Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986. Viðskipti Viðskipti Peningamarkaðurinn Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn- stfeður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafhvextir 27% en 2% bætast við eftir hverja þijá mánuði án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36% nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og 42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtímin gildir hvem mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 óra afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%, 4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, og eftir 6 mánuði 37%. Frá 11.02.1986 verða vextir eftir 12 mánuði 38% og eftir 18 mánuði 39%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggð- um reikningum gildir hún um hávaxtareikn- inginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hsestu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heil:' ársfjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, Qög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteiní eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfín eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er al- mennt 12-18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 4. ársQórðungi 1985: Til einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl- skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfír þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,125%. Visitölur Lánskjaravísitala í febrúar 1986 er 1396 stig en var 1364 stig í janúar. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986 er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699. stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11.-20.021986 innlAnmeð sérkjörum sjAsérusía llll if If II jf ifif jf it innlAn Overðtryggð SPARISJÓÐSBÆKUR Úbundin innst»fta 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22,0 SPARIREIKNINGAR 3ja mén. uppsógn 25,0 26.6 25.0 25.0 23.0 23,0 25.0 23.0 25,0 25.0 6 mén. uppsógn 31,0 33.4 30.0 28.0 26.5 30.0 29.0 31.0 28,0 12mén. uppsógn 32,0 34.6 32.0 31.0 33.3 SPARNAÐUR- LANSRÉTTUR Sp.«ð 3-5 mén. 25.0 23,0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0 INNLÁNSSKfRTEINI Sp Gmén.ogm. 29,0 26.0 28.0 29.0 28,0 Tif 6 ménaða 28.0 30.0 28.0 28.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanartikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0 Hlauparaikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR Ijamén. upptogn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6 mén uppsogn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3,0 INNLÁN gengistryggð GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarlkjadoliarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7,5 7.5 8.0 Stariingspund 11.5 11.5 12.0 11.0 11,5 11.0 11.0 11.5 11.5 VasturTrýsfc mórk 5.0 4.5 4.0 4.0 4.5 4,5 4.5 5.0 4.5 Oansfcar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 útlAn úverðtryggð ALMENNIR VlXLAR (forvextir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30,0 VIÐSKIPTAVlXLAR (fonraxtir) 34.02) kg. 34.0 k* 32.5 kg. kga kga 34,0 ALMENN SKULDABRÉF 32,03) 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 35.02) kg* 35.0 kga 33,5 kg. ÚP kga 35.0 HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 31,5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31,5 útlAn verðtryggð SKULDABRÉF A6 21/2 éri 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Langri an21/2 ér 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5,0 5.0 ÚTlAN TIL FRAMLEIOSUI SJANEDANMALS1) l)Lán til innanlands&amleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 10%, í Bandaríkjadollurum 9,75%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfúm er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Hafnarfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj. 3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óveiðttyggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum. Utlönd Utlönd Utlönd Frakkar sja fram áátökíChad Frakkar sjá fram á að dragast á ný inn í skærur fyrrum Afríkuný- lendu sinnar í Chad og hermanna Gaddafi Líbýuleiðtoga. Hissene Habre, forseti Chad, fór í gær fram á franska hernaðaraðstoð vegna harðnandi bardaga stjórnar- hers Chad við skæruliða á landa- mærunum við Líbýu er njóta beins stuðnings Líbýumanna. Frakkar sendu herafla til norður- héraða Chad fyrir réttum tveim árum til stuðnings stjórnar Hissene Habre en drógu herafla sinn til baka eftir að samið var um vopnahlé. Frakkar í viðbragðsstöðu Frönskum hersveitum í Mið- Afr- íkulýðveldinu hefur verið skipað í viðbragðsstöðu og óstaðfestar fregn- ir herma að sveit franskra jagúar- orrustuflugvéla hafi verið send til herflugvallar í Chad. Frakkar hótuðu því fyrir tveim árum að senda herafla til Chad ef Líbýumenn gerðu slíkt hið sama. Sósíalistaflokkur Mitterands for- seta sér fram á tvísýnar þingkosning- ar í næsta mánuði og telja stjórn- málaskýrendur ólíklegt að forsetinn hætti á kosningaafhroð með því að senda inn franskar hersveitir til langdvalar í Chad rétt fyrir kosning- ar. Þeir telja líklegra að forsetinn beiti fyrir sig franska flughernum, sem auðveldara og fljótara er að draga til baka ef til aukinna átaka kemur á landamærum Chad og Líbýu. Sveitir úr herafla Frakka í Mið-Afrikulýðveldinu hafa verið settar í viðbragðsstöðu vegna aukinnar spennu á landamærum Chad og Líbýu. Forseti Chad hefur beðið Mitterrand um skjóta hernaðaraðstoð. Þúsundir hermanna Atlantshafsbandalagsins taka þátt i heræfingum bandalagsins i Noregi síðar i þessum mánuði. Nú hafa íbúar norsks smábæjar krafist þess að bandarískum landgönguliðum verði meinaður aðgangur að sturtum og salernum í skólaíþróttahúsi staðarins vegna smithættu af eyðni. Norskur bær í upp- námi vegna eyðni Samtök foreldra í norska bænum Dyroey vilja banna bandarískum landgönguliðum, er taka þátt í her- æfingum Atlantshafsbandalagsins í nágrenni bæjarins, allan aðgang að sturtum í skólaíþróttahúsi staðarins vegna hræðslu við smit af eyðni eða öðrum smitandi sjúkdómum. Skólayfirvöld í Dyroey höfðu fyrr gefið yfir 1400 bandarískum land- gönguliðum leyfi til að notfæra sér hreinlætisaðstöðu skólaiþróttahúss- ins á meðan á þriggja vikna löngum heræfingunum stendur, Heræfing- arnar ganga undir nafninu Anchor Express og hefjast síðar í þessum mánuði. Bæjarstjórinn í Dyroey hefur harð- lega gagnrýnt yfirkennara staðarins fyrir að hafa hleypt soldátunum í sturtumar og foreldrar hafa hótað að halda bömum sínum frá skólanum ef landgönguliðarnir fá leyfi til að notfæra sér hreinlætisaðstöðuna þar. Talsmaður norska hersins sagði að íbúar Dyroey þyrftu engar áhyggjur að hafa af eyðni eða öðmm smitsjúk- dómum, bandarísku hermennirnir hefðu allir verið rækilega skoðaðir áður en haldið var að heiman og gengið úr skugga um að þeir bæru enga slíka smitsjúkdóma. Hvað hugsar karl- maðurinn í ástarleiknum Frá Gissuri Helgasyni, fréttaritara DV í Zurich: Ástríðuþrungin nótt, þú og ást- mögur þinn elskist. Margar konur myndu ugglaust furða sig á hugsunum makans ef þær vissu hvað hann væri að hugsa um í hita bardagans. Bandaríski sálfræðingurinn Mary Kearnes fékk til liðs við sig stóran hóp karlmanna til þess að segja sér frá sínum innstu draumum sem á þá sóttu á meðan á forspili og sjálfum ástaleiknum stóð. Listinn samanstóð af eftirfarandi: í fyrsta lagi, og það sem algengast var, ímynduðu menn sér að þeir gömnuðu sér við margar konur samtímis. í öðru lagi hugsuðu menn um munn-erótík. í þriðja lagi virtust margir draum- arnir snúast um líkamshluta annarr- ar kvenveru, svo sem brjóst, mjaðm- ir, lendar og fleira. Margir hugsuðu um bláar kvik- myndir og enn aðrir ímynduðu sér tvo kvenmenn í atlotum. Að lokum voru þeir eigi allfáir er létu drauma sína snúast um eigin- konu vinnufélaga síns, nú, eða bestu vinkonu eiginkonunnar. Konur, þá vitið þið það. Nelson Mandela. Segir Mandela losnaáárínu Winnie Mandela segist búast við því að fá eiginmann sinn lausan úr fangelsi á næstu mán- uðum. „Ég held að það muni taka nokkra mánuði í viðbót að fá hann lausan, en ég trúi því að það verði á árinu,“ sagði Winnie í borginni Kagiso í Suður-Afríku í gærkvöldi. Orðrómur hefur verið á kreiki síðustu daga um yfirvofandi frelsi blökkumannaleiðtogans, en stjórnvöld í Pretóríu hafa hingað til sagt orðróminn úr lausu lofti gripinn. Spæjaraduftið hættulaust Bandarískir visindamenn hafa lýst því yfir að svokallað njósna- duft, er þarlendir sendiráðstarfs- menn hafa fundið í húsakynnum bandaríska sendiráðsins í Moskvu; sé með öllu hættulaust. Bandaríkin segja að útsendar- ar KGB hafi sáldrað því á Banda- ríkjamennina til að eiga hægara um vik að fylgjast með ferðum þeirra í Sovétríkjunum. Bandaríkjamenn uppgötvuðu efnið (nitro phenyl pentadiene) í ágúst síðastliðnum í sendiráðinu og sendu harðorð mótmæli til Sovétmanna. í fyrstu var talið að efnið væri krabbameinsvaldandi en tilraun- ir með mýs og hamstra hafa nú leitt annað í ljós. Sovétmenn hafa alla tíð neitað ásökunum Bandaríkjamanna. Ufgongubann íNýju Delhí Mikil átök hafa síðustu klukkutímana átt sér stað milli hindúa og múhameðstrúar- manna í Nýju Delhí. Að minnsta kosti einn hefur fallið í átökunum og yfir 50 manns særst. Að auki hefur lögreglan hand- tekið á annað hundrað manns. Yfirvöld fyrirskipuðu funda- bann fleiri en fimm manns og útgöngubanni var lýst yfir í viss- um hluta höfuðborgarinnar í gær. ísraelskur efnahagsbafi Verðbólga fer stöðugt minnk- andi í ísrael, samkvæmt nýbirt- um skýrslum þjóðhagsstofnunar landsins. Verðbólga i landinu náði 450 prósentum árið 1984 en á síðasta ári tókst ríkisstjórn Simonar Peres að koma verðbólgunni í rúm 182 prósent. í síðasta mánuði lækkaði fram- færslukostnaður í landinu um 1,3 prósent og hefur slíkt ekki gerst í níu ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.