Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986. Fréttir Fréttir Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Starfsmenn Mjólkursamsölunnarbeita þrýstingi: Afgreiða ekki til gruiiaðra kaupmanna — fyrr en nöfn þeirra eru birt opinberlega „Við afgreiðum ekki mjólk til þeirra kaupmanna sem við grunum um að hafa tekið á móti stolinni mjólk hér úr stöðinni," sagði Ásgeir Starfsmenn Mjólkursamsölunnar afgreiða mjólk til kaupmanna, ann- arra en þeirra sem grunaðir eru um að hafa verið í vitorði með mjólkur- þjófunum. Ásgeir Ásgeirsson trúnað- armaður átti von á að nöfn þeirra yrðu birt iniían skamms. DV-myndS. Ásgeirsson, trúnaðarmaður i stöð hjá Mjólkursamsölunni. Starfsmenn Mjólkursamsölunnar hættu í gærmorgun að afgreiða mjólk úr stöðinni nema gengið væri að kröfu þeirra um nöfn þeirra versl- ana sem til skamms tíma tóku við mjólk sem nokkrir starfsmenn tóku ófrjálsri hendi. Mjólkina seldu þeir sem kunnugt er á hálfvirði. „Yfirvöld hafa ekki orðið við kröf- um okkar enn,“ sagði Ásgeir. „Því brugðum við á það ráð að hætta að afgreiða til verslananna sem við vit- um að tóku þátt í þessu. Það sést þá hvaða verslanir hafa ekki mjólk til sölu,“ sagði Ásgeir. Ágeir sagði að andrúmsloftið með- al starfsmanna Samsölunnar hefði verið mjög þungt síðan þetta mál kom upp. „Það kemur í Ijós eftir helgina hverja stefnu málið tekur. Við birtum ekki listann yfir verslan- irnar en hverjar þær eru kemur í ljós fyrr en síðar,“ sagði Ásgeir Ásgeirs- son. -GK RolfogJón hættir við sjónvarpsstöð „Við ætlum ekki að fara í sjón- varpið, það er bara of dýrt,“ sagði Rolf Johansen stórkaupmaður. Rolf og Jón Ragnarsson höfðu uppi áform um sjónvarpsstöð sem sendi út létta skemmti- og afþreyingar- dagskrá. Stofnuðu þeir til þess fyrir- tækið ísmann hf. „Við erum búnir að kanna þetta mjög ítarlega. Þetta gengur ekki upp hjá okkur. Það yrði áhættuspil. Málið er einfalt. Þessi stöð kostar meira en upphaflega var talið og það þarf meira starfslið. Við erum hrædd- ir vm að fá ekki nógu mikið af aug- lýsingum til að greiða þann kostn- að,“ sagði Rolf Johansen. -KMU Luton—Arsenal áskjánum — leik West Ham og Man. Utd. frestað Leik West Ham og Man. Utd, sem sjónvarpa átti beint i dag, hefur verið frestað til mánudagsins 17. febrúar. Snjór og frost á Englandi. Einnig hefur leikjum Derby-Sheff. Wed. og Watford-Bury í 5. umferð bikar- keppninnar verið frestað, svo og leik Newcastle og Aston Villa í 1. deild. Þó leiknum á Upton Park hafi verið frestað verður sýnt beint frá 5. um- ferð bikarsins - leikur Luton og Arsenal á gervigrasinu í Luton. hsím Dýrtað upplýsa þingmenn um utanferðirnar: Kostaöi 166 búsund að gera skýrsluna Skýrslan um utanlandsferðir ráð- herra og embættismanna kostaði ríkissjóð 166 þúsund krónur. Þessi kostnaður svarar til um 5 mánaðar- launa ríkisstarfsmanns. Fjármálaráðherra sá ástæðu til að láta reikna þetta sérstaklega út. Hann hefur í bréfi til forseta sam- einaðs þings bent á þessa stað- reynd. Skýrslan nær yfir þrjú sl. ár og er um 46 þéttskrifaðar síður í þingskjölum. Það var þingmaðurinn Kristin S. Kvaran sem óskaði eftir þessari skýrslu. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu liggja fyrir tvær aðrar fyrirspurnir frá þing- manninum sem munu að líkindum ekki kosta ríkissjóð minna en skýrslan um utanlandsferðirnar. Þetta er skýrsla um aukastörf embættismanna og önnur um ráðn- ingar í lausar stöður embættis- manna4árafturítímann. -APH Kosningar Iðju: BARÁTTAN ER MJÖG TVÍSÝN Allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör á nýrri stjórn og trúnaðarmannaráði verkalýðsfélagsins Iðju lýkur í kvöld klukkan 20. Atkvæðagreiðslan fer fram á skifstofu félagsins að Skóla- vörustíg 16. Tveir listar eru í fram- boði. Annar með núverandi formann Iðju, Bjarna Jakobsson, sem for- mannsefni og hinn með Guðmund Þ. Jónsson, varaformann Iðju, sem formann. „Ég er mjög bjartsýnn og við höfum haft góðan byr. Þetta er auðvitað mikli barátta en hún hefur verið mjög drengileg. Við vorum með fé- lagsfund í fyrradag og það var mjög góð stemmning þar í okkar garð,“ sagði Guðmundur Þ. Jónsson í sam- taliviðDV. „Það er erfitt að segja til um hvern- ig úrslitin verða. Á vinnustaðafund- um undanfarnar vikur hef ég fengið mjög góðar viðtökur," sagði Bjarni Jakobsson. KonuráSelfossi ætlaíframboð Kvennalistakonur á Selfossi hafa ákveðið að bjóða fram til bæjar- stjómarkosninga í vor. Nú er aðeins 1 kona í bæjar- stjórninni á Selfossi af 9 bæjar- fulltrúum. í öllu Suðurlandskjör- dæmi eru aðeins 20 konur af 189 kjömum fulltrúum. Þessu vilja konurbreyta. -APH „Ég fór út í þetta vegna þess að það var óskað eftir því við mig. Uppstillingarnefndin lagði þetta til og stjórn og túnaðarmannaráð studdi þetta framboð. Það hefur ríkt mikil óánægja með störf núverandi formanns og því eðlilegt að gæða félagið nýju lífi og þrótti," sagði Guðmundur. „Þessi óánægja er fyrst og fremst til orðin hjá þeim aðilum sem eru í „Það er neyðarástand í landinu. Fólk verður gjaldþrota unnvörpum um þessar mundir," segja forsvarsmenn Sigtúnshópsins svokallaða sem ba- rist heíúr í Iangan tíma íyrir úrbótum í húsnæðismálum. Hópurinn hefur boðað til fundar í Háskólabíói á sunnudaginn. Á fund- inn hafa verið boðaðir alþingismenn, bankastjórar og aðrir ráðamenn. Öllum er heimilt að taka til máls og krefja ráðamennina svara. Forsvarsmenn hópsins segja að sú neyðaraðstoð, sem Húsnæðisstofnun hefur staðið fyrir, sé skammgóð hjálp. Margir, sem fengu aðstoð í fyrra, séu nú aftur komnir í sömu greiðsluþrot. Þeir vilja að vandi þeirra, sem þegar hafa byggt eða kringum Guðmund. Ég hef ekki fundið fyrir henni meðal fólksins í félögunum. Það hefur að minnsta kosti ekki örlað fyrir henni á þeim fundum sem ég hef haldið í félögun- um,“ sagði Bjarni Jakobsson. Talning atkvæða hefst strax að kosningu lokinni. Hún er fljótlega og ættu úrslit að verða kunn strax á laugardagskvöld. -APH keypt, verði leystur í eitt skipti fyrir öll. Leiðrétt verði það misgengi sem myndaðist á milli launa og lánskjara og kjörin á lánum verði viðráðanleg. Hópurinn hefur bent á margar leiðir í þessum eftium eins og t.d. að auka skattafrádrátt til þeirra sem eiga í þessum vanda. „Við erum hlynntir því að gerðar verði úrbætur á framtíðarskipan húsnæðismála en við sættum okkur ekki við það að engar leiðréttingar verði gerðar fyrir þá sem byggðu á árunum eftir 1980 og eru nú á barmi gjaldþrots eða hafa þegar selt ofan af sér,“ segja forsvarsmenn Sigtúns- hópsins sem segjast vera orðnir þreyttir á sviknum loforðum. -APH Sigtúnshópurinn boöar tilfundar í Háskólabíói á sunnudag „ÞAÐ ER NEYÐAR- ÁSTAND í LANDINU” Höfum tekið að okkur sölu á hinum þekktu handridum og skilrúmum ^Hönnuðurinn verður 'til viðtals um mál- töku og samninga kl. 9-18 daglega, laugardaga kl. 10-16, að Armúla 20, sími 8-46-30. ÍH BYGGINGAVÖBPB SELJUM NÝJA OG NOTAÐA BÍLA Tegund Árg. BMW 520 automatic 1980 BMW 520 1980 BMW 520i 1983 BMW 518 1982 BMW 323i 1980 BMW 323i 1980 BMW 3181 1981 BMW 316 1982 Renault 18 TL station 1980 Renault 18 GLT 1980 Renault 18 st. 1982 Renault 9 TC 1983 Galant 1980 Opið laugardag 1—5. KOMIÐ SKOÐIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.