Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 36
36 DV. LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986. Reykjavíkurskákmótið: Mikhail Tal teflir fýrir áhorfendur Það var svo sannarlega hvalreki á fjörur íslenskra skákunnenda að sjálfur leikfléttusnillingurinn Mik- hail Tal skyldi verða meðal þátt- takenda á Reykjavíkurskákmót- inu. Tal, eða „töframaðurinn frá Riga“, eins og hann er oft nefndur, tefldi hér á Reykjavíkurskákmót- inu 1964 og náði sigri með leiftr- andi taflmennsku. Að loknum þrem umferðum á mótinu nú hefur hann teflt af engu minni þrótti en fyrir tuttugu og tveim árum. Skákir hans hafa verið iðandi af flækjum og þó svo að Tal hafi elst eins og aðrir, af gömlum myndum að dæma, sjást þess engin merki á taflmennskunni. í 1. umferð varð Tal að vísu að sætta sig við jafntefli gegn danska alþjóðameistaranum Jens Krist- iahsen og mátti þakka fyrir. Hann er reyndar þekktur fyrir að tapa fyrstu skák sinni í móti, jafnvel tveim, en er hann hefur náð að liðka fingurna standast honum fáir snúning. Hér kemur skák hans við Krist- iansen. Skákin er svo flókin að sá er þetta ritar treystir sér hreinlega ekki til þess að skýra hana ... Hvítt: Mikhail Tal Svart: Jens Kristiansen Pirc-vörn. 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d6 4. Bg5 c6 5. Dd2 Rd7 6. f4 b5 7. Rfii Rgf6 8. Bd3 Rb6 9.0-0 0-010. Hael b4 11. Re2 c5 12. Rg3 Bb7 13. e5 c4 14. Be2 Rfd5 15. f5 dxe5 16. fxg6 hxg6 17. Rxe5 c3 18. bxc3 Rxc3 19. Df4 Rxe2+ 20. Hxe2 Rd5 21. Dh4 ffi 22. Rxg6 fxg5 23. Hxf8+ Dxf8 24. De4 Dffi 25. Hf2 Dxd4 26. De6+ Kh7 27. Dh3+ Kg8 28. De6+ Kh7 29. Df5 Kg8 30. De6+ Og jafntefli með þráskák. Daninn tók hraustlega á móti glæfralegri taflmennsku Tals og hefði e.t.v. getað teflt til vinnings með 26. -Db6, i stað 26. -Dxd4. En i lokin má hann náttúrlega ekki taka riddarann: 27. -Kxg6?? 28. Dh5 mát. í næstu umferð tefldi Tal gegn Davíð Ólafssyni, ungum og efnileg- um skákmanni. Davíð tefldi á Evrópumeistaramóti unglinga í Groningen um áramótin og náði sér þar í dýrmæta reynslu i sarpinn, þó svo honum hefði ekki vegnað sem skyldi á mótinu. Hann var óbanginn gegn leikfléttusnillingn- um og var meira að segja sjálfur fyrri til að fórna. Um tíma i skák- inni voru áhorfendur ekki vissir um það hvort Tal væri með hvítt eða svart. En fórn Davíðs stóðst ekki og Tal náði að bægja hættunni frá. Hvítt: Davíð Ólafsson Svart: Mikhail Tal Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rffi 5. Rc3 a6 6. Bg5 Rc6 7. Dd2 e6 8. 0-0-0 h6 9. Bh4?! Rxe4 10. Df4 Rg5 ll.Dg3 Peðsfórn hvíts er ekki talin byggð á traustum grunni en síðasti leikur hans er nýtt framlag til skákfræð- anna og athyglisverður möguleiki. Skák JÓN L. ÁRNASON 11. -Rxd4 12. Hxd4 Db6 13. Hd2 Rh7 14. Bd3 g515. Bxh7 gxh4 16. Dg4??! Tal næstum missti andlitið er hann sá þennan leik. Hvítur fómar manni og meira fylgir í kjölfarið en sóknin er ekki nægilega sterk. Hann gat náttúrlega valdað bisk- upinn með 16. Dd3. 16. -Hxh7 17. Re4 Dd818. Hxd6 Bxd6 19. Hdl Kf8 20. Hxd6 De7 21. Ddl ffi! En ekki 21. -e5? 22. Hd8+ Kg7 23. Hxc8! Hxc8 24. Dg4+ og hrók- urinn fellur. 22. Hd8+ Kg7 23. Rd6 Hh8 24. Rxffi+ exffi 25. Dd4+ Dffi 26. Dxffi+ Kxffi 27. Hxh8 Kg7 28. Hd8 b5 29. Kd2 Kffi 30. Hffi+ Ke5 31. Hh8 Bb7 32. Hxh6 Bxg2 33. Hxh4 f4 34. Hg4 Hd8+ 35. Ke2 Ke4! - Og Davíð gafst upp. „Hringið á sjúkrabíl“ Bandaríkjamaðurinn John Fed- orowicz var mótherji Tals í 3. umferð, sem tefld var á fimmtudag. Hann ætlaði sér stóran hlut og tefldi drekaafbrigðið alræmda til tilbreytingar. Framan af tafli var allt með felldu en eftir vanhugsað dráp með biskupi sínum lenti Fed- orowicz í ógöngum. Menn hans lentu í einum hnút og eftir svipnum að dæma var Bandaríkjamaðurinn fullur örvæntingar. „Hólí sjitt“, sagði hann er hann gekk um salinn og staðan var sem verst, „hringið á sjúkrabíl". Tal varð ekki skotaskuld úr því að færa sér stöðuyfirburðina í nyt. En hann fór öruggu leiðina og lét sér nægja að vinna skákina í enda- tafli. Hér í eina tíð hefði hann sjálfsagt afgreitt málin með mát- sókn. Hvítt: Mikhail Tal Svart: John Fedorowicz Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rffi 5. Rc3 g6 6. f4 Rc6 7. Rb3 Bg7 8. Be2 0-0 9. Be3 Be6 10. 0-0 Dc8 11. Bffi!?Rg4 I skákinni Hubner-Miles, í Til- burg i fyrra varð framhaldið 11. -Bg4 12. Rd5 Bxfó 13. Dxfó og nú lék Miles 13. -Rxd5? 14. exd5 Rb4 og stóð lakar eftir 15. De4! Betra er 13. -e6 og staða svarts er í lagi. 12. Bcl Bxb3? Hæpið eins og berlega kemur í ljós. 13. Bxg4 Be6 14. ffi Bd7 15. Rd5 He8 16. Bg5 Bffi abcdefgh Staða svarts er hrikaleg ásýndum og hvítur á margar góðar leiðir. Tal hugsaði lengi, fyrst ætlaði hann að leika 17. Bf4 til að taka reitinn af riddaranum en svo ákvað Spaði getur verið hvað sem er, eða þannig Reykjavíkurmeistararnir með Reykjavikurhornið. Talið frá vinstri: Jón Bald- ursson, Guðmundur Pétursson, Helgi Jóhannsson, Valur Sigurðsson, Sigurð- ur Sverrisson og Aðalsteinn Jörgensen. Sveit Samvinnuferða/Landsýnar sigraði í keppni um Reykjavíkur- meistaratitilinn um sl. helgi þrátt fyrir að sveit Jóns Hjaltasonar, sem lenti í öðru sæti, ynni alla sína leiki. Skýringin var sú að sveitirnar tóku með sér í úrslitakeppnina árangur jsið hinar sveitirnar í undankeppn- inni og í henni var sveit Jóns með gjörtapaðan leik við sveit Samvinnu- ferða. Þegar þær svo mættust í úrslit- unum náði Jón að hala nokkuð upp í tapið en langt frá því nóg. Sam- vinnuferðir voru því öruggir sigur- vegarar. í sveitinni spiluðu Helgi Jóhannsson, fyrirliði, Jón Baldurs- son, Guðmundur Pétursson, Sigurð- ur Sverrisson, Aðalsteinn Jörgensen og Valur Sigurðsson. Hér er ágætt spil frá úrslitunum sem kom fyrir milli sveita Samvinnu- ferða og Delta. Austur gefur/n-s á hættu Norrur A KD1063 . O ÁG864 * 975 Au>tur A Á KD103 0 K9 * ÁDG642 SUOUK * 98754 G975 0 D53 * K í opna salnum sátu n-s Jón Bald- ursson og Sigurður Sverrisson en a-v Bjöm Eysteinsson og Guðmundur ftermannsson. Sagnirnar eru ef til vill nýstárlegar fyrir suma: Austur Suður Vestur Norður 1L 1S dobl 2L dobl 2T 2H 3T 4H pass pass 4S pass pass dobl Eitt lauf hjá austri var Precision eða 16 plús og á móti því spila Jón na Simirður fífldiprfo^ að mínu áliti. T.d. þýðir spaðasögnin, svo féleg sem hún er á hættunni, annaðhvort lauflit eða stutt lauf, eða spaða og tígul. Ef lesendur fylgjast ennþá með þá sagði Jón tvö lauf til þess að athuga hvort Sigurður ætti lauflit, en Sigurður sagði þá tvo tígla til þess að láta Jón vita að hann ætti raunverulega spaðalit. Snjallt hefði hins vegar verið hjá austri að segja pass við þremur tíglum, en það er varla hægt að ætlast til þess. Vestri er vorkunn að dobla með sitt lágmark og n-s fengu 790. En það var meira í vændum. í lokaða salnum sátu n-s Þorlákur Jónsson og Þórarinn Sigþórsson en a-v Aðalsteinn Jörgensen og Valur Sigurðsson. Nú gengu sagnir þannig: Austur Suður Vestur Norður ÍL pass 1T 1G 2L 2H dobl 2S 3H pass 4H Norður sýndi spaða oe tíeul eða Bridge Stefán Guðjohnsen hjarta og lauf með grandsögninni og suður sýndi stuðning við hvora höndina sem var með tveimur hjört- um. Norður vildi því spila vöm í fjórum hjörtum, sem reyndist röng ákvörðun, og a-v fengu 420 í viðbót og 15 impa. Framhaldsskólamótið 1986 Framhaldsskólamótið í sveita- keppni 1986 verður um þessa helgi (15.-16. febrúar) í Gerðubergi í Breið- holti oghefstspilamennskakl. 13. Er þetta er skrifað em 16 sveitir skráðar til leiks víðs vegar af landinu. Má fastlega búast við að bátttakan eigi eftir að aukast vem- lega á komandi árum, því vaxtar- möguleikar bridgeíþróttarinnar em ótakmarkaðir, að því er virðist. Laugvetningar em handhafar sig- urverðlauna síðustu ára. Þar er bridgeíþróttin í hávegum höfð og þaðan hafa margir af okkar albestu spilamönnum komið. Má búast við að erfiðlega gangi að ná bikamum frá þeim. Hermann Lámsson mun annast stjórnun framhaldsskólamótsins en Bridgesamband Islands stendur að undirbúningi. Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 1986 Sveit Samvinnuferða/Landsýnar varð Reykjavíkurmeistari í sveita- keppni 1986, eftir úrslitakeppni 6 efstu sveita um síðustu helgi. Sveitin hlaut 93 stig af 125 mögulegum. í sveitinni eru: Helgi Jóhannsson, Guðmundur Pétm-sson, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Sigurður Sverrisson og Valur Sigurðsson. Röð úrslitasveitanna varð þessi: stig 1. Sammvinnuferðir/Landsýn 93 2. Jón Hjaltason 88 3. Sveit Úrvals 82 4. Sveit Delta 75 5. Páll Valdimarsson 60 6. Kristján Blöndal 50 Er þetta í 5. skiptið sl. 6 ár sem sveit undir forystu Jóns Baldursson- ar sigrar í Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni. Góður árangur það. Orslitakeppnin var spiluð í Gerðu- bergi í Breiðholti. Keppnisstjóri var Agnar Jörgensson. Á keppnisstað mátti sjá þó nokkuð af kunnum andlitum í þjóðfélaginu. Má þar nefna m.a.: Magnús Ólafsson, fv.ritstj., Braga Kristjánsson forstj., Sigmar Jónsson heildsala, Ásgrím Sigurbjömsson, Siglufirði, Sigrúnu Pétursdóttur ráðskonu, Bessastöð- um, Bjöm Theodórsson, forseta B.Í., Björgvin Þorsteinsson lögfr., Láms Hermannsson verslm., Helga Jó- hannsson. forsti. Samvinnuferða. Ásmund Pálsson lögfr., Friðþjóf Einarsson frá Setbergi, Jón Hjalta- son veitingamann, Guðmund Péturs- son blm., Þórarin Árnason múrara, Þórarin Sigþórsson tannlækni, Þor- lák Jónsson verkfræðing, Ragnar Magnússon hásknema, Hjalta Elías- son, fv. forseta BÍ., Guðmund Her- mannsson blm., Karl Sigurhjartar- son framkvstj., Hrólf Hjaltason viðskfr., Pál Valdimarsson verka- mann, Stefán Guðjohnsen forstj. og eflaust má nefna einhverja til við- bótar. - ól. Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins Mánudaginn 10. febrúar vom spil- aðar 9. og 10. umferð í aðalsveita- keppni félagsins. Staða 8 efstu sveita: stig 1. Gunnlaugur Þorsteinsson 189 2. Sigurður ísaksson 188 3. Þórarinn Árnason 182 4. Guðmundur Jóhannsson 179 5. Viðar Guðmundsson 169 6. Guðjón Bragason 157 7. Arnór Ólafsson 142 8. Sigurður Kristjánsson 132 Mánudaginn 17. febrúar verða spil- aðar 11. og 12. umferð, Spilað er í Vestuk * G2 V Á8642 0 1072 * 1083 Frá Bridgesambandi íslands Stjórn Bridgesambands íslands hefur tekið þá ákvörðun að taka þátt í þeim tveimur erlendum mótum sem fyrir dyrum standa á sumri komanda. Það er annars vegar Norðurlanda- mót í opnum flokki og kvennaflokki og Evrópumót yngri landsliða (spil- arar fæddir 1961 og síðar). Fyrr- nefnda mótið verður í Hamar í Nor- egi og það síðarnefnda í Búdapest í Ungverjalandi. Norræna mótið hefst þriðjudaginn 24. júní og stendur í um vikutíma. Evrópumótið hefst 18. júlí og stendur til 27. júlí. Bridgesamband íslands hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum væntanlegra keppenda í alla flokk- ana þrjá. Umsóknir verða að hafa borist skrifstofu BSÍ fyrir 20. mars nk. í framhaldi af því mun Bridgesam- band íslands áskilja sér rétt til að ákveða hvernig staðið skuli að vali landsliðs, hvort sérstök keppni verð- ur haldin eða valdir spilarar úr hópi umsækjenda. Bridgesamband íslands mun, eins fljótt og kostur er, taka ákvörðun um framhald á vali lands- liða Íslands 1986.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.