Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 8
DV. LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR1986.
Ferðamál
Ferðamál
Ferðamál
Ferðamál
FASSING OG AUSTURLANDAHOTELIN
Viðbrögð lesenda við „ferðamálum“ okkar eru
einstök. Það er Ijóst að margir eru tilbúnir til að
láta sig dreyma um ferðalög með okkur. Sjálfsagt
ekki óeðlilegt að viðbrögðin séu góð því ferðalög
tengjast flestum okkar því þeir sem ekki leggja
land undir fót leggja af stað í huganum. Það gerum
við í dag meðal annars. Við bregðum okkur til
Miinchen, það var rigningin á öskudaginn sem
réð ferðinni þangað.
Það er varla hægt að nefna skíði og skíðaferðir
eftir veðurfar vikunnar. En við erum bjartsýn og
skíðin bíða í geymslunni. Páskarnir eru líka fram-
undan og það er ágætt að vera forsjáll og huga
að því hvort einhver staður hér innanlands kemur
til móts við kröfur okkar með skíðaaðstöðu sinni.
Sérstök lítil umfjöllun er um einfarana, þá sem
ferðast einir einhverra hluta vegna. Það getur
verið kostur að ferðast einn, þeir kostir eru dregn-
irfram.
Menn í viðskiptum þurfa oft að ferðast einir og
fara hratt yfir. I hugum þeirra skiptir þjónusta á
hverjum áfangastað miklu máli og víst á leiðunum
líka. Maður hefur setið á Heathrow-flugvelli og
notið umhverfisins og virt fyrir sér og vorkennt
öllum bisnessmönnunum sem sitja með stresst-
öskurnar bólgnar af skjölum og reyna að ein-
beita sér að einhverjum A4 sneplum. Sérstök
fargjöld eru fyrir þá sem þurfa að fara hratt og
nota hverja mínútu. Hótel hafa líka fengið gæða-
stimpil eftir því hvernig þjónustu þau veita kaup-
sýslumönnum sem þeytast heimshorna á milli.
Við segjum frá þeim bestu. Þetta eru víst í hnot-
skurn þau mál sem litið er á í dag undir liðnum
FERÐAMÁL.
Sjáumst síðar. Þórunn ÞG
We*t Germany '
^ etutAQI*rm*ny
a S
Barlin) V;' j
I
• ■ ■ V,
víMm
MUNCHEN OG FASSING
HUGARFERDIN
ÓDÝRUST
. 1 úrhellisrigningu hér á öskudag-
inn hvarflaði hugurinn til Múnchen
með sitt Fassing. Um svipað leyti og
við leggjum okkur súrmat og sviða-
kjamma til munns í upphafi þorra
fara Múnchenarbúar að ókyrrast.
Ókyrrðin helst fram að öskudegi í
byrjun föstu. Þá líka kemst kjöt-
kveðjuhátíðarstemmningin í al-
gleyming. 1 tæpan mánuð eru íbúar
borgarinnar að kætast og gleðjast í
mat og drykk. Grímuklæðnaður og
múnderingar tilheyra þessu árvissa
kamivali í Múnchen sem heitir
Fassing og lýkur á öskudaginn.
Borgin á sér mikla og forna sögu,
hún hefur hýst konunga og keisara.
Styrjaldir hafa lagt hana í rúst og
auðmýkt en hún alltaf risið upp að
nýju.
Listamenn og diplómatar
f dag er Múnchen ein helsta menn-
ingarborg Þýskalands, þar eru flest
söfnin, tískufólk hvaðanæva úr
heiminum þyrpist þangað, listamenn
með kvikmyndagerðarmenn í farar-
broddi læra þar í akademíum og
halda þar til. Þýskir diplómatar, sem
þjónað hafa landi sínu um víða ver-
öld, vilja helst eyða ævikvöldinu í
Múnchen.
Fyrir utan Fassingtímann á þorra
er októberhátíðin mikill gleðitími í
Múnchen.
í þessari bæheimsku stórborg er
mannlífið afar skrautlegt. Bjór og
pylsur em alls staðar og leiðir allra
ferðamanná liggja í Hofbrauhaus
eða Donisl. Það eru stórar krár eða
brugghús . Hofbrauhaus er þekkt um
allan heim. Ferðalangur, sem situr
þar yfir ölkrús, er strax kominn í
samband við innfædda sem eru mjög
gestrisnir. Fyrir nokkrum árum, er
ég var þar á ferð, réð tilviljun því
að ég settist við stórt langborð þar
sem sátu nokkrir eldri herrar í bæ-
heimskum leðurstuttbuxum með
græna flókahatta á höfði. Þeir virt-
ust vera heimavanir enda höfðu þeir
hist þarna hvern einasta laugar-
dagseftirmiðdag í þrjátíu ár. Og enn
var gaman.
Schwabing, listamannahverfi
borgarinnar, -hefur löngum verið
nefnt „Greenwich Village"
Múnchenarborgar eftir listamanna-
hverfi New York Þar voru áður
fátækir námsmenn og eru reyndar
enn en Schwabing er líka hverfi
hinna nýríku Múnchenarbúa. Ný
listamannahverfi hafa risið, til
dæmis Haidhausen.
Menningarstraumar
í borginni búa hátt á aðra milljón
íbúar. Þar er iðnaður mikill svo og
verslun og viðskipti. En líklega er
borgin þekktust fyrir menningarvið-
burði hvers konar. Óperuhúsin eru
að minnsta kosti tvö (Sigurður
Bjömsson og Sieglinde Kahmann
óperusöngvarar voru fastráðin við
annað óperuhúsið í nokkur ár), leik-
húsin allmörg og verk eftir Schiller,
Shakespeare og Göthe oft á fjölun-
imi.
I haust stendur til að opna gríðar-
lega stóra menningarmiðstöð sem á
að hafa sæti fyrir tvö þúsund og fimm
hundruð gesti, en þar verður m.a.
leikhús og hljómleikasalir og annað
sem prýðir menningarmiðstöðvar
nútímans. Þegar þessi nýja menning-
armiðstöð verður opnuð geta tuttugu
þúsund gestir notið tónleika eða
leiklistar á einu og sama kvöldinu í
Múnchen.
Hjartað og torgið
I hverri borg er eitt hjarta eða
miðpunkturinn. f Múnchen er það
Marienplatz-torgið sem ráðhús borg-
arinnar stendur við. Það er stórt
klukknaspil í turni ráðhússins og
pótentátar úr kopar, sem þar búa,
eru til sýnis tvisvar á dag og hafa
dregið að sér marga ferðamenn.
I ráðhúskjallaranum er matstaður
sem er mjög algengt í þýskum ráð-
húsum.
Verslunargötur eru margar og sér-
staklega í nágrenni Marienplatz, þar
eru göngugötur. Nokkur þekkt
tískuhús eru í Múnchen og forn-
verslun er líka blómleg í borginni.
Af mörgu er að taka þegar hugur-
inn hvarflar til Múnchen, til dæmis
gönguferð í Enska garðinum og
heimsókn í ólympíuþorpið. Árið 1972
voru sumarólympíuleikamir haldnir
í Múnchen og stendur ólympíuþorpið
þar enn.
1
Það kostar ekkert að fara í hugan-í
um í reisu, sem er kosturinn við þessa
Múnchenarferð. c;
ÞG
I gamla listamannahverfinu Schwabing er breiðgatan Leopoldstrasse. Þar
er kaffihúsalíf líflegt á sumrin. Umferðarmenningin svo sem líka.
Guðni Bragason, fréttamaður og
fyrrum námsmaður í Munchen.
Guðni Bragason:
Örugglega sá
skemmtilegasti
Guðni Bragason, fréttamaður hjá
sjónvarpinu, þekkir Múnchen vel-
Hann var þar við nám í fimm ár. Við
báðum hann um að segja okkur frá
einhverjum stöðum í borginni senl
væru sérstakir að hans mati:
„Útikaffihúsin við Leopoldstrasse
em mjög skemmtileg og eins sumir
bjórstaðir í Schwabing,“ sagði
Guðni, fyrrum námsmaður. „En mér
em ofarlega í huga kaífihús í kring-
um háskólann. Ég get nefnt tvö
þeirra, Café Oase og Café ETC. Á
það síðarnefnda komu meðal ann-
arra margir kvikmyndagerðarmenn
og gera víst enn. Eitt get ég sagt um
Múnchen og það er að borgin er
ömgglega skemmtilegasti staðurinn
í Evrópu þegar Fassing stendur yfir.“
-pG
OPIÐ TIL KL. 41 DAG
V/SA
Versltð þar sem
úrvalið er mest
og kjörin best.
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Simi 10600