Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986. 19 nn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn íslenskur veitingarekstur á krossgötum Miklar sveiflur hafa verið í íslensk- um veitingarekstri undanfarnar vik- ur. Nokkuð mörg veitingahús hafa átt við töluverða rekstrarörðugleika að etja. Eitt húsanna fékk tíma- bundna greiðslustöðvun, annað hef- ur verið lokað að undanfömu og einn veitingamaður í miðbænum hefur lokað í hádeginu og heyrst hefur að einhverjir muni fylgja fordæmi hans. Þá eru nokkrir veitingastaðir til sölu og tvö eða þrjú hús eiga við verulega greiðsluörðugleika að etja og er ekki ljóst hvort unnt verður að bjarga málum fyrir horn. Ástæðan fyrir þessum vanda veit- ingahúsanna er helst sú að rekstur- Umsjón Sigmar B. Hauksson inn þolir ekki hinn háa fjármagns- kostnað, þá eru húsin of mörg og samkeppnin því mikil. Minnkandi kaupgeta almennings hefur vita- skuld sitt að segja. Þá ríkir viss stöðnun í þessari atvinnugrein, frísk- leikinn, sem einkenndi mörg hin nýju veitingahús, er horfinn. Má vera að þessi þróun sp eðlileg. En þó blikur séu á lofti þá gengur vel hjá nokkrum húsanna. Holtið hefur verið í töluverðri sókn undanfarna mánuði. Holt er „öruggur" veitinga- staður og fallegur, þjónustan fag- mannleg og verð á mat sérlega hag- stætt. Það kostar svipað að snæða á Holtinu og á miðlungs veitingahúsi í miðbænum. Þá er veitingahúsið „Þrír frakkar" mjög vinsælt enda staðurinn hlýlegur og lítill og hefur því nokkra sérstöðu. Maturinn er yfirleitt góður en þó hafa verið einhverjir byrjunarörðug- leikar eins og eðlilegt er. Þá hefur verið mikil aðsókn að Kvosinni sem stundum er kölluð Rósenbergkjallar- inn. Staðurinn hefur skipt um eig- endur og er matreiðslumeistarinn franskur. Sumir vilja taka svo djúpt í árinni að Kvosin sé í dag besti veitingastaðurinn í Reykjavík. Þá er Torfan, sem orðin er gamalgróin, ávallt jafngóð. Matreiðslan er þar í sérflokki enda matreiðslumennirnir góðir fagmenn. Það verður að teljast algjör undantekning að gestir Torf- unnar verði fyrir vonbrigðum. Það má búast við miklum breyting- um í íslenskum veitingarekstri næstu mánuði. I ár er von á 100.000 erlendum ferðamönnum hingað til lands. Erlendir ferðamenn, sem koma hingað til lands, verða jafnan mjög undrandi yfir hversu mörg og góð veitingahús eru hér í Reykjavík. Sem betur fer eigum við marga áhugas- ama og duglega veitingamenn. Þá eru starfandi hér töluvert margir mjög hæfir matreiðslumenn. En eins og ástandið hefur verið í þjóðfélag- inu að undanförnu hefur þessi at- vinnugrein ekki getað þróast sem skyldi. Ef við eigum að byggja upp öfluga þjónustu við ferðamenn þá verður ríkisvaldið að hlúa að þessari at- vinnugrein eða í það minnsta að leggja ekki stein í götu hennar. Það er t.d. fyrir neðan allar hellur hvern- ig búið er að Hótel- og veitingaskóla íslands svo ekki sé minnst á alla þá skatta sem lagðir eru á veitinga- reksturinn. Þar sem ferðamannaiðn- aðurinn svokallaði er að verða ein af mikilvægustu atvinnugreinum þjóðarinnar væri ekki óeðlilegt að stofnað væri sérstakt ferðamála- ráðuneyti sem mundi samræma allar aðgerðir í ferðamálum og inna af hendi einhvers konar gæðaeftirlit. Ódýr matur á Hótel Holti, einnig er þjónustan fagmannleg. LAUGARDAG 15. FEBRÚAR KL. 10:00 - 18:00 SUNNUDAG 16. FEBRÚAR 13:00 - 18:00 Nýbýlavegi 8 200 Kópavogi S. 91-44144 essemm slA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.