrir full- orðna kosta 150 krónur og 100 krón- ur fyrir unglinga og 50 krónur fyrir börn undir 12 ára aldri. Skíðaaðstaða Sigifirðinga á Hóli er prýðileg en nokkuð hefur verið unnið þar að endurbótum. Þrjár skíðalyftur eru þarna nú og troðari fer yfir brekkumar. Gönguleiðir eru ágætar enda mikið notaðar. Seljalandsdalur í Seljalandsdal við ísafjörð eru þrjár toglyftur, langar göngubrautir, sæmileg lýsing í brekkum og skiða- skáli. Svæðið er opið frá tíu á morgn- ana til sex á kvöldin alla daga. Dagskortin kosta 260 xrónur fyrir fullorðna og 130 krónur fyrir börn. Við förum í plóginn og hægjum á ferðinni í bili. Næsta skref verður að yfirfara skíðin ef svo heppilega vildi til að úrhellið breyttist í mjöll ánæstunni. ÞG Hótel kaupsýslumanna: FIMM BESTU í HEIMI um. Hótel Connaught í London var París og í því ellefta Régent í Sidr/. y í áttunda sæti, í því níunda Ritz í íÁstralíu. ÞG Hótel sem kaupsýslumenn kjósa veita sérstaka þjónustu og öðruvísi þjónustu en hinn almenni ferðamaður vill njóta. Kaupsýslumennirnir þurfa að hafa skrifstofuaðstöðu „ í hverri höfn“. Flóamaxkaðux verður haldinn í Lionsheimilinu, Sigtúni 9, laugardaginn 15. febrúar, frá kl. 2-5, til styrktar Hjálparstöð RK3 fyrir böm og unglinga, Tjarnarg. 35. Lionessuklúbbur Reykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.