Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986.
5
Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál
Kaupfélag
Svalbarðseyrar:
Háværar
raddir um
rannsókn
Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni
DV á Akureyri:
Háværar raddir eru nú uppi meðal
bænda, sem eiga Kaupfélag Sval-
barðseyrar, um opinbera rannsókn,
lögreglurannsókn, á rekstri félagsins
síðastliðið ár. Kaupfélagið er gjald-
þrota. Skuldirnar eru um 300 milljón-
ir króna og verið er að horfa fram á
umtalsvert gjaldþrot.
Bændum þykir ástæða til að fá
lögreglurannsókn til að fá mörgum
spurningum og sögusögnum svarað
í eitt skipti fyrir öll. Telja þeir stjórn
félagsins taka of lint á málum.
Fram hefur komið að kaupfélags-
stjórinn og fyrrum gjaldkeri lánuðu
sér milljónir til að byggja yfir sjálfa
sig einbýlishús. Þá segjast bændur
ekki treysta reikningum félagsins,
að þar hafi alltaf verið rétt fært.
Stjórn kaupfélagsins hélt fund í
gær á sama tíma og KEA hélt fund
með starfsfólkinu. A stjórnarfundin-
um var kaupfélagsstjórinn tekinn á
beinið af endurskoðendum félagsins.
Þeir voru með lista af athugasemd-
um.
KEA hefur ráðið 46 manns af 70,
sem sagt var upp hjá Kaupfélagi
Svalbarðseyrar um áramótin. KEA-
menn hafa tekið reksturinn á leigu.
Þeir sögðust í gær ætla að leggja
áherslu á kjötvinnsluna, verslanirn-
ar og kartöfluverksmiðjuna en loka
sláturhúsinu.
Hjálmar Gunnarsson útgerðarmaður lýsir f iskvinnslustöðvunum í Grundarf irði:
FUNDIR A HAWAII0G
FLOTTOSTU STÓRHÝSI
„Ég vinn minn afla sjálfur að
hluta. Þetta sem ég læt keyra út í
Rif er svona umframafli, sem ég
ekki vinn sjálfur í minni fisk-
vinnslustöð. Hún er að vísu lítil."
Þetta sagði Hjálmar Gunnarsson,
útgerðarmaður í Grundarfirði, er
DV spurði hvers vegna hann seldi
afla Haukabergs til Rifs. Hvers
vegna selur hann ekki umfram-
aflann til annarra fiskvinnsluhúsa
í Grundarfirði?
„Þeir hafa ekki beðið um hann.
Þó hef ég boðið hann. Ég fæ að
vísu svolítið betra verð fyrir hann
á Rifi.
Þetta er bara svona. Það er ekk-
ert nýtt að afla sé landað í einni
verstöð og ekið í aðra.“
-Væri þá ekki hægt að leysa
hráefnisvanda fiskvinnslustöðv-
anna í Grundarfirði með því að aka
afla þangað úr öðrum verstöðvum?
„Jú, jú. Ef þeir tíma að kaupa
hann. Það fær enginn fisk í dag á
lægsta Landssambandsverði sem
hægt er að finna með öllum mínus-
útreikningum sem Verðlagsráð
sjávarútvegsins heimilar.
Fiskvinnslufyrirtæki í Grundar-
firði hafa notið þeirra kjara að
getað skammtað mönnum fiskverð
eins og skít úr hnefa enda byggt
upp stórhýsi í fiskvinnslu og tækj-
um, þau flottustu á landinu, haldið
stjórnarfundi á Hawaii, keyrt um
á Blazer-jeppum og svo tapar bara
helvítis útgerðin og þeir sem að
henni standa skulu bera ábyrgð á
því,“ sagði Hjálmar Gunnarsson.
Hann var áður eigandi togarans
Sigurfara II, sem Fiskveiðasjóður
eignaðist á nauðungaruppboði og
seldi síðan til Akraness.
. „Ég tel að ég eigi rétt á sambæri-
legum kvóta og skipið hafði. Við
munum reyna að hagnýta hann,
annaðhvort veiða hann á skipum
sem við eigum eða munum eignast
eða selja eitthvað af kvótanum.
-Eru stjómvöld sammála þessari
túlkun?
„Ég veit það ekki. Ég hef ekki
spurt þau.
I lögum um stjórn fiskveiða segir
á einum stað, í 13. grein, að missi
útgerðarmaður skip á hann rétt á
sambærilegum kvóta og skipið
hafði næsta ár á eftir ef hann fær
annað skip.“
-KMU
Fyrri eigendur við skipið eftirsótta, Hjálmar Gunnarsson og Gunnar Hjálmarsson.
<— Sætið þitt í veislufagnaði á fyrsta f arrými—}
rai !ju| ij jjV ' .■
Mallorka perla
Miðjarðarhafsins
Brottför alla laugardaga, 2, 3 eða 4 vikur.
Ötrúlegt verð frá kr. 19.800,- (2 vikur á
hóteli með þremur máltíðum á dag). Fjölbreyttar
skemmti- og skoðunarferðir með íslenskum far-
arstjórum. Margir eftirsóttir gististaðir, Magaluf.
Palma Nova og Arenal m.a. nýjasta og glæsileg-
asta íbúðarhótelið á Magaluf.
Costa Brava
Vinsæl fjölskylduparadis
’lbúð.ahótel alveg við breiða og mjúka sand-
ströndina. Fjörugt skemmtanalíf og margt að sjá
með íslenskum fararstjóra. Skroppið yfir til
Frakklands, fjallaríkisins Andorra, Barcelona og
ótal margt fleira. Ótrúlegt verð, frá kr. 18.400,- (4
í íbúð í 2 vikur).
Costa del Sol og Benidorm
Ödýrar ferðir þessara sólskinsstranda í allt sumar.
stranda í allt sumar.
ÍSLENSKIR FARARSTJORAR
FULLKOMIN ÞJÓNUSTA
Tenerife-fögur
sólskinsparadís
Brottför alla þriðjudaga, 2, 3 eða
4 vikur. Við bjóðum.nú upp á ný
og glæsileg íbúðahótel á Amer-
ísku ströndinni og í Puerto de la
cruz. Einnig víðfræg lúxushótel.
skemmtanalífið, sjórinn og sólski-
nið eins og fólk vill hafa það. ís-
lenskir fararstjórar. Verð frá kr.
32.900,- 2 í hóteli með morgunmat
í 2 vikur).
Grand Kanari-
sól, sjór og skemmtun
Boðið upp á fjölbreytta gisti-
möguleika á ensku ströndinni,
Sam Agustin, Porto Rico og Las
Palmas. Fjölbreyttar skemmti- og
skoðunarferðir með íslenskum
fararstjóra, 2, 3 eða 4 vikur, brott-
för alla miðvikudaga. Verð frá kr.
29.800,- (2 i hóteli með morgun-
mati 2 vikur).
Ferðatilhögun
Þið njótið frábærrar þjónustu í
stuttu morgunflugi Flugleiða til
Glasgow, eða London. Og síðan
með tveggja hæða risaþotu beint
í sólina. þar sem íslensku farar-
stjórarnir taka á móti ykkur. (Njó-
tið veislufagnaðar alla leiðina á
fyrsta farrými ef óskað er). Fleim-
leiðis úr sólinni á einni sturri
dagstund sömu leið. en eigið þess
kost að stanza daga á heimleið í
Lond.on eða Glasgow. án nokkurs
aukakostnaðar nema gistingar.
Njótið þar víðfrægrar þjónustu Ola
Smith og Þorgils flugstöðvarstjóra
Flugleiða í London og Glasgow
og starfsliðs.
Aðrar ferðir: Grikkland. Malta.
viku- og helgarferðir til Evrópu og
Ameríkulanda. Landið helga og
Egyptaland. Thailand o. fl. Ódýr-
ustu flugfargjöld, sem finnanleg
•eru um víða veröld.
Risaþota og hagkvæmir samningar
iækka ferðakostnaðinn.
vk.
=■ SOLRRFLUG
siinar 10661, 22100 og 15331