Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 26
26 DV. LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986. BLÓÐGJAFAFÉLAG feLANDS AÐALFUNDUR - FRÆÐSLUFUNDUR Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 21. febrúar nk. kl. 21 í kennslusal Rauða kross Islands, Nóatúni 21, Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ástríður Pálsdóttir B.Sc., sérfræðingur Erfða- rannsóknadeildar Blóðbankans, flytur fræðsluer- indi er nefnist: Erfðaefnisrannsóknir (DNA) við sjúkdómsgreiningu. 3. Önnurmál. 4. Kaffiveitingar Stjórnin ORKUBÓT FYRIR KONUR |" GRENSÁSVEGUR 7* Sími: 39488 Ný námskeið í aerobic leikfimi hefjast mánudaginn 17. febrúar. Upplýsingar og innritun í síma 39488. > ÚtboÖ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í NORÐAUST- URVEG FRÁ RAUFARHÖFN AÐ HÓLSÁ: Helstu magntölur: Lengd ............................... 3,5 km Fyllingar .......................... 25.800 m3 Burðarlag .......................... 10.500 m3 Brú á Deildará ....................... 6,0 m Öllu verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. ágúst 1986. Byggingu brúar á Deildará skal að fullu lokið eigi síðar en 20. júní 1986. Utboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Miðhúsavegi 1, 600 Akureyri, og Borgartúni 5, 105 Reykjavík, frá og með 17. febrúar 1986. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 hinn 3. mars 1986. Vegamálastjóri. ■1 Söluíbúðir fyrir aldraða félagsmenn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Hvassaleiti 56-58. Af sérstökum ástæðum eru nú nokkrar íbúðir lausar til endurúthlutunar. Þeir félagsmenn VR, sem ná 63ja ára aldri á árinu 1986, eiga rétt á að kaupa íbúð, þó þannig að félagar 67 ára og eldri eiga forgangsrétt á íbúðunum. Þeim félagsmönnum VR, sem áhuga hafa á að kynna sér verð, greiðsluskilmála og teikningar, er bent á að koma á skrifstofu félagsins á 8. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7,108 Reykjavík. Umsóknareyðublöð liggja þarframmi. Umsóknum þarf að skila til skrifstofunnar fyrir 20. febrúar nk. Félagsmenn, sem þegar hafa sótt um íbúðir en ekki fengið úthlutað, eru beðnirað ítreka umsóknirsínar. „VIÐ ERUM EKKI ENGLAR í SUÐUR- AFRÍKU EN HELDUR ENGIR DJÖFLAR” — segir Louis Nel, upplýsingamálaráðherra Suður-Af ríku, íviðtali við DV „Það sem skiptir máli, er menn ræða ástand mála í Suður-Afríku í dag, er að þeir geri sér grein fyrir því hve misleitur hópur það er sem byggir þetta land,“ segir Louis Nel, nýskipaður upplýsingamála- ráðherra Suður-Afríku, í ríkisstjórn P.W. Botha í viðtali við blaðamann DV. Áður en Nel tók við ráðherraembætti hafði hann gegnt starfi aðstoðarutanríkisráðherra um hríð. Viðtalið átti sér stað á skrifstofu ráðherrans í upplýs- ingamálaráöuneytinu í Pretóríu. Og ráðherrann hélt áfram: „Það eru ekki aðeins kynstofnar hvítra, kynblendinga og Asíumanna, er eiga sér margs konar ættir og uppruna, heldur skiptast blökku- mennirnir sjálfir í að minnsta kosti níu ættbálka er hver talar sínar mismunandi mállýskur, með mis- munandi menningararfleifð og hafa hver um sig tileinkað sér mismun- andi lífsmáta. Það er langt frá því að einhugur og samstaða ríki í þeirra röðum, einfaldlega vegna þess að hörundslit- ur þeirra er svartur. Auðvitað er samstaða á meðal þeirra í vissum málaflokkum en þó eru þeir ósam- mála í fleiri. Því miður gera ekki allir sér grein fyrir þessu. Svo er það annar þáttur er setur svip sinn á ástandið hér en það er skæruliðahreyfing Afríska þjóðar- ráðsins. Alræðisstjórn marxista Starfsemi þeirra fer að mestu fram erlendis með fpirstuðningi ríkja er vilja ríkisstjórn vora feiga. Markmið Afríska þjóðarráðsins er að steypa af stóli ríkisstjórn Suður- Afríku í blóðugri byltingu og koma hér á alræðisstjórn marxista og kommúnista. Á því er og verður enginn vafi. Forysta ANC (Afríska þjóðarráðs- ins) hefur engan áhuga á nokkurs konar samningum við stjómvöld, hvorki um umbætur í málefnum blökkumanna né nokkuð annað, hún vill aðeins blóðuga byltingu. Flestir blökkumenn hér eru and- stæðir þessari hugmyndafræði ANC og hafa afneitað byltingaráformum þess. Það er óhætt að fullyrða að hryðju- verkamenn ANC eiga mesta sök á því ofbeldi er sett hefur svip sinn á gang mála síðustu mánuði. Þeir reyna að kynda undir ofbeldisað- gerðum hvar sem er og hvenær sem er. Manneskjur steiktar lifandi Það em ekki síst blökkumenn sjálf- ir er hafa orðið fyrir grimmdarverk- um félaga ANC. Aftökuaðferðir þeirra eru vel þekktar og með afbrigðum grimmi- legar. Ein þeirra er til dæmis þannig að ónýtur hjólbarði er settur yfir höfuð- ið og axlir á bundnu fórnarlambinu, bensíni hellt í hjólbarðann og síðan kveiktí. Manneskjan er bókstaflega steikt lifandi. Slík grimmdarverk færast í auk- ana á meðal útsendara ANC. Á þennan hátt reynir forysta ANC Nýskipaöur ráöherra upplýsingamála á tali viö blaðamann DV i Pretóriu. Verzlunarmannaféiag Reykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.